Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2000, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 9 I>V Neytendur Öskudagurinn á morgun: Hetjubúningar og prinsessur - mikið úrval búninga á góðu verði Sprengidagurinn er i dag og margir sem eiga eftir að innbyrða býsnin af saltkjöti með öllu tilheyr- andi. Bolludágurinn er liðinn og þeir sem eiga afgang í ísskápnum geta fengið sér bollu í eftirmatinn í dag, svona rétt á eftir saltkjötinu en sprengidagurinn var löngum notaður sem síðasta tækifæri til kjötátu fyrir lönguföstu í kaþólsk- um sið. Dagurinn dregur heiti sitt af því að ekki mátti borða kjöt í heilar sjö vikur fyrir páska. Það þótti langur tími eins og nafnið gefur til kynna en venjan var að borða undirstöðuríkan mat fyrir fostuna og var hangikjöt og salt- kjöt oft fyrir valinu. Ösku kastað yfir kirkjugesti Langafastan hefst á morgun, öskudag, og stendur til páska. í kaþólskum sið var ösku kastað yfir kirkjugesti og er nafnið dregið af því. Með því að strá ösku yfir sig eða leggjast á ösku sýndi fólkið iðrun sina en syndarar fengu fyrirgefn- ingu synda sinna eftir að þeir komu til kirkju á öskudag og iðr- uðust til skírdags. Eftir siðaskiptin þróaðist dagurinn í skemmtun og voru haldnar kjötkveðjuhátíðir og mannamót í Evrópu. Vegna veður- fars hér á landi hefur dagurinn að mestu verið haldinn hátíðlegur innandyra. Að hengja öskupoka á hvern annan er talinn séríslenskur siður. Konurnar settu ösku í pokana sem þær hengdu síðan á karlana. Karl- mennirnir settu aftur á móti litla steina í sina poka og hengdu þá á konumar. Öskupokahefðin hefur þó farið dvínandi en grímubúningarnir notið meiri vinsælda hjá yngri kynslóðinni. Sumir slá köttinn úr tunnunni og enn aðrir ganga búð úr búð og syngja fyrir afgreiðslu- fólk í þeirri von að fá góðgæti í poka fyrir viðvikið. Míkíll verðmunur á grímubúningum Lægsta verð i 890 kr.| Meðalverð: lj.500-2.500 kr.j [Hæsta verð 3.690 kr.| Meðalverð um 2000 krónur DV hafði samband við nokkrar leikfangabúðir og spurðist fyrir um verðlagningu á grímubúningum. Hægt er að fá búninga fyrir innan við þúsund krónur og allt upp í tæp- ar 4000 krónur. Algengt verð er á bilinu 1.400 til 2.400 krónur en verð- lagningin fer mikið eftir því hve efnismikill hver búningur er. Vin- sælustu búningarnir eru ýmiss kon- ar hetjubúningar og má þá nefna ninja, Batman og Superman hjá drengjunum en prinsessubúning- Krakkar tilbúnir fyrir öskudaginn Öskupokaheföin hefur þó fariö dvínandi en grimubúningarnir notiö meiri vinsælda hjá yngri kynsióöinni. arnir hafa jafnan notið mikilla vin- sælda hjá stúlkunum en úrvalið er mikið og allir ættu að finna sér eitt- hvað við sitt hæfi. Veðurfarið hefur óneitanlega áhrif hér á landi m.t.t. útiveru en margir búningar eru ekki hannaðir með kalda veðráttu í huga. Til eru þykkir heilir dýrabúningar á yngstu börnin en verðlagningin á þeim er að öllu jöfnu dýrari en þeir allra þynnstu en hægt er að fá þá á þriðja þúsundið. Dýrin eru úr ýms- um ævintýrum og nýr búningur á markaðnum er fuglinn Tweedy frá Walt Disney. -hól Þórunn Jónsdóttir saumar búninga á börnin sín: Hvorki flókið né kostnaðarsamt Það hefur ekki farið fram hjá foreldrum ungra barna að ösku- dagurinn er á morgun. Sumar mæður hafa setið við sauma og eru þegar búnar að hanna draumabún- inginn á barnið. Aðrar fara í næstu leikfangaverslun og kaupa tilbúinn búning og enn aðrar fara á saumastofu til að fá hann saum- aðan fyrir sig. Saumastofur taka til hendinni fyrir daginn og er nokkuð um að leitað sé til þeirra. Hjá Saumastof- unni Textilline kostar búningur um 2.500 krónur en getur farið upp í 3-4000 krónur, allt eftir hve efnis- mikili hann er og flókinn. Mest er óskað eftir dýrabúningum sem eru heilir búningar en einnig hafa þær saumað trúðabúninga fyrir daginn. „Búningasaumur eins og þessi þarf hvorki að vera flókinn né kostnaðarsamur. Saumaskapurinn er oft á tíðum einfaldur og það má oft endumýja gömul föt,“ segir UVHVIYND BK Þórunn Jónsdóttir og öskudagsbúningar barnanna: Nokkrir af þeim fjölmörgu búningum sem hún hefur búiö til um ævina. Þórunn Jónsdóttir en hún hefur saumað búninga á börnin sín í gegnum árin og á myndarlegt safn búninga. -hól Rjóminn vill ekki þeytast Ef rjóminn vill ekki þeytast er hægt að kæla hann, skálina og þeytarann vel og vandlega. Því næst má setja skálina með rjóm- anum í aðra skál fulla af ísmoi- um meðan þeytt er. Svo má setja eggjahvítu í rjómann, kæla hann og þeyta svo. Ef rjóminn þeytist ekki þrátt fyrir allt er hægt að setja 3-4 dropa af sítrónusafa varlega saman við. , - Oþægileg matarlykt Ef vond lykt er af grænmetinu sem verið er að sjóða er tilvalið að láta edik malla í potti á næstu hellu. Þá má einnig setja edik beint í soðvatnið. Síð- ast en ekki sist er tilvalið að setja nokkrar teskeiðar af sykri og kardemomm- um á pönnu og hita á hellu. Burt með skánina Tilað koma í veg fyr- ir skánina í sósum og sultum er hægt að bera þunnt lag af bræddu smjöri eða rjóma á sultur, búðinga og sósur strax og lokið er viö að elda. Hrærið og skánin er úr sög- unni. Lauksteiking Auðvelt er að brúna lauk með fallegri áferð ef svolitlum sykri er stráð á sneiðarnar fyrir steikingu. Fótaspegill Þeir sem hafa ekki pláss fyrir mannháan spegil í íbúðinni sinni og eiga því örðugt með að sjá skóútbúnað sinn eða neðri hluta líkamans geta tekið á það ráð með því að fá sér svokallaðan skóspegil innan á skáphurð eða við útidyra- hurðina, eða nánast hvar sem er. Þá er hægt að virða fyrir sér kjólfaldinn og afturendann. Þeir sem hafa neitaö sér um herlegheitin af ótta viö krabbamein geta tekiö gleöi sína aftur. Heilbrigðiskönnun á nítrítinnihaldi saltkjöts: Saltkjötið er ekki krabbameinsvaldandi Könnun sem gerð var í síðustu viku á nítrítinnihaldi á söltuðu lambakjöti leiddi i ljós að nítrít í saltkjöti var innan leyfðra marka. Nítrít er aukefni sem ásamt matar- salti nefnist nítritsait en það er not- að við verkun saltkjöts. Efnið hefur rotverjandi áhrif og gefur auk þess saltkjöti rauða litinn er það gengur í samband við vöðvarauða kjötsins. í of miklu magni er efnið talið stuðla að myndun svokallaðra „nítrósamina" í kjötinu en meðal þeirra eru þekktir krabbameins- valdar. Könnunin var framkvæmd á veg- um heilbrigðiseftirlitanna á höfuð- borgarsvæðinu og var sýni tekið af saltkjöti frá öllum þekktum salt- kjötsframleiðendum sem dreifa vöru sinni á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim fjórtán sýnum sem tekin voru reyndist nítrít vera innan leyfilegra marka. Sambærileg könnun var gerð árið 1998 og reyndist þá nítrítið vera yfir leyfileg magni í fimm sýnum. Al- mennt er því notkun þessa aukaefn- is með réttum hætti. -hól LIFEYRISSJOÐUR VERZLUNARMANNA Ársfundur 2000 Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinn mánudaginn 10. apríl 2000 kl. 17 í Gullteigi á Grand Hótel. Vinsamlega athugið breytingu á áður auglýstum fundardegi. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg ársfundarstörf. 2. Önnur mál. Sjóðfélagar og lífeyrisþegar sjóðsins eiga rétt til setu á ársfundinum. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Reykjavík 5. mars 2000 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna f LÍFEYRISSJÓÐUR VERZLUNARMANNA Sími: 580 4000, Myndsendir: 580 4099 Netfang: skrifstofa@live.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.