Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 Utlönd DV Livingstone auðmýkir Blair með framboði Ken Livingstone, eða Rauði-Ken, hlyti 69 prósent atkvæða í borgar- stjórakosningum í London ef kosið væri nú. Þetta er niðurstaða skoðana- könnunar sem gerð var eftir að Livingstone tilkynnti í gær að hann hygðist bjóða sig fram til embættis borgarstjóra á eigin vegum. Frambjóð- andi Verkamannaflokksins, Frank Dobson, sem er fyrrverandi heilbrigð- isráðherra og skjólstæðingur Blairs forsætisráðherra, hlýtur 13 prósent at- kvæða samkvæmt skoðanakönnun- inni. Tony Blair forsætisráðherra brást ókvæða við fregninni um óháð fram- boð Livingstones og sagði það myndu verða hræðilegt fyrir íbúa London sigraði Livingstone í kosningunum 4. mai næstkomandi. Verkamannaflokkurinn tOkynnti svo að Livingstone hefði verið vikið úr flokknum um stundar sakir. Verður hann formlega rekinn um leið og hann undirritar framboð sitt sem óháður frambjóðandi. Livingstone viðurkenndi að hann hefði brotið loforð sitt um að bjóða sig ekki fram á eigin vegum. Hann kvaðst Rauði-Ken. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, brást ókvæöa vió framboöi Kens Livingstones til embættis borgarstjóra London á eigin vegum og rak hann úr Verkamannaflokknum. Þykir víst aö framboö Livingstones muni valda miklum átökum í Verkamannaflokknum í Bretlandi. hins vegar hafa gert það vegna ein- dreginna tilmæla íbúa höfuðborgarinn- ar. Sagðist hann hafa ákveðið að taka hag íbúanna fram yfir hag flokksins. Stuðningsmönnum Livingstones verður einnig vikið úr flokknum mn leið og hann undirritar framboð sitt. Stjórnmálaskýrendur telja að það geti leitt til úrsagna hundraða annarra úr flokknum. Blair óttast að nái Livingstone kjöri muni hann nota stöðu sina til að vinna gegn stjóminni og grafa undan henni. Livingstone, sem tapaði naumlega fyrir Frank Dobson er kosið var um frambjóðanda Verkamannaflokksins, hefur lengi verið vinsæll í London. Hann skortir hins vegar fé til að fjár- magna kosningabaráttu sína. Stuðn- ingsmenn hans telja að þörf sé á um 60 milljónum króna til baráttimnar. Ekki eru til nema um 2,5 milljónir króna í kosningasjóði. Livingstone nýtur stuðnings bæði kjósenda Verkamannaflokksins og meðal frjálslyndra demókrata. íhalds- menn sem vilja valda Blair vandræð- um erú einnig reiðubúnir að kjósa Livingstone. Vladímír Zhírínovskí Hæstiréttur Rússlands segir aö þjóöernisöfgamaöurinn megi bjóöa sig fram í forsetakosningunum. Sigur í hæstarétti: Zhírínovskí má bjóða sig fram Rússneski þjóðernisöfgamaður- inn Vladímír Zhírínovskí vann sig- ur í gær þegar hæstiréttur úrskurð- aði að hann mætti bjóða sig fram í forsetakosningunum sem verða haldnar síðar í þessum mánuði. Kjörstjórn hafði áður meinað Zhírínovskí að bjóða sig fram þar sem hann hafði ekki gert fulla grein fyrir öllum eignum sínum, eins og lög kveða á um. Skoðanakannanir benda til að fylgi Zhirínovskís sé mjög lítið. Augusto Pinochet Einræöisherrann fyrrverandi er kannski ekki sloppinn eftir allt. Pinochet undir réttarsmásjá Dómstóll í Chile skoðar nú hvort svipta eigi Augusto Pin- ochet, fyrrum einræðisherra, þinghelgi svo sækja megi hann til saka fyrir glæpi sem framdir voru í stjórnartíð hans þegar þús- undir voru drepnar eða hurfu sporlaust. Pinochet kom heim fyr- ir helgi eftir 503 daga varðhalds- vist í Englandi. . m Táragas í sklpasmiöjunni Starfsmaöur skipasmíöastöövar í borginni Gijon á Spáni kastar táragassprengju aftur aö lögreglunni. Skipasmiöir lögöu niöur vinnu í gær til aö mótmæla uppsögn 91 starfsmanns fyrirtækisins. Ástæða uppsagnanna var endurskipu- lagning skipasmiðjunnar. Lögreglan var kölluö á vettvang og kom til átaka hennar og verkfallsmanna. Meiri rigningu spáð á flóðasvæðunum í Mósambík: Kapphlaup um að koma aðstoðinni til bágstaddra Björgunarsveitir á flóðasvæðunum í Mósambík eru í kapphlaupi um að koma matvælum og lyfjum til þeirra sem eiga um sárt að binda eftir flóð undanfarinna vikna. Veðurspáin ger- ir ráð fyrir frekari rigningu. Erlendir herforingjar sem komnir eru til Mósambik segja að allt að fimmtiu þyrlur og eitt hundrað bátar frá ýmsum þjóðum verði við flutning hjálpargagna i dag. Búist er við að flugvélum og bátum eigi eftir að fjölga enn frekar þegar liðsauki berst frá Bandaríkjunum, Asíulöndum og löndum í Afríku, eins og Egypta- landi, til að glíma við afleiðingar verstu flóða í Mósambík í manna minnum. Allt að níu hundruð bandarískir hermenn eru væntanlegir til björg- Á flóðasvæöunum í Mósambík Mósambíkar sem þurftu aö flýja vegna flóöanna bíöa eftir aö fá mat. unarstarfanna í dag. Þeir hafa meðal annars tU umráða sex stórar flutn- ingavélar og sex stórar þyrlur með mikla burðargetu. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna sögðu að dregið hefði úr styrk feUibylsins Gloríu en að búast mætti við rúmlega 50 mUlímetra regni síðar í dag og á morgun, einkum þó í sunn- anverðu Mósambík sem varð verst úti í flóðunum. „Við höfum áhyggjur af veðrinu. Ef úrkoman verður 50 miUímetrar gæti það haft áhrif á árnar. Einu góðu fréttirnar eru þær að við erum betur búnir undir annað flóð,“ sagði Ross Mountain, sendifulltrúi SÞ, við fréttamenn. Flóttamenn hafa verið hvattir til að fara ekki heim strax. Austurríki stefnir Belgum Austurrísk yfir- völd hóta að stefha stjóm Belgíu fyrir að hvetja ferða- menn til að fara ekki tU Austurríkis vegna stjórnarþátt- töku Frelsisflokks Jörgs Haiders. Austurrisk yfirvöld íhuga einnig kæru gegn öðrum Evrópusambands- löndum vegna refsiaðgerða þeirra. Framkvæmdastjórn ESB hefur haf- ið rannsókn á refsiaðgerðum Belga gegn Austurríki. Áfengisflóð í Svíþjóð Frá og með 1. júlí flæðir Evrópu- sambandsáfengi til Svíþjóðar. Þá mega Svíar sennUega taka með sér jafnmikið áfengi heim úr fríum sín- um og aðrir íbúar Evrópusam- bandslandanna, það er 10 lítra af sterku áfengi, 90 lítra af víni og 110 lítra af bjór. Sprengjutilræði á Spáni Að minnsta kosti 5 særðust þegar bUasprengja sprakk í San Sebastian á Spáni í gærkvöld. Tveir þjóðvarð- liðar særðust og þrír óbreyttir borg- arar. Stærsti bankinn Danski bankinn Unidanmark og finnsk-sænski bankinn Merita Nordbanken voru sameinaðir í gær. Verður bankinn stærsti banki Norð- urlanda. Bandalag við Milosevic Saddam Hussein íraksforseti viU sameinast Slobodan Milosevic Júgóslavíuforeta 1 baráttunni gegn Bandaríkjunum og Vesturlöndum. íraska sjónvarpið hafði þetta eftir Iraksforseta í gær. Orð Saddams styrkja samband íraks við Serbíu sem þegar er náið. Prestar deyja úr alnæmi Að minnsta kosti 25 prestar ensku biskupakirkjunnar hafa látist af völdum alnæmis undanfarin 10 ár. í Bandaríkjunum hafa að minnsta kosti 400 rómversk- kaþólskir prestar dáið af völdum alnæmis. Barak ekki bjartsýnn Ehud Barak, for- sætisráðherra ísra- els, lét í Ijósi efa- semdir í gær um að ísraelsmönnum og Sýrlendingum tæk- ist að jafna ágrein- ing sinn og komast að samkomulagi, fyrir milligöngu Bandaríkjamanna, um framtíð Golanhæða. Blaðamenn óttast afskipti Blaðamenn og eigendur fjölmiðla á Grænlandi óttast að þingmenn muni setja lög um góða siði í blaða- mennsku. Grænlendingar hafa til þessa farið að gildandi reglum í Danmörku þar sem fjölmiðlamenn setja sér eigin siðareglur. Rætt um frambjóðanda Gerhard Schröder Þýskalands- kanslari og Romano Prodi ESB- stjóri ræddu saman í gær um nýjan stjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.