Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 Frettir DV Landbúnaðarráðherra á stórættaðan fola fyrir austan: Guðni er hreykinn af hestsefninu Skelfílegt ástand Skelfilegt ástand ríkir á leigumark- aðnum á höfuð- borgarsvæðinu að sögn Jóns frá Pálmholti, for- manns Leigjenda- samtakanna. Framboð á íbúðum er afar lítið og leiga mjög há. Al- geng leiga fyrir þriggja herbergja íbúð er 70 þúsund krónur á mán- uði. Stór og stæðilegur jarpur foli stendur í hesthúsi á Selfossi og bíö- ur þess að verða taminn svo að eig- andinn geti farið að setjast á bak. Sá sem á folann, sem er á 5. vetri, er Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra. Guðni hefur skipað sér í framvarðarsveit um íslenska hest- inn. Það var því nokkuð forvitni- legt að sjá reiðhestsefnið hans. Folinn jarpi hefur hlotið nafnið Júlí af því að hann er kastaður 12. júlí. Auk hans eiga þau hjónin Guðni og Margrét hryssuna sem hann er undan. Hann er ekki af dónalegum ættum, undan Þorra Orrasyni frá Þúfu og Skvísu, sem er undan Höfða-Gusti. Skvísa er undan Stóru-Rauð frá Þorláki í Eyjarhólum, þeim þekkta hesta- manni. Jóhann, bróðir Guðna, hefur það verk með höndum að temja folann. Þegar DV-menn komu viö í hest- húsahverfinu var Jóhann að „lónsera" hann. Júlí skokkaði létti- lega hring eftir hring og var tregur til að stoppa þegar Jóhann gaf hon- um bendingu. Nú bar eigandann að sem var greinilega nokkuð hreykinn af hestsefninu sinu og fús til að stilla sér upp til myndatöku. Guðni sagð- ist hafa farið á hestbak frá því að hann var barn. „Það er alltof sjald- an sem ég kemst á bak,“ sagði hann og bætti við: „En þeir bjóða Folinn Júlí hugar að eiganda sínum ■ Hann er kannski með það í huga hvort hann græði eitthvaö á þessari heimsókn, t.d. brauömola. Málræktars j óöur: Úthlutað í sjötta sinn Styrkjum úr Málræktarsjóöi var úthlutað í sjötta sinn á dög- unum en auglýst var eftir um- sóknum í desember síðastliðnum. Alls bárust 16 umsóknir um styrki upp á samtals 14,5 milljón- ir króna en til úthlutunar voru 3,3 milljónir. Stofnun Sigurðar Nordals fékk 500.000 króna styrk til að útbúa margmiðlunarefni fyrir byrjendur í Islensku. Is- lenska málfræðifélagið fékk 400.000 krónur til að vinna að málfræðiorðasafni, Ónæmis- fræðifélag íslands 400.000 til söfn- unar íðorða í ónæmisfræði og Mál og menning 500.000 til að halda áfram vinnu við íðorðaþátt íslenskrar orðabókar. Þá fékk ís- lensk málstöð 1,5 milljónir til að vinna að iðorðasafni í þýðingar- fræði, kryddorðasafni og til út- gáfu bókarinnar Islensk heiti á ýmsum táknum. Gert er ráð fyrir að auglýsa aftur eftir umsóknum 1. desember næstkomandi. -hdm farið á bak Ráðherra-Jarpi í fyrsta skipti DV-MYNDIR GVA Eigandinn fylgist spenntur með Jóhann, bróðir Guöna, kominn á bak fotanum í tyrsta skipti inni í hesthúsi. mér stundum á bak strákamir, bræður mínir, sem eru mikið hér í hestamennsku. Svo fór ég I mikla víkingaferö í sumar um Flóamanna- og Hruna- mannaafrétt með hjónunum á Húsatóftum á Skeiðum. Þau eru með ferðamannaþjónustu og fara inn á afrétt. Þetta var stórkostleg þriggja daga ferð. Það er hreint ævintýri að fara á góðum hestum inn á hálendið." Jóhann hafði laumað hnakk á þann jarpa meðan eigandinn spjall- aði við DV-menn. Folinn tók því ekki illa, var þó kvikur og spark- aði þó undir kviö meðan veriö var aö gyrða hann. Síðan steig tamn- ingamaðurinn á bak - í fyrsta skipti. Guðni var alveg á því að sá jarpi ætti að geta borið sig. „Hann er stór og sterkur," sagði hann ánægður. „Ég fer á bak honum þegar tamningamaðurinn segir að Hesturinn er yndisleg vera „ Gefur mikla möguieika og veitir mörgum unað, “ segir Guðni Ágústsson. það sé óhætt. Það gæti orðið í sum- ar.“ Verndari kýrinnar „Þetta eru heilmikil tímamót í ís- lenskri hestamennsku, hestamið- stöð íslands, samningarnir við heildarsamtökin og svo núna síðast þetta hlutverk hestamanna og hests- ins við móttöku erlendra gesta,“ sagði Guðni þegar talið barst að hestamennsku almennt. „íslenskir reiðmenn eru orðnir fremstu reið- menn í hciminum. Þjóöverjinn er of mikið í hemaðinum. íslendingar hafa í huga að þetta eru lifandi skepnur og hafa náð góðum árangri í reiðmennsku." Þegar Guðni var spurður af hverju íslenski hesturinn væri hon- um svo hugleikinn sem raun bæri vitni umfram önnur dýr, sagði Guðni að sauðkindin væri það einnig. „Og svo er ég sagður vernd- ari kýrinnar," bætti hann við bros- andi. „En hesturinn er yndisleg verá, gefur mikla möguleika og veit- if mörgum unað.“ -JSS Arnar á Skagaströnd kom úr risatúr í morgun með 140 milljóna verðmæti: Náttúrlega heppni að lenda í þessu helvíti - segir Árni Sigurðsson, glaður karl í brúnni DV, SKAGASTRÓND: „Þetta er rosalega gaman þegar svona gengur. Þetta er náttúrlega heppni að lenda í þessu helvíti en maður á náttúrlega ekki að bölva þegar gengur svona vel. Við vorum að veiðum allan tímann á Aust- íjarðamiðum og þrátt fyrir bölvaðar brælur gátum við verið að allan túr- inn nema hálfan annan sólarhring sem við þurfum að „slóa“. Við vor- um náttúrlega að veiða verðmætar tegundir, þorsk og grálúðu, og höf- um góðar heimildir í þær. Tókum þarna 500 tonn af þorski og það eru ekki ailir sem geta leyft sér það,“ segir Árni Sigurðsson, karlinn í brúnni á Arnari, en aflinn í þessum túr var 670-80 tonn upp úr sjó. Frystitogarninn Arnar kom til heimahafnar á Skagaströnd í morg- un, þriðjudag, úr mettúr. Skipið er með um 140 milljóna aflaverðmæti og er það talsvert meira en nokkurt annað frystiskip hefur komið með af íslandsmiðum. Samherjaskipið Baldvin Þor- steinsson kom með rúmlega 126 milljónir á liðnu hausti og fannst þá mörgum nóg um, en áhöfn Skagastrandar-Arnars hefur átt sérstöku láni að fagna síð- ustu misserin. Túrinn á undan var skipið með 108 milljóna verðmæti og á síðasta ári voru túramir fjórir sem fóru yfir 100 milljónimar, og yfir milljarðinn voru Amarsmenn komnir fyrir skötuveisluna á Þor- láksmessu. I morgun voru 33 dagar frá því Arnar lét úr höfn og voru aflaverð- mætin því að meðaltali 4,3 milljónir á sólarhring. Árni sagði að veiðin hefði verið nokkuð jöfn, engir stórir toppar. Hásetahluturinn er góður úr túrnum, eða um 1.300 þúsund. „Já, strákarnir eru vel að því komnir. Þetta eru algjörir jámkarlar sem ég er með hérna um borð, gera allt sem þeir eru beðnir um, og það gera kannski ekki allir sér grein fyrir þvi hvaða vinna liggur að baki því að vinna tæp 700 tonn í haugabrælu úti á sjó.“ - En hvað gera menn nú í tilefhi dagsins? „Ja, þaö er svo sem lítið umfram það venjulega en ég á þó von á því að við skálum saman í kampavíni, félagarnir. Síðan skemmir það ekki hjá okkur að Skagstrendingur er núna að birta betri afkomutölur en nokkum tíma hafa þekkst í sögu fyrirtækisins," segir Árni Sigurðsson, skipstjóri á Amari. ÞÁ. Arni Sigurösson. Kosið í vor Sveitarstjórnir Búðahrepps, Fá- skrúðsfjarðarhrepps, Stöðvar- hrepps og Breiðdalshrepps hafa ákveðið að kosningar muni fara fram um sameiningu í vor. Bylgj- an greindi frá. Þorskstofninn Þau mistök urðu við vinnslu fréttar í DV í gær að rangt var haft eftir Árna Mathiesen sjávarút- vegsráðherra. Á hádegisverðar- fundi á Sauðárkróki á miðvikudag sagði Árni að vonast sé til að hægt verði aö byggja upp þorskstofninn þannig. að hægt verði að sækja 350.000 tonn í hann árlega og leið- réttist þetta hér með. Úttekt á áfengisauglýsingum Ríkislögreglustjóri hefur skipað vinnuhóp til að gera úttekt á brot- um á þeirri grein áfengislaga frá 1998 sem sem fjallar um bann við áfengisauglýsingum og gera tillög- ur um viðbrögð við slíkum brot- um. Dagur greindi frá. Lokað fyrir viðskipti deCode Genetics, móðurfélag ÍE, sendir á næstimni hluthöfum bréf þar sem minnt er á að lokað verði fyrir viðskipti með bréf í félaginu hér á landi í sex mánuði _ i þess á bandarísk- um hlutabréfamarkaði. RÚV greindi frá. Forsetakjör í júní Kjör forseta íslands mun fara fram laugardaginn 24. júní nk. samkvæmt auglýsingu forsætis- ráðuneytisins. Framboðum til for- setakjörs skal skila til dómsmála- ráðuneytis í síðasta lagi fimm vik- um fyrir kjördag ásamt samþykki forsetaefnis, 1500-3000 meðmæl- endum og vottorðum yfirkjör- stjóma um að þeir séu kosninga- bærir. Kæra forsætisráðherra? Framkvæmda- stjóm Öryrkja- bandalagsins kem- ur saman í dag til að fjalla um ásak- anir forsætisráð- herra á hendur for- manns bandalags- ins um pólitíska misnotkun á fé þess. Til greina kemur að kæra forsætisráðherra vegna ummælanna segir Gísli Helgason, gjaldkeri ÖBÍ. Sjónvarp- ið greindi frá. Þyrla sótti slasaðan mann Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann til Patreks- fjarðar í gær, en maðurinn hafði slasast um borð í skipi þar sem unnið var að uppskipun. Um 700 lítra fiskikar féll niður í lest skipsins, á annað kar þar og síðan á manninn. Hann reyndist beinbrotinn og leitaði lögreglan á staðnum aðstoðar Landhelgisgæsl- unnar. Þyrlan fór í loftið frá Reykjavík kl. 16.51 og lenti í Reykjavík að nýju með manninn klukkan 19.26. -hdm/gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.