Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2000, Síða 16
*
Ý
1
krypplingur
...og mig hefur alltaf langað alveg
rosalega að komast að 1 hljóm-
sveita- eða skemmtibransanum.
Mér er nákvæmleg sama hvort
heldur er. Ég veit að ég er fyndinn
og ég hef mjög failega rödd (ekki
ósvipaða og Björgvin Halldórsson),
það eina sem vantar upp á er að
komast að. í raun og veru að...
...verða uppgötvaður.
Lengi vel reyndi ég að troða upp
með stand-up.
Ég tók þátt í
Fyndnasti
maður íslands
en fólk fékk
það ekki af
sér að hlæja
að mér. Út af
kryppunni
auðvitað. Ég
sagði þeim
að horfa
fram hjá
henni en ég býst við að það sé hæg-
ara sagt en gert. Hún er auðvitað
sérstaklega áberandi frá hlið og það
er nánast vonlaust aö snúa...
..alltaf beint fram.
Þá fór ég á stúfana, náði mér f
símanúmerin hjá ýmsum hljóm-
sveitum og fékk að prufa. Sumir
voru hreinskilnir við mig og sögðu
mér að þeir væru hrifnir af söngn-
um en að þeir gætu bara ekki notað
mig af þvl að ég er krypplingur
(þetta sögðu þeir í Maus og þeir eru
desperat að finna einhvem sem
heldur lagi). Aörir reyndu að Ijúga
sig út úr þessu og sögðu að ég hefði
ekki hæfileika og að ég...
..syngi of hátt.
Það er auðvitað lygi. Ef ég syng
of hátt þá er ekkert auöveldara en
að lækka í mér. Eftir mikla erfið-
leika tókst mér samt loksins að
landa góðu jobbi. Þeir i Hagkaupi,
Smáranum, réðu mig til þess að
syngja í hljóðnemann f búöinni.
Þannig sleppa þeir við að borga
STEF-gjöld en geta samt boðið við-
skiptavinum sínum upp á tónlist.
Þetta hentar mér...
..sérstaklega vel.
Ég syng fyrir fólkið sem er að
versla en það þarf hins vegar ekki
að horfa á mig og kryppuna. Mig
langar að benda þeim sem koma f
Hagkaup, Smáranum, að hlusta sér-
staklega vel eftir tónlistinni. Besta
númerið mitt er: „Sendu nú gull-
vagninn
I t.£)Ti;iTT,
Það er ekki svo langt síðan það var aðeins um þrjá staði að velja
ætlaði maður út á Akureyri: Sjallann, Hótel Kea og H-100. í dag er öldin önnur
og úrvalið af skemmtistöðunum orðið þvílíkt að maður kemst varla yfir alla
staðina á einu kvöldi. Snæfríður Ingadóttir gerði þó heiðarlega tilraun og kíkti
á djammið á Akureyri um síðustu helgi.
Hemitii fefti, dagsktttrgfcrftarrnabiir á X-inu. o
vinur hflm Síggt voru komnir noröur til þess
taro A urfctti enftoru heltíur betur fýluferb þar
sem Hl<barfialiiö var iokob vtfcria veburs.
IVIitt á milli
og
Reykjavíkur
Leiðinlegur
dyravörður og ælulykt
Það er ekki hægt að fara út á Ak-
ureyri án þess að kíkja í Sjallann.
Staðurinn er einfaldlega klassísk-
ur og stendur alltaf fyrir sínu.
Heimsóknin þangað byrjar reynd-
ar ekki vel. í dyrunum stendur
hinn fúli dyravörður Fúsi sem
staðurinn ætti fyrir löngu að vera
búinn að losa sig við. Hann er ein-
faldlega fúll á móti númer eitt og
afskaplega óvingjarnlegur. Ekki
tekur betra við í fatahenginu en
þar afgreiðir maður að nafni Ólaf-
ur sem búinn er að vinna í fata-
henginu i 18 ár og er því orðinn
nokkuð hægur í hreyfingum.
Hljómsveitin Sóldögg á staðinn í
kvöld og húsið er fullt. „Sjallinn er
svona mitt á milli Skuggabarsins
og Kaffi Reykjavíkur," segir
grinistinn Sveinn Waage sem sit-
ur og sötrar bjór við eitt borðið.
Hann var að skemmta á Dalvík
fyrr um kvöldið en er mættur til
að sjá Sóldögg. Hljómsveitin er í
roknastuði og stemningin á dans-
gólfinu er heit. Gestir kvöldsins
eru 30 ára og yngri. Ég furða mig á
því hversu mikið vín fólki hefur
tekist að lauma með sér inn. Ein
stúikan er meira að segja með
vodkapela í eins konar sokk hang-
andi um hálsinn á sér og var ekki
stoppuð í dyrunum. Inn á
kvennaklósettinu liggur tómur
rommpeli og einhver er líka búinn
að æla, ekki í klósettið og ælufylan
er megn.
Runturinn og pylsa
Djammkvöld á Akureyri er ekki
fullkomnað fyrr en maður er búinn
að fá sér pylsu. Grindvíkingamir
Palli og Kiddi frá Vélsmiðju Þor-
steins hafa áttað sig á því og eru
mættir i Borgarsöluna eftir að hafa
eytt kvöldinu og aurunum sínum á
Venus. Þessir drengir kunna svo
sannarlega að njóta lífsins því
þrátt fyrir að Hlíðarfjalliö hafi ver-
ið lokað lögðust þeir ekki í fýlu
heldur skelltu sér bara í nudd á
Fosshótelinu. Það eru tveir kostir
ætli maður sér ekki að ganga til
síns heima. Það er að taka leigara
eða reyna að húkka einhvem sem
er á rúntinu, því þrátt fyrir enda-
lausar breytingar á skipulagi bæj-
arins lifir rúnturinn enn góðu lífi.
Hlynur, Elmar og Steini eru
komnir með aldur á skemmtistað-
ina en eru of broke til þess að fara
á ball og því keyra þeir hring eftir
hring með bangsann Gústa á mæla-
borðinu. Kvöldið fer i það að taka
upp stelpur og skutla þeim heim.
Þeir bjóðast þó ekki til þess að
skutla mér heim, finnst ég líklega
of gömul þannig aö það eru tveir
jafnfljótir sem fá að duga enda all-
ar vegalengdir innan við Glerá
Frtbflnnur og tfotfí fcifc plötu-
flruifiar ö Wiaílhoust,
Við Pollinn finnast bændumir
sem stelpurnar voru að tala um.
Gunnar Guðmundsson og Óskar
Grétarsson búa hvor á sínum
bænum i Þingeyjarsýslunni og eru
komnir til Akureyrar í menningar-
ferð eins og þeir sjálfir oröa það og
menninguna hafa þeir fundið í jóla-
ljósaskreyttum pöbbinum. Þar rík-
ir ekta sveitaballastemning undir
tónum frá tveggja manna hljómsveit
frá Ólafsfirði.
Nakin nekt
Einhvern veginn hélt maður
samt að það væru nektarstaðimir,
sem orðnir eru þrír á Akureyri og
bjóða upp á listrænan dans, sem
trekktu hvað mest að. En ekki
bænduma tvo. Það er ekki heldur
mannmargt á nektarklúbbnum
Venusi, enda kannski klukkan
ekki orðin nógu margt. Á þessum
kolsvarta stað sitja þó þrír ungir
drengir, rétt komnir með aldur tii
þess að fara inn á svona stað. Þeir
eru úr Reykjavík og eru komnir
keyrandi norður til þess að taka
þátt í snjóbrettamóti á vegum út-
varpsstöðvarinnar X-ins. Mótinu
var hins vegar frestað þar sem
Hlíðarfjallið var lokað vegna veð-
urs. „Við fórum til Dalvikur í stað-
inn en færðin var ekkert sérstak-
lega góð,“segja þeir Hreinn Heið-
ar, Snorri og Sigurður sem ætla
að bæta sér upp vonbrigði dagsins
með erótiskum dansi. Þeim líst
ágætlega á staðinn miðað við álíka
staði sem þeir hafa farið á fyrir
sunnan en persónulega er ég ekki
sammála. Það vantar allan stíl og
klassa en útskýringvma á þvi fæ
ég frá einni innfæddri konu: „Við
hér á Akiu-eyri þurfum ekkert að
vera að fegra þetta eins og fyrir
sunnan. Við þurfum enga spegla
með gullrömmum og yfirdekkta
sófa. Þetta er bara nekt í sinni
nöktustu mynd“. Enn þá fleiri
snjóbrettagæja að sunnan er að
finna á Club 13. „Við eyddum deg-
inum í bíó og fórum að sjá Toy
story,“ segir Hemmi feiti sem er
dagskrárgerðarmaður á X-inu og
ábyrgur fyrir því að tæplega 30
snjóbrettafiklar eru komnir norð-
ur. Fíklarnir eru frekar svekktir
en hugsanlega gæti helgin bjarg-
ast á góðu djammi og Club 13 virð-
ist tilvalinn staður fyrir það. Stað-
urinn er annar af tveimur klúbb-
um bæjarins en hinn heitir Mad-
house. Báðir staðimir eru sóttir
af ungu fólki en það er meiri
klassi yfir Club 13 og hann minn-
ir óneitanlega á Astró hvað inn-
réttingar varðar. Á meðan flestir
staðir bæjarins loka klukkan þrjú
eru Madhouse og Club 13 opnir
lengur. Þeir eru því vinsælir við-
komustaðir hjá þeim sem þá eru
ekki tilbúnir að fara strax heim
að sofa.
„Það er ekkert úrval af karl-
mönnum hér á Akureyri," segir
Sofíia Guðmimdsdóttir þar sem
hún situr ásamt þremur vinkon-
um sínum á Kaffi Akureyri í
dúndrandi diskótónlist og bætir
við: „Ekki nema maður viiji gerast
bóndakona." Vinkonumar, sem all-
ar eru á fertugsaldri, hiæja og segja
frá bændum sem koma í bæinn til
þess að versla og eru voða sveitó.
Þær eru sko ekkert fyrir þá enda
eru þær löngu búnar að gefa upp von-
ina um að þær hitti einhverja gæja á
djamminu. Þær eru heldur ekkert á
veiðum heldur eru þær úti til þess að
skemmta sjálfum sér eins og sést á
hegðun þeirra á dansgólfmu þegar
Lue Bega ómar úr hátölurunum.
, cr jwö" ivalur ao Íg frarf ohW
torfa á þetta folk,“ sfcRir HelöíV
ikssoij- oöru nafm htiKtdi,
tti meö sOlglúrAUííul S}allúna
'S
f Ó k U S 10. mars 2000
16