Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2000, Blaðsíða 30
34 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 Tilvera Nafn: Gísli Marteinn Baldursson Aldur: 28 ára Starf: Umsjónarmaður Kastljóss Samninga- viðræður við Guðjón Þórðarson Klukkan er 11 að morgni. Hvar ertu og hvað ertu að fara að gera? „Ég er staddur í Sjónvarpshúsinu og þarf að undirbúa Kastijósþáttinn í kvöld. Eftir það reikna ég með að fara beinustu leið heim.“ í hvaða fllk klæddirðu þig fyrst í morgun? „Ég man ekki hvort það voru sokkamir sem eru í bresku fánalitunum eða stuttermabol- ur. Ég er mikiii stutterma- ^ bolamaður og ef ég man rétt þá er bolurinn sem ég klæðist í dag merkt- ur flugfélag- inu Saudia Airlines." Kanntu á ryksugu og þvottavél? „Ég kann á hvort tveggja en sem bet- ur fer þarf ég aldrei að ryksuga því það eru engin teppi á heimilinu. Ef í harðbakkann slær þá ræð ég við að setja í þvottavél en sú kunnátta nær ekki öllu lengra." Það eru fimm mínútur í heimsendi. í hvem myndirðu hringja? „Fimm mínútur eru ekki langur tími en ætli ég myndi ekki hringa í foreldra mína og systur. Síð- an myndi ég að sjálfsögðu hringja í Spilafélagið Mána.“ Þú verður að eyöa 100 milljómnn í dag - hvað myndirðu kaupa? „Ég myndi byrja á að fá mér skárri bil en þann sem ég á í dag. Síðan myndi ég kaupa góða utan- landsferð fyrir fjölskylduna. Ætli ég myndi svo ekki fá einhverja af þess- um frábæru verðbréfaráðgjöfúm okk- ar í Kastljósi til að ráðleggja mér hvemig ég á að eyða afganginum." í' AJÍæaW.,‘vrw< V® RÆaBffT" TiLif *í • •/-’ '• "7 *■'r'~-- vvPmw- •> X tsmlA Þingholtsstræti 29a „Eitt glæsilegasta hús bæjarins, hefur allt til aö bera, “ segir einn fasteignasali. „Myndi fá kaupanda þess vegna fyrir 100 milljónir, “ segir annar. Stærð: 474 fermetrar. Brunabótamat: 51,2 milljónir króna. Eigandi: Reykjavíkurborg. Óþekktur aðili sem vill kaupa Þingholtsstræti 29a kastar stríðshanskanum: 100 milljónir á borðið - ákvörðun borgarinnar um sölu að vænta á næstu vikum Búist er við geysihörðum slag ef og þegar Reykjavíkurborg selur húsið Esjuberg að Þingholtsstræti 29a. Þar hefur aðalsafn borgarbóka- safnsins verið frá því 1954 en safnið verður flutt úr húsinu í júlí i sum- ar. Esjuberg er eitt altilkomumesta einbýlishús Reykjavíkur og telja margir það fegursta hús borgarinn- ar. Aö sögn ónefnds fasteignasala hefur hann þegar kaupanda sem reiðbúinn er að greiða að minnsta kosti eitt hundrað milljónir króna fyrir eignina og meira ef þörf kref- ur. Sá er hins vegar áreiðanlega ekki sá eini sem gimist þetta svip- fagra hús og má því reikna með kapphlaupi fyrirtækja og fjár- sterkra einstaklinga ef kemur að sölu hússins. DV leitaði til nokkurra fasteigna- sala og baö þá aö nefna þau íbúðar- hús á höfuðborgarsvæðinu sem þeim finnst bera af öörum fyrir sak- ir glæsileika. Myndir af hluta þeirra húsa sem nefnd voru ásamt upplýs- ingum um eigendur þeirra, stærð og brunabótamat fylgja hér á opnunni. Obenhaupt stórkaupmaður Smáhöllin að Þingholtsstræti 29a er 474 fermetrar að stærð og stend- ur á 1196 fermetra eignarlóð. Húsið er steinsteypt, tvær hæðir og kjall- ari. „Esjuberg var reist árið 1916 af Obenhaupt stórkaupmanni. Einar Erlendsson teiknaði húsið. Lengst af bjó þar fjölskylda Ólafs Þ. John- sonar, stofnanda heildverslunarinn- ar Ó. Johnson & Kaaber. Borgar- sjóður keypti húsið árið 1952 og að loknum breytingum opnaði bóka- safnið þar í janúar 1954,“ segir á heimasíðu borgarbókasafnsins um Þingholtstræti 29a. Húsið þykir af mörgum ástæðum henta illa fyrir starfsemi safnsins og verður hún því flutt niður á Tryggvagötu 15, þar sem borgarskjalasafnið og ljós- myndasafn Reykjavíkur eru fyrir. Borgaryflrvöld í vafa Jón Björnsson, framkvæmda- stjóri þróunar- og fjölskyldusviðs Reykjavíkurborgar, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um fram- tíð Þingholtsstrætis 29a en að ýmsar hugmyndir séu á lofti. Jón segir þannig enn tfi skoðunar hvort borg- in nýti húsið sjálf áfram eða hvort það verði selt. Hann á von á ákvörð- un í málinu fljótlega. „Það verður að gerast fyrr en seinna. Ég á von á því á næstu vik- um að menn stígi í einhvem fót með það. Ég geri ráð fyrir að ákvörðun um sölu yrði lögð fyrir borgarráð," segir Jón. Jón segir að þó að Esjuberg sé bæði myndarlegt og sögufrægt hús hafi það verið nýtt sem bókasafn áratugum saman og breytt í því skyni. „Það er því líklegt að það þyrfti að breyta miklu innanstokks tfi að gera það í stakk fyrir nýja notkun. Það þaríhast þónokkurrar viðgerðar, bæði að utan að innan. Flutningur safnsins hefur verið það lengi í farvatninu að menn hafa ekki verið að leggja í dýrt viðhald með starfsemi bókasafns í huga,“ segir hann. Að sögn Jóns hefur það ekki kom- ið til tals að setja skilyrði um notk- un Esjubergs ef af sölu hússins verður. „Umræðan er ekki á því stigi en ef ákveðið yrði að selja myndu menn sjálfsagt velta slíku fyrir sér,“ segir Jón. -GAR Þú verður að yfirgefa landið á stundinni. Hvert færirðu? „Það er ekki spuming að ég færi til London. Hún er einfaldlega skemmtilegasta borg í heimi.“ Hver er undarlegasta flíkin f fataskápnum þfnum? „Fyrir utan skrautlegan flota af sokkum þá held ég að það hljóti að vera sundbolurinn sem mér áskotnaðist þegar ég vann í laugunum fyrir nokkrum árum. Bol- urinn, sem er frá 1940, er blár og hvít- ur, með þverröndum. Hann nær líka niður á mið læri og er með ermum. Ég nota þessa flík nokkuð oft en þó ekki í almenningssundlaugum." Hvað dreymdi þig í nótt? „Það er svo einkennilegt en mig dreymdi að ég stæði í miklum samningaviðræð- um við Guðjón Þórðarson. Ég vildi ólmur fá hann í Kastljósið og ef ég man rétt þá féllst hann á það.“ Sulunes 15 Jón Tryggvi Kristjánsson, löggiltur endurskoóandi, býr í þessu húsi sem manna á meöal mun ganga undir nafninu Southfork.„Mjög iburöarmikiö og vel búiö hús þótt sumir vilji meina aö þaö líkist engu ööru fremur en rjóma- tertu, “ segir fasteignasali. Girt er í kringum húsiö meö svartri oggylltri girö- ingu. „Þetta er óskaplega mikiö blúnduverk en menn taka sér sunnudagabíl- túra til aö skoöa þetta, “ segir fasteignasalinn. Eigandi: Jón Tryggvi Kristjánsson. Stærö: 460 fermetrar. Brunabótamat: 57 milljónir króna. „Aberandi failegt. Einstaklega glæsilegt, finlegt og viröulegt einbýlishús viö sjávarsíöuna. Frábær eign, “ segir fasteignasali. Þetta hús teiknaöi Halldór H. Jónsson og byggöi sjálfum sér. Eigandi: Margrét Garðarsdóttir. Stærö: 392 fermetrar. Brunabótamat: 29,3 milljónir króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.