Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 Fréttir I>V íslendingur stýrir uppbyggingu flugmála í Pristína í Kosovo: Pólitísk úlfagryfja - ringulreið ríkjandi eftir stríðsátök Mikiö uppbyggingarstarf Á myndinni sést húsnæðið þar sem flugturninn í Pristína er til húsa nú. Haugurinn á innfelldu myndinni var myndarlegur flugturn fyrir stríð. íslenskur flugumferðarstjóri, Hallgrimur • Sigurðsson, er nú staddur í Kosovo þar sem hann vinnur að því að koma koma flug- vellinum í Pristína í lag eftir stríðsátökin. Ekki er ofsagt að flugvöllurinn hafi verið í rúst eftir stríðið. Hallgrimur er eini íslend- ingurinn sem vinnur að þessu verkefni. Hann fór utan 1. mars sl. og verður a.m.k. í tvo mánuði. Nokkrir islendingar eru í Kosovo við önnur störf. „Samvinnan við rússnesku og bresku hershöfðingjana gengur vel og er skemmtileg," sagði Hallgrím- ur þegar DV hafði samband við hann úti í Kosovo. „En það verður að segjast sem er að þetta er póli- tísk úlfagryfja sem maður hrærist í hérna. Ég er hér á eigin vegum því þegar Sameinuðu þjóðimar báðu mig að fara í starfið höfðu þeir beint samband við mig en fóru ekki í gegnum flugmálastjóm né ráðuneytið." Vérkefnið sem Hallgrímur vinn- ur að er á vegum UNMIK (United Nations Mission in Kosovo) „Hálf flugstöðin hafði verið sprengd burtu, flugtuminn þurrkaður út, öll blindflugstæki ónýt, fjarskipta- búnaöur ónýtur, sprengigígur í flugbrautinni, og starfsliðið að mestu horfið. Hér voru t.d. 15 flug- umferðarstjórar fyrir stríð en eru nú 2 eftir,“ sagði Hallgrímur. Hallgrímur Slgurðsson Byggir upp flugþjónustu í Pristína. Alþjóöleg samvinna „í fyrrahaust var byrjað að fljúga med flóttafólk og almenna farþega hingaö á völlinn eftir að bráðabirgöaviðgerð hafði verið gerð á flugbrautinni. Flugið var háð alls kyns takmörkunum, t.d. mátti eingöngu fljúga sjónflug og að degi tfl. Mikil pressa var að fljúga hingað og ekki alltaf fylgt ströngustu reglum. Þessu lauk með því að flugvél fórst hér í fjöll- unum með 24 starfsmenn SÞ um miðjan nóvember. í kjölfarið var vellinum lokað fyrir borgaralegu flugi og þess krafist að uppfylltar yrðu fyllstu alþjóðlegu kröfur um flug. Þetta varð til þess að SÞ gerðu sér grein fyrir því að það yrði að fá sérfræðing til að hjálpa þeim við uppbygginguna. Þeir höfðu sam- band við mig í desember og báðu mig að taka starfið að mér.“ Hallgrímur vinnur í samgöngu- ráðuneyti UNMIK sem fer með eins konar rikisstjóm og vinnur að því að byggja upp og koma mál- um í eðlilegt horf aftur. Siðan eiga heimamenn smám saman að taka við stjóm aftur. KFOR (Kosovo Forces), sem er í raun Nató, held- ur uppi vömum í héraðinu og ræður t.d. flugvellinum og loftrým- inu. Rússneski herinn stjórnar innri byggingu á flugvellinum en breski herinn sér um flugumferð- arstjómina. Hallgrímur tók fram að Þorgeir Pálsson flugmálastjóri og flug- málastjórn standi mjög dyggilega við bakið sér og láti sér í té alla þá aðstoð sem þeir geti veitt, sem sé ómetanlegt. Hnefarétturinn ræður „Ég hef kynnst allmörgum Al- bönum hérna og rætt mikið við þá,“ sagði Hallgrímur. „Á yflr- borðinu era þeir frekar glaðlegir og vingjamlegir. Margir hafa þó misst ættingja og vini í stríðinu. Þegar maður kafar dýpra finnur maður mikinn sársauka og jafnvel vonleysi. Héma í Pristína er nú, að því talið er, 600 þúsund manns en voru 250 þúsund fyrir stríð. Flest þetta fólk kom frá þorpum í nágrenninu sem voru gjörsamlega lögð í rúst. Meirihlutinn er at- vinnulaus. Serbarnir höföu þær aðferðir aö annaðhvort keyrðu þeir með jarðýtu á húshomin svo húsin hmndu eða þeir settu log- andi kerti upp undir rjáfur í þeim og skrúfuðu siðan frá gaskútum í kjallaranum. Þegar húsið fylltist af gasi sprakk það í tætlur og brann. Svona eru mörg þorp farin og fólkið flúið, fyrst til fjalla og siðan hingað til Pristína. Rafmagn er mjög óöruggt hér og fer af fyrir- varalaust í lengri eða skemmri tima. Vatn höfum við kannski í 12-14 tima á sólarhring og ekki alltaf heitt. Umferðin er alveg hrikaleg. Hér er allt fullt af bílum, hestvögnum og hertækjum. Talið er að í borg- inni séu núna um 250 þúsund bíl- ar. Flestir eru stolnir fra Evrópu s.s. Þýskalandi, Sviss o.s.frv. Nán- ast engir bílar eru á númerum og hér gilda engar umferðarreglur. Einungis hnefarétturinn og frekj- an kemur fólki áfram. Umferðar- slys eru algeng og oft mjög alvar- leg. í síðustu viku urðu tveir árekstrar milli skriðdreka og fólksbíla. í báðum tilvikum fóru drekamir yfir bílana og lögðu þá saman. í öðrum bílnum voru tveir og létust báðir samstundis. í hin- um voru líka tveir, annar slapp með minni háttar meiðsli en hinn slasaðist mjög alvarlega." Sorp og flæklngshundar „Nánast engin sorphreinsun er í gangi. Sorpið hér er yfírgengi- legt, allir bakgarðar og skúma- skot full af rusli. Núna, þegar fer að hlýna, gýs ömgglega upp ólykt. Mengunin er lika mikil frá öllum bílunum, svo og af kolum sem em mikið notuð hér. Sumir íbúanna reyna að brenna ruslinu í görðun- um. Hér loga því oft eldar vítt og breitt um borgina. Skyggnið er stundum ekki nema nokkrir kiló- metrar þó sól sé og heiðskírt. Al- gengt er að fólk hérna kvarti yfir því sem við myndum kalla kverkaskít. Það stafar að sjálf- sögðu aðallega af menguninni. Hér er lika mikið af flækings- hundum á götunum. Algengt er að þeir haldi sig í smáhópum. Þeir eru að mestu meinlausir því þeir hafa nóg að éta í sorpinu. Á flugvellinum vorum við í vand- ræðum með þá og urðum að gera átak til að útrýma þeim því þeir þvældust um á flugbrautinni. Við létum elda fyrir þá Chili con car- ne med svefnlyfi í. Þegar þeir sofnuðu svo greyin vom þeir sótt- ir og svæfðir endanlega med lyfj- um.“ -JSS DVWYNDIR HALLGRÍMUR SIGURÐSSON Leifar stríösátaka Þarna má sjá leifarnar af serbneskri eldsneytisstöö rétt hjá flugvellinum. í forgrunni er ósprungin sprengja. Wk* • Umsjón: Reynir Traustason notfang: sandkom@ff.is Vel merktur þingmaður Það vakti nokkra athygli þegar Ingþór Bjarnason, fyrrverandi pólfari, til- kynnti að hann væri á heim- leið. Ekki vakti þó minni athygli að Ólafur Örn Haraldsson, fyrsti þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík og talsmaður pólfaranna, kom fram merktur FBA og Útilífi í bak og fyrir. Eins og kunnugt er eru Gaumsfeðgar eigendur Útilífs og stórir hluthafar í FBA. Menn veltu því þess vegna fyrir sér hvort nesti pólfaranna væri frá Pizza Hut... Ungfrúíslandpunkturiss Ekki er langt liðið frá því Linda Pé barðisér á brjóst og tfl- kynnti að hún hefði fengið umboð fyrir Ungfrú heim og hún myndi halda öðru- vísi og nútíma- lega fegurðarsamkeppni með því frumlega nafni Ungfrúlsland.is. Keppnin var þó ekki meira .is en svo að þremur sólarhringum eftir keppnina var ekkert um úrslit hennar á heimasíðunni ungfruis- land.is - bara um forsölu að- göngumiða. Bíða menn nú bara eftir þvi að Linda Pé krýni sig forsetiíslands.is... Banka, takk Eftirherman /insæla Jó- bannes Krist- jánsson frá Brekku á Ingj- aldssandi, er kominn á fulla ferð eftir erfið veikindi. Jó- hannes hefur sérstakt dálæti á því að herma eftir framsóknarmönnum. Hann lýsti því ágætlega á dögunum hvers vegna Finnur Ingólfsson varð seðlabankastjóri. Þannig var að Finnur varaformaður átti er- indi inn á skrifstofu Halldórs Ás- grímssonar formanns á aðvent- unni. Þar sem Finnur stendur fyrirvaralaust og án þess að berja að dyrum framan við formanninn segir sá síðamefndi með þunga: „Viltu ekki banka, Finnur". Svar- ið kom um hæl: „Jú, Seðlabank- inn væri fínn.“ Og það varð ljós.... Lítill lækur Bergvíkur- lækur nefnist sakleysisleg spræna sem fellur niður hliðina við svínabúið Stjömugrís á Vallá á Kjalar- nesi. í mikl- um leysingum getur lækuri sá ama orðið að fmssandi stór- fljóti sem engu eirir. Það gerðist einmitt í rigningunum um dag- inn. Þá voru lætin svo mikil að honum dugði ekki farvegurinn til. Ruddist hann með látum í gegn- um svæði ofan við svínabúið. Þar náði hann í slatta af svína- og grislingahræjum á ýmsum aldri, sem flutu í loftköstum til sjávar. Uppi varð fótur og flt, enda bann- að að halda heimagrafreiti af þessu tagi. En lækurinn, sem aft- ur er orðinn lítinn og penn, er nú aldrei kallaður annað en Galta- lækur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.