Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2000, Side 4
Hinn rétti Brandur hnipraði sig sam-
Bílstjórinn setti kattakassann .«1*^
i sendibílinn og víð brunuðum w
aftur í bæinn með Brand
Fimm þúsund króna
lausnargjald fýrir Brand
Kattafangarar hrella unga sem aldna þessa dagana og kettirnir
fara í tugatali upp í Kattholt og bíða þess að vera leystir út
fyrir nokkur þúsund krónur. Sumir fara þangað oftar en einu
sinni eins og Doktor Jón meðan eigendur þeirra horfa örvænt-
ingarfullir á pyngjuna. Auður Jónsdóttir varð fyrir því að
kattafangarar tóku köttinn Brand sem hún er að passa
- og peningabuddan hennar dróst óneitanlega mikið saman.
Brandur er feitur og geðillur
köttur sem ég passa fyrir leigusal-
ann minn. Hann má þó eiga það að
manni verður hlýtt til hans eftir
smátíma þótt ég hafi ekki minnstu
hugmynd um hvers vegna og aðrir
Sigríður Heiðberg: „Hingað kom
kattaelgandi í gær og hann var svo
reiður að ég hélt að hann væri geð-
veikur."
íbúar hússins séu fyUiiega ósam-
mála mér. Enda á Brandur til að
míga í stigaganginn og klóra böm
sem kássast utan í honum. Síðan
ég flutti í íbúðina hafa nágrannam-
ir kvartað út í hið óendanlega
vegna kattarins og vilja hann út úr
húsinu med det samme. Leigusal-
inn, sem er erlendis, vill þó halda
kettinum og lofar að ástandið lagist
þegar réttur eigandi komi heim og
kötturinn fái betri aðhlynningu en
hjá mér. Það getur svo sem vel ver-
ið þar sem ég er enginn sérstakur
kattavinur en nágrannar mínir
trúa þvi ekki svo glatt. Þvert á móti
hringdu þeir í kattafangarana og
klöguðu Brand.
Hreinar klósettskálar
Þegar ég kom heim til mín síð-
astliðið flmmtudagskvöld beið mín
tómur kofinn og Brandur var
hvergi sjáanlegur. Mig grunaði
(s)M
Brandur neitar að koma
heim
Kona að nafni Sigríður Heiðberg
rétti mér skýrslu um kattahandtök-
una og sagði: „Hingað kom katta-
eigandi í gær og hann var svo reið-
ur að ég hélt að hann væri geðveik-
ur.“
„Já, er það?“ tafsaði ég áhuga-
söm og leit á á skýrsluna sem sagði.
að Brandur væri merktur í eyra,
hann hefði verið handsamaður
klukkan 18.30 á fimmtudaginn
o.s.frv. í dálki sem hét aðrar upp-
lýsingar stóð: Handsamaður inni.
Eigandi sagður fluttur úr landi.
Ég ætlaði að tuða yfir seinni at-
hugasemdinni þegar annar
kattafangarinn sagði: „Kötturinn
meig í ganginn og var þama í hálf-
gerðu reiðileysi þegar við komum."
Þá kinkaði ég bara skömmustulega
kolli, sleppti meinfýsinni athuga-
semd um nágrannana og borgaði
fimm þúsund króna lausnargjald
án þess að segja múkk; velti samt
fyrir mér hvað kötturinn hefði eig-
inlega étið á flmm dögum. Því næst
fórum við inn í kattafangaherberg-
ið þar sem kattaaugu gláptu hvar-
vetna á mann og viti menn! Þama
var Brandur, óvenju ljúfur á svip-
inn og virtist bara glaður að sjá
mig. Hjarta mitt tók óvæntan kipp
og ég sagði: „Brandur minn...“ en
komst ekki lengra því Pemille
nokkur Matthisson tilkynnti sköru-
lega að Brandur væri í næsta her-
bergi og vísaði okkur áfram. Ég
kvaddi góðlega köttinn og komst
fljótlega að því að Brandur hugsar
ekki jafnhlýlega til mín og þessi
köttur. Hinn rétti Brandur
hnipraði sig nefnilega saman og
neitaði að fara úr búrinu.
Brunað með Brand
Pernille náði Brandi þó út úr
búrinu og hann rak strax upp sker-
andi væl sem minnti frekar á aftur-
gengna bamssál en heimiliskött.
Vælið varð frekar neyðarlegt fyrir
framan kattavinina í Kattholti sem
hugsuðu eflaust sitt um sambýli
okkar Brands. Þeir lánuðu mér þó
kassa undir köttinn gegn því skil-
yrði að honum yrði skilað strax aft-
ur. Ég jánkaði þvi, kvaddi í flýti
þegar kötturinn var kominn í kass-
ann og hélt út í rokið sem dempaði
skerandi vælið til muna. Bílstjór-
inn setti kattakassann inn í sendi-
bílinn og við brunuðum aftur í bæ-
inn með Brand sem hætti smám
saman að barma sér og lokaði aug-
unum letilega. Mig langaði hins
vegar að vera með lokuð augu
næstu þijár vikur því samtals kost-
aði þessi ferð 8600 krónur sem þýð-
ir að ég verð að skrimta á reikn-
ingnum hjá kaupmanninum á
hominu fram að næstu mánaða-
mótum.
strax að hann væri í Kattholti og
fékk staðfestingu á því þegar sím-
inn þar svaraði loks. Þá var ekki
annað að gera en að fara upp i Katt-
holt og sækja köttinn. Ég er ekki
með bílpróf svo ég hringdi á
Greiðabíl, vitandi að Brandur
myndi skandalisera í venjulegum
leigubíl, og hljóp úr vinnunni við
litlar vinsældir. Bíllinn kom fljót-
lega og ég klöngraðist inn um leið
og ég reyndi að passa að hurðin
fyki ekki upp. Eftir smábíltúr
hringdi farsími bílstjórans löngu
stefi sem minnti á mið-evrópska pí-
anómelódíu og ég horfði þreyttum
augum á brúna skaflana úti.
Skyndilega langaði mig til Spánar
þar sem allt er fullt af hundaskít
eftir flækingshunda og þunglyndis-
tiðni er lægri en á íslandi. Ég
mundi eftir orðum mæts manns
sem sagði aö hérlendis ríkti lá-
deyða í listum vegna þess að ís-
lendingar eyddu öllu hugarfluginu
í aö þrífa klósettskálar. „Eða
skammast út í ketti,“ hugsaði ég
glottandi og sá Brand fyrir mér al-
sælan á Costa del Sol.
í Kattholti sátu tveir kátir
kattafangarar sem neituðu ljós-
myndatöku. Eflaust sitja þeir undir
miklu aðkasti frá fólki sem þarf að
hlaupa úr vinnunni og borga stórfé
uppi á Höfða. Þetta voru þó hinir
gæðalegustu menn og eflaust mikl-
ir kattavinir því þeir tóku Brand í
góðri trú eftir samtalið við ná-
grannann. Litill svartur hundur
trítlaði um og það hvarflaði að mér
að líklega væri skemmtilegra að
taka hann heim heldur en Brand
skapfúla.
Ég mundi eftir orð-
um mæts manns
sem sagði að hér-
lendis ríkti ládeyða
í listum vegna
þess að íslendingar
eyddu öllu hugar-
fluginu í að þrífa
klósettskálar.
an og neitaöi aö fara úr búrinu.
4
f Ó k U S 10. mars 2000