Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2000, Page 12
12
FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000
Skoðun I>V
Fasteignasalarnir hafa ráöið ferðinni um verðhækkanirnar
Þeir skoöa íbúöirnar og veröleggja eöa ýta undir háa veröiö til aö sammælast seljandanum meö væntingarnar.
Ibúðaverð hækkar
ekki endalaust
Spurning dagsins
Heldurðu að það
verði verkföll?
Sveinn Þröstur Þormóðsson:
Já, þaö myndi ég halda.
Magnús Freyr Hlynsson bílasali:
Ég hef bara ekki hugmynd um þaö.
Sverrir Örn Sverrisson nemi:
Nei, ég held aö samningar náist.
Þaö er til nóg af peningum.
Eva Hrönn Björnsdóttir nemi:
Nei, ég býst ekki viö því.
Ólafur Kári Júlíusson nemi:
Ég spái því, já.
Einar Sigurjónsson bílstjóri:
Já, ég á von á því.
Valdimar Guömundsson
skrifar:
Það er furðulegt að húseignir og
íbúðir skuli hækka í verði svo sem
dæmin sanna, og það algjörlega af
tilefnislausu. Skortur á lóðum skýr-
ir ekki verðhækkanir eins og ein-
hverjir fasteignasalar sem komu
fram í Kastljóssþætti Sjónvarps í
vikunni vildu meina. Sá sjónvarps-
þáttur var þó fróðlegur fyrir margra
hluta sakir. Þar sátu tveir fasteigna-
salar og einn ungur og væntanlegur
íbúðarkaupandi. - Þarna var mikið
djúp staðfest. Annars vegar fulltrú-
ar fasteignamarkaöarins og hins
vegar dæmigerður fulltrúi þess al-
mennings sem kaupir sér íbúö í
fyrsta sinn.
Fasteignasalamir ruddu út úr sér
upplýsingum sem almenningur hef-
ur keypt til þessa: að markaðurinn
ráði fasteignaverðinu, sem eru hel-
ber ósannindi. Fasteignasalarnir
Katrín Gunnarsdóttir
skrifar:
Sl. þriðjudag voru tvær fréttir í
sama fréttatíma sem vöktu athygli
mína. Annars vegar frétt um að Ör-
yrkjabandalagið ætlar ekki í mál
við forsætisráðherra vegna um-
mæla hans um auglýsingar banda-
lagsins fyrir kosningar sl. vor og
hins vegar afar jákvæð frétt þess
efnis að ríkisvaldið hafi gengið frá
samningi við aðstandendur lang-
veikra barna um verulega aukinn
stuðning þeim til handa. Maður
spyr sig í ljósi þessara frétta hvort
allt sé í óskaplega fínu lagi hjá ör-
yrkjabandalaginu.
Ég man eftir téðum auglýsingum
„Þeir skoða íbúðirnar og
verðleggja eða ýta undir
háa verðið til að sammœl-
ast seljandanum með
vœntingarnar. “
hafa ráðið ferðinni um verðhækk-
animar. Þeir skoða íbúðimar og
verðleggja eða ýta undir háa verðið
til að sammælast seljandanum með
væntingamar. Þetta hef ég sjáifur
reynt sem seljandi íbúðar. Hvað er
svo markaðurinn í þessu tilfelli
nema seljendur og umbjóðendur
þeirra, fasteignasalarnir? - Og íbúð-
ir á Reykjavíkursvæðinu hækka og
hækka í verði.
En hverjir geta keypt ef verðið
heldur áfram að hækka? Verða til
meiri peningar hjá þeim sem
kaupa? Verða lán íbúðalánasjóðs
„Birting auglýsinganna nú
á dögunum var í raun stað-
festing á því hve pólitískar
þœr voru. Þegar maður sér
þær í dag er maður svo
innilega sammála öllu sem
þar kemur fram. “
sl. vor þegar fólk var spurt hvort
það ætlaði að kjósa óbreytt ástand
og biskupinn, landlæknir og fleiri
aðilar tjáðu sig um málið. Við erum
öll sammála um að bæta kjör ör-
yrkja og barátta þeirra tekur aldrei
hærri með hækkandi verði? Munu
ungir kaupendur fyrstu íbúðar geta
staðið við afborganir með hækkandi
vöxtum og því viðbótarkraðaki sem
á afborganir hlaðast; „afborgun
verðbóta" (sem er hæsti liðurinn),
„verðbótum vaxta“ og „tilkynning-
ar- og greiðslugjaldi" og allt hleðst á
sérhverja afborgun? - Kostnaðarlið-
um sem eru líklega ólöglegir ofan á
allt annað ef á það væri látiö reyna
fyrir Evrópudómstól.
En íbúðaverð hækkar ekki enda-
laust, því ef „markaðurinn ræður“
þá syngur hann sitt siðasta innan
skamms. Eða jafnskjótt og fólk finn-
ur aö það kemur ekkert í budduna
t.d. úr yfirstandandi samningum. Ef
einhver „ræður“ í raun markaðin-
um þá er það þessi margnefndi al-
menningur. Það verður því hún
„fröken Neyð“ sem mun sjá um
lækkun fasteignaverðs. Liklega á
næstunni, og alveg hjálparlaust.
enda. En eitt þurfa þeir sem samtök-
unum stýra að hafa í huga; blandið
aldrei pólitík í baráttu ykkar, hvetj-
ið aldrei fólk á einn eða annan hátt
rétt fyrir kosningar hvemig verja
eigi atkvæðinu.
Birting auglýsinganna nú á dög-
unum var í raun staðfesting á því
hve pólitískar þær voru. Þegar mað-
ur sér þær í dag er maður svo inni-
lega sammála öllu sem þar kemur
fram. Málið er bara að hughrif
kosningabaráttunnar eru ekki til
staðar nú eins og þá. Áð manni læð-
ist sá grunur að forsvarsmenn lang-
veikra barna hafi unnið heima-
vinnu sína betur og markvissar en
stjórn Öryrkjabandalagsins.
Mismunandi baráttuaöferðir
Dagfari
Meö lögum skal land byggja
„Ríkissaksóknari er ekki að sækja útgerðarmennina til saka
heldur verja kvótakerfið. Og þar sem ríkissaksóknari er að
verja kvótakerfið segir hann að Hœstiréttur eigi ekkert með að
kveða upp dóma í málinu vegna þess að það er stórpólitískt.“
Málflutningur i svokölluðu
Vatneyrarmáli fór fram í fyrradag.
Þar eru útgerðarmenn sóttir til
saka fyrir brot á kvótalögunum eft-
ir að héraðsdómur Vestfjarða sýkn-
aði þá í janúar. Sagði héraðsdómur
að kvótalögin brytu í bága við
stjómarskrána. Útgerðarmennim-
ir hefðu ekki verið bundnir afla-
takmörkunum fiskveiðistjórnunar-
laganna þar sem hún stæðist ekki
jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Meint brot ákærðu fólust hins vegar í
því að hafa gert út Vatneyri BA til
veiða í febrúar 1999, án þess að skip-
inu fylgdu veiðiheimildir.
Dagfari.á, eins og væntanlega fleiri, erfitt með að
komast tU botns í þessu máli. En flýtur meðan ekki
sekkur. í raun eru það ekki útgerðarmennimir
sem eru fyrir rétti, þessir uppreisnarseggir sem
sögðu sægreifunum stríð á hendur. Sigldu tU veiða
á skipi sem haföi leyfi tU veiða í atvinnuskyni en
engar veiðiheimUdir. Nei, þaö er kvótakerfið sem
er fyrir rétti. Ríkissaksóknari er ekki að sækja út-
gerðarmennina tU saka heldur verja kvótakerfið.
Og þar sem ríkissaksóknari er að verja kvótakerfið
segir hann að Hæstiréttur eigi ekkert með að
kveða upp dóma í málinu vegna þess að það er
stórpólitískt. Stórpóltitísk mál séu á sviði Alþingis
og þar eigi að taka á þeim vanda sem felst í því að
kvótalögin brjóta í bága við ákvæði stjómarskrár-
innar um atvinnuréttindi manna. Hlutverk Hæsta-
réttar væri takmarkað í þessu efni. Þó útgerðar-
menn séu ákærðir fyrir brot á lögum er samt ekki
hægt að dæma í máli þeirra þar sem það er ekki á
sviöi dómstóla heldur Alþingis.
Útgerðarmennirnir fóru á sjó í þeirri vissu að
nytjastofnar á íslandsmiðum væru
sameign þjóðarinnar og vitnuðu
þar í 1. grein kvótalaganna. Lög-
spekingar fuUyrða hins vegar að
með þessari gein laganna sé ekki
verið að veita þjóðinni einkaeign-
arrétt á ftskinum í sjónum. Hann
væri í raun aimennur og þessi
margfræga grein því einskis virði.
Útgerðarmennirnir fóru á sjó í fuU-
vissu um þá vitleysu að þeir ættu
fiskinn í sjónum eins og segir I lög-
unum. En þar sem brot þeirra varð-
aði við lög sem stangast á við stjórn-
arskrá lýðveldisins er ekki hægt að
kveða upp dóm yfir þeim í Hæstarétti. Vitleysan í
lögunum gerir að verkum að ekki er tekist á um
sekt þeirra eða sakleysi heldur tUveru kvótakerfis-
ins.
Með lögum skal land byggja en ólögum eyða. Og
þar sem ólögin ráða og menn fá ekki reynt á stöðu
sína fyrir dómstólum þar sem málin eru stórpóli-
tísk er Dagfara skapi næst að pakka niður og halda
suður á bóginn, tU Kanaríeyja
Davíð Oddsson og Garðar Sverrisson
Þeir rugla öryrkjana meö ruglinu
Þeir rugla
öryrkjana
Sverrir Bjarnason skrifar:
Þeir Davíð Oddsson forsætisráð-
herra og Garðar Sverrisson hjá Ör-
yrkjabandalagiinu eru búnir að
rugla öryrkja svo í ríminu að hluti
þeirra hefur ekki þolinmæði lengur
aö sitja undir öUu ruglinu og hafa
sagt sig úr bandalaginu. Er hægt að
lá þeim það? Og er hægt að lá sjón-
varpsáhorfendum að loka þegar
fréttamenn koma enn með þetta
rugl sem „fréttir"? Helgi Seljan ætti
nú að taka þessa menn undir arm-
inn og bjóða þeim upp á heitt
súkkulaði á Café París og boða
fréttamenn á staðinn til að taka
mynd af handtaki ársins. Davíð
gæti laumað undirrituðu loforði
sínu í lófa Garðars í leiðinni um ríf-
legt átak í málefnum öryrkja á yfir-
standandi þingi.
Húsavík markar stefnuna
Flugi þangaö er nú endanlega lokiö.
Innanlandsflug
med tapi
Stefán Stefánsson skrifar:
Á meðan því er lýst yfir að innan-
landsflugi sé lokið tU og frá Húsavík,
les maður hugmyndir um „stórkost-
lega möguleika" í miUUandaUugi um
AlexandersflugvöU á Sauðárkróki!
Það er ekkert leyndarmál að innan-
landsflug er rekið með tapi og ekki
verður aftur leitað tU stjómvalda
eða bæjarfélaga um frekari stuðning.
Fáir vilja búa á landsbyggðinni, jafn-
vel ekki á Húsavík í aliri sumarfeg-
urðinni. Einangrunin er of mikU.
AUt stuðlar að afnámi innanlands-
flugs fyrr en síðar, nema tU þéttbýl-
ustu bæjanna. Treysta verður á sam-
göngur á landi í framtíðinni.
Verkamannasambandið fundar
Gengst þaö undir þakkargjöröina
hjá Samtökum atvinnulífsins?
Allt stefnir
í verkföll
Ásgeir Magnússon skrifar:
Ég sé ekki betur en að verkfóU
séu í augsýn eftir að sundur skUdi
með Flóabandalaginu og VMSÍ. Það
var engin von tU þess að hinir lægst
launuðu í VMSÍ gætu gengist undir
þá óvæntu þakkargjörð sem forysta
Flóabandalagsins átti með Samtök-
um atvinnulífsins. Það er eins og
aUt ætli að verða að vopni þeirra
samtaka gegn launþegum á þessu
tímamótaári þegar loks mátti þó
vænta lausnar á áratuga vesöld í
launamálum verkafólksins á íslandi.
Að bíða í þrjú og hálft ár eftir að ná
91.000 kr. er með ólíkindum.
PV Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangið:
gra@ff.is.
Eða sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11, 105 ReyKJavik.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.