Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 13 DV Útlönd Bílstjóri fyrrverandi Frakklandsforseta í bók sinni: Mitterrand var losta- fenginn kynlífssælkeri Fyrrverandi forseti Frakklands, Frangois Mitterrand, var kynlífsnautnaseggur sem stundum heimsótti þrjár ástkonur sama daginn. Þetta fullyrðir bílstjóri hans til margra ára í nýrri bók. Bílstjórinn, Pierre Tourlier, ók Mitterrand þegar hann var forseti á árunum 1981 til 1995. I bók sinni segir Tourlier að yfirmaður hans hafi verið ákaflega afbrýðisamur maður sem hafi tilbeðið Mazarine dóttur sína. „Stundum kom hann mér á óvart. Ég vil ganga svo langt að segja að hann hafi slitið mér út. Samkvæmt honum sjálfum voru þessi kvöld með ástkonunum skipulögð eins og matseðill með forrétti, aðalrétti og eftirrétti," greinir bílstjórinn frá í bókinni. Hann bætir því við að það hafi verið óvenjulegt ef forsetinn Óður í kynlíf Mitterrand heimsótti stundum þrjár ástkonur sama kvöldið. heimsótti sömu konuna oftar en tvisvar til þrisvar sinnum. Bílstjórinn getur þess að Mitterrand hafi eitt sinn farið í næturheimsókn til drottningar sem var i opinberri heimsókn í París ásamt manni sínum. Drottningin er ekki nafngreind. Næturheimsókninni lýsti forsetinn sem „eingöngu hátíðar- og menningarfundi". Þrátt fyrir mikla fíkn til kvenna var forsetinn kyrr í hjónabandi sínu og Danielle sem hann átti tvo syni með. Hann var einnig áfram í fóstu sambandi við Anne Pingeot sem hann eignaðist dótturina Mazarine með. „Mestum hluta einkalífs síns varði hann með Mazarine og Anne. Fran?ois tilbað dóttur sína,“ skrifar bilstjórinn. Þó það hafi lengi verið opinbert leyndarmál meðal franskra blaðamanna nefndi enginn tilvist dóttur Mitterrands opinberlega fyrr en árið 1994 þegar hún varð 20 ára. Mitterrand lést tveimur árum seinna af völdum krabbameins. Fjöldi fyrrverandi vina forsetans, samstarfsmanna og undirmanna hefur í bókum afhjúpað ýmislegt neikvætt um hinn látna forseta. Tourlier þykir draga á margan hátt hlýlega mynd af fyrrverandi yfirmanni sinum en segir jafnframt að þessi „Don Juan hafi verið skelfilega afbrýðisamur og það hafi gert hann bæði vondan og árásargjarnan, ekki bara í garð kvenna". Mazarine, dóttir Mitterrands, varði nýlega minningu fóður síns í frönskum fjölmiðlum. Sætir litlir grísir Þetta eru ekkert venjulegir grísir, heldur einræktuð eintök sem breskt fyrirtæki kynnti í gær. Bretar klóna litla grislínga Breskt lyfja- og líftæknifyrir- tæki, PPL Therapeutics, hefur orðið fyrst til þess að klóna svín. Fyrirtæki þetta átti þátt í að klóna, eða einrækta, kindina Dolly fyrir nokkrum árum. Fimm klónaðir grísir komu í heiminn og voru þeim gefin nöfn- in Millie, Christa, Alexis, Carrel og Dotcom. Tilkoma þeirra er tal- in geta verið fyrirboði nýrra tíma í ígræðslu líffæra úr dýrum í menn. Mikill fjöldi fólks um heim all- an bíður eftir að fá ný líffæri, svo sem lifur, nýru og hjörtu. Vís- indamenn telja að svín geti, með aðstoð erfðatækninnar, leyst úr þessum vanda, enda líffæri svína að svipaðri stærð og liffæri manna. Forráðamenn fyrirtækis- ins gera sér vonir um að geta haf- ið tilraunir með ígræðslu líffæra úr svinum á næstu fjórum árum. Til að koma í veg fyrir höfnun líf- færanna verða svínin ræktuð án ákveðins gens sem talið er eiga þar hlut að máli. Misheppnuð flugskeytaárás skæruliöa í Medellin Að minnsta kosti tveir óbreyttir borgarar týndu lífí og fjórtán aðrir særðust mikið þegar skæruliðar marxista reyndu að skjóta heimagerðum flugskeytum inn í herbúðir í borginni Medellin í Kólumbíu í gær. Svo virðist sem sprengjurnar hafi sprungið áður en hægt var að skjóta þeim inn í herbúöirnar, með fyrrgreindum afieiðingum. Vísindln heiðruð 6/7/ Clinton Bandaríkjaforseti heiör- aði vísindamenn fyrir vel unnin störf við athöfn í Hvíta húsinu í gær. Clinton og Blair: Frjáls aðgangur að genamenginu Vísindamenn um allan heim ættu að hafa frjálsan aðgang að rann- sóknum sem miða að því að kort- leggja genamengi mannsins. Þetta sögðu þeir Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í sam- eiginlegri yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í gær. Leiðtogarnir sögðu að rannsóknir á genameng- inu væru einhverjar þær mikilvæg- ustu frá upphafi vega. Clinton og Blair sáu ástæðu til að gefa út yfirlýsingu sína eftir að bandarískt fyrirtæki, Celera Gen- omics, sem vinnur að kortlagningu genamengisins lýsti yfir áhyggjum sínum af því að þurfa að deila rann- sóknarniðurstöðum sínum meö öðr- um því þá gætu keppinautarnir nýtt sér þær. Celera er eitt margra fyrir- tækja sem ætla að fá einkaleyfi á genum mEmnsins. Flóttamaður Elf á Filippseyjum Frönsk yfirvöld telja víst að Al- fred Sirven, fyrrum háttsettur starfsmaður olíufélagsins Elf- Aquitaine, sé í felum á Filippseyj- um. Leit að honum er þegar hafin. Sirven, sem hefur verið á flótta undan réttvísinni frá árinu 1997, er grunaður um að hafa gegnt lykil- hlutverki í mútuhneyksli sem olíu- félagið var flækt í á tíunda áratugn- um. Stjórnvöld á Filippseyjum hafa lýst sig fús til samstarfs. í gerð einangrunarglers fyrir íslenskar aðstæður. Glerborgargler er framleitt undir gæðaeftirliti Rannsóknastofhunar byggingariðnaðarins. GLERBORG Dakhrauni 5 220 Hafnarfirði Sími 565 OOOO AEG RYKSUGUR A TI1B0ÐI Pakki af ryksugupokum ,,, fylgir með i kaupbæti jfi Vamperino SX 1.300 W Fimmfalt filterkerfi Tveir fylgihlutir m BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is Pakki af ryksugupokum ^ fylgir með í kaupbæti Vamperino 920 • 1.300 W Lengjanlegt sogrör fimmfalt filterkerfi Þrírfylgihlutir Pakki af ryksugupokum fylgir með i kaupbæti Vampyr 5020 Ný, orkusparandi vél Sogkraftur 1.300 W Rmmfalt filterkerfi Tveir fylgihlutir -i.it V-’J Pakki af ryksugupokum fylgir með í kaupbæti CE-P0WER • Ný, kraftmikil ryksuga í sportlegri tösku Sogkraftur 1.600 W» Lengjanlegt sogrör Rmmfalt filterkerfi • Tveir fylgihlutir Ein fJá'ðh'f UMBOÐSMENN Vesturland: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgflrðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarflrði. Ásubúð, Búðardal. VestfirðiR Geirseyrarbúðin, i Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvlk. Straumur, isafirði. Pokahornið, Tálknafirði. Norðurland: Radionaust, Akureyri. Kf. Steingrlmsfjarðai; Hólmavik. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnafirðinga, Vopnafirði. Kf. Stöðfirðinga. Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn, KASK Djúpavogi. Suðuriand: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Klakkur, Vík. Reykjanes: Ljósbogin Keflavík. Rafborg, Grindavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.