Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Síða 25
f MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2000 DV _______61 Tilvera Dorrit og fjölskylda metin á 14 milljarða - hástökk á lista yfir ríkustu menn Bretlands Ríkari en Samherjafrændi Dorrit Moussaieff og fjöiskyida selja mest allra í heiminum á fermetra. Auður Sams Moussaieffs, fóður Dorritar Moussaieff, vinkonu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta ís- lands, er nú metinn á jafnvirði 14 milljarða króna. Ríkidæmi fjöl- skyldunnar hefur vaxið gríðarlega á stuttum tíma því fyrir aðeins einu ári var áætlað að heildaeignir henn- ar næmu rúmum 8 milljörðum króna. Þetta kemur fram í Sunday Times sem nýlega birti lista yfir rík- asta fólk Bretlands. Moussaieff-fjöl- skyldan er í 251. sæti á þeim lista og hefur hækkað um 78 sæti á listan- um frá því fyrir einu ári þegar hún var í 328. sæti. Sam Moussaieff rekur gimsteina- verslun á Hiltonhótelinu í London og sagt er að veltan þar sé ein sú allra hæsta á hvem fermetra í heiminum. Fjölskyldan rekur einn- ig verslunina Kutchinsky í Knights- bridge og útibú í Genf í Sviss og mun vera stærsti einstaki umboðs- aðili fyrir Rolex-úraframleiðandann í heiminum. Árin 1997-1998 nam hagnaður Moussaieff-fjölskyldunnar af skart- gripaviðskiptum nærri 800 milljónum króna en í heild nam veltan það tima- bili 5,5 milljörðum króna. Talið er að varlega áætlað megi meta skartgripa- og úraviðskipti Moussaieff á ríflega 8 milijarða en af- gang veldisins má rekja tO Canary Wharf-bygginganna í London en Dor- rit komst einmitt í fréttirnar í októ- ber þegar hún seldi hlutabréf í því fyrirtæki fyrir 5,2 milljarða króna. Sam Moussaieff á þrjár dætur og sé mm auði hans skipt jafnt á alla fjóra fjöl- skyldumeðlimina koma um 3,5 millj- arðar króna í hlut hvers. Til saman- burðar gæti hlutur Dorritar í dag þannig numið ríflega þeirri upphæð sem Samherjinn Þorsteinn Vilhelms- son fékk fyrir söluna á sínum hlut í Samherja hf. á dögunum. Kate Moss heim af spítala Breska ofurfyrirsætan Kate Moss er nú komin til sins heima eftir^.- stutta legu á sjúkrahúsi vegna sýk- ingar í nýrum, að því er breska blaðið MaU greindi frá á sunnudag. Kate var flutt meðhraði á fínt einkasjúkrahús á miðvikudag vegna mikiila verkja í kviðarholi. Hún hafði þá ekki farið að ráðum lækna og klárað fúkalyfjakúr sem hún var á vegna nýrnavandræða. Stúlkunni líður þó vel núna, að hennar eigin sögn. Kate er þekkt partídama og núna er hún með Jesse nokkrum Wood, syni Rons Woods í rokksveitinni^f Rolling Stones. Happy Hour 2000 hjá myndlistarmanni: Gefur fimm ráð- herraskrokka - til Karolinslca sjúkrahússins í Stokkhólmi Daníel Magnússon myndlistarmaöur hefur gefið Karolinska sjúkra- húsinu í Stokkhólmi skrokka af fimm ís- lenskum ráðherrum að þeim látnum án vit- neskju þeirra. Gerir myndlistarmaðurinn þetta í anda ríkjandi hugsunarháttar í þjóðfé- laginu „...þegar allir eru að gefa allt, frá lífsýnum til ríkisfyrirtækja," eins og Daníel orðar það sjálfur. Á Karolinska sjúkrahúsinu geyma læknar lík manna í formalíni í tilrauna- skyni ef einhvem tíma kæmi sú stund að hægt yrði að lífga þá við. „Ég kalla þetta Happy Hour 2000 en í raun er verkinu ekki aiveg lok- ið. Ég hef móttekið þakkarbréf frá Karo- linska sjúkrahúsinu þar sem þeir viðurkenna móttöku gjafarinnar en láta ekkert uppi um þaö Daníel Magnússon Gaf skrokkana af Daviö, Siv, Halldóri, Árna og Finni. hvort þeir vilji þiggja hana. Ég gaf skrokka af Davíð Oddssyni, Finni Ingólfssyni (þó hann sé hættur), Siv Friðleifsdóttur, Árna Mathiesen og Hall- dóri Ásgrímssyni. í bréfinu til Karo- linska sjúkrahússins lýsti ég helstu eigin- leikum, kostum og göllum þeirra sem ég gaf, svo og útliti og atgervi. Nú stendur upp á mig að skrifa þessu fólki bréf og tilkynna því um gjöf- ina. Ég ætla að vera búinn aö því fyrir mánaðamót," sagði Daníel Magnússon sem er tilbúinn til aö taka ófyrirséðum viðbrögðum ráðherr- anna, hver sem þau verða. Vonast Daníel til að ráðherrarnir hafi skilning á „projectinu" Happy Hour 2000. -EIR Sv iösljos Réttarhöldum um arf frestaö Það verður ekki fyrr en í septem- ber sem Anna Nicole Smith þarf aö mæta sonum fyrrverandi eigin- manns síns, olíumilijarðamærings- ins J. Howards Marshalls, ríkasta manns Houstons, í dómsal. Mars- hall lét eftir sig 180 milljarða is- lenskra króna og krefst Anna, sem var gift honum síðasta árið sem hann lifði, tæpra 70 mUljarða. notaðirbílar ww”b,imi,o™is «a»brimborgar * Volvo S40 2,0 07/98 ssk., 4 d., rauður, ek. 22 þús. km.framdrif. Verð 1.960.000. Ford Mondeo 1,8 03/98 ssk., 4 d., vínrauður, ek. 25 þús. km, framdr. Verð 1.480.000. VW Passat 1,8 04/98 5 g., 4 d., svartur, ek. 30 þús. km, framdr. Verð 1.750.000. Toyota Corolla 1,6 01/97 5 g., 4 d., silfur, ek. 12 þús. km, framdr. Verð 1.080.000. Daihatsu Move 85010/98 ssk., 5 d., vínrauður, ek. 20 þús. km, framdr. Verð 730.000. Ford Explorer 4,012/91 5 g., 5 d., Ijósblár, ek. 120 þús. km, 4x4. Verð 980.000. Tilboð 880.000. Daihatsu Charade 1,3 05/97 ssk., 5 d., Ijósblár, ek. 26 þús. km, framdr. Verð 940.000. Ford Bronco 5,0 02/97 ssk., 3 d., hvítur, ek. 72 þús. km, 4x4. Verð 1.790.000. <Sr brimborg Opið laugardaga 11-16 eykjavik • Akureyri Brimborg Reykjavík, Bíldshöföa 6, slmi: 515 7000 Brimborg Akureyri, Tryggvabraut 5, sími. 462 2700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.