Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2000, Blaðsíða 15
14 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 27 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæindastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholtl 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir:. 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Markaðsstyrkir í listum Þær fjórar íslenzku kvikmyndir, sem mesta aðsókn hafa fengið um dagana, eru Með allt á hreinu eftir Ágúst Guðmundsson, Dalalíf eftir Þráin Bertelsson, Land og syn- ir eftir Ágúst Guðmundsson og Óðal feðranna eftir Hrafn Gunnlaugsson, með yfir 95.000 áhorfendur hver. Athyglisvert er, að þessar kvikmyndir voru sáralítið styrktar af opinberu fé, fengu á núvirði rúmlega tvær milljónir króna hver að meðaltali. Þær tölur eru alger skiptimynt i samanburði við þá styrki, sem nú eru veittir og nema oft yfir tuttugu milljónum króna á mynd. Þær myndir, sem einna minnsta aðsókn hafa hlotið, 3.000-6.000 áhorfendur, hafa einmitt fengið yfir tuttugu milljón krónur hver að meðaltali í opinberum styrkjum. Út úr þessu má lesa, að öfugt samhengi sé milli áhuga áhorfenda og úthlutunarnefnda á kvikmyndum. Erfitt er að halda fram í alvöru, að Með allt á hreinu, Dalalíf, Land og synir og Óðal feðranna séu ómerkari kvikmyndir en Myrkrahöfðinginn, Hin helgu vé, Draumadísir og Ein stór fjölskylda. Að minnsta kosti voru gagnrýnendur sáttir við fyrrtöldu kvikmyndirnar. Það hlýtur að vera erfitt fyrir úthlutunarnefndir að ákveða, hvaða verkefni í kvikmyndagerð séu þess verðug að fá mikla styrki og hvaða verkefni séu aðeins lægstu styrkja virði. Sagan reynist úthlutunamefndum jafnan harður dómur, þótt þær reyni að fara eftir reglum. Niðurstaðan af þrotlausu erfiði úthlutunarnefnda og ómældu fjármagni þeirra er, að þær myndir, sem ganga bezt, mundu hafa náð endum saman án aðildar úthlutun- arnefndanna, og að þær myndir, sem ganga verst, ná ekki endum saman þrátt fyrir nefndir og tapstyrki. Nokkrum sinnum hefur verið bent á leið úr þessum vanda. Hún felst í, að úthlutunarnefndir spari sér erfiðið og afhendi áhorfendum valdið til að ákveða, hvaða mynd- ir eigi að styrkja, svo að hér á landi séu framleiddar sem flestar myndir, er falla í kramið hjá áhorfendum. Þannig sé líklegast, að hér á landi séu framleiddar kvik- myndir, sem þjóðin vilji fremur sjá en innfluttar kvik- myndir. Þannig sé innlendur kvikmyndaiðnaður styrktur til að halda uppi samkeppni við það vinsælasta, sem fram- leitt er af slíku tagi á erlendum vettvangi. Ef menn segja, að með slíkri aðferð væri verið að styrkja lágkúru, sem félli í kramið hjá skrílnum, verða menn jafnframt að halda fram, að Með allt á hreinu, Dala- líf, Land og synir og Óðal feðranna séu lágkúra, en fyrr- nefndar botnmyndir séu hins vegar göfug list. Þar sem ekki er hægt að sjá neinn gæðamun milli kvik- mynda með háa og lága styrki, er einfaldara að vísa mál- inu til áhorfenda, svo að kvikmyndastjórar séu hvattir til að búa til kvikmyndir, sem fólk vill sjá. Styrkjakerfið sé beinlínis notað til að ýkja lögmál markaðarins. Aðferðin felst í að borga kvikmyndagerðarmanninum fasta krónutölu í meðgjöf með hverjum seldum aðgöngu- miða. Sömu aðferð má raunar nota til að styrkja rithöf- unda, tónlistarmenn, myndlistarmenn og aðra listamenn, sem selja almenningi aðgang að verkum sínum. Það væri kvikmyndagerðarmanni mikil hvatning til góðra verka að vera öruggur um að fá í styrk 1.000 krón- ur ofan á hvern seldan miða. Eins væri það rithöfundi sambærileg hvatning að vera öruggur um að fá í styrk 500 krónur ofan á ritlaun af hverju seldu eintaki. Aldrei hefur verið sýnt fram á það með rökum, að markaðsvæðing styrkjakerfa í listum hefði rýrara menn- ingargildi en núverandi fálm úthlutunarnefnda. Jónas Kristjánsson I>V Skoðun* Með og á móti - íslenskri erfðagreiningu Þegar ég heyrði ís- lenskrar erfðagreiningar getið var mín fyrsta hugs- un að þama væri að fara i gang frábært starf sem leiddi að stórkostlegu markmiði. Með framlagi sínu, rannsóknum og upp- götvunum gæti íslensk erfðagreining safnað vit- neskju sem yrði til að létta þrautir og lina þján- ingar fólks, ekki bara hér á landi heldur víða um heim. Með ánægju gladd- ........ ist ég yfir að geta lagt svo göfugu málefni lið. íslenska menntafólkið sem sér- hæft er í fagi sem lýtur að starfi erfðagreiningarinnar gat nú loks- ins snúið til starfa heima á Fróni eftir margra ár dvöl í útlöndum og í fyllingu tímans var íslenskri erfðagreiningu hleypt af stokkun- um með miklum „bravúr“ og þjóð- in brosti við brautryðjandanum. Skjótt skipast veður í lofti En skjótt skipast veður í lofti. Ég veit ekki hvort það var orðrómurinn um peninga í tengslum við fyrirtæk- Gunnhildur Hróifsdóttir rithöfundur ið - allt í einu var kominn nýr tónn í umræðuna um erfðagreininguna. Þær raddir urðu háværar sem héldu því fram að frum- kvöðullinn ætlaði sér það eitt að skara eld að eigin köku á kostnað fámennrar þjóðar út við ysta haf og í dag eru íslendingar hvattir til að segja sig úr gagna- grunninum og láta ekki í té nokkrar upplýsingar um heilsufar sitt nema gegn _ gjaldi. Ég sá í hendi mér að það ætti að vera auðvelt því í hvert sinn sem fólk kemur til læknis eða inn á sjúkrastofnun þarf að fylla út papp- íra og ekki þyrfti að bæta við nema svo sem einni spumingu um hvort viðkomandi vildi eða vildi ekki að upplýsingar um hann eða hana yrðu settar í gagnagrunninn. Nú veit ég betur en svo að halda að málið sé einfalt. Staðreyndin er sú að margir sem á sjúkrastofnunum dvelja eru alls ekki færir um að fylla út skýrsl- ur eða svara spurningum. Sem þýðir það að hægt er skrá allar þeirra veil- ur og heilsuleysi. „Staðreyndin er sú að margir sem á sjúkrastofnunum dvelja eru álls ekki fœrir um að fylla út skýrslur eða svara spumingum. Sem þýðir það að hœgt er skrá allar þeirra veilur og heilsuleysi. “ Leynd óhugsandi Vísir menn halda því fram að engin leið sé að halda leynd yfir gagnaskrám hversu vel sem um er Komdu aftur ef þú villist Ofangreind orð áttu að hafa verið sögð af efnuðum bónda fyrr á öldum, þegar fátækur flakkari guðaði á glugga hans og baðst gistingar í vonskuveðri. Þau mætti heimfæra á sjúkrahúsin í Reykjavík. Sjúklingum er fleygt út eftir aðgerðir, í trausti þess aö aðstandendur (les: konur) hlúi að þeim í heimahúsum. En ekki eiga allir einhvern heima sem getur hjúkrað þeim. Hjúkrunarfólk á sjúkrahúsunum er undir geysilegu álagi, en reynir allt sem það getur til að hjálpa. Ráðsnilldin í fyrirrúmi Maður heyrir margar sögur um ráðsnilldina. Tvær konur sem voru mjög máttfamar eftir stórar aðgerðir og bjuggu ekki við þau skilyrði að „Vélmenni eða sneiðmyndavél sem greint gœti geðveil- ur myndi strax verða keypt þó það kostaði 200 til 300 milljónir. - Lœkningar snúast um fólk. Eða snúast þær kannske mest um hátœknidýrkun?“ Með og á móti forsvaranlegt þætti að senda þær heim fengu þannig fyrir milligöngu hjúkrunarfólks loforð um legupláss á sjúkrahúsi norð- ur í landi, meðan þær væru að jafna sig. Brast þá á vonskuveður, líklega svipað ogtvar þegar bóndinn úthýsti flakkaran- um, illfært vegna storms og hríða. En norðanmenn dóu ekki ráðalausir og höfðu sam- band við björgunarsveitar- menn í sínu héraði. Það var tilkomu- mikil sjón, er sagt, þegar fullhugarn- ir birtust á tröllauknum jöklabifreið- um og sóttu konumar. Þeirra beið nokkur hundruð kílómetra ferðalag til að komast í hjúkrun og aðhlynn- ingu. Þetta er bara ein sönn saga af mörgum um það hvemig sjúkrahús- in neyðast til að losa sig við sjúk- linga löngu áður en þeir em full- frískir. Og nú á að bæta um betur og skera niður á geðdeildum um fimm- tíu milljónir króna! Hátæknin hefur forgang Einn milljarður, þrír milljarðar, fimm milljarðar í einkaeign, já, við eigum orðið vænan slatta af millj- arðamæringum. Á hverjum degi fáum við fréttir af svimandi upphæð- um hlutabréfakaupa. Við erum ekki lengur í hópi fátækustu þjóða. Það vorum við hins vegar um síðustu aldamót. Þá voru engin sjúkrahús í Reykjavík og landssjóður var ófáan- legur til að veita fé til byggingar þeirra. Eins og merkur þingmaður orðaði það árið 1901: „Til hvers að kasta út peningum til þess eins að fá- Inga Huld Hákonardóttir sagnfræðingur tækir aumingjar geti dáið á spítala?“ Það kom í hlut kvenna að bæta úr stöðunni. Landa- kotsspítalinn kom fyrst. Þar unnu kaþólskar nunn- ur ókeypis. Næst gáfu ís- lenskar konur sjálfum sér Landspítalann til að fagna kosningarétti, og fjöldi kvenfélaga safnaði fyrir honum í fimmtán ár, frá 1915-1930. Þjóðlegur siður J „Sem næring- ■ÆL arfræðingur er ég aldrei á móti ■WBP neinum mat því allur matur hefur eitthvað að bjóða þeim sem hans neytir og hann er okkur nauðsynlegur þótt hollustu- gildið sé auðvitað misjafnt. Mér flnnst hið besta mál að borða saltkjöt og baunir einu sinni á ári þvi þetta er skemmtilegur og þjóðlegur siður sem gaman er að halda við og skemmtileg stemning í kringum Aldarfjórðungi síðar Hvítabandskonur fengu þá hug- mynd 1918 að byggja sjúkrahús fyrir Reykvíkinga. Meðal fjáröflunarleiða var stungið upp á að neita sér um kaffibolla á fundum, og leggja and- virðið í bygginguna! Tillagan var þó felld. Aldarfjórðungi síðar, eftir margar synjanir um fjárstyrki úr op- inberum sjóðum, gáfu Hvítabands- konur bænum fullbúið sjúkrahús (þær höfðu sjálfar saumað rúmfot og læknasloppa) sem þær höföu þá rek- ið um nokkurt skeiö. Þá fyrst, árið 1943, hóf Reykjavíkurborg eigin sjúkrahúsrekstur, hálfnauðug þó. Landssjóður hugsar ennþá eins og bóndinn sem úthýsti smælingjanum. í morgunfréttum RÚV 23. febrúar árið 2000 var enn rætt um 50 milljón króna niðurskurðinn á sviði geðheil- brigðis hjá sjúkrahúsunum í Reykja- vík. Þar hitti hjúkrunarfræðingur naglann á höfuðið: (Þvi miður missti ég af nafni hennar). Vélmenni eða sneiðmyndavél sem greint gæti geð- veilur myndi strax verða keypt þó það kostaði 200 til 300 milljónir. - Lækningar snúast um fólk. Eða snú- ast þær kannski mest mn hátækni- dýrkun? Inga Huld Hákonardóttir mltkjöti og baunum • * * * / Bragðvont og ljótt á litinn Laufey Stein- grímsdóttir næringarfræöingur hann. Til þess að gera mál- tíðina hollari má benda fólki á að auka hlut baun- anna á kostnað saltkjötsins í máltíðinni og borða mikið af rófum, kartöflum og öðru grænmeti sem haft er með saltkjötinu og baununum á sprengidag. Þegar þessi regla er höfð til hliðsjónar á sprengidag geta menn borð- að þennan mat með góðri samvisku og ég vil bara segja við landsmenn - verði ykkur að góðu.“ r„Eins og ég hef áður lýst á prenti finnst mér mjög mikilvægt að geta sagt nei við því sem maður vill ekki. Þótt það sé oft erfitt á ég ekki í nokkrum erfiðleik- um með að neita mér um hið svokallaða saltkjöt. Ég veit reyndar ekki nákvæmlega hvaða verkunarframkvæmd á sér stað til að lambakjöt geti kallast saltkjöt, fyrir utan það að salt hlýtur að spila eitthvert hlutverk en sú staðreynd ein og sér að saltkjöt er Bragi Oiafsson rithöfundur lambakjöt nægir til að saltkjöt er ekkert fyrir mig. Mér er meinilla við lambakjöt, það er bragðvont, fer illa undir tönn og er ljótt á litinn. Soðið lambakjöt jafnast síðan á við mannakjötsát í mínum huga. Ef ég hef einhvem tíma verið grænmetisæta, eða haft ein- hverjar stórar meiningar um hollustu, þá er það á sprengi- dögum. Auk þess hefur mér aldrei fúndist eitthvert sport í þvi að vera þjóðlegur. Eða er það ekki það sem þetta saltkjötsát gengur út á?“ búið. Ég hef það einnig eftir manni sem búsettur er í Banda- ríkjunum að hann myndi aldrei láta upplýsingar um sig eða sína í gagnagrunn sem þennan, því ef al- varlegur sjúkdómur, svo sem geð- veiki fyndist í ættinni yrði það snuðrað upp og jafnvel notað gegn honum og afkomendum hans á einn eða annan hátt. Nefndi hann þar sérstaklega tryggingarfélög. Upplýsingar í gagnagrunni fylgja einstaklingi að eilífu, sem og af- komendum hans. Ekki að Amer- íka sé það sem skiptir máli í þessu sambandi, en það sem gæti gerst þar getur og gerst í öðrum löndum. Kannski er það vegna þess að ég er ekki haldin neinum alvarlegum sjúkdómi sem mér er alveg sama hvort upplýsingar um heilsu mina eru nýttar öðrum til hagsbóta. Ég gef blóð reglulega og hugsa um að láta gott af mér leiða. Ég hef velt fyrir mér hve ofsaleg viðbrögð velgengni íslenskrar erfðagreiningar hefur vakið og fylgist með framvindu mála af for- vitni. Gunnhildur Hrólfsdóttir WM I dag er sprengidagur og margir belgja sig út af saltkjöti og baunum þennan dag eins og undanfarin ár og áratugi og njóta þessarar þjóðlegu máltíðar. Þó eru uppi misjafnar skoðanir um saltkjötið og baunirnar á sprengidag og vilja sumir meina aö máltíðin sé mjög óholl en aörir finna að bragöinu. Vetni, en meö fyrirvara „Ég fékk tækifæri til að kynnast þess- ari starfsemi þegar ég fór ásamt sendinefnd til Þýskalands í byrj- un ársins en sú heim- sókn sannfærði mig um að mönnum væri mikil alvara með þvi að nota vetni sem I orkugjafa ... Ég hef hins vegar passað mig á þvi að vera með ákveðinn fyrirvara í þessu máli því það er ekki hægt að fullyrða að íslend- ingar geti tekið algjörlega upp þennan orkugjafa í stað olíu.“ Valgeröur Sverrisdóttir, iönaöar- og viö- skiptaráðherra, í Mbl. Viötal 5. mars. Marklaus viðskipti „Það er ekki verið að selja nein rétt- indi tO framleiðslu. Það er bara verið að selja beingreiðsl- ur og það eru engin réttindi sem fylgja þessu nema að fá peninga frá ríkinu. Svona viðskipti eru alveg marklaus á móti því að kaupa kvóta í þorski eða mjólk. Þar kaupirðu framleiðslurétt. Þú kaupir engan framleiðslurétt þama.“ Einar E. Gíslason, ráöunautur í Skagafirði, í Degi 4. mars. Prófa allt, trúi öllu „Ég er nú þannig gerð að ég er alltaf til í að prófa allt og trúi öllu auglýs- ingaskrumi. Þar af leiðandi er ég örugg- lega búin að prófa öll krem og rafmagns- nuddtæki sem til em! En ég sá ekki raunverulegan mun fyrr en ég fór að nota Karin Herzog húðsnyrtivörumar, sem ég er mjög ánægð með og finnst þær hafa skilað virkilegum árangri." Edda Björgvinsdóttir leikkona, í auglýsingu í Mbl. 5. mars Hvaða rétt hafa læknar? „Hvaða rétt hafa læknar til þess að gera sig að sjálfskipuðum millilið á milli almennings í landinu og ÍE? Með hvaða rétti þykjast læknar þess um- komnir að neita að láta sjúkraskýrslur mínar í hendur ÍE? Hvenær hef ég gefið læknum umboð til að | koma þannig fram í nínu nafni? Hvenær hefur þjóðin gefið læknum umboð til þess að koma þannig fram i sínu nafni? Á Islandi er hugsana- og skoðanafrelsi. Hvað sem hver segir.“ Þór Rögnvaldsson kennari, í Mbl. 4. mars. Klúður í Kópavoginum V* Skipulags- og byggingarlög hafa breyst nokkuð á undanfömum árum. Með nýjum lögum er leitast við að auðvelda íbúunum að hafa áhrif á umhverfi og skipu- lag og gera misvitrum bæj- arpólitíksum erfiðara fyrir að sniðganga lög og reglur. Ekki eru allir sem nú sitja í bæjarstjórn Kópavogs ánægðir með þessa nútíma- legu breytingu. Umsókn um leikskóla í september 1998 barst Kópavogsbæ beiðni frá einkaaðilum um rekstur á einkareknum leikskóla í einbýlishúsi við Álfatún 2. “ Meirihluta Sjálfstæðisflokks þykkt af meirihlutanum - og nú hef- ur verið leitað eftir því óformlega að hafa íbúð í kjallaranum!! Eigendum var bent á að það fengist líklega ekki samþykkt - svo nú er sótt um að fá að setja stóra glugga á kjallarann vegna þess að þar eigi að koma fyrir geymslu!!! Og líklega munu þeir meirihlutamenn samþykkja það. - Svo inn- an tíðar verður lika komin í húsið ólögleg íbúð. Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi Kópavogs- listans Og Framsóknarflokks leist strax vel á þessa hugmynd. Einkareknir leik- skólar eru ódýrari kostur fyrir sveit- arfélagið þar sem foreldrar borga sjálfir mun meira fyrir þjónustuna og sveitarfélagið veitir eingöngu lág- an styrk. íbúar mótmæla Þegar þessar hugmyndir voru kynntar á fjölmennum borgarafundi í hverfinu 28. apríl 1999 komu þegar fram öflug rök og andmæli gegn því að staðsetja leikskóla í þröngum botnlanga með erfiða aðkomu þar sem þegar er allt of mikil umferð. Einnig bentu íbúar á öllum aldri á að undir lóðina ætti að taka einu skiða- og sleðabrekkuna í hverf- inu.300 íbúar næstu gatna mótmæltu með undirskriftalistum til bæjar- stjómar. Meirihlutinn sér ekki ástæðu til þess að taka mark á yfir- lýstum vilja íbúa á svæðinu.Breytt deili- og aðalskipulag vegna leikskól- ans var síðan samþykkt í bæjar- stjóm 28. apríl 1999 með atkvæðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks gegn atkvæðum bæjarfulltrúa Kópavogslistans. Undanþága á undanþágu ofan En vandræðagangurinn var ekki á enda. Einkaleikskólinn við Álfatún 2 hefur verið til meðferðar í skipulags- eða byggingamefnd alls 17 sinnum á síðustu 15 mánuðum. Væntanlegir rekstraraðilar hafa sótt um undan- þágur og sérmeðferð á öllu mögu- legu. Þau vildu fá undanþágu frá því að setja upp lyftu eins og skylt er sam- kvæmt lögum; það var fellt í bygg- ingamefhd, samþykkt af Gunnari Birgissyni og Sigurði Geirdal í bæj- arráði, þau sóttu um að bærinn gerði bílastæðin á sinn kostnað, til viðbót- ar við styrk til að breyta lóðinni og húsinu fyrir leikskólarekstur, sam- Rekstargrundvöllurinn Kópavogslistinn er ekki á móti einkareknum leik- skólum eins og meirihlut- ” inn heldur oft fram í sínum ódýra málflutningi. Það er aftur á móti eðlilegt að gera þá kröfu að staðsetning sé góð og í sátt við íbúa og rekstarþættir allir í góðu lagi. Umræddir rekstraraðilar reka leik- skóla með svipuðum hætti í Breið- holti og þaðan berast fréttir af erfið- leikum I fjármálum, skorti á fag- menntuðu starfsfólki og miklum mannabreytingum. Leikskólanefnd hefur ekki gengið frá starfsleyfi fyr- ir skólann og henni ber að gæta þess að rekstraraðilar séu traustir og. standist faglegar kröfur. Er ekki nóg komið? Af ofan sögðu er ljóst að mál þetta allt saman er hið mesta klúður. Til þess að koma fyrir leikskóla í Álfa- túni 2 hefur þurft að veita undanþág- ur frá byggingarreglugerö, leggja fram slfellt meira fé frá bænum, breyta aðal- og deiluskipulagi og troða á yflrlýstum vilja íbúanna í hverfmu, auk þess sem börnin eru svipt sleðabrekkunni sinni. Er ekki komið nóg? „Einkaleikskólinn við Álfatún 2 hefur verið til meðferðar í skipulags- eða byggingarnefnd, alls 17 sinnum á síðustu 15 mánuðum. Vœntanlegir rekstraraðilar hafa sótt um undanþágur og sérmeðferð á öllu mögulegu. “ +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.