Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 Skoðun X>V Fylgistu með för pólfaranna? Arnbjörg María Danielsen nemi: Já, þetta er ótrúlegt afrek hjá þeim. Þvílíkur dugnaöur. Henny María nemi: Ekkert sérstaklega, bara svona aö- eins í fréttum. Kristín Þyri Þorsteinsdóttir nemi: Já, aöeins, þetta er frábært hjá þeim og ég vona bara aö þeim eigi eftir aö ganga vel. Ólafur Ingi Þórarinsson nemi: Nei, ég hef ekki áhuga. Ingólfur Sigurösson tónlistarmaöur: Svona smávegis. Auöunn Gestsson blaöasali: Svolítiö en ekki mikiö, þetta er frá- bært hjá þeim. Þrátt fyrir lest kæmi hraðbraut til Suöurnesja „Línulögn og staura eftir allri brautinni, vegna þess aö hatda veröur úti afiframboöi." J ár nbraut ar dr aumar Fólk grípur nú þá hugmynd á lofti aö leggja járnbraut á Suðurnes. Málið er þó alls ekki einfalt. Þeir sem hafa notað járnbrautir daglega í mörg ár í útlöndum sjá strax að fjöldann til þess að nýta brautina vantar, og hér myndi ekki verða um almenningssamgöngur að ræða. Einungis tækifærissamgöng- ur, sem byggjast á flugi frá Keflavík. Því er forsenda um slika flutninga firra. Að svo miklu leyti sem slík járn- braut yrði notuð vegna atvinnu- sóknar, þá fer þessi braut ekki þangað sem fólk þarf að fara, heldur þarf þrjú farartæki, eitt að lestinni, lestina og síðan frá lestinni. Einka- bílar báðum megin borga sig ekki. Þrátt fyrir lest kæmi hraðbraut til Suðumesja. Ef við hefðum sex miUj- „Að svo miklu leyti sem slík járnbraut yrði notuð vegna atvinnusóknar, þá fer þessi braut ekki þangað sem fólk þarf að fara, held- ur þarf þrjú farartœki, eitt að lestinni, lestina og síðan frá lestinni.“ arða króna í járnbraut, þá höfum við sex milljarða i hraöbraut innan höfuðborgarsvæðisins. En það er byggt af miklu fyrirhyggjuleysi margra sveitarfélaga í samkeppnj. Við hefðum sex milljarða umfram venjulegar gatnaframkvæmdir. Og hvaða braðbrautir þarf? - Frá Keflavík inn á núverandi Reykja- víkurflugvöll, með bókun í flug þar. Þar kemur umferð frá Hafnarfirði um Garðabæ, Kópavog, í Mjódd, um Fossvogsdal og niður yfir Öskjuhlíð inn að miðbæ og HÍ. Önnur braut frá Mjódd niður að gömlu höfninni i Reykjavík. Vesturlandsvegur yrði hraðbraut vestan fyrir Mosfellsbæ allt upp að göngum i Hvalfirði. Þá hraðbraut úr Garðabæ yfir á Suður- landsveg. Einnig hraðbraut úr Kópavogi um Kringlumýri niður á brautina til hafnarinnar. Þetta eru brautir fyrir atvinnusvæði og al- mennar samgöngur. - Ekki bara tækifæri fyrir ferðamenn. Við jámbraut myndi verða notað rafmagn. Hvað þýðir það? Línulögn og staura eftir albri brautinni, vegna þess að halda verður úti aflfram- boði. En hvað þá með rafbíla? Vand- inn þar er aflframboð úr rafgeym- um, sem enn er of lítið og dýrt. En það leysist, vegna þess að þörfm er brýn, eins og af dæminu hér sést. AIls staðar er hægt að virkja orku, en vandinn er að geyma hana til að nota þegar þarf. Án þess að hafa grandskoðað dæmið til fullnustu, þá kemur járnbraut ekki til greina. Þorsteinn Hákonarson framkvæmdastj. skrifar: Brottrekstrarsök til sjós - skaðabætur í landi Guöm. Helgi Þörarínsson vélstj. skrifar:_____________________ 1 fréttum þann 20. þ.m. var sagt frá uppsögn áhafnarinnar á Ófeigi VE vegna þess að þeir kærðu þátt- töku sína í kvótakaupum til Verð- lagsstofu. - Kom þá í ljós að þeir höfðu verið hlunnfamir um 800.000 kr. á fimm mánaða tímabili sl. árs. Samt er bannað með lögum að draga kvótakaup frá aflahlut sjó- manna. Væri svo ruddalega komið fram við fólk í landi fyrir að standa á rétti sínum færi það i mál og fengi greiddar skaðabætur. - En til sjós er þetta bara svona! „Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður“ ella hlýtur þú verra af - gild- „Maður gœti haldið að sumir útgerðarmenn héldu að frjálst fiskverð þýddi að nú réðu þeir hvað þeir borguðu fyrir fiskinn. í þeim tilvikum er menn selja fiskinn á markað er jafnvel verið að taka frá fyrir kvóta. “ ir í þessu tilviki. Víst geta launakjör stundum verið góð til sjós en það sama á þá við um útgerðina. Þótt menn hafi gott kaup réttlætir það ekki lagabrot á þeim. Að búa við að það sé brottrekstrarsök að verja lagalegan rétt sinn þekkist ekki meðal siðaðra þjóða. Maður gæti haldið að sumir út- gerðarmenn héldu að frjálst fisk- verð þýddi að nú réðu þeir hvað þeir borguðu fyrir fiskinn. í þeim tilvikum er menn selja fiskinn á markað er jafnvel verið að taka frá fyrir kvóta. Og þar sem útgerð og vinnsla er á sömu hendi þá ákveða útgerðarmenn oft einhliða fiskverð- ið eins og það komi sjómönnum ekkert við. - En að menn sem vilja verja rétt sinn séu reknir fyrir, það er óverjandi. Dagfari Allir þekkja Tryggva Tryggvi Harðarson mun lúta í lægra haldi fyrir Össuri Skarphéðinssyni þegar talið verð- ur upp úr umslögunum í póstkosningu um for- mann nýs flokks Samfylkingarinnar. Og gott betur. Össur mun bursta Tryggva í formanns- kjörinu eins og skoðanakönnun DV, sem birt var í blaðinu í gær, sýnir svart á hvítu. En þar með er ekki sagt að Tryggvi þurfi að örvænta. Og þó Tryggvi virðist vera að fórna sér svo Samfylkingin þurfl ekki að láta það vitnast að fyrsti formaður hennar hafi verið kjörinn rússneskri kosningu þá er fórnin í raun og veru engin. Eftir er fundarferð þeirra félaga um allt land þar sem þeir munu viðra skoðanir sinar. Síðan verður talið upp úr köss- unum og landsfundurinn verður umlukinn ákveðinni spennu þó kannanir sýni að Össur geti þegar tekið tappann úr kampavínsflöskunni. Tryggvi mun ekki snúa tómhentur heim heldur verða hylltur sem sigurvegari; fyrir að forða stofnfundinum frá ládeyðu rússneskrar kosning- ar; fyrir að efla stjómmálaumræðu innan Fylk- ingarinnar á fundum með mótframbjóðandanum og síðast en ekki síst fyrir að forða Samfylking- unni frá gleymsku. Framboð Tryggva mun beina kastljósunum að Samfylkingunni fram á vorið og rétta hlut hennar í dægurþrasi landans þar sem Tryggvi mun ekki snúa tómhentur heim heldur verða hylltur sem sigur- vegari; fyrir að forða stofnfundinum frá ládeyðu rússneskrar kosningar. forsætisráðherra, Steingrímur Joð, Björn Bjama og allir hinir ekki-Samfylkingarmennimir hafa baðað sig í athyglinni. Stjómmálamaður án at- hygli er dauður stjórnmálamaður og stjórnmála- flokkur án athygli er dauður stjórnmálaflokk- ur. Þetta veit Tryggvi og Dagfari veit það. En Dagfari vissi ekki að Lúðvík vissi það ekki. Framboð Össurar og síðan mótframboð Tryggva hefur þegar rétt hlut Samfylkingarinn- ar í skoðanakönnun DV þannig að nú fagnar hún kjörfylgi. Með áframhaldandi athygli verða ekki-Samfylkingarmennimir að hafa sig alla við ef ekki á illa fyrir þeim að fara. Þó Tryggvi tapi fyrir Össuri verður hann hylltur sem sig- urvegari á stofnfundi Samfylkingarinnar. Hann mun njóta þess hlutskiptis sem blasti við Lúð- vik Bergvinssyni sem var svo grunnhygginn að hugsa ekki lengra en nef hans nær og hætta við að fara fram gegn Össuri. Sjálfskipað eftir- litshlutverk Lúðvíks með nýjum formanni og fyrrum yfirmanni sfnum í umhverfisráðuneyt- inu getur að auki orðið til þess að kæfa ráðherra- drauma hans um ókomna tfð. Ekki hjálpar því að hann afsalaði sér þeirri athygli sem heldur líftór- unni í stjórnmálamanni með framavonir. Tryggvi mun hins vegar stökkva úr hafnfirsku bæjar- málaþrasi í kastljós landsmálapólitíkunnar með fundarhöld um allt land í veganesti. Allir munu þekkja Tryggva en 15 mínútumar hans Lúðvíks í Samfylkingunni eru liðnar. ^ |> . Áheit - lifrar- ígrædsla Arndis Níelsdðttir hringdi: Að áliðnu sfðasta sumri var stofnaður áheitareikningur f Landsbanka íslands, Sauðárkróki (01- 61057 1500) vegna lifrarígræðslu Haf- dísar Guðnadóttur húsmóður sem átti að fara utan til Kaup- mannahafnar í að- gerð innan tíðar. Síð- an eru liðnir 8 mán- uðir og enn bíður Hafdís hér heima eft- ir aðgerðinni. Nú sér þó fyrir endann á biðinni en biðtíminn hefur verið henni andlega og efnahagslega erfið- ur. Það væri þvf vel þegið ef einhveij- ir sæju sér fært að styðja Hafdísi með fjárframlögum og fyrirbænum. Hafdís Guönadóttir, Sauöárkróki Fjárframtög og fyrirbænir vel þegnar. Húftrygging fyr- ir sjávarútveg Sigurbergur skrifar: Sagt er að Vatneyrardómurinn svonefndi stefni allt í voða fyrir is- lenskan sjávarútveg. Það hafí líka neikvæð áhrif á hlutabréfamarkað staðfesti Hæstiréttur undangenginn héraðsdóm í málinu. Þetta hefur m.a. forstjóri FBA staðfest. Annað verður varla sagt en sjávarútvegur- inn hafi þá eina húftryggingu að Hæstiréttur fefli Vatneyrardóminn úr gildi. Margir myndu hins vegar vilja takast á hendur Kanaríeyja- ferð í þessu árferði, en við skulum vona að Hæstiréttur þekki sinn vitj- unartíma gagnvart þjóðarbúinu. Þaö má líka hafa borgarráösfundi í Brussel. Borgarsendi- nefnd í Brussel Guðbjðrg Gunnarsdóttir skrifar: Fjölmenn sendinefnd frá Reykja- vikurborg er sögð stödd í Brussel í Belgíu til að kynna sér eitt og annað sem fram undan er í Evrópusam- bandinu. Ég fordæmi svona bruðl í ferðalögum á kostnað okkar Reykvík- inga. Fundir borgarráðs falla niður og borgarstjórn er verklaus meðan á ferðalaginu og hanastélsboðunum stendur. Verst er að minnihluti borg- arstjórnar er samansúrraður þessum ferðum borgarstjóra og því fellur gagnrýni af hans hálfu á aðra þætti borgarrekstursins um sjálfa sig. Hvað kostar svona kokkteilferð? Kannski þorir minnihluti borgar- stjórnar að upplýsa það? Er biskupinn í ógöngum? Kristinn Sigurðsson skrifar: Ég held að biskupinn hafi fram til þessa verið farsæll í starfi og auk þess vinsæll. Því miður finnst mér þetta vera að breytast. Hann gerist samt sekur um að taka þátt í norna- veiðum gegn séra Gunnar Björnssyni og sem fleiri landsmenn álíta með ólíkindum. Enn hefur ekki verið komið með það fram sem sr. Gunnar á að hafa brotið af sér, utan hvað hann vildi ekki sitja og starfa eins og sóknarnefnd vildi. Er það glæpurinn? Nú finnst mér að komið sé aö því að biðja sr. Gunnar afsökunar. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst S netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11,105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.