Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Side 9
MÁNUDAGUR 13. MARS 2000 DV Fréttir 9 Sjávarútvegsráðherra á fundi á Sauðárkróki Vonast til aö fiskistofn- arnir tíefi 350.000 tonn Rakarastofan Klapparstíg segir Vatneyrarmálið setja ýmislegt í biðstöðu andi sjávarútveginn. Hann var spurður margs, meðal annars um stefnu stjórnvalda varðandi rann- sóknarstarf i sjávarútveginum, um byggðakvótann, heimild til að skrá kvóta á fiskvinnslur, endurskoðun á kvótakerfinu, framtíð skipstjórnar- menntunar í landinu og ýmislegt fleira. Ráðherrann gaf greið svör við ýmsu, en fram kom í máli hans að Vatneyrarmálið setti þó ýmis mál í biðstöðu, til dæmis endur- skoðun á kvótamálum. Sjávarútvegsráðherra fundaði einnig með Siglfirðingum á ferð sinni en hann heimsótti fyrirtæki og vinnustaði á Sauðárkróki, Siglu- firði, Skagaströnd, Blönduósi og Hvammstanga. Ráðherrann segir að það hafi verið ómetanlegt fyrir sig að kynnast stöðu atvinnugreinar- innar og fólki sem við hana starfar á ýmsum stöðum út um landið og hann sé nú reynslunni ríkari úr þessum heimsóknum. -ÞÁ PV. SAUDARKRQKI: Ámi Mathiesen sjávarútvegsráð- herra kveðst vonast til þess að takast muni að byggja upp fiski- stofnana þannig að í þá megi sækja um 350 þúsund tonna ársafla og væri það ágæt búbót miðað við það sem stofnarnir hafa verið að gefa undanfarin ár. Þetta sagði ráðherr- ann á hádegisverðarfundi á Sauðár- króki á miðvikudag. Ráðherrann heimsótti Norðurland vestra á mið- vikudag og fimmtudag og var þetta lokaáfanginn í heimsókn sjávarút- vegsráðherra í öll kjördæmi lands- ins. Á fundinum á Sauðárkróki fékk ráðherrann smjörþefinn af því sem menn á svæðinu eru að hugsa varð- Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrlr Einarsson útfararstjóri DV-MYNDIR ÞÓRHALIUR ÁSMUNDSSON Ráðherra og frítt föruneyti Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra ræðir við fundarmenn á Sauðárkróki. Með honum í för voru Vilhjálmur Egilsson alþingismaður, Sigríður Ingvarsdótt- ir, varaþingmaður Norðurlands vestra, og Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðar- maður ráðherrans. Sauðárkrókur: Stórkostlegir möguleikar í millilandaflugi Útfararstofa Islands SuðJrhlió35 • Sími 581 3300 DV. SAUDÁRKRÓKI Alexandersflugvöllur býður upp á mikla möguleika, sérstaklega þegar búið er að byggja stórt hótel í hérað- inu eins og væntanlega verður gert með tíð og tíma. Þetta er skoðun Péturs Einarssonar, fyrrverandi flugmálastjóra, sem nú er búsettur á Sauðárkróki. Hann hélt á dögunum framsöguerindi fundar Málfundafé- lags bæjarins 'og fjallaði um milli- landaflug um Sauðárkrók. Pétur nefndi ýmsa möguleika með millilandaflug, t.d. Grænlandsflug, norðurpólsflug og vöruflug til mark- aðsvæða i Evrópu og fjarlægra heims- hluta. Þá væri hugsanlega hægt að starfrækja innanlandsflug frá Sauðár- króki eins og öðrum stöðum hér. Hugmyndir Péturs virðast bein- ast mest að vörufluginu. Þar telur hann að Sauðárkrókur eigi mikla möguleika með upptökusvæði norð- ur og vestur um og jafnvel viðar. Pétur nefndi að markaðurinn í Vestur-Evrópu væri stöðugt að leita eftir ferskum matvælum og það tæki til dæmis Norðmenn þrjá sól- arhringa að aka vörunni á markað, en héðan væri hægt að fljúga með hana á þremur tímum. Pétur viðraði hugmyndir um stofnun félags hvað þetta varðar, en þetta væri spurningin um hver ætti að framkvæma? Þarna yrði frum- kvöðullinn að koma til skjalanna. Spurningin væri hvort ein eða fleiri manngerðir yrðu að eiga hlut að máli: skýjaglópurinn, fjár- glæframaðurinn, snillingurinn eða stjórnmálamaðurinn. -ÞÁ Af hverju ekta fjórhjóladrifsjeppa? Jimny er ódýrasti alvöru jeppinn á markaönum og eins og aðrir jeppar frá SUZUKI er hann grindarbyggöur og með hátt og lágt drif. Grindarbygg- ing Jimny gefur honum ótvíræða kosti umfram jepplinga með sídrifi, dregur t.d. úr veghljóði og gerir það mjög einfalt að hækka hann upp. Með Jimny færð þú ekta jeppa á verði smábíls. Auk þess er rekstrar- kostnaðurinn líka eins og á fólksbíl, hann eyðir litlu, tryggingar eru ódýrar og bifreiðaskattur lágur miðað við aðra alvöru jeppa. Þetta telur allt. DV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJÁNSSON Jimny - ekta jeppi TEGUND: VERÐ JimnyJLX 1.3 1.459.000 KR. Sjálfskipting 130.000 KR. DV, GRINDAVIK: Nýlega var tekinn í notkun búnað- ur til útskipunar á fiskimjöli beint út í skip á vegum Fiskimjöls og lýsis í Grindavík. Mjölinu er dælt í lausu máli eftir rörum út í flutningaskipin. Ýmsir byrjunarörðugleikar urðu í SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is byrjun en greinilegt að þessi nýja að- ferð er til mikils hagræðis þar sem áður þurfti að keyra mjölið í pokum til skips. -ÞGK SUZUKI S0LUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elfasson, Grænukinn 20, simi S55 15 50. Hvammstangi: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. Isafjörður: Bílagarður ehf.,Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrísmýri 5, simi 482 37 00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.