Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2000, Side 2
2
_____________FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000
Fréttir I>V
Móttaka erlendra flóttamanna:
„Rasismi" ekki
rótgróinn hér
- hefur þó frekar vaxið í seinni tíð, segir Páll Pétursson félagsmálaráðherra
Vandlega hefur verið valið í þá hópa
flóttamanna sem hingað koma, sérstak-
lega hin síðari ár. Félagsmálaráðuneyt-
ið hefur komið mjög við sögu vegna
móttöku flóttamanna ásamt stjómum
þeirra sveitarfélaga sem taka við þeim,
flóttamannaráði og Rauða krossi ís-
lands. Reynt hefur verið að velja bama-
fjölskyldur og þá jafnframt þá sem era
verst staddir.
„Það hefur verið virkilega ánægjulegt
að starfa að þessu. Verkefnið hefur ver-
ið mjög skemmtilegt og gengið vel,“ seg-
ir Páll Pétursson félagsmálaráðherra.
Páll Pétursson,
félagsmálaráð-
herra
„Þaö hefur veriö
virkilega ánægju-
legt aö starfa aö
þessu. “
Þátttaka Islands í striðinu
skapaði vanda
-Hafa komið upp einhverjir árekstr-
ar á milli þessara hópa og Islendinga?
lap
„Ég veit bara ekkert dæmi þess að
það hafi komið upp lögreghimál. Það
var reyndar eitt vandamál sem upp
kom og var dálítið sárt. Það var þegar
Atlantshafsbandalagið réðst á Serba.
Þetta fólk tók það ákaflega nærri sér
að íslendingar væru orðnir þátttakend-
ur í stríðinu. Þegar ísland er orðið að-
ili stórveldanna í árás á þeirra þjóð þá
skapaði það verulegt óöryggi og mik-
inn óhug hjá flóttafólkinu. Því fannst
það allt í einu vera í óvinalandi sem í
sjálfu sér var kannski ekki óeðlilegt."
Stuðningur við flóttamenn:
Islenskunámið er lykilatriði
Hólmfríður Gísla-
dóttir, deildar-
stjóri hjá RKÍ
„Þetta er fólk
sem okkur ber
skylda til aö
sinna og aö-
stoöa sam-
kvæmt alþjóöa-
samningum. “
Hólmfríður Gísladóttir hefur mikið
fengist við málefni flóttamanna hjá
RKI. Hún segir að flóttamönnunum frá
Júgóslavíuríkjum hafi yfírleitt vegnað
vel hér á landi og hafi flestir lært góða
íslensku. Hún segir íslenskunámið lyk-
ilatriði í velgengni þessa fólks. Þar sé
einnig mikilvægt að íslendingar hjálpi
fólkinu við að tileinka sér íslenskuna
með þvi að tala við það.
Siglfirðingar:
Erum vel í
stakk búin
Siglfirðingar hafa nú óskað eftir
að taka á móti erlendum flótta-
mönnum og hyggjast skipa sér þar
með í sveit nokkurra annarra sveit-
arfélaga á landsbyggðinni sem slíkt
hafa gert. Flest bendir til að þeim
verði að ósk sinni og þangað komi
20-25 manna hópur frá ríkjum fyrr-
um Júgóslavíu
i júni.
Guðmundur
Guðlaugsson,
bæjarstjóri á
Siglufirði, segir
þá enn ekki
búna að fá
formlegt svar
um að þeirra
boði verði tek-
ið. Segir hann
að þeir fái nán-
ar að vita um
þetta 24. eða 25.
......... mars.
„Við höfum hafið þann undirbún-
ing að ræða við þá aðila sem að mál-
inu ynnu ef gengiö yrði til viðræðna
við okkur. Það er gert í ljósi þess að
á sínum tíma vora ekki allir á eitt
sáttir um móttöku flóttamanna. Það
eru miklu jákvæðari viðbrögð i
samfélaginu nú en þá komu upp.“
- Hvað um húsnæði og atvinnu?
„Við eigum von á að auðvelt
reynist að útvega húsnæði ef til
þess kemur. Móttakan verður með
sama hætti og hjá öðram sveitarfé-
lögum sem hafa verið að taka við
flóttamönnum. Við lærum af þeirra
reynslu.
Atvinnuástandið er þokkalegt. Þó
ákveðinn hópur hafi verið á at-
vinnuleysisskrá, þá er ákveðinn
Qöldi með skerta starfsorku, en á
sama tíma vantar fólk t.d. í iðnaðar
og vélastörf. Við teljum því að við
séum vel í stakk búin til að taka við
fólki og Siglfirðingar era þekktir
fyrir að taka vel á móti gestum,"
sagði Guðmundur Guðlaugsson bæj-
arstjóri. -HKr.
Guðmundur Guð-
laugsson, bæjar-
stjóri á Siglufirði
„Þaö eru miklu
jákvæöari viö-
brögö í samfélag-
inu nú en áöur. “
Stuðníngsfjölskyldur vekja at-
hygll erlendis
Við komu Víetnamanna 1979 var
íyrst byijað á þeirrri athyglisverðu
nýjung að mynda stuðningsfjölskyldur
til að hjálpa flóttafólkinu að komast
inn í samfélagið. Úr þeim stuðnings-
fjölskyldum eru enn virkir sjálfboða-
liðar sem stutt hafa við bak flótta-
manna alla tíð síðan. Þetta mynstur
hefúr síðan verið þróað áfram með
þátttöku sveitarstjóma víða um land
og RKÍ. Síðustu árin hefúr slík aðstoð
verið mjög öflug og gefið góða raun.
Hefur það hjálpað mikið til við aðlög-
un fólks að samfélaginu og vakið
mikla athygli víða um heim. Segja má
þó að vísir að slíku fyrirkomulagi hafi
fyrst verið tekinn upp þegar flótta-
mennimir 52 frá Ungverjalandi komu
hingað 1956. Margt af því fólki fór til is-
lenskra fjölskyldna sem tóku það að
sér.
Erfitt fyrir fólk af tónmála-
svæðum
Hólmfríður segir engan mun á gengi
flóttamanna af asískum upprana og
annarra, að öðra leyti en því að þeir
komi frá tónmálasvæði. Víetnamska
þyki t.d. með erfiðari tungumálum að
læra og fyrir fólk frá slíku tónmála-
svæði sé óskaplega erfitt að læra upp-
byggingu evrópskra mála.
Hólmfríður segir kennslu Vietnam-
anna hafa tekist ágætlega. Hins vegar
hafi það gerst að þeir vilji gleyma
tungumálinu vegna þjálfunarleysis.
Þetta fólk búi flest í hjónaböndum við
sína samlanda og noti sitt tungumál
heimafyrir eins og eðlilegt sé. Það sé því
undir vinnustað og kunningjum komið
hvemig íslenskunni er við haldið.
Margir hafi fest í vinnu þar sem
ekki reynir nema á takmarkaðan orða-
forða. Hún segir aðlögun þessa fólks að
íslensku samfélagi þó eðlilega. -HKr.
Utlendinga-
hatur ekki
algengt
- Finnið þið fyr-
ir mótlæti íslend-
inga gegn þessu
aðflutta fólki?
„Það hefúr ver-
ið mjög lítið. Það
hefúr þó frekar
vaxið í seinni tíð.
Sem betur fer var
„rasismi" ekki
inngróinn hér. Ný-
lega hef ég þó farið
að heyra um það.
Ég hef verið að
spyrja útlendinga
sem hér eru bú-______________________
settir, þó ekki úr
þessum hópi flóttamanna, um útlend-
ingahatur og aðkast. Það virðist ekki
vera algengt en hefúr komið fyrir og
helst þegar atvinnuleysi hefúr verið.“
Hólmfríður Gísladóttir, deildarstjóri
hjá RKI, tekur að mestu undir orð Páls
Péturssonar og segir árekstra flótta-
manna við íslenskt samfélag ekki
meiri en en við má búast. „Enn vantar
upplýsingar um íslenskt samfélag á er-
lendum málum og sitthvað fleira get-
um við bætt. En í heildina séð hefúr
gengið mjög vel.
Flóttamenn eru þó auðvitað með for-
tíð. Þess vegna erum við að veita þeim
sérstaka aðlögun að þjóðfélaginu. Þetta
er fólk sem okkur ber skylda til að
sinna og aðstoða samkvæmt alþjóða-
samningum. Vegna sinnar fortíðar fær
það þessa forgangsmeðferð. Því er ekki
að neita að það er með í farteskinu lífs-
reynslu sem flestir vildu vera án,“ seg-
ir Hólmfriður. -HKr.
Glaðbeittlr samningsaðllar
Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfiröi, haföi ástæöu til aö gleöjast í gær þegar hann undirritaöi samning um
leigu og þjónustu leik- og grunnskóla í Hafnarfiröi.
Hafnarfjarðarbær semur um einkaframkvæmd við grunn- og leikskóla:
Vatnaskil í opinberum rekstri
Hafnarfjarðarbær gekk í gær frá
samningi um einkaframkvæmd við
grunnskóla í Áslandi og leikskóla
við Háholt. Það var Magnús Gunn-
arsson bæjarstjóri sem ritaði undir
samninginn og telur hann að um
vatnaskil sé að ræða í opinberum
rekstri sveitarfélags á húseignum,
búnaði og stoðverkefnum við leik-
og grunnskóla.
Samningsaðilar um leigu og þjón-
ustu leikskóla við Háholt eru auk
Hafnarfiarðarbæjar Istak og Nýsir, en
um grunnskóla í Áslandi Hafnarfiarð-
arbær og FM-hús ehf. Samningsfiár-
hæð um leikskólann er rúmar 20
milljónir króna en rúmar 98 milljónir
um grunnskólann í Áslandi. Er þarna
um að ræða leigugreiðslu á ári fyrir
leigu húsnæðis og lóðar, viðhald hús-
næðis og lóðar, ræstingu og þrif hús-
næðis, umsjón húsnæðis, húsgagna
og búnaðar i eigu verksala, umsjón
lóðar, sorphirðu, öryggisgæslu, orku
og viðhald húsgagna og búnaðar. Er
talið að framkvæmdin sé um 15-17%
ódýrari vegna grunnskólans en ef
bærinn hefði sjálfur staðið að henni
en lítið sem ekkert græðist vegna
leikskólans. Leikskólinn verður tilbú-
inn í byrjun næsta árs en fyrsti
áfangi grunnskólans verður tilbúinn í
ágúst 2001. -hdm
HBl
Varaformannskjör
í dag hefur 26
manna landsstjóm
Framsóknarflokks-
ins verið boðuð til
fundar. Aðalefni
fundarins í dag er
undirbúningur
flokksþingsins í
haust, en varafor-
mannskjör þar mun setja nokkum
svip á starfsemi flokksins næstu
mánuðina. Nokkrir eru líklegir
kandídatar í stað Finns
Ingólfssonar: Hjálmar Árnason,
Kristinn H. Gunnarsson, Siv Frið-
leifsdóttir auk Guðna Ágústssonar
og Valgerðar Sverrisdóttur. Dagur
greindi frá.
Flugbrautum lokaö
Annarri aðalbraut Reykjavíkur-
flugvaliar hefur verið lokað fram á
haust vegna viðgerða. í ágúst verð-
ur báðum aðalbrautunum lokað og
verður þá eingöngu flogið til og frá
Keflavíkurflugvelli. RÚV greindi
frá.
Fjárfesting vannýtt
Mörg hundruð milljóna króna
fiárfesting í Aðaldalsflugvelli ásamt
mannvirkjum verður vannýtt stór-
an hluta ársins ef Mýflug hættir
áætlunarflugi. Fundað var um mál-
ið í gær. Stöð 2 greindi frá.
Dæmdar 3 milljónir
Hæstiréttur íslands dæmdi í gær
Sigrúnu Jónsdóttur 3 milljónir
króna í bætur því hús sem henni
var selt árið 1996 reyndist ónýtt
vegna veggjatítluplágu.
Gunnar G.
Schram lagapró-
fessor segir óum-
deilt að Hæstiréttur
hafi vald til að
dæma lög ógild telji
hann þau brjóta í
bága við stjómar-
skrána og það hafi
hann alloft gert. Þá skipti engu þótt
deilumálið sé pólitískt. RÚV greindi
frá.
Nýr vegur
Leiðin milli Sauðárkróks og
Reykjavíkur styttist um tæpa 30
kílómetra með nýjum heilsársvegi
yfir Þverárfiall. Fyrsti áfanginn
verður boðinn út í mánuðinum.
Stöð 2 greindi frá.
Mótmælastaða
Viðskiptabann á
írak er ofarlega á
baugi þessa dagana
en tillaga um end-
urskoðun bannsins
var flutt á þingi í
gær og hefur Ást-
þór Magnússon
viðrað í tölvupósti
hugmyndir um mótmælastöðu gegn
banninu fyrir utan heimili utanrík-
isráðherra.
Dópveisla stöðvuð
Starfsfólk á hóteli í Reykjavík
fann í nótt grunsamlega lykt frá
einu herbergja hótelsins og kallaði
til lögreglu.
í ljós kom að í herberginu stóð
yfir dópveisla og handtók lögreglan
fimm manns á staðnum. Á þeim
fannst eitthvert magn fikniefna, en
fimmmenningamir biðu yfirheyrslu
í fangaklefa í morgun.
Ríkið endurgreiði
Hæstiréttur hefur dæmt ríkið til
að endurgreiða Dreifingu ehf. 9,5
milljónir vegna ofgreidds
jöfnunargjalds á innfluttar franskar
kartöflur á árunum 1988-1994.
-hdm/gk
Getur ógilt