Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 Fréttir Ríkislögreglustjóri neitar Landssambandi lögreglumanna um afrit af bréfum: Formaður þrætir fýrir eigin skrif - þar sem hann segir mönnum ekki skylt að gera grein fyrir „áhugamálum' Ríkislögreglustjóri ritar langt bréf þar sem hann vill bera til baka frétt DV um að meint stríð sé á milli Landssambands lögreglumanna og embættis ríkislögreglustjóra. Þama stangast á fullyrðingar ríkis- lögreglustjóra við efni bréfs sem Landssamband lögreglumanna sendi lögreglumönnum nýverið. Umrædd frétt er byggð nær orð- rétt á bréfi stjómar LL til lögreglu- manna sem ríkislögreglustjóri virðist ekki hafa fengið að sjá, en DV hefur undir höndum. Virðist bréfið bera það með sér að ekki ríki mikill kær- leikur á heimilinu. Jónas Magnússon, formað- ur Landssambands lögreglu- manna, sendi bréf í líkum dúr og ríkislögreglustjóri og fárast út af frétt DV. Umræddur Jónas kann- ast þar ekki við ýmis atriði í frétt- inni sem þó eru byggð á hans eigin bréfi sem hljóðar svo, og er ritað til lögreglumanna 15. mars 2000: Stjórn Landssambands lögreglu- manna hefur á fundi sínum í dag m.a. fjallað um skyldu lögreglu- manna til þess að skýra lögreglu- stjóra frá því, hyggist hann taka við launuðu starfi, ganga i stjórn at- vinnufyrirtækis eða stofna til at- vinnurekstrar. Með hliðsjón af því eyðublaði sem dreift hefur verið til lögreglumanna og gerir m.a. ráð fyrir tilkynn- ingu um ólaunað auka- starf hefur stjómin leit- að lögfræðiálits. Stjóm- in beinir þeim tilmælum til lögreglumanna að: Þeir sem hafa með höndum launuð auka- störf, sitji í stjórn at- vinnufyrirtækja, reka eða hyggjast vcrt cr að vekja aihygíí s hefja rekstur eigin fyrir- tækis og hafa ekki fengið til þess leyfi viðkomandi lögreglustjóra, skili inn tilkynningu þar um án tafar. Þeir sem þegar hafa til- kynnt lögreglustjóra um launað aukastarf og ekki verið bannað að Bréf til lögreglumanna. stunda það, skrifi honum bréf í ne hvflir hví plchi hverju vitnað er m upphaflegrar „...Og nvuir pvi e/c/a SU tilkynningar og hvenær hún fór skylda á lögreglumönnum fram. að geragrein fyrir „áhuga- Ekki iagastoð málum“ sínum.“ Ekki verður séð að lagastoð sé J*jóm IX hefur rikiriöfrtcghif1 jó.» «m tógíCglunanra í »ð íknhtoTu LL I®‘“^ U suifuotM itclur ekki að hann i*Tur nduð ammkunum ^ ^ ^ ieti rikíslðBicgluajóraMOg þyiykk. mðfcUiciKa ZZZZJZZLm Jónas Magnússon. Kannast ekki við eig- ið bréf. U ti þwnuw ftnifc. i tma'ft fyrir tilkynninga- skyldu um „ólaunuð störf* og hvílir því ekki sú skylda á lög- reglumönmun að gera grein fyrir „áhuga- málum“ sínum. Neitað um afrit Stjórn LL hefur ýmsar athugasemdir við framgang máls þessa en vert er að vekja athygli lög- reglumanna á að skrifstofu LL berast ekki umburðarbréf ríkislögreglustjóra þar sem hann hefur neitað samtökunum um af- rit þeirra. Skrifstofan hefur ekki aðgang að innra neti ríkislög- reglustjóra og því ekki möguleiki á að afla þaðan gagna. Ríkislögreglustjóra verður ritað bréf í framhaldi af þessum fundi, í hverju gagnrýni stjómar á fram- kvæmd og túlkun þessara mála verður tíunduð. Með félagskveðju. Stjóm LL. JM/- -HKr. (Millifyrirsagnir og leturbreyt- ingar eru blaðsins) Ríkislögreglust j óri: Kannast ekki við stríðið Á blaðsíðu 2 í DV í dag, 22. mars 2000, birtist frétt með fyrirsögninni „í stríði við ríkislögreglustjóra". Fram kemur í greininni að stjórn Lands- sambands lögreglumanna (LL) hafi „leitað eftir lögfræðiáliti vegna til- kynningaskyldu ríkislögreglustjóra vegna aukastarfa lögreglumanna“. Jeifnframt kemur fram að stjórn fé- lagsins hafi fundað um þá kröfu ríkis- lögreglustjóra að lögreglumenn sem hafa með höndum launuð aukastörf, eða sitji í stjómum fyrirtækja, eða hyggist hefja rekstur eigin fyrirtækja án þess að hafa fengið til þess leyfi viðkomandi lögreglustjóra, tilkynni það án tafar. í greininni kemur og fram að stjóm LL telji að ekki sé laga- stoð fyrir tilkynningaskyldu um „ólaunuð störf ‘ og því hvíli sú skylda ekki á lögreglumönnum að gera grein fyrir „áhugamálum" sínum. Vegna fréttar DV vill ríkislögreglu- stjórinn taka fram að með bréfi, dags. 10. maí 1999, í framhaldi af beiðni dómsmálaráðuneytisins, fól embættið laga- og umsagnarnefnd ríkislögreglu- stjórans að gera tillögur að almennum reglum um hvaða aukastörf lögreglu- manna teljist heimil samkvæmt 32. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, en í lagaá- kvæðinu er fjallað um aukastörf lög- reglumanna. Þá er kveðið á um auka- störf opinberra starfsmanna í 20. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyld- ur starfsmanna ríkisins. Laga- og um- sagnarnefnd ríkislögreglustjóra er skipuð lögfræðingunum Ólafi K. Ólafssyni, sýslumanni, sem jafnframt er formaður, Birni Jósef Amviðar- syni, sýslumanni og formanni Sýslu- mannafélags íslands, Arnari Guð- mundssyni, skólastjóra Lögregluskóla ríkisins, Jón H. B. Snorrasyni, sak- sóknara efnahagsbrotadeildar ríkis- lögreglustjóra og Herði Jóhannessyni, yfirlögregluþjóni lögreglustjóraemb- ættisins í Reykjavík Með bréfi, dags. 2. febrúar sl. óskaði laga- og umsagn- amefnd eftir því við ríkislögreglu- sjóra að öllum lögreglustjórum yrði ritað bréf þar sem óskað yrði eftir því að allir starfandi lögreglumenn í land- inu fylltu út ákveðið eyðublað sem nefndin halði útbúið. Þetta var gert með bréfi ríkislögreglustjóra þann 22. febrúar sl. og eru tilkynningar frá lög- reglumönnum þegar farnar að berast. Þessi málsmeðferð er í fullu samræmi við ákvæði 32. gr. lögreglulaga og 20. gr. starfsmannalaga og því fráleitt að um lögleysu sé að ræða, eins og hald- ið er fram í frétt DV og byggt á áliti stjórnar Landssambands lögreglu- manna. í umræddri frétt er talað um að stjóm landssambandsins vekji athygli lögreglumanna á því að ríkislögreglu- stjóri hafi neitað samtökum þeirra um afrit af eyðublaði sem hann hefur dreift til lögreglumanna með fyrr- greindri kröfu. Einnig bendir stjómin á að LL hafi ekki aðgang að innraneti ríkislögreglustjóra og hafi því ekki möguleika á að afla þaðan gagna. Embætti ríkislögreglustjóra á ekki gott með að átta sig á hvaðan þessi vitleysa kemur enda er heimildar- maður DV ekki nafngreindur. Lands- samband lögreglumanna hefur ekki óskað eftir því við embætti ríkislög- reglustjórans aö fá afhent nefnt eyðu- blað né heldur sent embætti ríkislög- reglustjóra nokkurt erindi varðandi umburðarbréf sem hér er fjallað um og varðar aukastörf lögreglumanna. Ríkislögreglustjóra er því fýrirmunað að átta sig á hvaða stríð á að vera í gangi á milli embættisins og lands- sambands lögreglumanna. í þessu sambandi er einnig rétt að taka fram að allir lögreglumenn á landinu, þar með taldir stjómarmenn í Landssam- bandi lögreglumanna, hafa aðgang að innranetsvef ríkislögreglustjórans, þar sem öll umburðarbréf era birt jafnóðum og þau eru send út. Þetta fyrirkomulag er búið að vera við líði síðan í júní 1999, en þá sendi ríkislög- reglustjóri öllum lögreglustjórum bréf þar sem innranetið var kynnt og áhersla lögð á aðgengi allra lögreglu- manna að því og þeir hvattir til að kynna sér umburðarbréfin. Ríkislög- reglustjóra er ekki kunnugt um ann- að en að allir lögreglumenn hafi að- gang að innranetinu með einhverjmn hætti. Það erindi sem hér er til um- fjöllunar er á innranetsvefnum, svo og nefnt eyðublað. Ríkislögreglustjóri, 22. mars 2000. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR LOKAGJALDDAGI INNLAUSNARVERÐ* Á KR. 10.000,00 1980 í. fl. 15. 04. 2000 kr. 506.928,10 * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 24. mars 2000 SEÐLABANKIÍSLANDS Ktt Umsjón: Haukur L. Hauksson netfang: sandkorn@ff.is Stéttaskipting Steinunn Ólina Þor- steinsdóttir upplýsti óvart í Sjón- varpinu um stéttaskipt- inguna inn- an leikara- stéttarinnar þegar hún : sagði sem svo að leik- ari á Akureyri sem missti samning við húsiö og yrði lausráðinn færð- ist við þaö upp um eina deild í virðingarstiganum. Mátti skilja ummælin á þann veg að leikarar skiptust í fjórar deildir. í 1. deild væru leikarar við Þjóðleikhúsið, leikarar við LR væru í 2. deild, at- vinnulausir leikarar og lausráðnir í 3. deild og fastráðnir við Leikfé- lag Akureyrar í 4. deild... Hvers vegna hvað? Einn vandi við is- lenska um- ræðu er sá að ekki er rætt efnis- lega um deiluefni heldur frekar hvers vegna ein- hver sagði eitthvað, hvað viðkomandi gangi til og er þá oftast gerður upp illur ásetningur. Þannig er lenska að stunda orðhengilshátt og deila um tittlingaskít sem ekki kemur mál- inu viö. Ófáum finnst þetta tilfellið þegar t.d. Jón Steinar Gunnlaugs- son tekur til máls um kvótamálin, þegar Kristján Ragnarsson tekur til máls um bankasameiningu eða þegar Davíð Oddsson talar um fá- keppni á matvörumarkaði... Hvað er heimspeki? Þýðingar- sjóður hefur nú sent út um borg og bý loforð um styrki af ýmsu tagi. Alls sóttu 28 aðilar um þær 9 millj- ónir króna sem eru í pottinum. Meðal þeirra sem fá styrk er Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýn- andi. Hann fær 200 þúsund krónur þar sem hann hyggst þýða Dauða- dansinn eftir Strindberg. Það sem vekur þó mesta athygli er að heim- spekideild Háskóla íslands fær sömuleiðis 200 þúsund kall til verk- efnis sem ber heitið „Hvað er heimspeki?" Heldur klént kynni einhver að segja... Séra Björn Sandkorn fjallaði í vikunni um það hvemig Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verka- manna- sambands- ins, talaði látlaust í gemsann sinn þar sem hann lá á spítala. Og það þrátt fyrir að lagt væri blátt bann við notkun slíkra tóla á spítölunum vegna hættu á að blaðriö í þau truflaði viðkvæm lækningatæki. Þetta varð tilefni til vísugerðar: Þó læknar vorir landann hræði, lítið gemsar skapa tjón, í bæli sínu búa í næði Bjöm Grétar og séra Jón.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.