Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2000, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 11 PV Utlönd Færeyingar geta staðiö á eigin fótum: Lögmaður vill viðræð- ur fyrir opnum tjöldum Anfinn Kallsberg, lögmaður Fær- eyja, skrifaði Poul Nyrusmussen, forsætisráðherra Danmerkur, bréf í gær þar sem hann sagði Dani hafa svo misnotað og rangtúlkað trúnað- arupplýsingar í sjálfstæðisviðræð- unum i síðustu viku að Færeying- ar óski eftir því að framhald við- ræðnanna fari fram fyrir opnum tjöldum. Af sömu ástæðu ætlar lög- maðurinn að gera opinbera i dag tillögu færeysku landstjómarinnar um ný tengsl milli landanna sem kynnt var á samningafundinum á fóstudag. í bréfinu segist Anfinn Kallsberg hafa orðið mjög hissa eftir fundinn á fostudag þegar danskir og fær- eyskir fjölmiðlar birtu upplýsingar frá danska fjármálaráðuneytinu. Samkvæmt þeim upplýsingum á færeyska landstjómin að hafa lagt til að fjárhagsstyrkur Dana til Fær- eyinga yrði afnuminn á 50 til 80 ára tímabili. Lögregla í New York skaut óvopnaðan innflytjanda Efnt hefur verið til mótmæla daglega síðan lögregla í New York skaut til bana óvopnaðan innflytj- anda frá Haiti fyrir utan bar sið- astliðinn fimmtudag. Lögmenn lögreglumannsins, Anthonys Velazquez, sem skaut innflytjandann, segja að hleypt hafi verið af óvart. Sjónarvottar segja það ekki rétt. Lögreglumaðurinn, sem var í borgaralegum klæðum, tók þátt í aðgerð gegn flkniefnaneytendum. Hann ávarpaði innflytjandann, Patrick Dorismond, og spurði hvar hann gæti keypt maríjúana. Eftir eitthvert orðaskak skaut lög- reglumaðurinn Dorismond. „Ég skil ekki hvemig óvopnað- ur maður, sem ekki hafði áhuga á viðskiptum með fíkniefni, skuli hafa látið lífíð,“ sagði presturinn A1 Sharpton sem tekið hefur þátt í mótmælunum. Fullyrt er að lög- reglumaðurinn sé fljótur að reið- ast og sé haldinn fordómum gegn blökkumönnum. Óskarsstyttur fundnar Lögreglan hefur endurheimt tugi stotinna óskarsverðlaunastyttna. Andað léttar: Stolnar óskars- styttur fundnar Lögreglan i Los Angeles hefur handtekið tvo menn sem grunaðir eru um að hafa stolið 55 óskarsverð- launastyttum. Mennimir störfuðu báðir hjá fyrirtækinu sem sá um að flytja styttumar frá framleiðandan- um í Chicago til Hollywood. Fimmtíu og tvær styttur fundust i ruslagámi við verslun í kóreska hverfi Los Angeles. Maðurinn sem fann styttumar lét fjölmiöla vita fyrst og lögregluna svo. Lögreglan hefur lítið sagt um hvemig tví- menningamir skipulögðu ránið. Anflnn Kallsberg Færeyski iögmaðurinn skrifaði danska forsætisráðherranum bréf. „Þetta er til mikils skaða fyrir væntanlegar samningaviðræður og ég get ekki túlkað þetta öðru vísi en að danska stjómin vilji ekki virða óskir Færeyinga um að þetta verði trúnaðarmál," segir Anfinn kalls- berg í bréfinu til danska forsætis- ráðherrans. Tveir danskir sérfræðingar í efnahagsmálum Færeyja segja að eyjarskeggjar þoli vel að beinn fjár- styrkur Dana verði afnuminn á þremur til fjórum árum, eins og Poul Nymp sagði að raunin yrði ef Færeyingar vildu sjálfstæði. Sér- fræðingamir segja við Jyllands- Posten að Færeyingar muni fmna fyrir þvi en ekki á afgerandi hátt. „Að sjálfsögðu getur færeyskt efnahagslíf staðið á eigin fótum inn- an fjögurra ára. Færeyingar munu finna fyrir sjálfstæði í buddunni sinni en ekki afgerandi. Eyjamar eru nú í hópi 15 ríkustu þjóða heims en detta niður í 25. til 30. sæti,“ seg- ir Martin Paldam, hagfræðiprófess- or við Árósaháskóla. Hann og Christian Schultz, hag- fræðiprófessor við Kaupmannahafn- arháskóla, eru sammála um að ekki sé betri tími fyrir Færeyinga til að öðlast sjálfstæði en einmitt nú þar sem efnahagur Færeyja standi svo traustum fótum. „Það er enginn vafi á að þeir muni finna fyrir þessu. En á síðustu árum hafa Færeyingar lækkað skuldir sín- ar um tíu milljarða íslenskra króna. Erlendar skuldir landsins voru því við árslok komnar niður í ekki neitt. Tekjuafgangur rikissjóðs var svo tæpir tíu milljarðar á árinu 1999,“ segir Christian Schultz. Davíð Oddsson forsætisráðherra lýsti því yfir á Alþingi í gær að ís- lensk stjómvöld væm reiðubúin að liðka fyrir samningaviðræðum Fær- eyinga og Dana ef aðilar fæm fram á það en íslendingar myndi ekki hafa frumkvæði þar um. Englandsdrottning heimsækir andfætlinga Elísabet Englandsdrottning brosti breitt viö komuna í vatnsíþróttamiðstöðina á ólympíuleikasvæöinu í Sydney í Ástrai- íu í morgun, þrátt fyrir vætuna. Hópur manna var þar saman kominn til aö fagna drottningu sem er í sextán daga op- inþerri heimsókn til Ástralíu. Drottning hefur tólf sinnum áður heimsótt andfætlinga. Nýr formaöur kristilegra Angela Merkel er prestsdóttir og eðlisfræðingur frá A-Þýskalandi. Merkel tilnefnd formaður kristi- legra demókrata Stjórn Kristilega demókrata- flokksins ákvað í gær að tilnefna Angelu Merkel, núverandi aðalrit- ara flokksins, í embætti flokksfor- manns. Ekki verður um mótfram- boð að ræða á þingi flokksins í apr- íl og er því víst að Merkel verður flokksformaður. „Þetta er alveg ótrúlegt. Þetta sýnir að konur eru líka fólk,“ sagði Merkel á fundi með fréttamönnum. Hún hét því að hreinsa til eftir Helmut Kohl, fyrrverandi kanslara Þýskalands, og gera flokkinn bar- áttuhæfan á ný. Merkel er prestsdóttir frá A-Þýskalandi og er eðlisfræðingur að mennt. Cherie Blair Breska forsætisráöherrafrúin hvetur tii lagabreytinga til að jafna stööu samkynhneigöra og kvenna. Cherie berst fyr- ir homma og rétt- indum kvenna Cherie Blair, eiginkona Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, hvatti í gær til lagabreytinga til að auka réttindi samkynhneigðra og kvenna. í ávarpi á ráðstefnu lög- manna sagði breska forsætisráð- herrafrúin að umræðunni um hvort samkynhneigð pör ættu að njóta sömu réttinda og gagnkynhneigö hjón væri ekki lokið. Cherie hvatti einnig til breytinga á vinnulöggjöf- inni til að hjálpa konum við að sam- eina vinnu og fjölskyldulif. Sagði hún nauðsyn á sveigjanlegum vinnutíma og betri bamagæslu. Kominn a þing og styður Bush John McCain settist aftur í öld- ungadeildina á Bandaríkjaþingi í gær í fyrsta sinn frá því að baráttu hans fyrir að hljóta tilnefningu sem forsetaframbjóðandi repúblikana lauk. Lýsti McCain yfir stuöningi við George Bush, ríkisstjóra Texas. „Ég hef alltaf sagt að ég myndi styðja frambjóðanda flokksins og ég ætla að gera það,“ sagði McCain við fréttamenn. Hann lagði þó áherslu á að hann myndi ekki láta af umbóta- stefnu sinni. Hann myndi ekki svíkja þær milljónir sem treystu á hann og stefnu hans. McCain dró sig í hlé 9. mars síðastliðinn, tveim- ur dögum eftir mikinn ósigur í for- kosningum í 16 ríkjum. McCain var hvattur til að bjóða sig fram fyrir þriðja flokkinn en hann ætlar ekki að yfirgefa Repúblikanaflokkinn. John McCain Öldungadeildarþingmaðurinn lýsti í gær yfir stuðningi viö Bush. EVRÓPA BÍLASALA Faxafen 8 Sími 581 1560 Fax 581 1566 tákn um traust Hyundai Starex H-1 4x4 dísil, sk. 01/00, ekinn 6 þús. km, vetrardekk/sumardekk, 7 manna, snúningsstólar. Nýr bíll. Verð 2.450.000. Áhvilandi hagstætt bílalán. www.evropa.iswww.evropa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.