Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 11 DV Fréttir DV+1YND DANÍEL ÓLAFSSON Byrjað á blokk Þessi mynd var tekin af fyrstu framkvæmdum viö nýja fjölbýlishúsiö á Akranesi, á sex hæöum, en fram til þessa hafa menn oftast byggt lægra og þetta er fyrsta fjölbýlishúsiö sem rís á Skaganum í næstum tvo áratugi. Loksins fjölbýli á Skaganum - breyttar þarfir og kröfur í kjölfar íbúafjölgunar DV. AKRANESI:_________________________ Framkvæmdir eru hafnar við bygg- ingu sex hæða fjölbýlishúss við Jaðars- braut 25 á Akranesi. í húsinu verða 22 íbúðir. Óvenjulegt er að svo stór fjöl- býlishús rísi á Akranesi. Það er Tré- smiðjan Akur ehf. á Akranesi sem byggir húsið en það fyrirtæki hefúr starfað i 40 ár og hefúr verið leiðandi í byggingariðnaði á Akranesi. Bygging fjölbýlishúsa hefur í gegn- um tíðina verið snar þáttur í starfsemi fyrirtækisins og er þetta tólfta fjölbýl- ishúsið sem það byggir. Mikiil eftir- spum hefur verið eftir blokkaríbúðum í kjölfar íbúafjölgunar á Akranesi enda hefur ekki verið byggt fjölbýlishús á annan áratug. Nýja fjölbýlishúsið er skammt frá miðbæ Akraness og er stutt í alla al- menna þjónustu. Skóli og íþróttahús eru i næsta nágrenni. Frábært útsýni til allra átta verður frá húsinu austur að Akrafjalli og Esjunni, til vesturs að Snæfellsjökli og suður yfir Faxaflóann til Reykjavíkur. Verð íbúðanna er mismunandi, 3 herbergja 97,8 fermetra íbúð á fyrstu hæð kostar 11,5 miiljónir en á þeirri sjöttu 12,3 milljónir, 4 herbergja 127 fm íbúð kostar á annarri hæð 13,8 m.kr. og á þeirri sjöttu 14,4 m.kr. -DVÓ [ | 111111 |i 1 1 II liill iiiliiiiii I llp ■ lililf III 1 t t II íf -iJ EE intTinffrlf Ffiir J: t LL ~l_j LE ii I -1 EC 11 r i 1 11 1 [| Svona veröur það Þannig kemur suövesturhliö nýja fjölbýlisshússins að líta út samkvæmt teikn- ingu Magnúsar Ólafssonar. Verkalýðsfélagið Báran-Þór: Meinum það sem við segjum „Með því að samþykkja boðun verkfalls sýnum við fram á að við ætlum okkur að fylgja fast eftir þeirri kröfú okkar að fólkinu á lægstu laun- unum verði sýnd sú virðing sem það á skilið,“ segir í áskorun almenns fé- lagsfundar verkalýðsfélagsins Bár- unnar-Þórs sem haldinn var á Sel- fossi nýlega. Fundurinn skorar á verkafólk um allt land að taka þátt í atkvæðagreiðslu félaga Verkamanna- sambands íslands og Landssambands iðnverkafólks um boðun allsheijar- verkfalls frá og með 30. mars næst- komandi. “Það er komið að þeirri stund að við verðum að sýna samstöðu um okkar rétt. Við verðum að sýna fram á að við meinum það sem við segjum þegar við forum fram á leiðréttingu launa okkar,“ segir í áskoruninni. -JBP Grjóthálsi 1 • Sími söludeildar 575 1210 www.bl.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.