Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 Fréttir r>v Týndi Mýrabóndinn, sem fannst eftir 48 tíma í fönn, fór úr þyrlunni í mjaltirnar: Hafði eitt Prince Polo - á jöklinum en telur sig hefðu getað lifað eina nótt í viðbót DV-MYND ÞÓK Hólpinn og kominn heim. Guðmundur í miðið ásamt Skúla fööur sínum og Ástu systur sinni í fjósinu á Lambastöðum á Mýrum. Þremur klukkustundum áður lá Guðmundur einn í fönn uppi á hábungu Langjökuls. Faðir og systir voru afar ánægö með að vera búin aö endurheimta Guðmund. „Ég hefði verið betur settur með fjósaskófluna mina en smáskófluna frá Bílanausti þegar ég var að grafa mig í fónn. Síðan var gjaman mikið að gera hjá mér niðri í holunni. En það var líka góður tími þama til að hvíla sig. Ég bjóst alveg eins við að þurfa að vera þama lengur, jafnvel eina til tvær næt- ur. En þá hefði verið farið að draga mjög af mér því ég var að verða dálít- ið slappur. Matarleysið var það eina sem var að. Það eina sem ég átti eftir af nestinu á laugardaginn var eitt Prince Polo. Ég átti líka eina frosna Mixdós en ég týndi henni og hafði því ekkert að drekka," sagði Guðmundur Skúlason, bóndi á Lambastöðum á Mýmm, í gær, mánudag, nákvæmlega þremur klukkustundum eftir að hann fannst á Langjökli eftir að hafa legið þar í fónn í 48 klukkutíma frá því síð- degis á laugardag. Guðmundur var í fjósinu að sinna kúnum með fóður sínum, Skúla, og Ástu systur sinni þegar DV ræddi við hann - eins og ekkert hefði í skorist. Hann var þá tiltölulega nýkominn úr þyrlunni TF-SIF sem lenti við bæinn eftir að læknir í áhöfn vélarinnar hafði úrskurðað að þessi maður hefði enga þörf fýrir að vera fluttur á sjúkrahús eins og flestir höfðu talið. Guðmundur var hress og hvergi nærri hægt að sjá að þetta væri mað- urinn sem stór hluti íslensku þjóðar- innar var orðinn svartsýnn á að myndi finnast á lífi. Hann var hvorki blautur né kaldur þegar hann fannst - aðcdlega svangur og þyrstur. Sleöinn stöövaðist „Ég fór með félaga mínum á fóstu- daginn þennan gamla rúnt á Hvera- velli þar sem við gistum eina nótt. Við hefðum kannski átt að halda til baka í myrkrinu um nóttina en gerðum það ekki. Við lögðum af stað frá Hveravöll- um klukkan eitt á laugardag," sagði Guðmundur. „Á milli klukkan þrjú og fjögur missti ég af félaga mínum. Fær- ið var þungt. Kúplingin var farin og kófið mikið. Þegar veður er svona vont verður maður að halda sleðanum gangandi. Annars fer maður ekkert lengra. Það er ekkert flóknara en það.“ Guðmundur hófst handa við að grafa sig i fonn: „Skaflinn var sléttur og ég gróf mig niður. Fyrst var þetta góð hola en svo varð þetta erfiðara fyrir mig þegar leið á. Snjórinn féll ofan í holuna. Ég var í mjög góðum vélsleðagalla og gætti þess alltaf að hafa gott öndunargat. Ef mér fór að verða kalt mokaði ég. Ég var með svefhpokann minn í plastpoka og sat á honum fyrri nóttina. Klukkan sex á sunnudagsmorgun lægði veðrið. Ég fór út og þá þomaði ég alveg.“ Var aö viðra sig þegar ... Guðmundur vissi lítið um veðurspá næstu daga og bjóst því allt eins við að menn fyndu hann ekki strax. „En ég hafði engar áhyggjur og vissi að björg- unarmennimir kæmu.“ í fyrrinótt heyrði hann í snjóbílum sem vom ná- lægt honum en skyggnið og veðrið var þá afar slæmt. Um klukkan þrjú siðdegis 1 gær sagðist Guðmundur hafa verið að viðra sig þegar hann heyrði og sá björgunarmenn. „Ég sá þá á undan, í á að giska 100 metra fjarlægð," sagði Guðmundur. Hann segir óafsakanlegt að hafa ekki verið með virkan farsíma eða neyðarsendi. Guðmundur vill koma á framfæri heilshugar þökkum til allra björgunar- mannanna sem leituðu hans. -Ótt Tvöfeldni Davíð Oddsson for- sætisráðherra sakaði Samfylkinguna um tvöfeldni þegar Jó- hanna Sigurðardóttir mælti fyrir frum- varpi til laga um fjár- mál stjómmálaflokka Ráðist á ökumann Ráðist var að ökumanni bifreiðar í Árbæ á laugardag og honum veittur áverki á gagnauga. Hafði hann flautað á aðra bifreið og fór það í skapið á öku- manni og farþega í hinni bifreiðinni með þeim afleiðingum að þeir réðust að honum. Timamótasamningur Menntamálaráðherra undirritaði í gær tímamótasamn- ing við Microsoft ásamt EJS hf., Ný- heija hf., Opnum kerfum og Tæknivali hf. fyrir milligöngu Tölvudreifingar hf. um heimild til notk- unar á Microsoft- hugbúnaði fyrir flesta grunn- og fram- haldsskóla landsins. 8 árum styttri Rannsóknir Hjartavemdar sýna að fertugur einstaklingur sem reykir einn pakka af sígarettum á dag styttir að meðaltali ævi sína um 8 ár. Um 200 manns leituðu Guðmundar Skúlasonar í veðurofsa: á Alþingi í gær. Leitarmenn urðu að skríða Fundlnn Guömundur Skúlason gengur að þyrlunni ásamt einum úr áhöfn. Hann var oröinn þrekaður eftir að hafa veriö grafinn í fönn í tvo sólar- hrínga. „Við erum að leita að lifandi manni. Ég er bjartsýnn á að hann finnist á lífi. Hann er vanur og var vel búinn. Hann er með skóflu og svefnpoka og nesti,“ sagði Friðjón Skúlason hjá landsstjóm Slysavarnafélagsins Landsbjargar í stjómstöð björgunarmanna aðeins rúmum tveimur klukkustundum áður en Guðmundur Skúlason, bóndi af Mýrum, fannst uppi á Langjökli í gær. Jón Hermannsson af Hvolsvelli, fé- lagi Friðjóns við leitarstjómina, sagði að ef „maðurinn er ekki kaldur og blautur þá erum við vongóðir“. Orð þessara tveggja manna áttu eft- ir að rætast þrátt fyrir að uppi á jökli hefði verið slæmt veður og skyggni lít- ið. Urðu aö skriða Jón Hermannsson greindi frá því að þrautþjálfaðir vélsleðamenn hefðu orð- ið að skríða í veðurofsanum uppi á jökli í fyrrinótt þegar merrn vom að reyna að leita að Guðmundi. Félagar í björgunarsveit á Hellu sögðu DV frá því í gær að bylurinn uppi á jökli að- faranótt mánudags hefði verið glóm- laus. Menn hefðu fengið kalbletti á ör- skotsstundu ef ber húð hefði ekki ver- ið varin. „Viö veigruðum okkur við að fara út úr snjóbílnum að pissa um nóttina," sagði Svanur Lárusson í Flugbjörgun- arsveitinni á Hellu sem var að leita. Hann og félagar hans vom þá um miðj- an dag í gær að „fara í hvíld“ eftir mik- ið erfiði næturinnar og morgunsins. Miðað við hvemig hafði litið út uppi á DV-MYNDIR ÞOK Nýkomin úr snjóbíl ofan af jökli: Fjórir leitarhundar, sem voru í snjóbíl frá Slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli, voru fluttir úr bíinum ofan afjökli í gær þegar bilun kom fram. Vélsleðamenn skutust eftir hundunum fjórum og eigendum þeirra. Ekki var laust við aö fólk og hundar væru kuldaleg eftir vélsleöaþununa. Nýkominn niöur, á leiöinni upp aftur að leita aö Guömundi Skúlasyni, bónda á Mýrum, sem ekkert haföi spurst til hátt í 2 sólarhringa. jökli var Svanur ekki vongóður um að maðurinn sem leitað var fyndist fljótlega þar sem mikið fennti. „Það sem pirrar okkur aðallega er þessi mikla ofan- koma þama uppi,“ sagði Jón Her- mannsson. „En það spáir betur og að skyggnið batni,“ sagði Jón og var bjartsýnn. Vérðum að finna þenn- an mann! Uppi á Langjökli, við skálann Húsa- fellsmegin, það- an sem vélsleðatúrist- ar fara gjaman í ferðir á sumr- in, var Gísli Páll Hannesson úr björgunar- sveitinni Kyndli að gera sig kláran. Inni í óupphituðum skál- anum var ískalt, hlerar fyrir glugg- um og það gufaði vel út úr mönnum þegar þeir töluðu. Á einum stað rauk úr kaffibolla í plastíláti. Um 15 stiga frost var úti. „Við verðum að finna þennan mann,“ sagði Gisli Páll sem var ný- kominn ofan úr kófinu efst á jökl- inum. Hann var að ferðbúast á ný. „Við vorum á 7 sleðum þama uppi en svo sáu menn ekkert. Áður en menn vissu af vora hópamir orðnir tveir og fundu ekki hvor annan.“ Þegar Guðmund- ur var fundinn ræddi DV aftur við Friðjón Skúlason hjá landsstjóminni. „Ég sagði þetta, að ég væri bjartsýnn á að maðurinn fynd- ist á lifi. Það var ekki nema eitthvað ófyrirséð hefði gerst, maðurinn hefði t.d. fallið nið- ur einhvers stað- ar,“ sagði Friðjón. Liðlega 200 manns komu að leitinni að Guð- mundi Skúlasyni, allt harðsnúið björgunarsveita- fólk, auk liðs- manna ffá þyrlu- sveit og stjómstöð Landhelgisgæsl- unnar. -Ótt Sýknaður Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað lögreglumann af ákæru um brot á hegningarlögum, umferðarlög- um og lögum um neyðarakstur en hann lenti í alvarlegum árekstri í út- kalli. í ljós kom að hemlar lögreglubíls- ins virkuðu ekki sem skyldi. 60 m/s Viíidhviður fóm í rúma 60 metra á sekúndu í Oddsskarði í fyrrinótt en þegár vindhraði nær 32,7 m/s þá telst orðið fárviðri en þaö eru 12 vindstig í gamla kerfinu. Fíaskó, ný íslensk kvikmynd eftir Ragn- ar Bragason, verður frumsýnd í Háskóla- bíói næstkomandi fostudag. Þetta er fyrsta kvikmynd Ragnars Bragasonar í fúllri lengd en hann er jafnframt höfúndur handrits. Styðja verkfall Félagsfundur í Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði samþykkti stuðning við akvörðun samninganefndar félags- ins um verkfallsboðun frá og með 30. mars. Fundurinn mótmælti því sinnu- leysi sem fælist í viðbrögðum Samtaka atvinnulífsins við kröfum verkafólks um kjarabætur því engar rauverulegar viðræður hefðu farið ffarn. -hdm DVMYND S Líklegt er aö landinn hafi sporö- renndt milljón bollum í tllefni bollu- dagsins í ár. Hún Sandra Leifs Hauksdóttir, af- greiösludama og níu ára dóttir eig- anda Heildsölubakarísins á Grens- ásvegi, afgreiddi rjómabollurnar með bros á vör í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.