Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 Fréttir I>V Niðurstöður vetrarkönnunar Hafrannsóknarstofnunar á innfjarðarrækjumiðum: Rækjustofninn á Húnaflóa er hruninn -lítur betur út með Skagafjörðinn DV, SAUDÁRKRÓKI: Rækjustofninn í Húnaflóa er hruninn. Þetta var niðurstaðan úr vetrarkönnun Hafrannsóknastofn- unar á innfjarðarrækjumiðunum fyrir skömmu. Athugunin nú kom ekkert betur út en haustrannsóknin sem gaf síður en svo ástæðu til bjartsýni. Rækjuveiðin hefur verið slök á Húnaflóa síðustu árin og menn óttast nú að það muni taka nokkur ár að ná stofninum upp. Guðmundur Ingþórsson hjá rækjuvinnslu Særúnar á Blönduósi segir að menn þekki svo sem sveifl- urnar í rækjunni og það sé í raun ómögulegt að segja til um hvenær úr rætist. Guðmundur sagði þetta mjög slæm tíðindi fyrir alla hags- munaaðila á svæðinu og stór biti fyrir vinnslurnar þar sem nú í afla- leysinu í rækjunni munaði um allt. „Við vorum í tveimur vöktum á síðasta ári en höfum verið á einni vakt eftir áramótin og átt í erfiðleik- um með öflun hráefnis. Veiðin hef- ur verið dræm og gæftaleysið ekki til að bæta ástandið, en ótíðin er búin að vera einstök," sagði Guð- mundur í Særúnu. Rækjusjómenn við Skagafjörð geta þó litið framhaldið örlítið bjart- ari augum en félagar þeirra við Húnaflóann. Kvótinn á vertíðina er 400 tonn og skiptist milli fjögurra báta sem allir leggja upp hjá Dögun á Sauðárkróki. Skerðingin er nokk- ur þar sem undanfarin ár hefur ver- ið leyfð 800-1000 tonna veiði á Skagafiröi. „En rækjan lítur vel út og virðist hafa æti, þannig að við erum nokk- uð bjartsýnir," segir Ágúst Guð- mundsson hjá Dögun. Ágúst segir að þokkalega hafl gengið með hrá- efnisöflun, en hins vegar séu mark- aðirnir fyrir rækjuna ekkert sér- stakir um þessar mundir. -ÞÁ Aldamótaskógur á Steinsstöðum DV, SKAGAFIRÐi:_________________________ Nær öruggt má telja að ráðist verði í verulega skógrækt í landi Steinsstaða í áður Lýtingsstaða- hreppi. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur undanfarið haft til meðferðar erindi frá Skógræktarfélagi Skaga- fjarðar um land undir svokallaðan Aldamótaskóg. Nú hefur verið lagt til að hluti jarðarinnar Steinsstaða, sem er i eigu sveitarfélagsins, verði tekinn undir þetta verkefni og má búast við að sveitarstjórn Skaga- fjarðar samþykki tillögu þar að lút- andi á næsta fundi sínum. Það er Skógræktarfélag íslands sem stendur að aldamótaskógaverk- efninu en því er hleypt af stokkun- um í tilefni af 70 ára afmæli félags- ins. Það verður væntanlega á fjórum stöðum á landinu auk Skagafjarðar. Áformað er að skógræktarfélög á viðkomandi svæðum muni vinna sameiginlega að verkefninu en við- komandi heimafélag hafa alla um- sjón og eftirlit með svæðinu. -ÖÞ Bæjarstjórn Akraness: Vilja allt til vinna að fá Erfðagreininguna DV, AKRANESI:_____________________ Bæjarstjóm Akranes samþykkti á fundi sínum tillögu þess efnis að bæjarstjómin fagnaði því að fyrir- tækið íslensk erfðagreining hefur áhuga á því að hafa hluta af starf- semi sinni á Akranesi. Bæjarstjóm lýsir yfir að hún vilji stuðla að því að svo geti oröið. Fram kom hjá Guðmundi Páli Jónssyni, forseta bæjarstjómar Akraness, að í framhaldi af heim- sókn Kára Stefánssonar til Sjúkra- húss Akranes hafi komið bréf frá íslenskri erfðagreiningu til Sjúkra- hússins þar sem lýst er yfir miklum vilja á að leita eftir samstarfi þannig að starfsstöð á Akranesi geti orðið að veruleika. -DVÓ DV-MYND JÚLÍA IMSLAND Unglr og aldnlr í nábýli Viö hliöina á leikskólanum eru fjölbýlishús meö íbúöum fyrír eldri borgara og eflaust munu margir hinna eldri fylgi'ast meö leikjum yngstu afkomendanna. Þaö eru Hjaröarnesbræöur sem sjá um jarövegsvinnuna viö grunninn. Ungir og aldnir verða hlið við hlið DV, HÖFN I HQRNAFIRÐI: Byrjað er að grafa fyrir nýjum leikskóla á Höfn sem verður við hlið fjölbýlishúsa aldraðra. Stærð leikskólans verður 634 fermetrar og verður hann byggður í tveim áfóng- um. Fyrri áfanginn verður 389 fer- metrar og áætlað að taka hann í notkun í janúar 2001 en þar verður heilsdagsrými fyrir 44 böm í tveim deildum og eldhús sem einnig verð- ur nýtt fyrir Leikskólann Lönguhól- um. í leikskólanum Lönguhólum eru 109 böm daglega og 50 böm em á biðlista eftir plássi. Þegar nýi leik- skólinn verður kominn í notkun veröur boðið upp á vist fyrir eins árs gömul börn en núna er lág- marksaldur tveggja ára. Með til- komu nýja leikskólans bætast við um 10 stöðugildi en núna vinna 23 starfsmenn á Lönguhólum. -JI DV-MYNDIR ÞORSTEINN G. KRISTJANSSON. Góögætlð tll Japans Hér eru loönuhrognin sett í umbúöir, síöan eru þau fryst og send á sælkera- markaöi í Japan þar sem þau eru í miklum metum meöal karímanna yfir miöjum aldrí. Metfrysting á loðnu í Grindavík: Leitað um allt að starfsfólki DV, GRINDAVlK: Loðnufrysting er nú komin á lokastig víða um land. í Grindavík er búið að frysta á annað þúsund tonn af hrognum og hefur aldrei verið fryst jafnmikið áður. Með nýrri tækni og tækjum hefur gengið mjög vel að vinna hrognin og er unnið á fullum afköstum. Að sögn Hjalta Bogasonar, verkstjóra í frystihúsi Fiskimjöls og lýsis, hefur þurft að leita til Reykjanesbæjar eft- ir starfsfólki þar sem atvinnuástand í bænum hefur verið mjög gott und- anfarin misseri og erfitt að fá starfs- fólk. -ÞGK Afurðirnar skoðaöar Málin rædd i gemsann í Grindavík. Kgjjglx Unisjón: Haukur L, Hauksson netfang: sandkom@ff.is Vinargreiði Eftir digurbarkaleg- ar yfírlýsingar um mikinn þrýsting og öflugt fylgi í komandi formannskjöri í Sam- fylkingunni dró Lúð- vík Bergvinsson sig | í hlé. Sannleikurinn mun vera sá, eftir því sem Sandkom kemst næst, að raunverulegur stuðningur við hann hafl í raun ekki verið upp á marga físka. Þá voru góð ráð dýr. Á síðasta degi áður en framboðsfrestur rann út stökk Tryggvi Harðarson, náinn vinur og pólitískur samherji í Hafn- arfirði, fram á völlinn og thkynnti um framboð. Það er ekkert leyndar- mál að hann nýtur stuðnings Guð- mundar Árna Stefánssonar. Póli- tískir samsæriskenningasmiðir segja Guðmund Árna ætla að nota Tryggva sem tilraunadýr og kanna þannig eigin stöðu innan Fylkingar- innar. Nái Tryggvi þokkalegri kosn- ingu, um 30-40%, þykist Guðmund- ur sjálfur geta bætt við 10-20% og því eiga fullt erindi í formannskjör að tveimur árum liðnum... Vilja kyrrsetja Kjartan Nokkur ólga er | meðal leikhúslista- fólks yfir ráðningu I í starf deildarstjóra f leiklistardeildar | Listaháskóla ís- lands. Ekki hefur I verið gefið upp hverjir sóttu um [ starfið en nú hef- ur kvisast að meðal hinna sex hæfu umsækjenda hafi verið Kjartan Ragnarsson, einn okkar alfremsti og reyndasti leikhúsmaður, sem hef- ur óvenjumikla reynslu af að Vinna með leiklistamemum. Ekki er efast um menntun Ragnheiðar Skúla- dóttur, sem starfið hlaut, en fjarri fer að hún hafi sambærilega reynslu á við Kjartan að þessu leyti. Kjartan hefur verið starfandi kennari - eða prófessor - við leiklistarakademíu í Svíþjóð undanfarið og frést hefur að þarlendir vilji helst kyrrsetja hann hjá sér og gera hann að rektor aka- demíunnar... Veldur ólgu Kynlífsþættimir á Stöð 2 hafa vakið | nokkra athygli og þá helst fyrir það § hvemig þeir afhjúpa íslendinga sem fjöl- hæfari og ófeimnari kynlífsiðkendur en margan óraði fyrir. í síðasta þætti var viðtal við leðurhomma, homma sem fær sitt kikk úr úr því að klæðast leðurfatnaði. Ritari ætlar ekki að setja sig á háan hest gagn- vart áhugamálum fólks á sviði kyn- lífs. Hins vegar hefur frést að um- rætt viðtal hafi valdið nokkurri ólgu meðal kaupmanna við Lauga- veg. Ekki vegna þess aö þeir séu í sjálfu sér svo viðkvæmir heldur vegna þess að umræddur maður er framarlega í flokki i markaðsvinnu fyrir miðbæinn... Norskar lélegar I nýjasta tölu- blaði Bændablaðs-1 ins er grein eftir Ágúst Dalkvist bónda um fyrir- hugaðan innflutn- ing á norskum [ fósturvísum i kýr. [ Birtir Ágúst töflu um mjólkur- og efnamagn í kúm nokkurra Evrópu- landa. Þar kemur fram að norsku kýmar eru sennilega þær lélegustu á Norðurlöndum. Meira að segja Norðmenn sjái það og séu að hugsa um að skipta um kyn. Hvetur Ágúst til þess að þeir bændur sem eru á móti innflutningi norsku fósturvísanna myndi samtök og hinir, sem vilja hmflutning, ættu ekki að sækja um innflutning í nafni meirihluta bænda að þeim forspurðum...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.