Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 Fréttir DV Afmælisveisla viðskiptaráðherra á Grenivík: Greiddi flug og gistingu fyrir afmælisgestina - kom í stað sumarferðar, segir ráðimeytisstjóri Valgerður Sverrisdóttir, iðnaö- ar- og viðskiptaráðherra, bauð öll- um starfsmönnum ráðuneyta sinna í fimmtugsafmæli sitt á Grenivík um síðustu helgi og lét ráðuneytið borga. Um var að ræða flug og gistingu norður á Akureyri og fengu makar starfsmanna 50 prósenta afslátt. Samkvæmt al- mennri verðskrá kostaði þetta upp- átæki ráðherrans skattgreiðendur um 300 þúsund krónur. í ráðuneyt- um Valgerðar Sverrisdóttur starfa 30 manns. „Það voru 14 starfsmenn sem þáðu boðið og 10 makar,“ sagði Þorgeir Örlygsson, ráðuneytis- stjóri Védgerðar, í gær. „í stað þessarar ferðar felium við niður Afmælisbarniö á Grenivík Frítt fyrir starfsmenn - hálft fyrir maka og ráöuneytiö borgar. sumarferð starfsmanna sem farin hefur verið hér á hverju ári eins og í öðrum ráðuneytum og reyndar víða í fyrirtækjum úti í bæ þannig að þetta kemur út á eitt,“ sagði Þorgeir Örlygsson sem neitaði því spurður hvort ráöherrann hefði boðið fleirum í fimmtugsafmæli sitt á kostnað ráðuneytisins. Mikið fjölmenni var í afmælis- veislu Valgerðar Sverrisdóttur á Grenivík og starfsmenn hennar og makar aðeins hluti þess fjölda. Þeir gistu í sveitagistingu miðja vegu milli Grenivíkur og Akureyr- ar aðfaranótt síðastliðins sunnu- dags að veisiu lokinni og héldu við svo búið heim. -EIR Holur eftir vetur Margir bílar fengiö þyngri högg en þeir þola viö akstur á ósléttum götunum. Malbikið á leið í holurnar: Ekki katastrofa segir yfirverkfræðingur gatnamálastjóra „Götumar í höfuðborginni koma verr undan snjó núna en áður og skiptir þar mestu snjór og þíða á víxl, saltið, snjóruðningur og síðast en ekki síst stóraukin umferð,“ sagði Guðbjartur Sigfússon, yfir- verkfræðingur gatnamálastjóra í Reykjavík, um holumar sem nú líta dagsins ljós í gatnakerfinu eftir að snjóa leysti. „En þetta er engin kata- strofa,“ sagði yfirverkfræðingurinn þó svo að margir eldri bílar hafi fengið þyngri högg en þeir þola við akstur á ósléttum götunum. Menn gatnamálastjóra bíða nú eftir malbiki frá malbiksstöövum sem hafa ekki framleitt neitt i vetur og hefja viðgerðir á götunum strax í næstu viku. í ár er gert ráð fyrir að malbikað verði í Reykjavík fyrir 250 miiijónir króna. -EIR Tvö innbrot í tölvukerfi Iðnskólans í Reykjavík: Beinn aðgangur að nektarmyndum - settur inn á heimasíðu - þrjóturinn ófimdinn Notendum tölvukerfis lönskólans í Reykjavík brá heldur en ekki í brún þegar þeir klikkuöu á nýja liti á heimasiöu skólans. Sú aögerö skaut þeim beint inn á djarfar myndir úr Playboy. Viö athugun reynd- ist hafa verið brotist tvisvar inn á kerfiö. Tvisvar sinnum var brotist inn í tölvukerfi Iðnskólans I Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Ekki er vitað hver eða hverjir voru þar að verki. Engar stórfelld- ar skemmdir voru tmnar á kerfinu en það varð þó seinvirkara eftir seinna innbrotið. Bæði innbrotin áttu sér stað sömu helgina. Árvökulir notendur tóku eftir þvi að átt hafði verið við heima- síðu Iðnskólans eftir næstsíðustu helgi. Búið var að setja nýja liti inn á forsíðu henn- ar. Þegar smellt var á þá fór notandi beint inn á nektarmyndir úr tímaritinu Playboy. í seinna skiptið sem brotist var inn var m.a. átt við skrár sem stýra netsam- bandi skólans út á við og innan kerf- isins. Eftir þessar aðgerðir varð kerf- ið miklum mun hægvirkara en það hafði verið áður. Auk þess sem menn urðu varir við breytingar á tölvukerf- inu barst skólanum bréf frá tölvufyr- irtæki sem benti á aö ekki væri allt með felldu með kerfið. Eftir því sem DV kemst næst hefur stjómendum skólans ekki tekist að láta rekja innbrotið. Kennaramir em mjög óánægðir með framgang þeirra í málinu. Kom sú óánægja berlega fram þegar málið var rætt á kennara- fundi í síðustu viku. Ágúst B. Karlsson, aðstoðarskóla- meistari Iðnskólans, vOdi ekki tjá sig um málið við DV aö öðm leyti en því að þetta hefði oröið til þess að sérfræð- ingar hefðu verið fengnir til að taka kerfið í gegn. „Fyrst einhver komst inn varð að skoða það mál til að koma í veg fyrir að hægt væri að endurtaka leikinn. Sú skoðun fór fram strax helg- ina eftir innbrotin." -JSS Hvatníng til sparnaðar Ríkisstjórnin stefnir aö því aö frádráttarbær heildariögjöld til lífeyrissparnaöar geti numiö allt aö 20 prósent af launum. í smíöum er frumvarp þessa efnis. Þetta kom fram í ræöi Davíös Oddssonar forsætisráöherra á ársfundi Seöla- banka í gær, þar sem þessi mynd var tekin. Fremstur á myndinni er hinn nýi seölabankastjóri, Finnur Ingólfsson. Bati á 8 fingrum Hjúkrunarkona sem annast hefur Ingþór Bjamason pólfara í Resolut í Kanada telur að hann muni ná fullum bata á öllum fmgmm, nema löngu- töng hægri handar. Óttast er að hann muni missa hold af þeim fmgri. Ing- þór þurfti að hætta leiðangrinum á Norðurpólinn vegna kals. Stöð 2 greindi frá. Jafningi í London Leikhópurinn „Á semmni" sýnir Hinn fullkomna jafningja í London vikuna 26.-31. apríl. Á ensku heitir verkið The Perfect Equal. Þegar sýningum lýk- ur í London heldur leikhópurinn aftur heim og setur sýn- inguna upp að nýju í íslensku óper- unni, en síðast varð að hætta sýning- um fyrir fullu húsi. Höfundur verks- ins, þýðandi og eini leikarinn er Fel- ix Bergsson. Óvíst um lækkun OPEC-ríkin hafa samþykkt að auka olíuframleiðslu sina um 7% og er vonast til að þetta leiði til lækkunar á heimsmarkaði, en ákvörðunin mun þó ekki skila sér í eldsneytislækkun hérlendis á næstunni þar sem birgða- verð í mars var hærra en í febrúar. Sagði í fréttum Stöðvar 2 að bensín- verð myndi líklega hækka á næstu dögum um 2-3 krónur á lítra. Ólögmæt uppsögn Settur mennta- H málaráðherra, Geir H. Haarde, hefur Ít *m 1 kveðið upp úrskurð wm um að uppsögn » M Hrafns Sigurðsson- H ar, Qármálastjóra W y Æm yið Þjóðminjasafn -----íslands, hafi verið ólögmæt. í úrskurðinum er lagt fyrir þjóðminjavörð að semja við Hrafn um bætur-vegna starfsloka hans. RÚV greindi frá. Nýtt safnahús Föstudaginn 31. mars verður skrif- að undir samninga vegna byggingar nýs safnahúss að Görðum á Akranesi. Flug í Keflavík Innanlandsflug til og frá Reykjavík mun flytjast til Keflavíkur í tvær vik- ur í sumar, þar sem Reykjavíkurflug- velli verður lokað vegna fram- kvæmda. Stöð 2 greindi frá. Ingvar hættir Ingvar Ásmunds- son, skólameistari Iðnskólans í Reykja- vík, hefúr óskað eft- ir lausn frá embætti skólameistara vegna veikinda frá og með I. apríl næstkom- andi. Menntamála- ráðherra hefur fallist á lausnarbeiðni Ingvars en gert hefur verið sérstakt samkomulag um að hann sinni ráð- gjafarstarfi um iðnmenntun á fram- haldsskólastigi þegar hann nær fullri heilsu á ný. Ágúst B. Karlsson er að- stoðarskólameistari Iðnskólans i Reykjavík. „Góðkunningi" í innbroti Lögreglan í Reykjavík handtók í morgunsárið „góðkunningja" sem reyndi innbrot í Drauminn við Rauð- árstíg. Segja má að „draumurinn" hafi snúist upp í martröð vegna þess að maðurinn var staðinn að verki. Hann reyndi að komast undan á hlaupum en var gómaður og hafði í fórum sínum verkfæri sem gjaman eru notuð við innbrot. -hdm/JSS/-gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.