Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2000, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2000, Síða 9
FTMMTUDAGUR 30. MARS 2000 9 PV_______________________________________________________________Fréttir Topp tíu listinn hjá Ábyrgðasjóði launa: Rauði herinn í fyrsta sæti - 539 milljónir greiddar út vegna tíu fyrirtækja, eða 630 milljónir á núverandi verðlagi Greiðslur úr Ábyrgðarsjóði launa - vegnn eftirfarandi jrrotabúa Ví'iðlíi^ Ihim Milliumi kioiia R.hiói horinn Arnnrflufí hf. gwmis Islonskn st.ilfolaaióihfrM Aiafoss hf. mmmmam Einnr Gnof mnssoniilifi.niiK. IsIcnskur skinn.iionnOiir, Viiól.ir. Iiiim MA iuivFr.uiili vi-idl.iKi mmammmmm hnþiuljni 201)0 ^ 1 |M0Í isirð 1Ö91 1,1 : . ‘ :í|;i ;:e: Si :*«>, CW 1 ' ^ÉÉtofciáWfesi : : : S%^ jM«(«nét»93 f| g*) Islcnskur skinn- ' *»„ fnríþrot anð 1933 4|- jj J»,0 SH vorktakar hfmHKit>: ’ ^8 fór i|n«t jiið At'lnntsfhifí —11 111 1 if'Vu*........... Hngvirki/KlottiinllifflBraswswiílri 4 luf 1 l""t '""1:'5 2i 4 Þorgoir 00 Él'icrtiiineséf 3 f"! 18 7 ' Islcnskn siiltfolag.iðsiifiin ?!,(. k»iM .ramw ^ j Ábyrgöasjóður launa er sá var- nagli sem starfsmenn fyrirtækja verða að reiða sig á ef rekstur fyrir- tækja stöðvast og þau verða gjald- þrota. Háar upphæðir hafa runnið úr sjóðnum í einstökum málum en aldrei hefur krónutalan verið hærri í heilan áratug en við þrot fyrir- tækja „Rauða hersins". Við gjaldþrot fyrirtækja sem gengið hafa undir gælunafninu Rauði herinn, þ.e. Rauðfelds á Bíldudal, Rauðsíðu á Þingeyri og Bolfisks í Bolungarvík, greiddi Ábyrgðasjóður launa út rúmlega 92,2 milljónir króna. Tvær kröfur eru óafgreiddar hjá sjóðnum sem gæti hækkað töluna upp í rúmar 93 milljónir króna. Ef tekin eru stærstu fjárútlát hjá sjóðnum vegna 11 einstakra fyrir- tækja síðan 1991 kemur í ljós að greiddar hefur verið 588,1 milljón vegna launa starfsmanna þessara fyrirtækja. Er þá miðað við krónu- tölu á verðlagi þegar uppgjör fór fram. Samkvæmt þessum lista nýtur Rauði herinn þess vafasama heið- urs að vera í efsta sæti með 92,2 milljónir króna. Næst koma greiðslur vegna Arnarflugs hf. árið 1991, að upphæð 72,9 milljón- ir króna, þá íslenska stálfélagið hf. 1992 með 71 mifljón kr., Ála- foss hf. 1991 með 68,4 miUjónir kr., Einar Guðfmnsson hf. 1993 með 58,5 milljónir kr., íslenskur skinnaiðnaður hf. 1993 með 49,4 milljónir kr., SH verktakar hf. 1993 með 46,8 milfjónir kr., At- lantsflug hf. 1993 með 30,8 milfjón- ir kr., Hagvirki/Klettur hf. 1995 með 27,7 milljónir kr., Þorgeir og Ellert hf. 1995 með 21,4 milljónir kr. og íslenska saltfélagið hf. 1994, sem dettur nú út af topp tíu list- anum, meðl8,7 milijónir króna bótagreiðslu vegna launa. Ef þannig eru tekin tíu stærstu mál- in er heildarkrónutalan 539,4 milljónir. Yfir 600 miiyónir á núverandi verðlagi Þó tekin sé framreikningur á þessum upphæðum til dagsins í dag samkvæmt meðaltalsvísitölu neysluverðs hvers árs, þá trónir Rauði herinn samt enn á toppnum þó mjótt sé á munum. Að öðru leyti er röðin óbreytt: Rauði herinn 92,2 millj. kr., Am- arflug 92,1 millj. kr„ íslenska stál- félagið hf. 86,5 millj. kr„ Álafoss hf 86,4 millj. kr„ Einar Guðfinnsson hf. 68,4 millj. kr„ íslenskur skinna- iðnaður hf. 57,8 milij. kr„ SH verk- takar hf. 54,8 millj. kr„ Atlantsflug hf. 36 millj. kr„ Hagvirki/Klettur hf. 31,4 millj. kr„ Þorgeir og Ellert hf. 24,3 millj. kr. og íslenska saltfé- lagið hf. 21,6 millj. kr. Samtals eru þetta 651,5 milljónir króna á núverandi verðlagi vegna þessara 11 fyrirtækja. Ef reiknað væri samkvæmt launavísitölu, þá félli Rauði herinn hins vegar nið- ur i fjórða sæti á listanum. -HKr. Verkalýðsfélagiö hljóp undir bagga Allt borgað úr Ábyrgðasjóði - segir Gunnhildur Elíasdóttir, formaður Brynju á Þingeyri Um 60 til 100 manns unnu að jafnaði hjá fyrirtækinu Rauðsíðu á Þingeyri. Þegar fyrirtækið komst í þrot stóð starfsfólkið uppi launalaust en verkalýðsfélagið Brynja hljóp undir bagga í neyð starfsmanna. Síðast var greitt út í félögum Rauða hersins 15. maí 1999 en fólkið var á samningi alveg til gjaldþrotadags sem var í ágúst. Varð verkalýðsfélagið á Þingeyri m.a. að slá lán til að geta sinnt neyðaraðstoð við starfsfólkið. Fé- lagið átti þó ekki kröfurétt á móti í bú fyrirtækisins að sögn Krist- jáns Ólafssonar skiptastjóra held- ur einungis á hendur starfsfólk- inu sjálfu. Gunnhildur Elíasdóttir, for- maður verkalýðsfélagsins Brynju Gunnhildur Elíasdóttir „Ég held aö þaö hafi veriö ótrúlega vel aö þessu staöiö hjá skiþtastjóra og Ábyrgöasjóönum. “ á Þingeyri, segir að betur hafi far- ið varðandi þau laun sem félagið greiddi starfsfólki en á horfðist. „Við fengum það allt borgað í gegnum Ábyrgðasjóð launa. Hlut- ur félagsins var dreginn af heild- arpakkanum hjá fólkinu og greiddur inn til verkalýðsfélags- ins. Þetta skilaði sér allt nema vaxtatap vegna lána sem við þurft- um að taka. Ég held að það hafi verið ótrúlega vel að þessu staðið hjá skiptastjóra og Ábyrgðasjóðn- um gagnvart starfsfólkinu," sagði Gunnhildur Elíasdóttir. Sömu sögu er reyndar að segja af kröf- rnn í þrotabú Rauða hersins vegna lífeyrisgreiðslna og stéttarfélags- gjalda. Þær greiðslur féllu á end- anum á Ábyrgðasjóð launa. -HKr. Heilbrigðiseftirlitið: Vill skýringar vegna svína - sem flutu úr urðunarstað á Vallá „Við munum skrifa eigendum svínabúsins og óska eftir skýringum vegna þessa atburðar," sagði Tryggvi Þórðarson, yfirmaður umhverfissviðs Heilbrigðiseftirlits Reykjavikur, við DV, aðspurður um framhald málsins þegar dauð svín flutu niður árfarveg í leysingum og út í sjó. Þetta átti sér stað i svinabúinu Stjömugrís að Vallá á Kjalamesi í vikunni. „Framhaldið hlýtur að ráðast af því hvernig málunum hefur verið fyrir komið,“ sagði Tryggvi. „Við ætlum að fá þær upplýsingar í smáatriðum.“ Tryggvi sagði að heilbrigðiseftirlit- ið hefði jafnframt óskað eftir upplýs- ingmn frá sorpeyðingarstööinni í Álfsnesi tun hversu miklu magni af dauðum svínum heíði verið eytt frá búinu í vikunni. Þær upplýsingar hlytu að liggja fljótlega fyrir. -JSS Falleg fermingargjöf SWAROVSKI Mikið úrval af hinum heimsþekktu SWAROVSKI skartgripum Silfurkristalskrossinn Rr? ^KRISTALL Kringlunni - Faxafeni óskar eftir umboðsmanni í Grindavík. ^■| Upplýsingar gefur Már í síma 550 5741. Rafgeymar BOSCH Kúplingar ofl. Kveikjuþræðir OSCH „MÍL li&ö Verslun full af nýjum vörum! Albarkar. Bensíndælur. Bensínlok. Bensínslöngur. Hjólalegur. Hosuklemmur. Kúpllngar, Kúpllngsbarkar og undirvagnsgormar. Rafmagnsvarahlutir. Topa vökvafleygar vigtabúnaður. Tímareimar. Vatnshosur og strekkjarar. Purrkublöð. BOSCH varahlutir .../ miklu urvali Þjónustumiðstöð í hjarta borgarinnan Lógmúla 9 • Sími: 530 2800 • Fax: 530 2820 BOSCH verkstæðið aðkeyrsla frá Háaleitisbraut

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.