Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Blaðsíða 19
18
MÁNUDAGUR 13. MARS 2000
MÁNUDAGUR 13. MARS 2000
31
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Krlstjánsson og Óli Björn Kárason
Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Rltstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyrl: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiöiun hf.
Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viömælendum fýrir viötöl viö þá eöa fýrir myndbirtingar af þeim.
Skynsemi rœður ferðinni
Skynsemi réö feröinni í kjaraviðræðum Flóabanda-
lagsins svokallaöa og Samtaka atvinnulífsins.
Einmitt þess vegna náðust samningar til lengri tíma
en áöur hefur þekkst en þó ekki fyrr en loforð frá rík-
isstjórninni um aögeröir í skattamálum lágu fyrir.
Með samningum Flóabandalagsins og atvinnurek-
enda hefur tónninn fyrir aðra hópa launamanna ver-
iö gefinn. Augljóst er aö forráðamenn atvinnulífsins
veröa aö halda vel á spööunum til aö standa undir
þeim kjarabótum sem samið hefur veriö um, án þess
aö annað láti undan. Til lengri tíma litið mun íslenskt
atvinnulíf ekki þola kauphækkanir umfram þaö sem
gerist í samkeppnislöndum nema því aðeins aö fram-
leiðni vinnuafls og fjármagns aukist verulega. Staö-
reyndin er sú aö framleiöni atvinnulífsins hér á landi
er langt frá því aö vera viðunandi og á meöan svo er
verður erfitt fyrir íslenskt atvinnulíf að vera sam-
keppnishæft um kaup og kjör. Lág framleiðni er fyrst
og fremst vegna þess aö atvinnurekendur hafa ekki
staðið sig í samanburöi viö erlenda starfsbræður sína,
þó auðvitað komi þar einnig aörar ástæður til.
Veröbólga hefur á undanförnum mánuöum veriö
langt frá því sem ásættanlegt getur talist og eins og
DV hefur margítrekað í ritstjórnargreinum veita fjár-
mál hins opinbera ekki þaö aðhald sem nauðsynlegt
er. Þetta á jafnt við um fjármál ríkisins og sveitar-
félaganna í heild, þar sem lausungar hefur gætt.
Einmitt þess vegna var og er mikilvægt aö aöilar
vinnumarkaðarins láti skynsemi ráða í samningum
um kaup og kjör næstu árin.
Auðvitað er þaö svo aö miðstýrðir kjarasamningar
eins og hér um ræöir ættu fyrir löngu að heyra sög-
unni til - vinnustaðasamningar og markaðslauna-
samningar eins og Verslunarmannafélag Reykjavík-
ur gerði fyrir nokkru eru miklu heilbrigðari leið. Um
leið og vert er að fagna að samningar Flóabandalags-
ins og atvinnurekenda séu í höfn veldur það áhyggj-
um að ekki skuli vera hægt að ganga frá kjarasamn-
ingum hér á landi, öðruvísi en að ríkissjóður komi
þar við sögu.
Það er ekki merki um heilbrigt þjóðfélag þegar
launamenn og atvinnurekendur geta ekki samið um
sín mál án þess að gera kröfur á hendur ríkissjóðs.
Slíkt bendir til að hlutur ríkisins í daglegu lífi al-
mennings sé alltof mikill og að völd og áhrif stjórn-
málamanna séu langt frá því sem ásættanlegt getur
talist í frjálsu lýðræðis- og markaðsríki.
Á hinn bóginn er gleðilegt að ríkisstjórnin skuli
ætla að draga úr beinum álögum á almenn laun, bæði
með því að hækka skattleysismörk og draga úr tekju-
tengingu bamabóta. Með því er ríkissjóður að gefa til
baka það sem oftekið hefur verið á síðustu árum og
lagst þyngst á þá sem síst skyldi. Eftir sem áður er
vandinn sá að stefnan í skattamálum verður í raun
engin, heldur einhvers konar hringlandaháttur eftir
því hvernig launamönnum og atvinnurekendum
gengur að ná saman hverju sinni og hvaða kröfur
þeir gera til ríkissjóðs. Um leið er ábyrgðin á kjara-
samningum færð frá aðilum vinnumarkaðarins til
ríkisstjórnar á hverjum tíma - stjórnmálamönnum
eru því færð völd og áhrif sem þeir eiga og mega
aldrei hafa.
Óli Björn Kárason
DV
Skoðun *
Lest til lausnar í Vatnsmýrinni?
„Með jámbrautinni vaknar því ný von um að almenn
sátt geti orðið um brotthvarf flugvallarins úr Vatns-
mýrinni og að hœgt verði að nýta það dýrmœta land-
svæði undir blómlega byggð í hjarta borgarinnar. “
Iðnrekstrarfræðingurinn
Steingrímur Ólafsson kynnti
í síðustu viku niðurstöður á
útreikningum sínum á arð-
semi járnbrautarsamgangna
milli Reykjavíkur og Kefla-
víkurflugvallar. Þar kemur
fram að uppbygging og rekst-
ur á rafmagnsknúinni jám-
braut myndi skila ágætum
arði og gæti þessi 6 milljarða
króna fjárfesting greitt sig
upp á allt að 25 árum.
Samkvæmt úttektinni er
jámbrautin raunverulegur
valkostur í samgöngumálum, þvert á
það sem áður hefur verið haldið fram.
Niðurstöður Steingrims era því afar at-
hyglisverðar og gætu markað þáttaskil
í þróun þeirrar umræðu sem nú fer
fram um framtíðarskipan samgöngu-
mála á suðvesturhominu.
Minni mengun - færri slys
Rekstur á þessari rafmagnsknúnu
járnbraut hefur ýmsa góða kosti um-
fram það að vera hagkvæmur. Þar má
fyrst telja að með tilkomu hennar yrði
stórt skref stigið í þá átt að draga úr
notkun innflutts mengandi eldsneytis
og nýta í staðinn innlenda umhverfis-
væna orkugjafa. Miðað við
hógværar áætlanir skýrslu-
höfundar um markaðshlut-
deild járnbrautarinnar má
ætla að þannig mætti spara
hátt í 1600 tonn af innfluttu
eldsneyti árlega með tilheyr-
andi minnkandi mengun.
Á hverju ári myndi sparn-
aðurinn nema tugum millj-
óna króna fyrir þjóðarbúið og
allt að 5000 tonna minnkun
yrði í mengandi útblæstri
ökutækja. Þá myndi tilkoma
járnbrautarinnar draga stór-
lega úr því mikla álagi sem fyrirsjáan-
legt er á umferðarmannvirki svæðisins
og þannig færa mikinn ávinning í
formi færri slysa, minna eignatjóns,
sparnaðar í uppbyggingu og viðhalds
umferðarmannvirkja og greiðari um-
ferðar. Hagkvæmni járnbrautarinnar
mælist því ekki eingöngu í bókhaldi
rekstraraðilans heldur viða í þjóðarbú-
inu, ekki síst ef litið er til hagsmuna
umhverfisins.
Völlurinn úr Vatnsmýrinni?
Síðast en ekki síst breytast með til-
komu járnbrautarinnar mikilvægap
forsendur í umræðunni um mögulegan
flutning Reykjavíkurflugvallar úr
Vatnsmýrinni. Hingað til hafa helstu
rök þeirra sem andmælt hafa flutningi
vallarins verið þau að bygging nýs
flugvallar væri of dýr og að flutningur
innanlandsflugsins til Keflavíkur væri
ekki mögulegur vegna fjarlægðar frá
höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt skýrslunni tæki það
járnbrautarlestina innan við 30 mínút-
ur að ferðast frá Reykjavík til Keflavík-
ur og þyrfti fargjaldið ekki að verða
hærra en 650 krónur. Slíkt ferðalag ef-
ast ég um að stoppi nokkurn mann og
því þyrftu forsendur fyrir rekstri inn-
anlandsflugs lítið að breytast við flutn-
ing þess til Keflavíkur ef járnbrautin
yrði að veruleika. Með járnbrautinni
vaknar því ný von um að almenn sátt
geti orðið um brotthvarf flugvallarins
úr Vatnsmýrinni og að hægt verði að
nýta það dýrmæta landsvæði undir
blómlega byggð í hjarta borgarinnar.
Frekari rannsóknir
í ljósi þeirra fjölmörgu kosta sem
tilurð þessarar rafknúnu járnbraut-
ar hefði í för með sér sýnist mér
einsýnt að ráðast þurfi í frekari
skoðun á verkefninu. Arðsemismat
Steingríms bendir eindregið til þess
að hér sé um raunhæfan samgöngu-
kost að ræða. Sé það raunin opnast
algerlega nýir möguleikar í sam-
göngubótum á suðvesturhomi
landsins.
Ráðherra samgöngumála hlýtur
þvi að fylgja málinu fast eftir
þannig að tryggt verði að hugmynd-
in fái fullnægjandi skoðun á kom-
andi misserum. Reykvíkingar
munu fylgjast vel með framvindu
málsins.
Fagfélög, tveir, tveir og þrír
Orkunýtni er meiri hér á landi
en hjá þeim sem koma næst,
Bandaríkjamenn. Við íslendingar
erum að nota eitthvað um áttatíu-
þúsund kílówattstundir á mann.
Það þýðir að við erum að beita afli
til að þjóna okkur miklu meira en
nokkrir aðrir.
Hiutverkaskipti
Það fylgir slíkri aflnotkun, að
mikill fjöldi manna notar afl og
ákveður að beita því. Sumt er til
neyslu og annað til framlegðar og
framleiðslu. Því fylgir þá aftur full
nauðsyn á frelsi til þess að fólk
geti tekið ákvarðanir um framlegð
og neyslu, sem er notkun á ann-
arra framlegð. Við þetta koma
hlutverkaskipti milli þess að
leggja fram og taka við. Þegar
þessi hlutverkaskipti verða víð-
tækari eftir því hversu mörgum
aflúttökum hver ræður, þá er
tímasetning og skipulag hlut-
verkaskiptanna að verða aðalat-
riði.
Til að átta sig á þessu, þá ættu
menn að telja aflúttök heima hjá
sér og af aflnotandi tækjum. Bæta
síðan því við sem er á
vinnustaðnum. Ef forrit
og visthöld (plötur, bönd
diskar, forrit og annað
sem notar afl við notkun)
er talið með, þá komast
menn í hreint ótrúlegar
tölur. Það er því komið að
því að huga alvarlega að
skiptingu tíma okkar'
vegna þessa.
Frí og vakt
Ef við lengjum dagleg-
an vinnutíma, en vinnum
Þorsteinn
Hákonarson
framkvæmdastjóri
tvo daga, eigum frí í tvo
daga og vinnum þrjá daga
aðra vikuna, en bara tvo
daga hina vikuna, þá
náum við sömu framlegð
og við höfum í dag. En við
höfum lengri samfelldan
tíma í annað, neyslu,
íþróttir, menntun eða
hvaðeina. Við það nýtast
fjárfestingar í atvinnulífi,
í opinberri eigu og einng í
almannaeigu miklu betur.
Krakkarnir væru þá til
dæmis tíu tíma á dag í
skólanum, en ættu svo frí þá daga
sem foreldrarnir eiga frí.
Það eru mjög mörg tilbrigði sem
koma upp i þessu máli og þyrfti að
reyna þetta í einhverju sveitarfé-
lagi til að skoða það nákvæmlega.
„ Við aðra tímaskiptingu fyrirfólk breytist eftirspum þess bœði að eðli og magni
með meiri frítíma. Kerfið verður að þjóna og vera þjónað. Við það verður markaður-
inn mál launafólks frekar en lúxusþjónusta fyrir hina efnuðu. “
Hagvaxtaratriöi
Við aðra tímaskiptingu fyrir
fólk breytist eftirspurn þess bæði
að eðli og magni með meiri frí-
tíma. Kerfið verður að þjóna og
vera þjónað. Við það verður mark-
aðurinn mál launafólks frekar en
lúxusþjónusta fyrir hina efnuðu.
Þaö færir í sjálfu sér launafólki
betri kjör efnahagslega.
Hins vegar er vaktakerfið leiði-
gjarnt, a.m.k. til að byrja með. Það
er þaö vegna þess að búið er að
sætta sig við annað í áratugi.
En agnúarnir sléttast smám
saman af, fólk finnur að þetta er
skárra, þótt það sé ekki gott. En
þetta þarf að hugsa í fjölda til-
brigða og er það gott ráð, að stétt-
arfélög veiti félögum sínum um-
ræðufarveg fyrir tímaskiptingar-
málið og skoði það vandlega.
Með og á móti
16 ára með uniboðsmann?
Leikmenn þurfa aðstoð Verða að sanna sig
J „Ef leikmaður
JÉ hefur möguleika
!£' á því að komast
«■88®^ að hjá erlendu
liði til þess að æfa og leika
knattspyrnu þá þarf hann á
aðstoð að halda, hvort sem
hann er 16 eða 30 ára.
Menn verða að athuga það
að þegar sest er niður til
samninga við erlend stórlið
sitja gjarnan hinum megin
borðs lögfræðingur félags-
ins ásamt 2-3 starfsmönnum
og/eða stjórnarmönnum liðsins.
Olafur
Garðarsson
FIFA-umboósmaöur
Sextán ára strákur, e.t.v.
ásamt foreldrum sínum, má
sín oft lítils þegar svo er
komið. Þá þurfa leikmenn
aðstoð frá einhverjum sem
þekkir til.
Hitt hlutverk umboðs-
manna er síðan kynning á
leikmönnum. 16 ára leik-
maður, sem hefur getu og
áhuga á því að komast að
erlendis, leitar gjarnan til
umboðsmanns til þess að
notfæra sér þau sambönd sem um-
boðsmaðurinn hefur.“
. m „Ég er algjörlega
I á móti því að 16
ára knattspyrnu-
r menn séu með
umboðsmenn. Þegar leik-
menn eru á þessum aldri
eiga þeir eingöngu að hugsa
um að komast í meistara-
flokk og standa sig þar.
Menn verða að vera búnir
að sanna sig hjá félaginu
áður en þeir fara að hugsa
um atvinnumannaferil og
milljónirnar sem þar gætu
handan hornsins. Ég tel að
Pétur
Pétursson
þjálfari KR
í knattspyrnu
leynst
það sé
ekki- hollt fyrir unga stráka
að vera með umboðsmenn
því að þá er allt eins víst að
þeir fái ranghugmyndir um
peninga og annað slíkt sem
er til staðar erlendis og nái
ekki að halda sér á jörð-
inni. Ungir knattspymu-
menn eiga fyrst og fremst
að reyna að bæta sig sem
knattspyrnumenn en láta
alla drauma um stórar fjár-
hæðir og draumalíf at-
vinnuknattspyrnumannsins bíða
betri tíma.“
Erlend knattspyrnulið eru farin að líta hýru auga til íslenskra knattspyrnumanna. Helst þurfa þeir að vera ungir og ódýrir og kjölfar þessa áhuga hefur
umboðsmönnum innan knattspyrnugeirans fjölgað. Þessir umboðsmenn hafa gert samninga við 16 ára gamla stráka og spurningin er hvort það sé rétt.
Tal um gjafa-
kvóta er rugl
„Ég segi að allt
tal um gjafakvóta
sé ragl, það var
engum gefið neitt,
sem betur fer. Að
tala um „sameign
þjóðarinnar" er
merkingarlaust í
eignarréttarlegum
skilningi og í þessu máli kemur þaö
þvi ekkert við hvort þjóðin á ein-
hverja nytjastofna - það sem skiptir
máli er það að ef hagnaður hefur
orðið óeðlilegur og ef pólitísk eða
fjármálaleg rök eru til þess, þá er
hægt að skattleggja hagnaöinn."
Siguröur Líndal lagaprófessor
í Degi 10. mars
Selur ekki KEA
„Því miður
sneri vindurinn
nú ekki þannig
hjá mér að ég léði
máls á því að
selja KEA eða
framleiðendum á
svæðinu kvótann
... Þetta umhverfi
allt saman og ósætti milli mín og
kaupfélagsins hefur mikið að segja
varðandi þessa ákvörðun mína ... Ég
sé ekki að það fyrirtæki gangi og
heldur ekki að við bændur náum að
eignast það alveg, enda er það ekki
áætlun kaupfélagsins að svo verði.“
Benedikt Hjaltason,
bóndi á Hrafnagili, í Mbl. 10. mars
Smáklíkuræði al-
þýðulýðræðisins
„Það er kald-
hæðnislegt að
„Evrópulýðræðið"
er i meginatriðum
hliðstætt smáklík-
uræði Kremlverja,
sem Austur-Evr-
ópa hefur í óða-
önn verið að losa
sig undan síðan 1989 ... Mér þykir
ekki líklegt að íslendingar vÚji búa
við öfugmælalýðræði, hvorki
smáklíku-ræði „alþýðulýðræðisins"
né heldur „Evrópulýðræðisins". Við
verðum bara að vona að engum tak-
ist að blekka okkur til þess að ánetj-
ast því með aðildarglansmynd um
óraunhæfan gróðapakka frá Brus-
sel.“
Hannes Jónsson,
fyrrv. sendiherra, í Mbl. 10. mars
Tvöföldun
Reyk j anesbrautar
Undanfarið hefur oft
orðið u.þ.b. eitt banaslys á
viku. Þetta er of mikið og
ekki tilviljun. Vegakerfið
þolir ekki lengur alla bíl-
ana sem keyptir eru fyrir
erlendu lánin. Því eru tak-
mörk sett hvað fjölga má
bílum á götunum ef það er
gert á sama tíma og ríkis-
stjómin frestar vegafram-
kvæmdum. Afleiðingamar
eru fleiri og fleiri bílslys
sem enginn ræður lengur
við og kalla má afleiðingu
af hreinu stjórnleysi. Svona gerir
maður ekki.
Bílatryggingar í dæminu
Besta dæmið og skýrasta er tvö-
foldun á Reykjanesbraut með mis-
lægum gatnamótum frá Hafnarfirði
til Keflavíkurflugvallar. Talið er að
slysum á þessari leið myndi fækka
um 75% með þessari framkvæmd.
Þarna er hægt að bjarga mörgum
mannslífum og forða öðru fólki frá
örorku og hjólastólum. Jafnvel
bílatryggingarnar myndu fljótt
hagnast um hundruð
milljóna vegna færri
bílslysa. í dag greiða bíla-
tryggingar meira en hund-
rað milljónir árlega í bæt-
ur vegna slysa á Reykja-
nesbrautinni einni. Ekki
blanda tilflnningum í
þetta. - Tölum bara um
peninga.
Kvótamenn leggi
Reykjanesbraut
Nú hefur ríkisstjórnin
ekki peninga til nauðsyn-
legra vegaframkvæmda. Samt
verðum við að tvöfalda Reykjanes-
brautina. Kvótamenn geta tvöfald-
að hana á næstu 1-2 árum og sett
mislæg gatnamót. Þá fækkar slys-
unum um 75%. Svo hafa kvóta-
menn peningana þótt ríkisstjórnin
hafi þá ekki. Enda kostar þessi
framkvæmd öll minna en þessi 3,1
milljarður sem brot af Samherja
var selt fyrir. Síðan væri greitt
veggjald til kvótamanna á Reykja-
nesbraut. Þetta er ekki svo frá-
leitt.
Ekki siðlausara en leigukvóti
Sagt hefur verið frá því nýlega í
fréttum að ýmsir vinir ríkisstjórn-
arinnar í Indónesíu hafi fengið
leyfi þar i landi til að setja veghlið
á ýmsar götur. Svo komast menn
ekki heiman frá sér og heim aftur
nema greiða „réttum" mönnum
toll eða gjald. Þetta er ekki sið-
lausara en leigukvótinn. Þar
greiðir venjulegur sjómaður leigu
til kvótamanna fyrir það eitt að
veiða fisk sem landsmenn veiddu
áður frjálst í 1000 ár þar á undan.
Það er hægt að friða fiskistofna
án þess að einn féfletti annan.
Hvað sem öllu þessu líður þá
myndi margur glaður borga
kvótamönnum vegtoll á Reykja-
nesbraut ef það gæti orðið til þess
að slysum þar myndi fækka um
75%.
Menn kæmust þá sæmilega ör-
uggir úr og í vinnu á tvöfaldri
brautinni með mislægum gatna-
mótum. Fyrst ríkisstjórnin hefur
ekki peninga til að gera þetta
verðum við að nota kvótamenn.
Og hvað er eðlilegra en það?
Lúðvík
Gizurarson
hæstaréttarlögmaóur
■e
*
„Samt verðum við að tvöfalda Reykjanesbrautina. Kvótamenn geta tvöfaldað hana
á nœstu 1-2 ámm og sett mislœg gatnamót. Þá fœkkar slysunum um 75%.“