Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Síða 26
34 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 Tilvera I>V * í t > Friðrik prins bordaði ísbjörn Friðrik Danaprins er sannkall- að ofurmenni. Ekki einasta þrammar hann um ísauðnir Grænlands með nokkrum félög- um sínum heldur er hann farinn að leggja sér ísbjamarkjöt til munns. Það gerðist fyrir stuttu, i 36 stiga gaddi. Grænlenskir veiðimenn skutu bangsa og mat- reiddu fyrir hans konunglegu hátign. Friðrik hefur hins vegar ekkert látið hafa eftir sér um hvemig ísbjarnarsúpan bragðað- ist, að því er danska blaðið Billed Bladet greinir frá. Ekki leikur þó vafi á að hann fékk næga orku úr matnum. Ekki veitir nú sjálfsagt af. Jackson hættir viö Varsjárf erö Fölleiti popparinn Michael Jackson hefur aflýst fyrirhug- aðri heimsókn sinni tÚ pólsku höfuðborgarinnar Varsjár. Ástæðan mun vera sú að viðræð- ur um að byggja skemmtigarö þama austur frá fóru út um þúf- ur. En eins og allir vita er Jackson mikill aðdáandi skemmtigarða og annars sem börn hafa gaman af en fullorðn- ir helst ekki. Michael er þó ekki búinn að gefa upp alla von enn og vonandi rætast óskir hans. Mikkinn vill leika við Kötu Michael Douglas vill ólmur leika á móti unnustunni, Catherine Zetu Jones, í væntan- legri kvikmynd, Traffic, sem fjallar um hörkulegan heim fíkniefnasmygls. í þessu tilviki er um að ræða smygl á heróíni og kókaíni til Bandaríkjanna frá Mexíkó. Ef af verður koma skötuhjúin þó til með að vera hvort í sínu liðinu. Michael leik- ur yfirmann baráttunnar gegn fíkniefnum en Katazeta leikur blóðþyrsta eiginkonu helsta fikniefnabarónsins. Idag er útgáfudagur á geisla- plötu með tónlistinni úr Englum alheimsins en óhætt er að segja að sjaldan eða aldrei hafi íslensk kvikmyndatónlist vak- ið jafnmikla athygli og hrifningu. Á plötunni er að finna kvikmynda- tónlist Hilmars Arnar Hilmarsson ásamt lögum með Sigurrós. Um er að ræða einstaklega heilsteypta plötu þar sem kvikmyndatónlist Hilmars Amar rennur vel saman við áhrifamikinn og tilfinninga- þrunginn flutning Sigurrósar, meöal annars á Bíum bíum bambaló. Hilmar Örn Hilmarsson er þekktasta kvikmyndatónskáld okkar íslendinga og hefur á síð- ustu árum lítið sem ekkert gert af því að koma fram opinberlega, heldur sig í upptökuverum þar sem hann kann best við sig. Hann ætlar að bregða út af vananum og koma fram á tónleikum sem haldnir eru í tilefni útgáfu plöt- unnar i Menntskólanum við Sund í kvöld: „Þetta veröur alveg ný reynsla fyrir mig.“ segir Hilmar Örn. „Eins og gefur að skilja er ekki hægt að flytja tónlistina eins og hún heyrist í kvikmyndinni, þá þyrfti íjölda hljóðfæraleikara með mér. Það sem ég mun gera er að flytja tónlistina á einfaldan hátt. Með mér kemur fram Einar Már Guðmundsson og mun hann flytja við tónlistina texta úr Englum al- heimsins. Sigurrós mun svo bland- ast inn í okkar flutning og taka siðan við.“ Mikill aðdáandi Sigurrósar Hilmar Örn hefur samið tónlist við myndir Friðriks áður, meðal annars við Börn náttúrunnar og er samstarf þeirra orðið langt og far- sælt: „Það var eiginlega Friðrik sem átti þá frábæru hugmynd að fá Sigurrós til að vera með í tón- listinni við Engla alheimsins og það þurfti ekki að sannfæra mig um ágæti þeirrar hugmyndar. Ég er einn helsti aðdáandi Sigurrósar og tel það sem hún er að gera eitt- hvað það mest spennandi í músík, ekki bara hér á landi heldur í öll- um heiminum og það lá fyrir að þessi stemning og áferð sem þeir skapa í tónlist sinni myndi henta mjög vel í myndina eins og komið hefur fram. Það liggur við að ég segi að tónlist þeirra í myndinni komi beint úr himnaríki." Hilmar Örn segir það skelfilega tilhugsun að koma fram opinber- lega: „Ég hef ekki komið fram i sjö ár. Minn staður er stúdióið og þar Gæti vel hugsað mér að starfa með John Woo - segir Hilmar Örn Hilmarsson sem kemur fram á tónleikum í kvöld vil ég vera og ég dauðsé eftir að hafa samþykkt að koma fram á tónleikunum í kvöld.“ Hilmar Örn Hilmarsson er fyrsta og eina tónskáld okkar ís- lendinga sem eingöngu vinnur við gerð kvikmyndatónlistar: „Ég hef ekki gert neitt annað í mörg ár. Auk tónlistarinnar við Engla al- heimsins hef ég á síðasta ári samið tónlist við Ungfrúna góðu og Húsið, færeysku myndina Bye, Bye Bluebird, sem vann til verð- launa fyrir stuttu, og seint á síð- asta ári samdi ég tónlist við finnska kvikmynd sem heitir Geography of Fear. Þessa stundina er ég að vísu ekki að vinna að kvikmyndatónlist heldur er ég að vinna með Einari Emi Benedikts- syni og Sigtryggi Baldurssyni að plötu. Við lögðum upp með að gera danshæfa tónlist en það er aldrei að vita hvar við endum.“ Ættjöröin togaði í mig Hilmar Örn bjó í Danmörku í fimm ár en ákvað að koma heim síð- astliðið haust: „Það má segja að ætt- jörðin hafi togað í mig í dálítinn tíma: Ég var í raun kominn í góða stöðu í Danmörku þar sem ég hafði nóg að gera og var í góðum sam- böndum og þó ég sé kominn heim þá held ég þeim samböndum, það eru vissir leikstjórar sem ég hef unnið með og mun vinna með áfram. Þeg- ar ég fór utan var allt umhverfi til starfa í stúdói nánast á frumstigi hér á landi miðað við hvað var í boði ytra. Með aukinni tækni og sér- staklega tölvunni hefur þetta allt breyst hér á landi og er ég með betri aðstöðu heima hjá mér en hægt var að finna fyrir svona sjö árum og svo er Kjartan Kjartansson með eitt besta hljóðver sem hægt er að hugsa sér.“ Hilmar Öm er orðinn þekkt kvik- myndatónskáld í Evrópu, en gæti hann hugsað sér að vinna í banda- rískum kvikmyndum: „Jú, það gæti orðið spennandi, en ég hef ekkert sérstaklega verið að hugsa um það. Það hafa komið fyrirspumir og get ég nefnt sem dæmi að John Woo hafði áhuga á samstarfi við mig en á þeim tíma gekk það ekki upp, en ég væri meira en til í að vinna með honum, ég er mikill aðdáandi Hong Kong hasarmynda og þar hefur eng- inn gert betur en Woo svo það er aldrei að vita nema ég stykki um borð hjá honum ef aðstæður bjóða upp á það.' -HK Robbie í gröfina Bretar vilja ekki lengur láta leika sorg- armarsa viö útfarir sínar. Helst vilja þeir verða lagðir til hinstu hvílu við tóna Robbies Williams, nánar tiltekið lagiö Angels. Sumir hafa tekið fram að þeir vilja láta leika lag Celine Dion, My Heart Will Go on, úr kvikmyndinni Titanic. Enn aðrir vilja láta leika lag Frank Sinatras, My Way, eða lag Bette Englasöngur Bretar vilja láta teika lag Robbies Williams, Angels, viö jaröarfarir. Midler, Wind beneath My Wings, að því er kemur fremur fram á vefsíðunni Dotmusic. Þeim, sem vilja láta leika popplög við jarð- arfarir sínar hefur fjölgað mjög eftir and- lát Díönu prinsessu árið 1997. Við útför- hennar lék Elton John sérstaka útsetningu af laginu sínu, Candle in the Wind, með heitinu Goodby England’s Rose. Vöknaði þá mörgum Englendingn- um um augu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.