Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 Fréttir DV Ung kona sat föst í bifreiö í fárviðri á Sandvíkurheiði: Björgunarmennirnir eru algjörar hetjur - faðir hennar og annar maður fastir í öðrum bíl skammt frá DV. AKUREYRI:_________________________ „Auðvitað var ég hrædd og mér var kalt. Ég var hins vegar alveg viss um að pabbi vissi hvar ég væri og að mín yrði leitað. Veðriö var bara svo rosalegt að það var engu líkt,“ segir Sólveig H. Ákadóttir frá Vopnafirði, ung kona sem lenti í þvi að festa bil sinn á Sandvíkurheiði um klukkan 5 á sunnudag og sitja í bílnum meðan fárviðri geisaði fram á mánudagsmorgun. Sólveig var í heimsókn hjá for- eldrum sínum á Bakkafirði og fór þaðan um klukkan 16. Hún segir það hafa verið ákveðið að hún léti vita af sér þegar hún kæmi til Vopnafjarðar. Þegar Sólveig kom að Fuglabjargsá missti hún bílinn út af veginum og fór út til að reyna að moka hann lausan. Hún segir að óveðrið hafi skyndilega skollið á skömmu síðar. „Ég gat haft bílinn í gangi fram undir miðnætti en það sem var verst var að rokið var svo mikið og fjúkið að þaö snjóaði nánast alls staðar inn í bílinn og þetta var því ansi köld vist. Ég varð því fegin þeg- ar þessir herramenn úr björgunar- sveitinni á Vopnafirði bönkuðu upp á hjá mér, þeir voru algjörar hetjur. DV-MYND S Lenti á hvolfi hefur reynst mörgum skeinuhætt svo sem sjá má hér. Bílstjóri sem leiö átti um Kringlumýrarbraut fyrir skömmu missti stjórn á bíl sínum sem lenti á hvolfi. Bílstjórinn slapp meö skrekkinn. Pabbi fastur líka Faðir Sólveigar fór ásamt öðrum manni á vel útbúnum jeppa upp á heiðina þegar dóttir hans skilaði sér ekki til Vopnafjarðar. Ekki vildi betur til en svo að jeppi þeirra fest- ist og máttu þeir dúsa í jeppanum til morguns eins og Sólveig í hinum bilnum. Ekki mun hafa verið nema um 15 mínútna akstur á milli bil- anna miðað við eðlileg skilyrði. Mennimir voru sóttir af björgunar- mönnum frá Bakkafirði. Ingólfur Arason hjá björgunar- sveitinni á Vopnafirði segir að sínir menn hafi verið kallaðir út um klukkan 18. Þeir komust þó ekki nema rétt út fyrir bæinn og urðu að láta fyrirberast þar vegna veðursins. Ingólfur segir að jafn vindhraði hafi verið 48 metrar á sekúndu og farið langt upp fyrir það í verstu hryðjun- um. Þegar kom fram á morgun slot- aði veðrinu nokkuð og gengu menn með björgunarbílnum þegar það var hægt vegna veðurs og þannig fikruðu menn sig áfram. Engum sem átti hlut að máli varð meint af volkinu en Sólveig var orð- in ansi köld og sagði í samtali við DV í gærmorgun að enn væri hroll- ur í henni eftir veruna í bílnum, -gk Bilun í netþjóni Islandia Internet: Heimasíður gufuðu upp - hægt að bjarga gögnunum segir framkvæmdastjórinn Nokkur fjöldi heimasíðna, sem vistaðar voru hjá Islandia.is, hrein- lega gufaði upp fyrir nokkru er einn netþjónn fyrirtækisins bilaði. I sum- um tilfellum voru engin afrit til af heimasíðunum og virðist því stefna í tilfmnanlegt tjón fyrir eigendur þeirra. Samkvæmt nýjustu upplýs- ingum frá fyrirtækinu virðist þó vera unnt að bjarga þessum gögn- um. Þetta er stórmál. Það er svona rétt eins og ef þú ættir búð á Lauga- veginum og kæmir að morgni að búöinni og ekkert væri þá eftir nema grunnurinn," sagði reiður viðskiptavinur Islandia Internet í samtali við DV. „Ég veit ekki hversu margir hafa heimasíður hjá islandia.is en þeir eru talsvert margir sem hafa misst heimasíður sínar þegar netþjónn Is- landia Intemet hrundi. Undir mínu notendanafni hef ég um 60 síður og er þar mikil vinna að baki. Notend- um var ekki einu sinni sendur tölvu- póstur en ég hef hringt tvívegis til þeirra,“ sagöi annar viðskiptavinur. „Það getur alltaf eitthvað bilað en það var ekkert gert og ekki einu sinni sendur tölvupóstur um bilunina til notenda. Þeir hafa ekki einu sinni varaskrár þannig að útlit er fyrir að öll gögn séu glötuð. Það sýnir að öryggiskerfi þeirra er ekki upp á marga fiska. Þegar netþjónar falla niður úti í hinum stóra heimi verður allt vit- laust en hér er ekkert sagt. Mér var einungis boðið að síðan mín yrði sett upp aftur hjá öðriun net- þjóni en ég þyrfti að setja öll gögn- in aftur inn sem er margra tíma vinna. Ég hef skipt við Islandia vegna þess að ég treysti þeim en ég get það ekki lengur eftir þetta,“ sagði viðskiptavinurinn. Gögnin bjargast stjóri Islandia Intemet, segir að diskurinn úr netþjóninum hafi ver- ið sehdur utan til að freista þess að ná út þeim gögnum sem Islandia og nokkrir notendur Islandia áttu þar inni. Þær gleöilegu fréttir bárust svo í gær að erlenda fyrirtækið væri búið að endurheimta öll tölvu- gögn á diskinum. Sagði Þórólfur að unnið yrði að því næstu daga að koma upplýsingunum aftur inn á netþjón Islandia. „Það sem gerðist var að harði diskurinn á einni af mörgum vél- um sem viðhalda gagnagrunnin- um okkar hrundi fostudaginn 18. febrúar. Það kom upp bilun í mót- or sem keyrir gagnadisk upp og var ekki hægt að ræsa hann aftur. Eftir að samband hafði verið haft við söluaðila disksins hér á íslandi var tekin sú ákvörðun að senda hann þegar í stað út til framleið- anda til að freista þess að bjarga gögnum. Ég vil taka fram að heima- og einkanot viðskiptavina eru á þeirra ábyrgð en það kemur fram í samningsbundnum skilmál- um okkar. Þekkt er að slíkar bU- anir koma annað slagið upp í tölvubúnaði almennt með tilheyr- andi óþægindum en tU þess að var- ast svona óþægindi er öUum þeim sem efni eiga á vefþjónum bent á að taka afrit af nýjustu útgáfu vef- síðu sinnar," sagði Þórólfur. -hól/HKr. Þórólfur Árnason, framkvæmda- 15 útigangskindur í Héðinsfirði: Bíða eftir flutningi Enn berast fregnir af útigangsfé sem hefur ekki komiðí hús en ein- ar fimmtán kindur hafa haldið tU í Héðinsfirði, á miUi Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, í vetur. Samkvæmt upplýsingum frá bæjarskrifstofunni á Siglufirði er málið nú komið í réttan farveg. Búið var að smala fénu saman og koma því á stað þar sem ekki á að væsa um það. Leiðindaveður hef- ur verið að undanförnu fyrir norðan, hvassviðri og snjókoma, svo ekki hefur gefið til að sækja kindumar. Búist er við að þær verði sóttar um leið og veður leyf- ir. Þá telja menn að fara þurfi sjó- veg til að ná í skjáturnar en ætl- unin er síðan aö Uytja þær til Ólafsfjarðar. -HKr. '' __________.'Umsjón: Haukur L Hauksson netfang: sandkorn@ff.is Liggja til einnar áttar... Fyrirhuguð Kristnihátíð á Þing- vöUum í sumar hefur valdið mörg- um heUabrotinn. TU að hindra viðlíka umferðarskandal og varð á leið tU ÞingvaUa við síðustu stór- hátíð var ákveðið að leggja 300 milljónir í að lappa upp á vegakerfí og bUastæði. Þá var líka ákveðið að nýta tvær akreinar vegar- ins um Mosfellsdal ; til að Rytja morgun- umferð aðeins í eina átt, - tU ÞingvaUa. GaUinn er hins veg- ar sá að þar með eru bæði kristnir sem og heiðnir íbúar í MosfeUs- dalnum, sem ætla að heiman á há- tíðardaginn, neyddir tU að aka tU ÞingvaUa. Varð uppi fát og fum í bæjarstjóm MosfeUsbæjar þegar menn áttuðu sig á þeirri staðreynd. Velta gámngamir því nú fyrir sér hvort MosfeUingar hafi orðið fyrir svo slæmri reynslu af síðustu Þing- vaUahátíð að þeir hyggist venda sínu kvæði í kross, snúa akstur- stefnunni við og gera þannig Uótta- leið fyrir örvæntingarfuUa kristni- hátíðargesti... Kastar grímunni Röskva, samtök félagshyggjufólks í Háskóla íslands, hefur nú loks látið frá sér fara umdeUt árþús- undablað sitt. Þetta blað var stöðvað í dreifingu þar sem það þótti ekki samrýmast kosningastefhu Röskvu. í kosn- ingunum til stúd- entaráðs bar lítið á tengslum Röskvu við Sam- fylkinguna og héldu frambjóðendur félagsins því fram að Röskva væri ópólitíska hreyfingin í stúd- entapólitíkinni. í árþúsundablaðinu kveður við annan tón. Þar er m.a. viðtal við Kristrúnu Heimisdótt- ur þar sem hún ræðir hvað Sam- fylkingin geti lært af Röskvu. Þar að auki eru birtar blaöaúrklippur úr ÞjóðvUjanum frá því Röskva vann fyrst. Fyrirsögnin er: Vinstri snú í Háskólanum... Æfðu á frúnni Búnaðarþing stendur nú sem hæst. Davíð Oddsson forsætisráð- herra, sem heimsótti þingið um helgina, var drifinn út á hlað Hótel Sögu ásamt Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra tU að taka við tUlög- um nefndar um ís- lenska hestinn og opinberrar athafnir, þ.e. notkun hestsins við móttöku er- lendra gesta o.U. Segir sagan að þeg- ar Hjálmar Árnason, formaður téðrar nefndar, hafi rétt tUlögurnar af hestbaki hafi Davíð sagt að það væri út af fyrir sig ágætt að fá þessar tUlögur um reiðmennsku en nefndarmenn væru reyndar búnir að æfa sig - á bandarísku forsetafrúnni. Viðstadd- ir skeUtu upp úr en þá var því bætt við með glotti á vör að þeir sem misskildu þessi orð gerðu ekki annað en upplýsa um sitt innra eðli.... Penninn líka í DV um helgina var sagt frá því að krár og skemmtistaðir væru nú í öðru hverju húsi miðbæjarins og gott betur. Fyrir utan skemmtistaði væru þar einungis bankar, opinberar stofnanir og stöku snyrtivöruverslun. Hins vegar gleymdist að minna á eitt rót- gróðið fyrirtæki sem veriö hefur í Austurstræti frá því á þarsíðustuöld, þ.e. 19. öld, og er þar enn. Það er bóka- og ritfangaverslunin Penn- inn-Eymundsson...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.