Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Qupperneq 8
8
MÁNUDAGUR 13. MARS 2000
DV
Fréttir
Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands, í yfirheyrslu:
Fimmtán milljarða
landbú naðarsty rku r
- á sama tíma og hægt er að fá mun ódýrari landbúnaðarvörur frá Evrópu
Ari Teitsson, formaður Bænda-
samtaka íslands, hefur sannarlega
staðið í ströngu síðustu dagana.
Auk árlegs búnaðarþings, var nú í
fyrsta sinn unnið samhliða að
samningsgerð við ríkisvaldið um
nýjan búfjársamning. í samninga-
nefnd bænda voru sex fulltrúar
sem glímdu við 6-7 manna lið rík-
isins. Niðurstaðan varð sú samn-
ingar tókust um að ríkið skuld-
bindi sig til að leggja fram um 15
milljarða í beingreiðslur og ýmsa
styrki til landbúnaðarins á næstu
sjö árum, eða ríflega tvo milljarða
á ári. Á móti kemur að gert er ráð
fyrir að í íjárstofninum fækki á
samningstímanum með uppkaup-
um ríkisins á 45 þúsund ærgildum
eða um 10-12%.
Gagnrýnisraddir hafa verið mjög
sterkar í gegnum árin á styrkja-
kerfi sem þetta og ýmsir hafa vilj-
að það feigt. Bent hefur verið á að
lítið mál sé að flytja inn frá Evr-
ópu og víðar flestar ef ekki allar
tegundir af landbúnaðarvörum.
Þær fáist auk þess þar á mörkuð-
um fyrir mun lægra verð en mögu-
leiki er á að framleiða þær hér inn-
anlands. Enn sem komið er hafa
stjórnmálamenn þó veigrað sér við
að hrófla mikið við kerfinu og enn
einn samningurinn hefur nú verið
undirritaður.
Erfið samkeppnisstaða
- Þú nefndir það 1 setningar-
ræðu þinni við setningu búnað-
arþings að menn skyldu hafa
varann á sér varðandi nánari
samvinnu við Evrópusambandið.
Hvemig era bændur almennt
stefndir gagnvart Evrópusam-
bandinu, er mikil mótstaða gegn
nánari samvinnu við það?
„Við höfum fylgst dálítið með
því hvernig nágrönnum okkar hef-
ur gengið. Það er að segja þeim
Norðurlandanna sem gengu í Evr-
ópusambandið fyrir nokkrum
árum. Kannski eru aðstæður okkar
svipaðar þvi sem er í Finnlandi og
Norður-Sviþjóð. Það hefur reynst
bændum þar mjög erfitta að lifa í
þessu nýja umhverfi. Það er tiltölu-
lega dýrt að framleiða landbúnað-
arvörur á þessum norðlægu slóð-
um. Þegar þetta er svo orðið eitt
markaðssvæði í samkeppni við
bestu héruð, kannski Danmörku,
Þýskaland og að vissu marki
einnig Holland, Belgíu og jafnvel
Italíu, þá er samkeppnisstaða norð-
lægra landa mjög erfið. Markmiðið
með svo stóru bandalagi er að
hvert svæði í bandalaginu geri það
sem hagkvæmast er. Það er hag-
kvæmara að framleiða ýmsar land-
búnaðarvörur suður í Þýskalandi
en norður á íslandi, það verður
bara að horfast í augu við það.“
„Það er hagkvœmara
að framleiða ýmsar
landbúnaðarvörur suður
í Þýskalandi en norður
á íslandi, það verður
bara að horfast
í augu við það. “
- Er þá bara ekki hrein vit-
leysa að vera að baslast við
landbúnað á íslandi yfirleitt?
„Þegar við færðum út landhelg-
ismörkin var það til að losna við
veiðar erlendra þjóða í kringum
landið. Væntanlega var veriö að
því að viö töldum að við þyrftum á
því að halda að nýta landgrunnið.
DV-MYND: E.OL.
Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands:
Við höfum bara kosið að vera íslendingar og gengið það býsna vei.
Yfirheyrsla
Hörður
Kristjánsson
blaðamaður
Nafn: Ari Teitsson
Staða: Formaður Bænda-
samtaka íslands
Efni: Samningar um nýjan
búvörusamning.
Það er þó ekkert vandamál að
veiða fiskinn hér við land og sigla
svo með hann til Evrópulanda.
Sama má segja um aðrar auðlindir
þessa lands og það má kannski
nýta þær með öðrum hætti en við
gerum. Við höfum bara kosið að
vera íslendingar og gengið það
býsna vel. Það fylgir því að nýta
bæði landið og landgrunnið."
Stuðningur við byggð?
- Af hverju ekki að afnema
styrkjakerfið og hugsa landbún-
að eins og hverja aðra atvinnu-
starfsemi í landinu?
„Svarið við því er það að þessi
framleiðsla er töluvert dýr á okkar
norðlægu slóðum og því er vitað
mál að hún myndi dragast verulega
saman ef styrkjakerfið yrði
afnumið. Það er líka þannig að við,
sem og reyndar þjóðin og stjóm-
málamennimir líta á stuðning við
sauðfjárræktina sem stuðning við
byggð. Ég held að út frá almennum
viðhorfum vilji þjóðin ekki að sveit-
in sé í eyði. Ég veit t.d. að þegar
Svíar gengu í Evrópusambandið var
gengið nokkuð hratt fram í því að
hagræða og fækka, sérstaklega smá-
bændum. Heilu sveitirnar fóru þá í
eyði. Þá var verið að horfa á það að
einhvers konar ferðamannaþjónusta
myndi koma í staðinn. Það kom þó
í ljós að slík eyðisvæði höfðu ekkert
aðdráttarafl fyrir ferðamenn án
mannlífs og umönnunar um land og
náttúruauðlindir. Ég held að þessari
hugsun sé að vaxa skilningur hér á
landi, að það sé skynsamlegt að
hafa líf í sveitunum."
Gæsin þrengir
að sauðkindinni
- Hvað með landeyðingarþátt-
inn, má ekki gera enn betur í
fækkun sauðfjár og kannski
hrossa líka?
„Það er ekki nokkur vafi á því
að þessi fjölgun hrossa sem verið
hefur síðustu 10-15 árin hefur viða
skemmt land. Ég held að það sé
mjög óvíða sem sauðkindin
skemmir land. Sauðkindunum hef-
ur fækkað úr tæplega 900 þúsund
og niður í 480-490 þúsund á síðustu
20 árum. Það er orðið miklu rýmra
um sauðkindina en áður var. Það
er líka annað sem menn mega
velta fyrir sér í þessu sambandi.
Við erum líklega með um 45 þús-
und íjár sem fer á afrétti landsins.
Á þessum sömu afréttum ganga tvö
hundruð þúsund heiðagæsir. Að
mati fróðra manna, er beitarálagið
nokkum veginn jafnt á milli heiða-
gæsarinnar og sauðfjárins. Gæsir
þrengja orðið mjög að sauðfjár-
bændum. Þar má nefna afrétti
Bárðdæla og fleiri hér og þar um
landið. Gæsin er því farin að taka
miklu meira til sin af uppskeru
heiðarlandaafrétta en áður og
þrengir þá að sauðkindinni. Þá er
spurningin, hverju er það að kenna
að landið er ofbeitt, er það sauð-
kindinni eða gæsinni?“
- Ertu þá að mælast til þess að
veiðar á heiðagæs verði auknar?
„Þetta er 1 raun sama spurningin
og um hvalinn. Við erum með nátt-
úruauðlindir og stöndum alltaf
frammi fyrir því hver á að nýta
þær. Við vitum það að náttúran
leitar alltaf jafnvægis og ef ekkert
verður að gert með gæsina, þá
kemur að því að hún verður ein á
heiðarlöndunum. Það er að sumu
leyti eins með hvalinn. Ef við ætl-
um að veiða fiskistofnana í stað
þess að láta hvalinn éta þá, þá
verðum við lika að veiða hvalinn.
Ef við ætlum því að nýta uppsker-
una á heiðarlönduniun fyrir annað
en gæsina, þá verðum við að halda
henni í skefjum.
Ég er ekki endilega að leggja til
að farið verði í útrýmingarherferð
á gæsinni. Ég er bara að benda á
að nýting á náttúruauðlindum
verður að horfa á í nokkuð víðu
ljósi. Það er alveg ljóst að ef ákveð-
ið væri að kindin ætti heiðarlöndin
og gæsinni þyrfti að útrýma, þá
fengjum við strax öldu mótmæla -
en það stendur ekkert til. Maður
spyr sig þó: Hvað er skynsamlegt
að vera með mörg hreindýr í land-
inu, margar gæsir og hversu marg-
ar kindur?"
Hverju er það að kenna
að landið er ofbeitt,
er það sauðkindinni
eða gœsinni?“
Bann viö afréttarbeit
- Væri ekki skynsamlegast að
banna afréttarbeit búfjár og
flytja beitina niður á láglendið?
„Það hafa líka heyrst raddir um
að það ætti að banna þorskveiðar.
Við höfum heyrt það hér frá um-
hverfísöfgasinnum suður í Evrópu.
Það gæti alveg eins komið upp að
banna afréttarbeit sauðfjár. Það
munu þó ekki allir leggja þetta að
jöfnu, en þetta er eitthvað sem við
veltum fyrir okkur.
Það er því ekki sjálfgeflð að þó
bændum fækki á einum stað, að
það gefi öðrum svigrúm til að nýta
þeirra land. Þarna þarf að vera
landfræðileg nálægð. Það hefur þó
fækkað mjög á afréttum og sumar-
slátrun hefur líka dregið úr áhuga
manna á að hafa féð víðs fjarri.
Það eru líkur á að bændur velti
því fyrir sér sem hafa litla beit
hvort skynsamlegt er að halda
áfram. Samningurinn mun því enn
hafa áhrif á að það dregur úr beit
þar sem beitarlönd eru viðkvæm,"
sagði Ari Teitsson.
HEILDARVIÐSKIPTI 2.001 m.kr.
Viðskipti utan þings 2.434 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
Össur 449 m.kr.
Marel 326 m.kr.
FBA 146 m.kr.
MESTA HÆKKUN
© Skýrr 32,8%
©Össur 29,6%
© Marel 19,6%
MESTA LÆKKUN
Q Samvinnuferðir-Landsýn 6,5%
©Hampiðjan 5,5%
©Tangi 5,2%
ÚRVALSVÍSITALAN 1.735,4 stig
- Breyting O 1,3 %
Afkoman hækkaði verðið
í lok síðustu viku
skiluðu nokkur fyr-
irtæki afkomutölum
sínum fyrir síðasta
ár, t.d. Marel, Lands-
bankinn, Pharmaco
og Baugur. Breyting-
ar á gengi þessara
bréfa eftir birtingu
sýnir vel hvaða álit
markaðurinn hefur
á afkomu þessara
fyrirtækja. Bæði Marel og Lands-
bankinn hækkuðu við fregnir af af-
komu þeirra og það sama gildir um
Pharmaco. Svo virðist sem afkoma
Baugs hafi verið mjög í samræmi
við væntingar og því voru litlar
breytingar á gengi bréfanna.
Jón
Sigurösson
Össur átti
síðustu viku.
mrnnnm. síðastlibna 30 daga
Landsbanki 1.622.760
Össur 877.381
FBA 791.896
Marel 639.100
Eimskip 634.803
SO síbastliðna 30 daga
; ©ísl. hugbúnaðarsjóöurinn 85%
; © Össur 60%
: © Þróunarfélagið 44%
© Skýrr 42%
; © Fiskmarkaður Breiðafjarðar 37%
’ '‘''t- 'H/ síðastliðna 30 daga
© Opin kerfi -68%
: © Flugleiöir -22%
j © Loðnuvinnslan -21%
: © Samvinnuferðir Landsýn -19%
© Stálsmiðjan -17%
Vaxtaótti í Bandaríkjunum
Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum
einkenndist öðru fremur af ótta við
frekari vaxtahækkanir. Alan Green-
span lýsti því yfir í upphafi vikunn-
ar að líklega væri stutt í slíka
hækkun og markaðurinn var alla
vikuna að melta orð hans en undir
lok vikunnar fóru bréf hægt að rísa
i verði.
i-ajLVÍKHÍi
BIdow jones 9928,82 O 0,82%
[•Hnikkei 19750,40 © 0,45%
fBSs&p 1395,07 O 0,47%
BWnaspaq 5048,62 O 0,03%
ISIftse 6568,70 O 0,56%
F^Ipax 7975,95 O 0,34%
I CAC 40 6510,28 O 1,35%
10.3.2000 kl. 14.00
KAUP SALA
;^§Dollar 73,520 73,900
lHrlPund 115,920 116,510
8*l:Kan. dollar 50,390 50,710
p Pönskkr. 9,4910 9,5440
-t~ Norsk kr 8,7310 8,7790
jjfiSsænsk kr. 8,3860 8,4320
90fl. mark 11,8898 11,9612
UHjFra. franki 10,7771 10,8419
1 Belg. franki 1,7524 1,7630
Sviss. franki 43,9700 44,2100
WWHolL gyllini 32,0792 32,2720
F" Þýskt mark 36,1449 36,3621
: «• lira 0,03651 0,03673
" Aust. sch. 5,1375 5,1684
Port. escudo 0,3526 0,3547
~Spá. peseti 0,4249 0,4274
! • jJap. yen 0,6923 0,6964 ;
írskt pund 89,761 90,301
SPR 98,6500 99,2400 j
Secu 70,6933 71,1181