Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Side 13
13
FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000_____________________
DV__________________________________________________________________________________________________________________________Menning
Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir
Olíulitirnir
kveikja á perunni
DV-MYND ÞOK
Daöi Guöbjörnsson býöur gesti velkomna í Stöölakot
„Myndlista- og handíöaskólinn var á þeim árum mjög módernískur og þaö var slegið
á þuttana á þeim sem unnu eins og ég. “
Daði Guðbjörnsson sýnir „sál-
fræðipróf ‘ í Stöðlakoti næstu vik-
ur. Þetta eru myndir gerðar með
akrýllitum eða gvassi, litríkar og
symmetrískar.
„Þú manst eftir þessum próf-
um,“ segir Daði glaðbeittur: „Sál-
fræðingurinn setti blekklessu á
blað, braut það saman og breiddi
svo úr því aftur, síðan átti maður
að segja hvað maður sæi út úr
klessunni. Ég les ekki í klessuna
heidur teikna myndina áfram,“
segir hann og bendir á fallega
mynd með rauðum kjarna og
svörtu i kring. „Ég kalla þessa
mynd „Sjálfið" og hún er sál-
könnun mín á sjálfum mér.“
Sjálf Daða er greinilega
ástríðufullt, það beinlínis rýkur
úr því.
Súrrealisminn stóra stefnan
Myndirnar eru flestar frá 1988
en hafa ekki verið sýndar fyrr.
Daði segist ekki hafa þorað að
sýna þær nýjar, þær féllu ekki í
kramið þá að hans mati. En þær
passa vel í litla herbergið með
hvítmáluðu hlöðnu steinveggjun-
um í Stöðlakoti, líklega hafa þær
bara beðið þolinmóðar eftir þessu
tækifæri. Uppi á loftinu eru sér-
kennilegir skúlptúrar sem koma
á óvart þvi Daði er ekki orðaður
mikið við þrívídd. Þetta eru lítil
verk og liggja laus á gólflnu og
við spyrjum hvort hann sé ekki
hræddur um að þeim verði rænt.
„Ég yrði dauðfeginn því,“ seg-
ir hann strax, „annars hendi ég
þeim bara. Þetta eru auka-
pródúkt hjá mér, málaralistin er
grunnurinn og olíulitirnir
kveikja virkilega á perunni hjá mér,“ segir hann
um leið og hann tyllir ljósaperu ofan á eitt verk-
ið.
Innst á loftinu situr gylltur api inni í þykkum
hring af salti. - Hver er hann?
„í barokklist er myndlistarmaðurinn táknaður
með apa vegna þess að hann hermir eftir. Ég setti
pensil í höndina á honum og málaði hann gyllt-
an. Það passar við okkar tíma. Svo er hann inni
i heilögum hring úr salti jarðar.“
í verkinu sameinast því hefðbundin tákn og
persónuleg og Daði talar um súrrealismann sem
hafi gefið listamönnum frelsi til að túlka á sinn
hátt. „Súrrealisminn er í mínum augum stóra
stefnan á 20. öldinni," segir hann. „En þegar ég
var í námi var súrrealisminn úti. Myndlista- og
handíðaskólinn var á þeim árum mjög
módemískur og það var slegið á puttana á þeim
sem unnu eins og ég. Þá átti maður að búa til eitt-
hvað einfalt og stílhreint, eitthvað í ætt við þessa
leiðinlegu sýningu í Nýlistasafninu núna,“ segir
hann og skellir upp úr. „Hún er tómur formal-
ismi, innsetningar og naumhyggja. Ég er alltaf
jafnhissa á því hve mikið af peningum og orku er
sett í svoleiðis hér á landi."
Hverjir unnu ekki
Daði segist ekki hafa lært að meta akrýl fyrr en
hann fékk að mála vegginn á Kjarvalsstöðum fyr-
ir fáeinum vikum. Þar nýttust
kostir þess vel. Við erum sam-
mála um að hugmyndin að láta
hvern listamanninn af öðrum
skapa verk á vegginn hafi verið
snjöll. „Það lýsir ástandinu i
listabransanum hér ágætlega,"
segir Daði, „það er svo fjölbreytt
og skemmtilegt."
- Þú ert ánægður með ástand-
ið?
„Ég er ánægður með listina en
óánægður með listpólitíkina,"
segir hann. „Maður skilur ekki
alltaf hvernig ákvarðanir eru
teknar. Gott dæmi er Carnegie-
sýningin sem nú er verið að und-
irbúa i þriðja sinn. Hún átti upp-
haflega að einskorðast við mál-
verk en valið sem er verið að
vinna að núna virðist benda til
að hún sé strax farin að breytast
í eitthvað annað. Og maður skil-
ur ekki hvers vegna ein sýning
mátti ekki einbeita sér að fígúra-
tívu málverki. Af hverju þarf að
fara með allt inn í einhvern
formalisma og minímal konsept?
Og ef við horfum á verðlaunahaf-
ana á þessari sýningu þá er
greinilegt að bankastjórarnir
hafa ráðið hver fengi fyrstu verð-
laun en listfræðingarnir hinum
tveimur! Ég ráðlegg öllum að sjá
þessa sýningu til að sjá hverjir
unnu ekki!“
Daða þykir ekki allt skynsam-
legt sem gert er i kynningu á ís-
lenskri myndlist erlendis. „Það
ætti að leggja meiri áherslu á
það sem er vinsælt hér heima
eins og gert er í bókmenntunum.
Til dæmis tókst að smygla einni
flgúratívri málverkasýningu til
Spánar um árið og mér skilst að
hún hafi vakið mun meiri athygli þar í blöðum og
meðal listáhugamanna en aðrar sýningar sem
áttu að vera miklu merkilegri."
- Verður málverkið ofan á að lokum?
„Gúnter Grass sem fékk nóbelsverðlaunin
núna siðast sagðist hafa byrjað að skrifa um það
leyti sem skáldsagan dó,“ svarar Daði. „Þegar ég
byrjaði að mála fyrir tuttugu árum var málverk-
ið búið að vera dautt í að minnsta kosti tuttugu
ár. En menn geta skrifað skáldsögur þótt
skáldsagan sé dauð og eins liflr málverkið."
Sýning Daða er opin daglega frá 15-18 og stend-
ur til 9 apríl.
„Bach mótaði ákveðið form í tónsmíðum sem var
alger bylting," svarar Óskar eftir stutta umhugsun.
„Við getum borið þetta saman við byggingarlist og
byrjað þar sem menn komast ekki hærra en upp í
tvær hæðir. Svo gerist það að þeir komast inn í
einhveija ákveðna hugsun og geta farið að
búa til blokkir! Skilurðu? Það opnast sýn
til allra átta eftir hans innlegg."
Þótt einkennilegt kunni að virðast
var um tíma eins og tónlist Bachs hefði
dáið með honum. „Eiginlega heyrist
enginn Bach í tæpa öld eftir að hann
deyr. En,“ segir Óskar með áherslu,
„þeir snillingar sem lifðu þá öld þekktu
Bach og tóku mið af honum. Þá erum við að
tala um Mozart og Beethoven. Bach var þeirra mað-
ur og þeir byggðu á þvi sem hann hafði lagt til þó að
verk þeirra séu mjög ólík hans.“
- Það merkilegasta við Bach er samt hvað tónlist-
in hans er glaðleg, jafnvel hátíðleg kirkjumúsík.
Hann er svo mikill poppari, segir blaðamaður.
„Já, það er sving í honum, það er engin spuming,"
staðfestir tónlistarstjórinn.
Við fáum Bach beint í æð allan sunnudaginn á Rás
1. íslenska Bachmessan hefst í Langholtskirkju kl. 11.
Þar predikar sr. Jón Helgi Þórarinsson og kór og
hljómsveit Langholtskirkju flytja kantötu Bachs nr.
147, „Hjarta, þankar, hugur, sinni“ sem samin er fyr-
ir þennan dag. Stjómandi er Jón Stefánsson.
ið upp á stutta gönguferð um elsta
hluta Eyrarbakka með leiðsögn, ef veð-
ur lofar.
Orgeltónleikar
Listvinafélag Hallgrímskirkju býður
upp á orgeltónleika á sunnudaginn kl.
17. Þá leikur Douglas A. Brotchie
organisti Háteigskirkju orgelverk
eftir Messiaen, de Grigny, J.S.
Bach, Jón Leifs og Þorkel Sigur-
bjömsson. Á efnisskránni em m.a.
Passacaglia í c-moll eftir Bach og
fantasían Auf meinen lieben Gott
eftir Þorkel Sigurbjömsson.
Þjóðhátíðar-
dagur Grikkja
Þjóöhátíðardagur Grikkja verður
haldinn hátíðlegur í Borgartúni 12,
efstu hæð, annað kvöld. Snæddur verð-
ur grískur matur, aðalræðismaður
Grikkja á íslandi ávarpar samkomuna
en aðalræðumaður kvöldsins er Þor-
steinn Gylfason heimspekingur. Á eft-
ir verður dans með grískum hætti.
Áhugasamir Grikklandsvinir geta haft
samband við Sigurð A. Magnússon eða
Kristján Ámason bókmenntafræðing.
Það er sving
Þó að í ár séu liðin 250 ár síðan Johann Sebastian
Gunnlaugur Blöndal:
Louisa Matthíasdóttir 11 ára. Úr
bókinni Louisa Matthíasdóttir
(1999).
Bamið: Ég
I kvöld kl. 20 verður opnuð sýningin
Sjónauki II: Barnæska í íslenskri
myndlist í Listasafninu á Akureyri. Að
þessu sinni tóku þrir starfsmenn Há-
skólans á Akureyri, Chia-jung Tsai
listfræðingur, Guðmundur Heiðar Frí-
mannsson heimspekingur og Kristján
Kristjánsson, prófessor í heimspeki, að
sér að kanna hvort sömu tilhneiginga
gætti við lýsingar á bömum i íslenskri
myndlist og alþjóðlegri. Niðurstaða
þeirra er að svo sé. Verkin á sýning-
unni draga mörg hver upp hefðgróna
og yfírborðskennda mynd af bömum,
þar sem þau birtast ýmist sem tákn al-
sakleysis eða sem holdlegar, allt að því
dýrslegar verur með rumskandi kyn-
ferðisylgju. Nokkur verk skera sig þó
úr, að dómi gestarýnanna, fyrir
skyggna og tæra sýn á bamæskuna.
í Vestursal Listasafnsins getur svo
að líta afrakstur af listrænni vinnu
bama sem fengu það verkefni að lýsa
sjálfúm sér í starfi og leik. Þessi sýn-
ing, Bamið: Ég, skapar fróðlegt mót-
vægi við Sjónauka II og geta áhorfend-
ur velt fyrir sér hvort það séu bömin
sjálf eða hinir fullveðja listamenn sem
trúverðugar fangi ímynd bamæskunn-
ar.
Auk barnanna eiga 30 listamenn
verk á sýningunni, m.a. Alfreð Flóki,
Anna Líndal, Barbara Ámason, Birgir
Snæbjöm Birgisson, Bragi Ásgeirsson,
Erró, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hörð-
ur Ágústsson, Jón Stefánsson, Jóhann
Briem, Jóhannes S. Kjarval, Magda-
lena Margrét, Muggur, Nina Tryggva-
dóttir og Þórarinn B. Þorláksson.
Listasaöiið á Akureyri er opið
þrið.-fim. kl. 14-18, fós. og laug. kl.
14-22 og sun. kl. 14-18.
Húsavemd
Menningamefnd Sveitarfélagsins
Árborgar stendur fyrir málstofu um
húsavemd og skipulag á Eyrarbakka á
morgun kl. 14 í samkomuhúsinu Stað
á Eyrarbakka. Allir áhugamenn em
velkomnir. Meðal frummælenda em
Lilja Ámadóttir deildarstjóri, Jon
Nordsteien arkitekt, Oddur Hermanns-
son landslagsarkitekt, Stefán Öm Stef-
ánsson arkitekt, Þorgeir Sigurðsson og
Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt og for-
maður húsafriðunamefndar ríkisins.
Að lokinni málstofúnni verður boð-
Bach dó „spriklar hann ansi hressilega ennþá“, eins
og Óskar Ingólfsson, tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins,
orðar það. „Hann er einn af máttarstólpum kirkju-
legrar tónlistar á Vesturlöndum, og ég fúllyrði að
Lúterstrúin væri afskaplega rýr ef ekki kæmi til
þessi stuðningur frá Bach - sem reyndar er fæddur í
sama bæ og Lúter, Eisenach, bara tvö hundmð árum
síðar.“
Á sunnudaginn verður Bach-dagur allan daginn
hjá um fimmtíu útvarpsstöðvum um alla Evrópu,
meðal annars á Rás 1. „Á þeim degi, 26. mars, send-
um við út frá Evrópu ellefu tónleika, frá Austurríki,
Tékklandi, Slóvakíu, Belgíu, Spáni og víðar,“ segir
Óskar. „Það er mikið í þessa dagskrá lagt af hálfú
EBU, Sambands evrópskra útvarpsstöðva, og hún er
vandlega skipulögð þannig að hlustendur fái nokkra
innsýn í líf og starf Bachs. Á fyrstu tónleikunum kl.
8 um morguninn sem koma beint frá Jakobskirkj-
unni i Hamborg fá hlustendur til dæmis að heyra
tónlistina sem Bach ólst upp við - meistara norður-
þýska skólans, Buxtehude og fleiri."
Bach fæddist 1685 og var af tónlistarfólki kominn í
marga ættliði. Hann var jafovígur á veraldlega og
andlega tónlist en allar stöður sem hann hafði vora
undir væng kirkjunnar. Á þeim tíma þótti jafnsjálf-
sagt að semja kantötu fyrir hveija messu og nú þyk-
ir sjálfsagt að prestar semji ræður fyrir hveija messu
og Bach var geysilega framleiðinn. „Auðvitað era
verkin misjafnlega góð en handbragðið leynir sér
Óskar Ingólfsson tónlistarstjóri
„Auövitaö eru verkin misjafnlega góö en
handbragðiö leynir sér aldrei. “
aldrei," segir Óskar. „Allt var skráð á nótur í hönd-
unum og öll fjölskyldan hjálpaði tiL Bach skrifaði
sjálfúr raddskrána og svo vora krakkamir settir I að
setja partana út. Það kom sér vel hvað hann átti
mörg böm!“
- Að lokum, Óskar, af hveiju er Bach svona stór
ennþá?
í Bach