Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Qupperneq 28
36 MIÐVKUDAGUR 15. MARS 2000 Tilvera DV í f iö Zj t i r< V 1 N N IJ Jagúar á Gauknum Fönkiö á Gauknum veröur það mikið að fólk mun ferðast í tíma og rúmi en samt sitja kjurt. Stórhljómsveitin Jagúar mun sjá fyrir framandi tónum og ekki slá af fyrr en veraldarsagan hef- ur verið skoðuð á sem flestan hátt. Klúbbar ■ 360- A VEITINGAHÚSINU 22 Neöanjaröar- techno mun flæða um 22 á Laugarvegi 22, í kvöld þegar Dj Bjössi og Dj Exos snerta plötu- spilarann. Kvöldiö er annaö kvöldið í mánaðar- legum uppákomum undir heitinu 360' sem ger- ast alltaf um miðjan mánuðinn. Leikhús ■ GULLNA HLH)H> Gulina hliöiö eftir Davíö Stefánsson verður sýnt í Þjóðleihúsinu. Leik- stjóri er Hilmir Snær Guönason, tónlist er eftir Pál ísólfsson og meðal leikara eru Edda Heiörún Bachman, Pálmi Gestsson, Guörún S. Gísladóttir og Erllngur Gíslason. Gullna hliðiö er álitið eitt af gullmolum íslenskrar leiksögu og sagan um kerlinguna sem ferðast með sálu karls síns svíkur engan. Því miður kemstu ekki á þessa sýningu því það er uppselt en miða- pantanir eru í síma 5511200. ■ LEIKIR Hádegisleikhúsiö í lönó sýnir verkið Leikir eftir Bjarna Bjarnason í leikstjórn Stef- áns Karls. Sýningin hefst klukkan 12 og þaö eru nokkur sæti laus. Pöntunarsími 530 3030. ■ SJEIKSPÍR Maraþonsýningin Sjeikspír eins og hann ieggur sig hefst klukkan 20 og það verður rennt yfir Sjeikspírverkin á aðeins 97 mínútum og geri aðrir betur. Leikstjóri er Bene- dikt Erlingsson og leikendur Halldóra Geir- harösdóttir, Halldór Gylfason og Friörik Frið- riksson. Ekta klassík i hreinum Bónusumbúð- um og þeir sem nenna ekki að lesa meistarann sjálfan græða slatta. Þetta er fjórða kortasýn- ing en sími í miðasölu er 530 3030. Fundir RÍKI OG KIRKJA RÆDD í BORGARNESI Málfundur um samband ríkls og kirkju verður haldinn á Hótel Borgarnesi. Þessi fundur er haldinn í tengslum viö kristnihátíö í Borgar- fjaröarprófastsdæmi og framsögu mun dr. Gunnar Kristinsson sjá um og andmælandi hans verður Möröur Árnason, íslenskufræðing- ur og varaþingmaður. ■ IKjjFARELPDR KYNNINOARFVNP Kynn- ingarfundur verður á ITC Fifu á Digranesvegi 12, Kópavogi. Stefna ITC er að byggia upp ein- staklinginn, þjálfa hann í samskiptum, tjáningu og félagsstörfum og búa hann undir að grípa tækifæri sem bjóðast. Fundurinn hefst kl. 20.15. ■ SAMFYLKINGIN OG VIRKJANIR Fundur um stefnu í virkjanamálum veröur haldinn á veg- um málefnahóps Samfylkingarinnar í Reykja- vík um umhverfismál. Alþingismaðurinn Sig- hvatur Björgvinsson mun fara yfir þá stefnu sem ríkistjórnir hafa farið eftir á undanförnum árum. Fundurinn er haldinn í Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 8-10, 2. hæð og hefst kl. 20.00. ■ SAMFYLKINQIN 00 VIRKJANIR Málefna- hópur Samfylkingarinnar i Reykjavík um um- hverfismál heldur fund kl. 20 á 2. hæö Alþýðu- hússins, Hverfisgötu 8-10. Fundarefni er stefna i virkjunarmálum og mun Sighvatur Björgvinsson alþingismaöur taka til máls. Fundurinn er öllum opinn. ■ SÓKN GEGN SJÁLFSVÍGUM Ekki þjást i þögninni, þú hefur bara eitt líf svo leyfðu Sókn gegn sjálfsvígum að hjálpa þér. Stuðnings- hópur hittist alltaf á miðvikudögum kl. 20 að Héðinsgötu 2. Lífiínan er opin allan sólarhring- inn, simi 577 5777. ■ UNGVERSKT MENNINGARKVÓLD Félagiö Island Ungverjaland efnir til menningarkvölds á veitingastaðnum Sóloni Islandus. Tveir kórar koma fram og flytja fjörug ungversk lög. Þá sýn- ir Þór Halldórsson litskyggnur frá ferðalagi sínu um Ungverjaland. Skemmtunin hefst klukkan 20.30 og er aðgangur ókeypis. Sjá nánar: Líflð eftir vinnu á Vísi.is Vatnsfjarðarprestakall aflagt: 900 ára sögu er lokið - ekki hægt að hafa presta yfir engu, segir sr. Baldur Vilhelmsson Séra Baldur Vilhelmsson, fyrr- verandi prófastur í Vatnsfirði við ísafjarðardjúp, lét af prestsskap fyr- ir aldurs sakir um síðustu áramót. Hann er jafnframt síðasti starfandi prestur i Vatnsfirði en ákveðið hef- ur verið að leggja prestakallið nið- ur. Þar með lýkur 900 ára setu prests á staðnum. „Ég hef lifað tímana tvenna því ég kom i Vatnstjörð 1965 og þá var búið á flestum bæjum. Þama var héraðsskóli sem ég studdi því ég var sóttur til kennslu í 15 ár og var skólastjóri annað slagið," sagði Baldur Vilhelmsson. „Síðan kann ég þessa þróun utan að, ef þróun skyldi kalla, eða þessa afturför, skulum við segja. Ég hef svo dundað mér við það að rekja ættir þessa fólks - alivel, aftur í tím- ann. - Er ekki sorglegt að horfa á þessa hnignun? „Jú, það er það. Bæði með Vatns- fjörð sérstaklega og almennt hvað mér viðkemur sem kom þarna ung- ur maður. Við samþykktum það í haust, bæði ég og aðrir, að leggja prestakallið niður. Ég sem prófastur gekk svo frá því. Auðvitað hlaut þetta að enda svona fyrst engin byggð er. Það er ekki hægt að hafa embættismenn, eins t.d. og presta - yfir engu. Þaö bara passar ekki í nú- tímann og hefur aldrei passað. Þannig lögðust Jökulflrðir af og Grunnavík og Aðalvík, en ég átti þess kost í nokkur ár að koma reglubundið í þessar kirkjur. Þá fór- um við á skipum frá ísafirði og það var ljómandi gaman.“ 900 ára saga - Hvenær hefst kirkjusaga Vatns- fjarðar? „Það veit enginn með vissu. Áreiðanlega hafa staðarhaldarar þó haldið prest frá því um 1100. Hann hefur sjálfsagt verið menntaður frá kaþólskri kirkju. Kirkjan sem ég son forseti kom í Djúp- ið, að hann minntist á það sem rétt mun vera að ég er fyrsti þjónaði var byggð árið 1912. Þar áður stóð gömul og vegleg kirkja, skal ég segja þér, í kifkjugarðinum. Hún var innan um sig, sem kallað er, skrýdd góðum klæðum og full af góðum gripum. En, góði besti, þetta er komið á Þjóðminjasafnið, eða týnt, eða komið til Dana sem réðu hér. Það gleymist fólkinu að við vorum bara dönsk nýlenda til skamms tíma. Meira að segja var kommgsveiting á Vatns- firði fram eftir allri öldinni sem leið og nokkrum öðr- um stöðum. Það var kon- ungsveiting vegna þess að þeir treystu ekki íslend- ingum til þess, en nú fer þetta fram í íslenskum höndum." Fyrsti maðurinn beint frá prófborði - Lýkur þá með þér 900 ára sögu prests í Vatnsfirði? „Já, það er alveg rétt. Vatnsfjörður var eftirsótt brauð og prestar fengu hann ekki fyrr en tiltölulega aldurhnignir menn. Ég man þegar Ásgeir Ásgeirs- maðurinn sem kemur beint frá próf- borði. Blessaður vertu, svo byggði ég þetta upp. Bæði er kirkjan komin í gott horf og kirkjugarðurinn, eins og allir vita. Menn hafa minnst á það við mig hvað garðurinn er snyrtilega hlaðinn," segir Baldur en harm hafði veg og vanda af því að hlaða upp gamla kirkjugarðinn á staðnum. Eins og kringum skepnur! „Mér leiddist að sjá þetta girt með gaddavír - eins og kring- um skepnur! Þá komu í ljós fomminjarnar gömlu norðan- vert við garðinn. Þetta er virki Þorvaldar Vatnsfirðings á þeirri þrettándu. Það er Ijóst að þeir höfðu virki í kringum eða við garðinn. Og það eru göng í Vatnsfirði sem á eftir að grafa upp, alveg eins og í Skálholti og á Hólum. Því Þorvaldur hljóp auðvit- að í kirkju þegar að honum var sótt af ofbeldismönnum vestur á fjörðum, eins og Hrafni Svein- bjamarsyni á Eyri,“ sagði sr. Bald- ur Vilhelmsson. -HKr. Séra Baldur Vilhelmsson, fyrrverandi prófastur í Vatnsfirði. „Mér leiddist aö sjá þetta girt meö gaddavír - eins og kringum skepnur!“ Unnið að endurgerð Tynesarhúss: Ættarsetur Tynesanna verður fært í fyrra horf Frá því á síðasta sumri hefur ver- ið unnið að endurgerð svokallaðs Tynesarhúss á Siglufiröi. Þarna er um að ræða timburhús sem byggt var árið 1905 og stendur við aðalgöt- una í bænum. Húsið er tvær hæðir ásamt risi og undir því steyptur kjallari. Hvor hæð er um 140 fer- metrar að grunnfleti. Ole Tynes sem húsið er kennt við var norskur og flutti til Siglufjarðar í tengslum við síldveiðamar. Hann efnaðist vel á síldinni og gat því búið flottar en al- menningur sem á þessum ámm bjó almennt í torfhúsum. Hann rak um árabil hótel i hluta hússins. Það var snemma á síðasta ári sem átta einstaklingar í Siglufirði stofn- uðu félagið Græna húsið ehf. sem hefur það að markmiði að endur- gera húsið og koma því í sama horf og það var upphaflega. Þetta gera þeir í samvinnu við Húsfriðunar- nefnd ríkisins en hönnun verksins er gerð af Teiknistofunni Skóla- vörðustíg 25. Ólafur Kárason byggingameistari hefur umsjón meö framkvæmdinni. Hann sagði aðspurður að langt kom- ið væri að endurnýja húsið að utan. Búið er að endurnýja þak, skipta um glugga og veggjaklæðningu. Á næstunni verða settar nýjar úti- hurðir og inngangar lagfærðir. í sumar er svo ætlunin að múra kjall- araveggi og lagfæra umhverfi húss- ins. Varöandi frágang innan er ekki Gamla skiltið - Pnvat Hotel Smiöirnir Björn Ingimarsson og Ólafur Kárason meö gamla skiltiö af húsinu. Á því stendur Prívat Hotel. búið aö taka ákvörðun. Ólafur segir að ekki liggi enn fyrir hvaða starfsemi verði í húsinu og innrétting þess ráðist af því þegar þar að kemur. Hins vegar sé verið að skoða ýmsa áhuga- verða hluti varðandi nýtingu þess í framtíðinni. -ÖÞ DV-MYNDIR ÖRN ÞÓRARINSSON Ættarsetur á Sigló Tynesarhús í Siglufiröi, heimili norska síldar- spekúlantsins sem var ættfaöir Tynesanna, meöal annarra Óla Tynesar og bróöur hans, Ingva Hrafns Jónssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.