Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Blaðsíða 12
12 Útlönd MÁNUDAGUR 13. MARS 2000 DV v Frank Dobson Dobson, sem er frambjóöandi Verkamannaflokksins í borgarstjórakosningunum í London, er stoltur af skeggi sínu. Neitar að skera skegg sitt Frank Dobson, frambjóðandi Verkamannaflokksins til embættis borgarstjóra í London, harðneitar að fara að ráðum ímyndarsérfræð- inga flokksins sem sögðu honum að raka sig. Dobson sagðist ekki vera i ímynd- argeiranum. Menn sæju hvað væri að fá þegar um hann væri að ræöa. Ráðherrarnir Peter Mandelson, Geoff Hoon og Alistair Darling létu skyndilega skegg sitt ijúka þegar þeir settust í ráðherrastóla. Robin Cook utanríkisráðherra og David Blunkett menntamálaráðherra hef- ur tekist að halda bæði í skegg og stól. Said Hajjarian Samstarfsmanni Khatamis forseta, Said Hajjarian, var sýnt banatilræöi í gær. íranskur ritstjóri skotinn í Teheran Skotárás var gerð á ritstjórann Said Hajjarian, einn helsta stjórn- málamann írans og náinn sam- starfsmann Khatamis forseta, í Teheran í íran í gær. Hajjarian var fyrir utan ráðhús borgarinnar í gærmorgun þegar tveir menn á mót- orhjóli réðust á hann. Annar þeirra miðaði á gagnauga ritstjórans en hitti hann í kinnina. Kúlan festist aftan í hálsi Hajjarians að sögn lækna. Árásarmennimir hurfu á mótorhjóli sínu. Blað Hajjarians fletti ofan af morðum leyniþjónustunnar á andófsmönnum. Kosningarnar á Spáni: Jose Maria Aznar með meirihluta Jose Maria Aznar, forsætisráð- herra Spánar, og Þjóðarflokkur hans sigruðu í kosningunum á Spáni í gær samkvæmt útgönguspám í gærkvöld. Þegar búið var að telja 81,3 prósent atkvæða var Þjóðarflokkurinn kom- inn með 182 sæti af 350 þingsætum. Samkvæmt útgönguspám hlýtur Þjóðarflokkurinn 43,2 prósent at- kvæða en Sósíalistaflokkurinn 35 prósent. Gífurleg öryggisgæsla var á Spáni í gær í kjölfar þriggja árása ETA, að- skilnaðarhreyfingar Baska, á síðustu sex vikum. Var kosningabaráttan í skugganum af nýjum hótunum sam- takanna. Sameinað átak gegn hryðjuverkum var eitt af aðalmálunum þegar kosn- ingabaráttunni lauk síðastliðið fóstu- dagskvöld. Að öðru leyti bar mest á átökum helstu keppinautanna, Joses Maria Aznars, og leiðtoga Sósíalista- flokksins, Joaquins Almunia. í kosningabaráttu sinni lagði Azn- ar áherslu á það sem áunnist hefði síðastliðin fjögur ár, einkum batn- andi efnahag og minnkandi atvinnu- Sigri fagnað Stuöningsmenn Þjóöarflokksins fögnuöu ákaft í Madríd á Spáni í gærkvöid. leysi. Hagvöxturinn hefur verið um 4 prósent á ári. Almunia sakaði Aznar um að hafa bætt hag ákveðinna hópa með stefnu sinni í skattamálum og með einka- væðingu. Ekki hefði verið tekið tillit til þarfa almennings. Hvatti Sósíalistaflokkurinn alla stuðningsmenn flokksins, sem sátu heima 1996 vegna óánægju með spill- ingu, til að koma að kjörborðinu nú. Það var einmitt það sem Aznar og flokkur hans óttuðust mest. Erfiðara hefur verið fyrir Þjóðarflokkinn að hvetja sína stuðningsmenn en Sósi- alistaflokkinn. Kosningaþátttakan var lægri en síðast, rétt undir 77 pró- sentum, og var það túlkað Aznar í hag FuIItrúar Þjóðarflokksins fögnuðu því ákaft í gær með stuðningsmönn- um í aðalstöðvum flokksins í Madríd. Sósíalistar voru hins vegar ekki strax reiðubúnir að játa ósigur. Þeir höfðu vonast til að komast aftur til valda eftir að hafa tapað naumléga fyrir Þjóðarflokknum fyrir fjórum ár- um. Sorg í Úkraínu Harmi slegnir ættingjar námumannanna áttatíu, sem létust er sprenging varö í kolanámu í Úkraínu á iaugardaginn, söfnuöust saman í gær til aö bera kennsl á líkin. Sprengingin varö um 700 metra undir yfírboröi jaröar í Barakovanámunni nálægt Lugansk í austurhluta Úkraínu. Þaö sem af er þessu ári hafa 120 iátist í námuslysum í Úkraínu. Öryggi er ábótavant og verkamennirnir brjóta reglur til þess aö geta fengiö hærri laun. Ekki er neitt annaö starf aö hafa en námuvinnu. Lipponen í fæðingarorlof Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, fer á næstunni í bam- eignarfrí vegna fæðingar lítillar dóttur í gær. Lipponen, sem er 56 ára, fór í sex daga fæðingarorlof 1998 þegar hann og kona hans, Paivi, eignuðust fyrsta sameiginlega barn sitt. Lipponen átti fyrir barn frá fyrra hjónabandi. Mótmæla kvenréttindum Hundruð þúsunda múslíma, þar af margar konur með blæjur, mót- mæltu í gær í Casablanca í Marokkó gegn áætlun stjómvalda að veita konum meiri réttindi. Lokuðu sjónvarpsstöð Serbnesk lögregla stöðvaði í gær sjónvarpssendingar útvarps- og sjónvarpsstöðvar i Pozega í Serbíu. Stjómarandstæðingar segja lokun- ina lið í kosningaundirbúningi. Þak hrundi á hermenn Þrir liðsforingjar létu lífið á laug- ardagskvöld í N-Noregi þegar þak á samkomuhúsi hermanna lét undan snjófargi. Rúmlega 20 slösuðust. Alls voru 70 í húsinu. Andvígir kynjakvóta Svisslendingar greiddu i gær at- kvæði gegn glasafrjóvgun og kynja- kvóta við veitingu opinberra emb- ætta. Hafnað af leigubílum Leigubílstjórar í Brussel neita að aka Austurríkismönnum sem starfa fyrir austurrísk stjómvöld og Frels- isflokkinn í Austurríki. Bush og Gore jafnir Það er hnífjafnt milli repúblikanans Georges Bush og demókratans Als Gores í baráttunni um forsetaembætt- ið í Bandaríkjun- um. Samkvæmt skoðanakönnunum á laugardaginn hlýtur Gore 48 pró- sent atkvæða en Bush 46 prósent. í upphafi ársins hafði Bush talsvert forskot á Gore. Barnamorðingjar Búist er við að Jack Straw, innan- ríkisráðherra Bretlands, tilkynni í dag að drengjunum tveimur, sem myrtu tveggja ára dreng, Jamie Bul- ger, 1993, verði sleppt eftir þrjú ár. Harðari gegn hernum Nýr forseti Chile, Ricardo Lagos, hét því á laugardaginn að vera harðari bæði gegn hernum og Pinochet en fyrirrennari sinn. jOSOj. Drífliðir * m ■ ’sl iÉÍÉi Jfvenwyjræöip Liat-rfla& Efnauorur gOSCH mjt Verslun full af nýjum vörum! Albarkar. Bensfndælur. Bensínlok. Bensínslöngur. Hjólalcgur. Hosuklemmur. Kúplingar, Kúpllngsbarkarog undirvagnsgormar. Rafmagnsvarahlutir. Topa vökvafleygar vigtabúnaður. Tímareimar. Vatnshosur og strekkjarar. Þurrkublöð. uarahlutir ...i miklu unvali Þjonustumiðstöð í lýarta borgarinnar Lógmúla 9 • Sími: 530 2800 • Fax: 530 2820 BOSCH verkstæðið aðkeyrsia frá Háaleitisbraut BOSC

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.