Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2000, Blaðsíða 22
s
26_________________________
Ættfræði___________________
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
75 ára
Kristján Finnbogason,
MSvahlíö 35, Reykjavík.
Lýdía Þorkelsson,
Hamrahlíö 29, Reykjavík.
70 ára_________________________________
Ingvar Þorleifsson,
Sólheimum, Blönduósi.
Magnús Kr. Guðmundsson,
Þórshamri, Tálknafiröi.
60 ára_________________________________
Þorleifur Kristinn
Valdimarsson,
framkvæmdastjóri og starfsmaöur Fiski-
félags
islands,
Hjarðarhaga 23,
Reykjavík.
Eiginkona hans er Theo-
dóra Þórðardóttir. Þau
taka á móti gestum í Vals-
heimilinu aö Hlíöarenda í
dag kl. 17.00-19.00.
Páll Jónasson,
Pálsgarði 2, Húsavík.
Sigríður E Sverrisdóttir,
Flatahrauni 16a, Hafnarfiröi.
50ára__________________________________
Auðbjörg Guðröðsdóttir,
Garöavegi 13, Hafnarfiröi.
Friðfinnur Halldórsson,
Sefgöröum 8, Seltjarnarnesi.
Guðbjörg M. Karlsdóttir,
Ájfatúni 15, Kópavogi.
Jon G. Snædal,
Ránargötu 36, Reykjavík.
Kristján Halldórsson,
Klettastíg 1, Akureyri.
Ragnheiður Pálsdóttir,
Bröttukinn 16, Hafnarfiröi.
Vignir Bergmann,
Melbraut 7, Garöi.
40 ára_________________________________
Brian Patrick Fitzgibbon,
Bergstaðastræti 56, Reykjavík.
Júlíana Karlsdóttir,
Ennisbraut 10, Ólafsvík.
Gddfriöur Ósk Óskarsdóttir,
Brekkubæ 13, Reykjavík.
Ragnar Borgþórsson,
Lautasmára 37, Kópavogi.
Rut Magnúsdóttir,
Reykási 22, Reykjavík.
Þorsteinn Fjalar Þráinsson,
Stórholti 7, isafiröi.
______________Andlát
Ragnhildur Bjarnadóttir, Garöavegi 11,
Hafnarfiröi, andaöist á
hjúkrunarheimilinu Sólvangi laugard.
19.2. Jarðarförin hefur fariö fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Margrét Theodórsdóttir, Nestúni 4,
andaðist á Sjúkrahúsinu Hvammstanga
þriöjud. 14.3.
Fjóla Guðmundsdóttir lést á elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund þriðjud. 29.2.
Útförin hefur fariö fram.
Einar Pétursson, fyrrv. bóndi á
Arnhólsstööum, er látinn.
Sigrún Ásbjörg Fannland frá
Sauöárkróki, Faxabraut 13, Keflavik,
lést á Heilbrigðisstofnun Suöurnesja
þfiðjud. 14.3.
jaröarförin auglýst síöar.
FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000
I>V
Páll Pétursson félagsmálaráðherra
Páll hefur verið þingmaður í rúman aldarfjórðung og var þingflokksformaður
Framsóknarflokksins í fjórtán ár samfellt, eða lengur en nokkur annar.
Páll Pétursson
félagsmálaráðherra
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra greindi frá því í DV-frétt í
gær að hópur flóttamanna frá
Júgóslavíu væri væntanlegur hing-
að til lands í sumar.
Starfsferill
Páll Bragi Pétursson fæddist að
Höllustöðum í Blöndudal 17.3. 1937
og á því afmæli í dag. Hann lauk
stúdentsprófi frá MA 1957.
Páll hefur verið bóndi á Höllu-
stöðum frá 1957, alþm. frá 1974, var
formaður þingflokks Framsóknar-
tlokksins 1980-94 og er félagsmála-
ráðherra frá 1995.
Páll var formaður FUF í Austur-
Húnavatnssýslu 1963-69, sat í
hreppsnefnd Svínavatnshrepps
1970-74, var formaður Veiðifélags
Auðkúluheiðar 1972-77, í stjórn
Búðnaðarfélags Svínavatnshrepps
um árabil, fulltrúi á fundum Stéttar-
sambands bænda 1973-77, formaður
Hrossaræktarsambands Islands
1974-80, í Norðurlandaráði 1980-91,
formaður íslandsdeildar þess
1983-85, forseti Norðurlandaráðs
1985 og 1990, í Flugráði 1983-92, í
Rannsóknarráði 1978-80, í Vestnor-
ræna þingmannaráðinu 1985-87, í
stjórn Landsvirkjunar 1987-95, kos-
inn í Evrópustefnunefnd 1988 og í
þingmannanefnd EFTA/EES
1991-95.
F]ölskylda
Páll kvæntist 26.7. 1959 Helgu
Ólafsdóttur, f. 30.10. 1937, d. 23.5.
1988, húsmóður. Helga var dóttir
Ólafs Þorsteinssonar, yfirlæknis á
Siglufirði, og k.h., Kristine Þor-
steinsson húsmóður.
Börn Páls og Helgu eru Kristín, f.
6.8. 1960, bóndi á Höllustöðum en
maður hennar er Birkir Freysson
bóndi og er sonur hennar Helgi Páll
Gíslason, f. 1979, en börn Kristínar
og Birkis eru Ólafur Freyr, f. 1988,
Hulda Margrét, f. 1991, og Bragi
Hólm, f. 1995; Ólafur Pétur, f. 1962,
vélaverkfræðingur í Reykjavík, en
kona hans er Ragnheiður Inga Þór-
arinsdóttir efnaverkfræðingur og
eru dætur þeirra Helga Kristin, f.
1990, Hildur Þóra, f. 1993, og Katrín
Unnur, f. 1996; Páll Gunnar, f. 1967,
lögfræðingur og forstjóri Fjármála-
eftirlitsins, en sonur hans er Sigurð-
ur Páil, f. 1992.
Seinni kona Páls er Sigrún Magn-
úsdóttir, f. 15.6. 1944, borgarfulltrúi
og kaupmaður. Hún er dóttir Magn-
úsar Jónssonar Scheving, og k.h.,
Sólveigar Vilhjálmsdóttur.
Dætur Sigrúnar eru Sólveig
Klara Káradóttir, búsett á Dvergs-
stöðum í Eyjafirði; Ragnhildur Þóra
Káradóttir, nemi í Reykjavik.
Systkini Páls eru Már, f. 1939,
héraðsdómari í Hafnarflrði; Hanna
Dóra, f. 1941, kennari í Kópavogi;
Pétur Ingvi, f. 1947, yfirlæknir á Ak-
ureyri.
Foreldrar Páls: Pétur Pétursson,
f. 30.11. 1905, d. 7.5. 1977, bóndi á
Höllustöðum, og k.h., Hulda Páls-
dóttir, f. 21.8. 1908, d. 9.1. 1995.
Ætt
Pétur var hálfbróðir, samfeðra,
Önnu, móður Jónasar Kristjánsson-
ar ritstjóra. Pétur var sonur Péturs,
kaupmanns á Akureyri, Pétursson-
ar, b. á Hafsteinsstöðum, Bjömsson-
ar. Móðir Bjöms var Björg Bjöms-
dóttir, systir Péturs i Ási, afa Sig-
urðar Guðmundssonar málara.
Móðir Péturs kaupmanns var Rann-
veig Magnúsdóttir.
Móðir Péturs á Höllustöðum var
Ingibjörg Sigurðardóttir, b. í Hring-
veri, Hallssonar, b. á Reykjum,
Jónssonar, bróður Guðmundar á
Læk, langafa Jósefinu, ömmu
Matthíasar Johannessen ritstjóra.
Hulda var systir Halldórs búnað-
armálastjóra; Bjöms, alþm. á
Löngumýri, og Hannesar á Undir-
felli, afa Hannesar Hólmsteins Giss-
urarsonar. Hulda var dóttir Páls, b.
á Guðlaugsstöðum, bróður Guð-
mundar, alþm. og læknaprófessors,
og Jóns, b. á Brún, langafa Guðrún-
ar Agnarsdóttur, fyrrv. alþm. Faðir
Páls var Hannes, b. á Guðlaugsstöð-
um, bróðir Guðrúnar, móður Guð-
mundar Ólafssonar, alþm. í Ási.
Bróðir Hannesar var Jón, faðir
Jóns, alþm. í Stóradal. Hannes var
sonur Guðmundar, alþm. á Guð-
laugsstöðum, Amljótssonar, b. á
Guðlaugsstöðum, Illugasonar, b. á
Guðlaugsstöðum, Hannessonar.
Móðir Huldu var Guðrún Björns-
dóttir, b. í Grímstungu í Vatnsdal,
Eysteinssonar, bróður Ingibjargar,
langömmu Friðriks Sophussonar,
forstjóra Landsvirkjunar. Móðir
Guðrúnar var Guðbjörg, systir Guð-
rúnar, langömmu Ingvars Gíslason-
ar, fyrrv. alþm. Guðbjörg var dóttir
Jónasar, b. á Tindum, Erlentísson-
ar, og Helgu Jónsdóttur.
Þóra Ása Guðjohnsen
húsmóðir
Þóra Ása Guðjohnsen, Logafold
68, Reykjavík, er sjötug í dag.
Starfsferill
Þóra Ása fæddist á Húsavík og
ólst þar upp. Hún er gagnfræðingur
frá Gagnfræðaskóla Húsavikur.
Þóra bjó í Seattle í Bandaríkjun-
um 1958-63, starfaði hjá Hafrafelli
hf. í Reykjavík 1963-86, og vann hjá
bókaforlaginu Sögusteini 1986-89.
Þóra er meðhöfundur að niðjatal-
inu Knudsensætt, I.—II. bindi, 1986,
og niðjatalinu Auðsholtsætt, 1996.
Fjölskylda
Þóra giftist 3.7. 1954 Sigurþóri
Margeirssyni, f. 27.10.1925, forstjóra
Hafrafells hf„ síðar skrifstofumanni
í Reykjavík. Foreldrar Sigurþórs
voru Margeir Guðmundur Rögn-
valdsson, verkamaður í Reykjavík,
og k.h., Anna Gíslína Gísladóttir
húsmóðir.
Börn Þóru og Sigurþórs eru Hall-
dór Gísli, f. 13.12.1954, bifreiðasmið-
ur í Hafnarfirði, kvæntur Sigríði
Jónsdóttur, sjúkraliða og lyfja-
tækni, og eiga þau tvö böm; Guðrún
Gerða, f. 5.10. 1956, húsmóðir í
Reykjavík, gift Gústaf Adolf Hjalta-
syni vél-
tæknifræð-
ingi og eiga
þau fimm
börn; Ingibjörg Þórdís, f. 21.12. 1962
leikskólaráðgjafi í Reykjavík, gift
Sigurði Kristni Erlingssyni, raf-
eindavirkja og framkvæmdastjóra
og eiga þau þrjú börn.
Systkini Þóru: Halldóra Margrét
f. 28.9.1920, húsmóðir í Snohomish í
Washington í Bandaríkjunum; Ein
ar Þórður, f. 14.4. 1922, d. 11.5. 1995
viðskiptafræðingur og fram
kvæmdastjóri í Reykjavík; Stefán
Sveinbjörn, f. 18.9. 1924, d. 4.6. 1992,
byggingameistari í Portland í Or
egon í Bandaríkjunum; Pétur, f
8.11. 1927, stýrimaður í Reykjavík
Baldur Ásgeir, f. 17.8. 1932, bygg
ingaverktaki i Pittsburg i Kalfomíu
Fósturforeldrar Þóru frá níu ára
aldri voru Bjarni Benediktsson
kaupmaður á Húsavík, og k.h., Þór
dís Ásgeirsdótir.
Foreldrar Þóru: Sveinbjörn Guð
johnsen, f. 14.3. 1873, d. 14.7. 1939
gullgrafari í Klondike í Alaska og
sparisjóðssstjóri á Húsavík, og k.h.
Guðrún Hallgerður Eyjólfsdóttir, f
18.9. 1897, d. 30.5. 1974, húsmóðir.
• •
Ossur Pétur Valdimarsson
flokkstjóri hjá Vegagerðinni
Össur Pétur Valdimars-
son, flokkstjóri hjá Vega-
gerðinni, Fjarðarstræti
14, ísafirði, er fertugur 1
dag.
Starfsferill
Össur fæddist á ísa-
firði, ólst þar upp og hef-
ur átt þar heima, að und-
anskildu einu og hálfu
ári.
Össur hóf störf hjá íshúsfélagi ís-
firðinga er hann var fimmtán ára og
starfaði þar til 1999 utan eins og
hálfs árs. Hann hóf störf hjá Vega-
gerðinni á Vestfjörðum vorið 1999
og hefur verið þar flokksstjóri.
Fjölskylda
Össur kvæntist 27.7. 1989 Redy
Svandísi Valdimarsdóttur, f. 14.10.
1961, verkakonu. Hún er dóttir Julio
Zamudio, sem er látinn, og Juliu
Ayjarí sem búsett er í Lima í Perú.
Dóttir Össurar, frá fyrra hjóna-
bandi, og Sigríðar Ólafíu Sveins-
dóttur er Valdís María Össurardótt-
ir, f. 15.5. 1982.
Sonur Össurar og Redyar Svan-
dísar er Valdimar ísak Össurarson,
f. 17.5. 1990.
Systkini Össurar eru
Guðmundur Valdimars-
son, f. 2.8. 1963, vélvirki
og sjómaður á ísafirði,
kvæntur Auði Helgu
Ólafsdóttur og eiga þau
tvö böm; Jón Smári
Valdimarsson, f. 27.7.
1965, vélvirki í Súðavík,
og á hann tvö börn; Auð-
unn Bragi Valdimarsson, f. 6.8.1972,
háseti, búsettur á ísafirði, kvæntur
Cathy Valdimarsson frá Boston í
Bandaríkjunum.
Foreldrar Össurar: Valdimar Þór-
arinn Össurarson, f. 23.2. 1940, d.
25.2. 1980, verkstjóri og sjómaður í
Súðavík, og Guðbjört Ásdís Guð-
mundsdóttir, f. 30.10. 1940, yfirpóst-
meistari í Súðavík.
Ætt
Valdimar var sonur Össurar Pét-
urs Valdimarssonar sjómanns og
Guðbjargar Hermannsdóttur hús-
móður.
Guðbjört Ásdís er dóttir Guð-
mundar Guðmundssonar stefnubera
og Rebekku Jónsdóttur húsmóður.
Össur er að heiman.
Einar Magnússon, rektor Menntaskólans í
Reykjavík, fæddist á þessum degi fyrir
íundrað árum. Hann lést 12. ágúst 1986.
Einar var frá Miðfelli í Hrunamanna-
íreppi, sonur Magnúsar Einarssonar og
Sigríðar Halidórsdóttur. Hann tók stúd-
mtspróf við MR 1919 og kandidatspróf í
ptðfræði við HÍ 1925.
Einar stundaði kennslu við Verslun-
trskólann, Kvennaskólann, Gagnfræða-
;kóla Reykvikinga, Gagnfræðaskóla
teykjavíkur, Gagnfræðaskólann í Von-
irstræti og sinnti jafnframt mikilli einka-
tennslu. Lengst af starfaði hann þó við
Vlenntaskólann í Reykjavík. Þar hóf hann
œnnslu tuttugu og tveggja ára, var þar yfir-
œnnari 1939-65 og rektor 1965-70.
Einar Magnússon rektor
Einar var fær og vinsæll kennari. Hann
sinnti mjög félagslifi nemenda í frístundum
sínum, endurgjaldslaust, ók oft skólabíln-
um Grána, sem áður fyrr var nýttur til
fræðslu- og skemmtiferða, og hafði alla
tíð mikinn áhuga á menntaskólaselinu
og á leiklistarstarfi Herranætur.
Einar var þægilegur og yfirlætislaus
i framkomu, viðsýnn og frjálslyndur.
En hann var íhaldssamur í skólamál-
um og bar virðingu fyrir sögu þessarar
elstu menntastofnunar landsins. Hann
barðist gegn hugmyndum um flutning
skólans úr miðbænum, og lét gera upp
gamla skólahúsið og færa til fyrra horfs.
Endurminningar Einars, Úr dagbók Ein-
ars Magg, komu út 1984.
Jaröarfarlr
Þórunn Egilsdóttir, áöur Úthlíð 10,
Reykjavík, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í Reykjavík mánud. 20.3.
kl. 15.00.
Guðmundur Jörgen Sigurðsson frá
Bjarnahúsi, Stokkseyri, veröur
jarðsunginn frá Þorlákskirkju laugard.
18.3. kl. 14.00. Jarðsett verður á
Stokkseyri.
Margrét Guðlaug Bogadóttir, Skálahllð,
Siglufirði, áöur á Hólavegi 38, verður
jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugard.
18.3. kl. 14.00.
Kristinn Markússon frá Dísukoti veröur
jarðsunginn frá Þykkvabæjarkirkju
föstud. 17.3. kl. 14.00.
Sesselja Hróbjartsdóttir frá Söndu,
Stokkseyri, verður jarösett frá
Stokkseyrarkirkju laugard. 18.3. kl.
14.00.