Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Qupperneq 31
43 MÁNUDAGUR 13. MARS 2000______________________________________________ I>V Tilvera Páskar fjölskyldunnar sem gleymdi að panta fríið: Allt uppselt nema Kanarí, Krít og Karíbahafið Hefur íjölskyldan þín fengið nóg af islenska vetrinum og telur sig vera í sálarháska stadda nema hún fái mótefni við fyrsta fáanlega tækifæri? Sé svarið já við þessari spurningu er eins gott að fara að haska sér treysti menn ekki á nýtt og fyrirvaralaut hlýaldarskeið þvi nú eru nær allar pakkaferðir úr landi um páskana á vegum ís- lensku ferðaskrifstofanna uppseld- ar og slagurinn um þær síðustu hafinn. DV setti saman dæmi um ímynd- aða fimm manna fjölskyldu sem vildi nýta skólafríið um páskana sem best til að komast í utanlands- ferð. Auk foreldranna eru í þessari fjölskyldu okkar þrjú böm, tíu ára, sjö ára og eins árs. Lausleg könnun DV hefur leitt í ljós að sígildir og vinsælir staðir eins og Mallorca, Costa del Sol og Benidorm á Spáni og baðstrendur Portúgals koma ekki til greina fyr- ir þessa fjölskyldu þvi allar ferðir þangað eru uppseldar og biðlist- amir hlykkjast þegar um allar hæðir og hóla. En það er þó ekki öll nótt úti enn ... Ævintýri í Karíbahafinu Fyrir þá sem vilja mikið af frísku lofti býður Ferðaskrifstofan Atl- antik átta daga páskasiglingu um Karíbahafið. Fyrir fjölskylduna okkar kostar slík ferð 492 þúsund krónur og er þá innifalið flug til Mi- ami á Flórída og gisting þar í eina nótt áður en lagt er úr höfn auk þess sem fullt fæði um borð fylgir. Farkosturinn er hið glæsilega og 311 metra langa „Voyager of the Seas“, sem borið getur 3114 farþega. Fjölskylda á faraldsfæti Ætti það geti ekki flestir hugsað sér aö bæta viö sig enn einum degi á ströndinni í Karíbahafinu. „í skipinu fær fjölskyldan íbúð með tveimur svefnherbergjum og við skráum eldri börnin í bama- og unglingaklúbbinn um borð. Fjöl- breytt dagskrá er í boði á hverjum degi fyrir börn og fullorðna," segir Margrét Karlsdóttir hjá Atlantik. 30 þægilegar gráöur Uppselt er í nær allar ferðir Plús- ferða og mjög langir biðlistar í upp- seldu ferðimar að sögn Sigurrósar Pálsdóttur. Þó er laus enn vikuferð til Krítar miðvikudaginn 19. apríl. í boði er tveggja stjörnu íbúðahótelið Hermes á ströndinni Kato Stalos ná- lægt borginni Chania. Fjölskyldan fengi íbúð með tveimur svefnher- bergjum. „Hermes er ágætishótel, snyrtilegt og einfalt og þar er mjög gott andrúmsloft," segir Sigurrós og bætir við að á Krít sé meðalhitinn 22 gráður í apríl. Fyrir þessa ferð þyrfti fjölskyldan okkar að borga 203 þúsund krónur. Hjá Heimsferðum var orðiö full- bókað í ferðir til Costa del Sol og Benidorm fyrir um mánuði þó enn geti fólk fengiö sig skráð á biðlista að sögn Hildar Gylfadóttur. Hins vegar er fjölskyldan okkar enn ekki of sein til að tryggja sér tveggja vikna ferð til Kanaríeyja sunnudaginn 16. apríl en Heimsferð- ir eiga enga ferð sem stendur yfir einmitt þann tíma sem páskafriið í skólunum varir. Gistingin sem býðst er tveggja herbergja íbúð í Tanife-íbúðahótelinu á Ensku ströndinni. Að sögn Hildar má bú- ast við að lofthiti verði 30 þægilegar gráður á þessum tíma. Ferðin kost- ar tæpar 247 þúsund krónur fyrir alla fjölskylduna. Stórborgir enn í boöi Sölumaður hjá Úrvali-Útsýn upp- lýsti að allar páskaferðir fyrirtækis- ins hefðu selst upp í byrjun febrúar. Úrval-Útsýn bauð ferðir til Mall- orca, Portúgals og Krítar en fjöl- skyldan okkar er of sein á sér og kemst ekki meö. Sama gildir um Samvinnuferðir- Landsýn sem buðu páskaferðir til Benidorm, Mallorca og Portúgals auk golfferðar til Albir á Spáni sem nú eru allar uppseldar, að því er fékkst upplýst hjá söluaðila. Komist íjölskyldan ekki í pakka- ferð getur hún skipulagt ferðalag á eigin spýtur. Til dæmis munu enn vera fáanleg sæti til allra áfanga- staða Flugleiða um páskana. Sem dæmi myndi kosta 96 þúsund krón- ur fyrir fjölskylduna að fljúga til London. Hún þyrfti þá að vera í að minnsta kosti eina viku úti en lengst í tvær vikur og ætti þá eftir að velja og greiða fyrir gistingu. -GAR \ i y 1 ; 1 Síðasta útsöluvika Úrval fermingargjafa Handofin rúmteppi, tveir pú&ar fyigja. H Ekta sí&ir pelsar fró kr. 95.000 Síðir le&urfrakkar Handunnin húsgögn, 20% afsl. Arshótíðar- og rermingardress ^ Handunnar gjafavörur J|| - op» Sigurstjarnan virka daga 11-18, í bláu húsi við Fákafen. laugard. 11-15 Sími 588 4545. AÐALFUMDUR 2000 Aðalfundur Skeljungs hf. veröur haldinn þriðju- daginn 14. mars 2000 í Gullteigi á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, og hefst fundurinn kl. 15.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 17. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, tillögur og reikningar félagsins liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn eru afhent á aðalskrifstofu félagsins, að Suöurlandsbraut 4, 5. hæð, frá og með hádegi 6. mars til hádegis á fundardag, en eftir þaö á fundarstað. Að loknum aöalfundarstörfum verður móttaka fyrir hluthafa í Setrinu á sama stað. www.shell.is Impreza GL 1600, 5 d., árg. 1993, hvítur, ek. 59 þ. km, bsk. V. 680 þ. Mazda E2200 dísil, 5 d„ skr. 06.97, hvítur, ek. 156 þ. km, bsk., vsk-bíll. V. 930 þ. Volvo S40 1800Í, 4 d„ skr. 06.98, grænn, ek. 41 þ. km, bsk. V. 1.670 þ. VW Golf 1600 Comfort, 5 d„ skr. 09.98, siifurl., ek. 25 þ. km, bsk„ spoiler, 16" álf. o.fl V. 1.460 þ. Ath.100% lán. Peugeot 206 XR 1400, 5 d„ skr. 05.99, rauður, ek. 8 þ. km, bsk„ álf„ spoiler. V. 1.190 þ. Mjög gott úrval bíla og . . f BÍLASAUNNj vélsleða á skrá og á staðnum j*flÖ/líllf g/ff, B í L A S A L A Tryggvabraut 14, 600 Akureyri 461 3020-461 3019 OPH) VIRKA DAGA FRA KL.10-12 OG 13-18 LAUGARDAGA FRÁ KL.13-1G. MMC Pajero V6 3000, 5 d„ árg. 1993, silfurl., ek. 147 þ. km, ssk„ sóll., álf. V. 1.680 þ. LR Defender D-C 2500 DTI, 4 d„ skr. 10.97, hvítur, ek. 63 þ. km, bsk„ 33“, vsk-bíll. V. 2.400 þ. r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.