Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Page 15
14 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 19 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjölfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þvcrholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyrl: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Fllmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabðnkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Samfglkingin hjamar við Skoðanakönnun DV um fylgi flokkanna, sem birtist i blaðinu í dag, sýnir umtalsverða sveiflu frá síðustu könn- un blaðsins um áramót. Samfylkingin eykur mjög fylgi sitt frá þeirri könnun, eða um rúmlega 10 prósentustig, frá 15,5 prósenta fylgi í 25,6 prósent. Fylgið í skoðanakönnun- inni nú er komið mjög nærri kjörfylgi Samfylkingarinnar sem var 26,8 prósent. í þingflokki Samfylkingarinnar eru 17 þingmenn en þeir væru 16 miðað við könnunina. Hin stóra sveiflan í könnuninni er á fylgi Sjálfstæðis- flokksins. Flokkurinn hefur mælst með mikið fylgi í und- anförnum skoðanakönnunum. í síðustu könnun DV var fylgi hans 51,6 prósent eða hreinn meirihluti. í könnun- inni nú mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 40,6 prósenta fylgi eða 11 prósentustigum minna en í síðustu könnun. Fylgi flokksins nú er hið sama og kjörfylgi hans í þing- kosningunum í fyrra en það var 40,7 prósent. Aðrar sveiflur í könnuninni eru mun minni. Framsókn- arflokkurinn fer aðeins niður á við miðað við siðustu könnun og Vinstrihreyfmgin - grænt framboð bætir held- ur við sig. Frjálslyndi flokkurinn er á svipuðu róli og var. Fylgishreyfingin í könnuninni er því afar afgerandi frá Sjálfstæðisflokknum yfir á Samfylkinguna. Samfylkingin hefur átt undir högg að sækja allt frá kosningum og raunar voru kosningaúrslitin mörgum sameiningarsinnanum á vinstri væng stjórnmálanna von- brigði. Hinir bjartsýnu úr þeirra hópi væntu fylgis sem væri nær þriðjungi en fjórðungi. Með þessari skoðana- könnun réttir Samfylkingin þó verulega úr kútnum. Sé skýringa leitað á fylgisaukningu Samfylkingarinnar er nærtækast að álíta að mikil umræða að undanfornu um málefni fylkingarinnar og væntanlegan stofnfund í mai komi þar til góða. Hugsanleg formannsefni Samfylkingar- innar hafa verið í fréttum og vangaveltur um það hverjir gæfu kost á sér. Þegar allt útlit var fyrir að Össur Skarp- héðinsson yrði sjálfkjörinn gaf Tryggvi Harðarson, bæjar- fulltrúi í Hafnarfirði, óvænt kost á sér. Það framboð var tvímælalaust jákvætt fyrir Samfylkinguna. Flokksmenn fá kost á að velja á milli manna. Formannskosning á stofn- fundi er flokknum vítamínsprauta og nauðsyn þótt skoð- anakönnun DV í gær bendi til þess að Össur sigri Tryggva næsta örugglega. Óljósara er hvað veldur svo miklu fylgistapi Sjálfstæð- isflokksins. Fylgi hans mælist yfirleitt meira í könnunum en kosningum. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, deildi að vísu við Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, og fleiri um fjármál stjórn- málaflokka og sú deila leiddi til harkalegs orðaskaks mifli hans og Garðars Sverrissonar, framkvæmdastjóra Ör- yrkjabandalagsins, svo sem flestum er í fersku minni. Án þess að mat sé lagt á málflutning þeirra eða málstað, og raunar fullyrt að málflutningur forsætisráðherra beindist ekki gegn öryrkjum, kann þó að vera að sumir líti svo á. Sú afstaða getur hafa mælst í skoðanakönnuninni. Staða Framsóknarflokksins hlýtur að vekja ugg meðal forráðamanna flokksins. Flokkurinn tapaði verulega í kosn- ingunum, missti 3 þingmenn og hefur verið á niðurleið í skoðanakönnunum. Miðað við könnunina nú hefur flokkur- inn tapað 5,9 prósentustigum frá þingkosningunum í fyrra. Vinstrihreyfingin - grænt framboð má hins vegar vel við una og festir sig betur í sessi en áður. Fylgi flokksins nú er 18,4 prósent miðað við 16,8 prósent í síðustu könn- un. Flokkurinn hefur tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum en þá fékk hann 9,1 prósent - og þótti gott. Jónas Haraldsson DV Skoðun Kjarasamningur - smánarsamningur „Athyglisvert er að formaður Varðar, Margeir Pétursson, stórmeistari í skák, sagði nýverið í sjónvarpsþœtti að þeir atvinnurekendur sem ekki gcetu greitt hœrra kaup en 90 þús. kr. œttu ekkert erindi í atvinnurekstur. “ - Samtök atvinnulífsins á morgunverðarfundi í des. sl. Sú deila sem upp er kom- in milli Verkamannasam- bands íslands, VMSf og Flóabandalagsins er harm- leikur fyrir viðkomandi launþegafélög. Þeir menn sem taka að sér forustuhlut- verk innan félaga Alþýðu- sambands fslands verða að skilja hvaða ábyrgð þeir bera gagnvart félagsmönn- um sinum við gerð kjara- samninga og ekki siður samábyrgð og samvinnu innan VMSÍ og ASÍ. Ef sam- staðan brestur eins og nú hefur gerst og aðildarfélögin koma að samnings- borði Vinnuveitendasambandsins í þremur fylkingingum skaðar það fyrst og síðast hagsmuni og samn- ingsgerð ailra launþega innan ASÍ. Sundrung og slakur árangur Fulivíst má telja að þessi sundrung eigi stærstan þátt í þeim slaka árangri sem náðst hefur í launa- og kjaramál- um undanfarin ár og engin breyting til batnaðar er sýnileg í yfirstandandi samningum. Sé litið á þessa þróun í sögulegu samhengi virðist vanta hæf- ari forustumenn hin síðari ár tU að leiða baráttumál verkalýðshreyfingar- innar og skilgreina betur þau nýju viðhorf sem tækni- vætt þjóðfélag býður upp á. Þau miklu og sterku áhrif sem Hannibal Valdimarsson, Bjöm Jónsson, Eðvarð Sig- urðsson og Guðmundur J. Guðmundsson höfðu sem forustumenn innan laun- þegahreyfingarinnar á sín- um tíma eru ekki lengur tU staðar. Þeir voru óumdeUdir for- ingjar og baráttuþrek og eldmóður einkenndu störf þeirra í hvívetna. Þeir voru líka virt- ir sem frumherjar í sköpun margra þeirra réttindamála sem launþegar búa við í dag. Þáttur þessara manna og þeirra nánustu samherja innan verkalýðshreyfingarinnar verður kannski aldrei metinn að verðleik- um af nútímamönnum fyrir land og þjóð, en ætti þó að geta verið núver- andi forustumönnum launþegahreyf- ingarinnar a.m.k. ákveðin hvatning og leiðsögn um þann baráttuanda, dugnað og framsýni sem tU þarf tU að ná góðum árangri. Smánarsamningur Þessir menn eru mér ofarlega í huga þegar svonefnt Flóabandalag er enn einu sinni að ganga tU samninga með verðbólguvofu Vinnuveitenda- sambandins að leiðarljósi. 90 þúsund kr. lágmarkslaun eftir nærri 4 ár er smánarsamningur og forustumönn- um bandalagsins tU vansæmdar fyrir sína umbjóðendur. Athyglisvert er að formaður Varðar, Margeir Pétursson, stórmeistari í skák, sagði nýverið í sjónvarpsþætti að þeir atvinnurek- endur sem ekki gætu greitt hærra kaup en 90 þús. kr. ættu ekkert erindi í atvinnurekstur. Ríkisstjórnin var líka fljót að stinga snuði upp í for- kólfa Flóabandalagsins með að skatt- leysismörk hækki örlítið og tekjur al- mannatrygginga hækki um nokkur hundruð krónur í takt við laun. Rík- isstjómin myndi athuga en engu lofa um lægra skattþrep á lægstu laun. HvUík rausn eða hitt þó heldur! Vonandi verða þessir samningar kolfelldir af félagsmönnum viðkom- andi félaga. Á bak við þá upplausn og ringulreið, er rikir innan félaga ASÍ, er ekki að vænta neinna raun- hæfra kjarabóta. Það er ekki í sjón- máli í dag. Kristján Pétursson Burt með leynd og mismunun Starfsemi stjómmálaflokka er einn af homsteinum lýðræðisins og það skiptir máli að reyna að tryggja möguleika þeirra til að vera óháðir hvers konar þrýstingi hagsmunaað- ila. Stærsta hættan er á sviði fjár- málanna. Reglur til varnar Að peningar séu afl þeirra hluta sem gera skal er ekki bara klisja, heldur sannleikur í mörgum tilvik- um. Þess vegna hefur víðast hvar i svokölluðum siðmenntuðum löndum þótt ástæða til að setja ákveðnar reglur til að koma í veg fyrir að fjár- sterk fyrirtæki geti keypt sér fyrir- greiðslu og velvild stjórn- málaflokka og einstakra stjórnmálamanna. Þessar reglur eru ekki alltaf sú hindrun sem þeim er ætlað að vera eins og dæmin sanna m.a. í Þýskalandi um þessar mundir, en þær koma a.m.k. að notum þeg- ar upp kemst um misferli og grafast þarf fyrir um málið. Hér á landi er ekki jafn- hægt um vik og víða ann- ars staðar af þeirri ein- fóldu ástæðu að hér gilda engin lög né reglur um starfsemi stjórnmála- Kristín Haildórsdóttir fyrrv. alþingiskona flokka. Þeir eru bókhalds- skyldir og þar með upptalið. Nokkrir flokkanna hafa brugðist við kröfum nútím- ans og opinberað reikninga sína. Kvennalistinn varð á sínum tíma fyrst stjómmála- hreyfinga til að opna sitt bókhald upp á gátt og leggja fram reikninga yfirfama af löggiltum endurskoðanda og nú hafa nokkrir flokkanna bókhald sitt opið að meira eða minna leyti. „Fyrirtœkin fá frádrátt vegna slíkra framlaga og greiða þar með minna til samneyslunnar og þau geta mismunað eftir geðþótta án þess að viðskiptavinir þeirra hafi hugmynd um því þessi framlög koma hvergi framlög koma hvergi fram.“ Sjálfstæöismenn á mótí A.m.k. einn stjómmálaflokkur hef- ur aldrei léð máls á því að opna bók- hald sitt né fallist á þörf fyrir lög eða reglur um fjárreiður stjórnmála- flokka. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem í krafti valds og stærðar hefur árum saman komið í veg fyrir lög- gjöf um þessi efni. Hans er ábyrgðin og skömmin. Kosningabarátta og önnur stjórnmálastarfsemi verður sífellt dýrari í nútíma þjóðfélagi. Stjórnmálaflokkar sækja fé til félaga og stuðningsmanna og fá framlög úr ríkissjóði. Og fyrir nokkrum árum var sett það ákvæði í skattalög að fyrirtæki gætu dregið framlög tO stjómmálastarfsemi frá skattstofni. Sá stuðningur er ekki öllum jafnauð- sótt mál, þótt nokkur dæmi séu þess að fyrirtæki hafi þá reglu að styðja alla stjómmálaflokka jafnt án þess að ætlast til nokkurs í staðinn. Þau fyrirtæki eru þó miklu fleiri sem mismuna flokkunum gróflega og afgreiða slík mál með eigin hags- muni í huga. Og nýlega kom berlega i ljós hvemig forsætisráðherra lítur á málið en hann átti stærstan þátt í að koma fyrrgreindu ákvæði inn í skattalögin,. Hann telur stjómmála- mönnum ekki sæmandi að gagnrýna fyrirtæki sem veitt hafa flokki þeirra fjárstuðning! Í þágu lýðræðls Það er mikil rangtúlkun sem oft heyrist, og kom síðast fram í laugar- dagspistli DV 18. mars, að framlög fyrirtækja séu á einhvem hátt sann- gjamari gagnvart skattgreiðendum en bein framlög úr ríkissjóði. Því er í raun þveröfugt farið. Fyrirtækin fá frádrátt vegna slíkra framlaga og greiða þar með minna til samneysl- unnar og þau geta mismunað eftir geðþótta án þess að viðskiptavinir þeirra hafi hugmynd um því þessi framlög koma hvergi fram. Réttast væri að afnema þetta ákvæði skattalaganna og leggja ein- faldlega meira fé úr ríkissjóði til stjómmálastarfs í landinu. Slík fram- lög eru opinber og augljós og deilt út eftir ákveðnum reglum sem reyndar þarf að endurskoða. Burt með leynd, makk og mismunun. Það er í þágu lýðræðisins að styrkja starfsemi stjómmálaafla með opnum og aug- ljósum hætti og koma eins og unnt er í veg fyrir ítök og þrýsting fjár- sterkra fyrirtækja og einstaklinga. Kristín Halldórsdóttir Með og á móti r, ;§é|1 '• Farsímanotkun í akstri Vil sjá kannanir á slysatíöni „Ég hefði lítið við farsímann að gera ef ég má ekki nota hann í bíln- um minum. Það er einmitt þá sem maður þarf á farsímanum að halda, ekki á skrifstofunni eða heima held- ur þegar maður er á ferðinni. Ég er reyndar hlynntur hand- frjálsum búnaði í umferðinni en spyr um leið hvort það séu einhverjir ökumenn sem halda báð- um höndum um stýrið hvort sem er? Eru þeir sem ekki eru að tala í síma ekki að fikta í útvarpinu, borða eða gera eitthvað annað með annarri hendinni? Er eitthvað verra að tala í farsíma í bílnum en að vera að tala við samferðafólk sitt og jafnvel snúa sér við til að horfa á það í aftursæt- inu? Ég tala nú ekki um það ef mað- Steinbergur Finnbogason fasteignasali. ur er með böm í bílnum. Maður horfir allavega beint fram þegar maður er að tala í símann en er ekki alltaf lít- andi til hliðar eða aftur fyrir sig. Það væri gaman að sjá haldbæra könnun á slysa- tiðni í umferðinni sem hægt væri að rekja beint til far- simanotkunar áður en það verður ákveðið að banna far- símanotkun í bílum.“ Ökumenn úti á þekju „Ég tel fyllilega tímabært að skerpa ákvæði um- ferðarlaga þess efnis að menn eigi ekki að vera að sinna öðru samtímis akstri. Það er því skoðun mín að við ættum að fylgja þeim þjóðum þar sem sett hafa verið ákvæði í lög sem banna notkun farsíma í akstri öðmvísi en að í bílnum sé svokallaður handfrjáls bún- aður sem gefur ökumönnum tækifæri til að tala í símann og hafa samtimis báðar hendur á stýri. í Noregi varð þetta skylt frá og með 15. mars sl. og áðúr hötðu sams konar reglur verið settar m.a. í Danmörku, Austurríki, Sviss, á Ítalíu, Spáni og í Portúgal. ís- lendingar eru almennt hlynntir regl- um sem þessum og vitna ég þar m.a. til könmmar sem tveir félags- fræðingar, sem þá vom við nám í félagsvísindadeild Há- skólans gerðu árið 1998 en þar kom fram að 81,5% aðspurðra vildu takmarka farsímanotk- un ökumanna, þar af vildu 0,4% banna hana algjörlega. Daglega verðum við vör við ökumenn sem aka um götur með óeðlilegum hætti og oftar en ekki er orsökin sú að þeir eru að tala í simann og gjör- samlega úti á þekju í akstrinum. Spurningin er því ekki hvort heldur hvenær við takmörkum þessa vit- leysu. Þessir ökumenn valda slíkri hættu í umferðinni að ekki er unnt að sætta sig við það. En þrátt fyrir að þetta sé enn ekki komið í lög þá hvetj- um við alla bílasímaökuþóra til þess að fá sér handfrjálsan búnað strax.“ Oli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferöarráós Margir telja að farsímanotkun í umferöinni sé hættuleg og vilja banna hana alveg eða takmarka hana með lögum eins og mörg nágrannalönd okkar hafa gert. Uirimæli______________j Deilur orsaka verkföll „Hvaða rök geta verið fyrir verkfóll- um nú? Varla telja forystumenn félag- anna, að hagur atvinnufyrirtækjanna á landsbyggðinni sé annar og betri en á höfúðborgarsvæðinu? Líklegasta skýringin felst í þeim deilum, sem ver- ið hafa innan VMSÍ og hátt hefur bor- ið í fjölmiðlum. En það er ekki boðleg ástæða fyrir verkfóllum, sem aðeins veikja efnahag verkafólks og atvinnu- fyrirtækjanna sem það starfar hjá.“ Ónafngreindur leiöarahöfundur Mbl. 23. mars. Farsæll ferill í fluginu „Það sem ég hefði viljað sjá er að menn fari að nota þotur í innanlandsfluginu. Flugfélag íslands verð- ur með Fokker-vélam- ar að minnsta kosti næstu tvö ár, en ég tel að menn verði að fara að skoða þotuflug í fullri alvöru. Enda er það spennandi möguleiki að geta verið 20 mínútur á milli Reykjavíkur og Akureyrar." Þórólfur Magnússon flugstjóri í viötali viö Dag 23. mars. Tveggja flokka kerfi Tryggvi Harðarson segir í viðtali við Mbl. 23. mars, að samsteypustjómar- fyrirkomulagið hafi gert það að verkum að stjómmálaflokkar hafi oft og iðulega þurft að slá af stefnumálum sínum. - „Tveggja flokka kerii skapar þannig kjósendum skýra valkosti. Annað- hvort era þeir að kjósa yfir sig jafn- aðarmenn til þess að stýra landinu eða þeir eru að færa hægri mönnum völdin. Ég held það sé af hinu góða að hafa skýrari valkosti, hvað það varð- ar.“ Úr viðtali viö Tryggva Haröarson, bæjarfulltr. í Hafnarfirði. Leifsstöð hf.? „Það er að okkar mati vel skoðandi að fara þessa leið, sér- staklega ef hægt er með því að ná betri árangri í rekstri. Við teljum það ekki endi- lega vera í verkahring ríkisins að standa fyrir þessum rekstri. Við höfum ekki tekið afstöðu til þess hvort selja eigi hlut ríkisins að hluta eða öllu leyti eftir hlutafélagsvæðingu. Það þarf aö skoða málið vandlega i heild áður en slík ákvörðun yrði tekin. Margrét Frfmannsdóttir í Degi 23. mars um umdeilda há-effun flugstöðvarinnar. Kaos í Kosovo Það blasir við, ári eft- ir upphaf stríðs NATO gegn Serbíu, að ekkert hefur áunnist, annað en að friða samvisku um- heimsins, sem sjón- varpsmyndir öngruðu. Bandaríkjamenn óttast nú mjög að ný átök séu í uppsiglingu og farið er að bera á tali um að forða bandarískum her- mönnum frá Kosovo sem fyrst. Stríð í formi tölvu- leikja, eins og gegn írak, er vinsælt og magnar upp þjóö- arstoltið, en raunverulegt stríð, þar sem menn eru drepnir í alvöru, er hættuspil fyrir bandaríska póli- tíkusa á kosningaári. Aðaláhersla stjórnar Clintons nú er á því að halda ástandinu í Kosovo utan dagskrár fjölmiðla, svo að það spilli ekki fyrir atkvæðaöflun í kosn- ingabaráttunni. En nú er orðið tví- sýnt um að það takist. Frelsisher Kosovo, KLA, var stofnaður til að hrekja alla Serba frá Kosovo og sam- eina héraðið Albaníu. KLA starfar enn af krafti, þrátt fyrir yfirlýsingar um að hann skuli lagður niður. Ein grein hans heijar nú á Serba í Pres- evodal innan Serbíu sjálfrar. KLA vill innlima þetta svæöi líka i ríki sitt. Yfirvofandi er að bandaríski her- inn dragist inn í þau átök. Það er einmitt ætlun KLA, sem vill nota NATO og einkum Bandaríkin til að ná markmiðum sínum og reynir að koma af staö nýju stríði. - Ástandið er komið úr böndunum. vitað að KLA hefur verið fjár- magnaður með eiturlyfia- smygli um Albaníu, hvítri þrælasölu og annarri skipu- lagðri glæpastarfsemi víða um Vestur-Evrópu, einkum í Þýskalandi og Frakklandi. í lofhemaðinum voru KLA- menn gerðir að hetjum, sem vondir Serbar væru að of- sækja. Menn eru að verða raunsærri núna. Það eina sem heldur aftur af NATO að flýta sér burt er tilhugsunin um hæðnishlátur Milosevics og hans manna í Belgrad. Illir kostir Hið eina raunhæfa í stöðunni er að skipta Kosovo. Serbar gætu þá sameinað nyrsta hlutann Serbíu, en Albanar stofnuðu ríki, sem mundi væntanlega renna saman við Alban- íu fyrr eða siðar. En þetta stríðir gegn grundvallarsjónarmiðum bæði NATO og SÞ. Allt frá Jaltaráðstefn- unni 1945 hafa öll landamæri verið óumbreytanleg. Ef breyta hefði mátt landamærum hefði Bosníudeilan Gunnar Eyþðrsson blaöamaöur aldrei orðið það sem hún varð, en lausnin fólst í því að kalla landamærabreytingarnar öðrum nöfnum. Kosovomálið er ennþá erfiðara viðfangs en Bosnía, þvi að þróunin í nágrannalöndunum veltur á því sem gert verður í Kosovo. Um friðsam- lega sambúö ólíkra menningarhópa getur ekki orðið að ræða. Sagan sýn- ir aö slík sambúð hefur hvergi tekist nema í innflytjendaríkjum eins og Bandaríkjunum eða Kanada. Ef ný Albanía verður til í Kosovo ógnar það öllum stöðugleika, ekki síst í Makedóníu og í Grikklandi, og býð- ur heim hættunni á ennþá fleiri Balkanstríðum. Engin önnur leið er til en leyfa Al- bönum að stofna sitt ríki og Serbum að innlima sinn hluta. Þetta verður látið heita einhverjum dulnefnum. En engin dulnefni geta hulið þá stað- reynd að NATO og SÞ eru ráðþrota og eiga ekki annarra kosta völ. Og *■ ekkert fiölmiðla- eða áróðursfár er nógu hávært til að yfirgnæfa hæðn- ishlátur Milosevics. Gunnar Eyþórsson Stjórnleysi Enginn stjórnar Kosovo og ástand- ið þar er á flestöllum sviðum ennþá verra en það var fyrir lofthemaðinn gegn Serbíu. Albanar hafa hreinsað brott flestalla Serba til Norður- Kosovo og Serbiu, en frumskilyrði eðlilegs lífs vantar, rafveitur nær óvirkar, vatnsveitur sömuleiðis, al- menningsamgöngur í molum. Engir peningar eru til, engir sjóð- ir til að greiða laun, engir bankar, engin lögregla, engin skipuleg heilsugæsla, ekkert virkt dómskerfi, m.ö.o. ekkert rikisvald. í þessu tóma- rúmi ríkir skálmöld og ógnaröld, þar sem enginn er óhultur og eðlilegt líf er óhugsandi. Vopnaðir glæpahópar ráða því sem þeir vilja, morð og rán eru daglegt brauð og borgaramir eru vamarlausir, þrátt fyrir 37 þúsund manna herlið NATO, að nafninu til í umboði SÞ. Aðildarríki NATO eru treg til að ausa fé í Kosovohítina og þær utan- aðkomandi stofnanir sem þar eru skortir allt til alls. Lengi hefur verið „Albanar hafa hreinsað brott flestalla Serba til Norður- Kosovo og Serbíu, en frumskilyrði eðlilegs lífs vantar, rafveitur nœr óvirkar, vatnsveitur sömuleiðis, almenningsamgöngur í molum. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.