Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Page 29
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000
37
DV
Tilvera
Labrador
Dagur
„Nýbreytnin felst fyrst og
fremst í því að margir imgir og
efnilegir leikstjórar taka sig sam-
an og búa til eitt sterkt fyrirtæki
í stað þess að vera að pukrast
hver í sínu horni,“ segir kvik-
myndaleikstjórinn Stefán Ámi
Þorgeirsson, einn aðstandenda
kvikmyndgerðarfyrirtækisins
Labrador sem formlega var ýtt úr
vör með veisluhöldum á laugar-
daginn. Sigurjón Sighvatsson,
stórmógúll í kvikmyndagerð vest-
an Atlantshafsála, mætti í sam-
kvæmið og hvatti ungu ljónin til
dáða.
Auk Stefáns standa að
Labrador samstarfsmaður hans,
Sigurður Kjartansson, Styrmir
Sigurðsson, Fíaskóleikstjórinn
Ragnar Bragason, Dagur Kári Pét-
ursson og félagamir Eiður Snorri
og Einar Snorri.
Hollywood um Svíþjóð
„Fókusinn er fyrst og fremst aug-
lýsingar og hugmyndin er sú að
herja fyrst á auglýsingamarkaðinn
hér heima en síðan að færa okkur
yfir á auglýsinga- og myndbanda-
markaðinn á Norðurlöndunum.
Labrador er á sama tíma hálfgerður
leikvöllur því hérna gefst okkur
tækifæri til að vera svolítið skap-
andi og framleiða það sem við vilj-
um í frístundum," segir Stefán.
^gurjón Sigfwcitsson kvikmyndaframleiöandi gekk fram fyrir skiöldu or> ú
skyröi bjortuhliöarnará starfsgrein sinni fyrir gestum i Labradorveislunn
Stefan Arm Þorgeirsson og Ragnar „Fíaskó“ Bragason
fylgdust þolinmóöir meö.
Stórskotalið í hvíldarstöðu
Andrea Róbertsdóttir, Linda Björk Árnadóttir í Crylab og Katrm Pet-
ursdóttir fylgdu Labrador úr hlaöi..
DV-MYNDIR HARI
Horfst í augu við framtíðina
Börkur Arnarson, Styrmir Sigurösson, Stefán Árni Þorgeirsson, Dagur Kári Pétursson, Guðjón Hauksson, Siguröur Kjartansson
og Freyr Einarsson fögnuöu stofnun kvikmyndaversins Labrador á laugardaginn.
Stefán segir þá félaga reyndar
þegar vera farna að vinna fyrir er-
lenda viðskiptavini. „Við erum að
gera tónlistarmyndband fyrir Svia.
Það er kannski vegna þess að flestir
sænsku leiksstjórarnir eru famir til
Hollywood þar sem spútnikleik-
stjórarnir þessa dagana eru einmitt
Svíar, margir hverjir. Eins höfum
við Sigurður unnið dálítið í Banda-
ríkjunum en við gerðum Levi’s-aug-
lýsingar fyrir Ameríkumarkað. Evr-
ópskir leikstórar njóta meðbyrs í
Bandaríkjunum um þessar mundir.
Ameríka er að að kalla á nýja og
ferska sýn á eigin þjóð og það er því
alls ekkert fjarlægt að fara að vinna
á alþjóðlegum vettvangi," segir Stef-
án Ámi Þorgeirsson óhikað. -GAR
íris Stefanía, afburðanemandi í norsku:
Líður miklu betur
í Noregi en hér
„Ég vissi að ég væri góð í
norsku en bjóst samt aUs ekki við
að fá þessi verðlaun. Ég skrifaði
ritgerðina mér til skemmtunar og
sagði þar frá vinum mínum og
skólalíflnu í Bergen þegar ég var
ellefu ára,“ segir íris Stefanía
Skúladóttir, afburðanemandi í
norsku við Laugalækjarskóla.
Það er Farestveitsjóðurinn,
kenndur við hjónin Einar og Guð-
rúnu Farestveit, sem árlega veitir
einum nemanda í 8. bekk grunn-
skólans verðlaun fyrir bestu rit-
gerðina á norsku. Verðlaunin, sem
voru tvær bækur og 80 þúsund
krónur, ætlaðar til Noregsferðar,
voru afhent á fostudaginn að við-
stöddum öllum nemendum skól-
ans. „Það var mjög gaman að fá
verðlaunin og ég held að skólafé-
lagamir hafi líka verið glaðir því
það var geflð frí hálftíma fyrr en
vant er,“ segir íris Stefanía.
Ekki mun heldur standa á írisi
Stefaníu að nýta ferðastyrkinn.
„Um leið og sumarfríið byrjar þá
ætla ég til Bergen. Þar ætla ég að
heimsækja vinkonu mína og
skemmta mér í nokkrar vikur.
Mér líður nefnilega miklu betur í
Noregi en hér. Unglingamir eru
, DVWYND E.ÓL.
íris Stefanía Skúladóttir
„Þaö var mjöggaman aö fá verölaunin og ég held aö skólafélagarnir hafi líka
veriö glaöir því þaö var gefiö frí hálftíma fyrr en vant er."
allt öðru vísi þar en hér og miklu
meira um að vera. Héma heima
eru allir alltaf að horfa á sjónvarp-
ið eða þá á leiðinni í bíó. Síðasta
sumar var ég í Noregi í nokkrar
vikur og horfði þrisvar sinnum á
sjónvarpið, og þá til að fylgjast
með fréttum af sólmyrkva. Krakk-
arnir í Noregi eru duglegri að
finna sér eitthvað skemmtilegt að
gera; fara i gönguferðir, hjólaferð-
ir, synda í vötnum eða bara vera
saman úti I náttúrunni,“ segir íris
Stefanía.
Norskan er íris Stefaníu töm því
hún bjó fyrstu sex ár ævi sinnar í
Noregi. Síðan flutti hún þangað
aftur i eitt ár þegar hún var ellefu
ára. Hún sleppur því við að læra
dönsku en sækir þess í stað
kennslustundir í norsku ásamt sjö
öðrum nemendum. „Ég næ ágæt-
um hreim í dönsku en að öðru
leyti kann ég ekki mikið í henni.
Hins vegar finn ég lítinn mun á
hugsa og tala norsku og íslensku.
Það er hið besta mál því ég gæti
vel hugsað mér að setjast að í Nor-
egi síðar meir,“ segir norskuverð-
launahafinn íris Stefanía Skúla-
dóttir.
-aþ
Haukur Dalmar
Almenn ánægja meö viötaliö handan
móöunnar miklu.
DV lesið í
himnaríki
- og í helvíti líka
„Ég var beðinn, um að skila kveðju
til ykkar á DV frá heilagri Margréti
Maríu. Hún var mjög ánægð með
fréttina sem birtist í gær um eitur-
lyflavandann," sagði Haukur Dalmar
forstöðumaður Lækningareglu heil-
agrar Margrétar Maríu á Skúlagötu
61, og átti þar við viðtal sem birtist
við hann í blaðinu í gær þar sem
sagði að vonlaust væri að gera ísland
að eiturlyfjalausu landi árið 2003 þar
sem eiturbirgðir í landinu dygðu fram
til ársins 2006. „Við fórum yfir við-
talið í morgun, ég og Margrét María,
auk nokkurra framliðinna lækna og
það var almenn ánægja með þetta,“
sagði Haukur Dalmar.
- Er DV þá líka lesið í helvíti?
„Þar er einnig fylgst meö fréttum
og DV lesið eins og annað," sagði
Haukur. -EIR