Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2000, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000
11
DV
Útlönd
HJÓLflBORÐ
Tony Blair
Breski forsætisráðherrann verður að
ráða sjálfur fram úr því hvort hann
tekur sér fæðingarorlof í vor.
Enga aðstoð að
fá hjá Bill Clinton
BiU Clinton Bandaríkjaforseti
kom sér hjá þvi að gefa vini sínum,
Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, ráð um hvort hann eigi að
taka fæðingarorlof þegar tjórða
bam hans kemur í heiminn í maí-
lok. Cherie Blair vili endilega að
bóndi hennar taki sér frí frá erlin-
um í ráðuneytinu. „Ég vil ekki
blanda mér i það,“ sagði Clinton.
Pabbi Elians reiðu-
Þjáningin sameinir
Gríski drengurinn Andreas Vassiliou, sem er 6 ára, tekur í hönd tyrkneskra barna í Nicosiu á Kýpur. Andreas
er með hvítblæði og vegna sjúkdóms hans hafa óvenjuleg tengsl myndast milli Grikkja og Tyrkja á Kýpur
þar sem þjóðirnar hafa búið aðskildar áratugum saman. Þúsundir Grikkja og Tyrkja hafa látið taka
úr sér blóðsýni vegna leitar að heppilegum merggafa.
Áformum um að einkavæða Sellafield slegið á frest:
Forstjórarnir látnir svara
fyrir vandræðaástandið
Forstjórar British Nuclear Fuels
Limited, fyrirtækisins sem rekur
kjamorkuendurvinnslustöðina í
Sellafield, eiga von á ágengum
spumingum þegar þeir sitja fyrir
svörum hjá viðskipta- og iðnaðar-
nefnd breska þingsins.
Nefndin hefur verið að skoða
áform ríkisstjórnarinnar um að
selja nærri helming BNFL en öllu
slíku hefur nú verið slegið á frest í
kjölfar harðorðrar skýrslu um brot
á öryggisreglum í endurvinnslu-
stöðinni. Ekki bætti svo úr skák að
um daginn var greint frá því að
skemmdarverk hefðu verið framin í
stöðinni.
Talið er að ekkert verði af einka-
væðingaráformunum fyrr en í
fyrsta lagi á árinu 2002.
Sellafield
Forstjórarnir verða teknir á beinið
1 breska þinginu í dag.
Ráðamenn BNFL viðurkenndu í
febrúar að öryggisskýrslur um
kjamorkueldsneyti sem átti að fara
til Japans hefðu verið falsaðar. í
kjölfarið hættu Japanir viðskiptum
við Sellafield, svo og Þjóðveijar,
Svíar og síðast Svisslendingar.
Bresk stjómvöld hafa gefið stjóm-
endum Sellafield tvo mánuði til að
koma öllu í lag, ella verði stöðinni
lokað.
Danir og írar hafa verið í farar-
broddi þjóða sem berjast gegn starf-
seminni i Seliafield. Umhverfisráð-
herra Danmerkur og orkuráðherra
írlands hittust í Dyflinni á dögun-
um tii að stilla saman strengi sína í
baráttunni. íslendingar hafa heldur
ekki legið á liði sinu og hafa krafist
lokunar Sellafield.
hann
marki í dag. Útlagar frá Kúbu hóta
að stöðva umferð í Miami og um-
kringja flugvöllinn. Þeir ætla
einnig að umkringja húsið sem Eli-
an býr í ásamt ættingjum sínum í
Miami.
í þessari viku sendi bandaríska
sjónvarpsstöðin ABC út það fyrsta
af nokkrum viðtölum við Elian og
ættingjana í Miami. Samkvæmt því
sem talsmenn stöðvarinnar segja
var þó ákveðið að senda ekki kafla
úr viðtalinu þar sem drengurinn
lýsir því sjálfur yfir að hann vilji
vera í Bandaríkjunum. Talið var að
það myndi kynda enn frekar undir
deilunni sem þegar er orðin
stórpólitísk.
búinn að sækja
Juan-Miguel Gonzalez, faðir
kúbska drengsins Elians, er reiðu-
búinn að fara strax til Bandaríkj-
anna til þess að krefjast forræðis
yflr syni sínum. Þetta sagði Fidel
Castro Kúbuforseti í ríkissjónvarp-
inu á Kúbu í gærkvöld. Með í för
Juans-Miguels verða fjölskyldu-
meðlimir og skólafélagar og kenn-
arar Elians litla, að því er Castro
greindi frá. Auk þess fara læknar
og sálfræðingar með til þess að búa
Elian undir heimkomuna. Castro
sagði sendinefndina reiðubúna að
hugsa um Elian í Washington þar
til gengið yrði frá máli hans.
Ættingjar Elians í Miami á Flór-
ída neita að láta hann af hendi.
Þeir hafa þó sagt að þeir sleppi
drengnum komi faðir hans sjálfur
til Miami. Ísíðustu viku úrskurð-
aði dómstóll gegn ættingjunum í
Miami. Alríkisdómari úrskurðaði
að faðirinn hefði forræði yfir
Elian Gonzalez
Castro Kúbuforseti segir föður Eli-
ans, skólafélaga og kennara reiðu-
búna til að sækja hann.
drengnum. Síðastliðinn þriðjudag
kröfðust innflytjendayfirvöld í
Bandaríkjunum að móðurbróðir
Elians í Miami, Lazaro Gonzalez,
lofaði skriflega að láta drenginn af
hendi hafnaði áfrýjunardómstóll
beiðni ættingjanna í Miami um for-
ræði yfir drengnum. Annars rynni
dvalarleyfi Elians út í dag. Móður-
bróðirinn neitaði að skrifa undir. í
gærkvöld var svo ákveðið að dval-
arleyfið gilti þar til á morgun.
Ættingjamir í Miami óttast nú
að yfirvöld taki Elian með valdi.
En að því er borgarstjóri Miami,
Joe Carollo, greindi frá í blaðavið-
taii mun lögregla borgarinnar ekki
aðstoða alríkisyfirvöld við að
senda Elian til „helvítis Castros".
Deilan um örlög Elians litla, sem
bjargað var undan strönd Banda-
ríkjanna fyrir fjórum mánuðum, er
móðir hans og stjúpi drukknuðu á
flótta frá Kúbu, kann að ná há-
Mco/w-Plastbakkar
ffyrir öll verkfæri
Öruggur staður fyrir
FflCOM verkfærin,
og allt á
sínum stað!
Síml: 533 1334 fax, 55B 0499
..þafl sem
fagmaðurinn
notar!
Lærðu
QjiO
Nú er í fyrsta sinn boðið upp á námskeið á íslandi.
Kennslan er sem hér segir: 300 tíma kennsla í hagnýtu fóta-
svæðanuddi (fodzonetherapy), líffræði/lífeðlisfræði, óhefðbundnum
lækningaaðferðum, nálastungum (akupunktur) á eyra og
næringarfræði.
Próf í sept. 2000. Námskeiðið fer fram í maí til september 2000.
Það er mjög samþjappað og endar með svæðanuddi (zonetherapy)
til atvinnumennsku og er viðurkennt td. af samtökum óhefðbundinna
lækninga-aðferða í Danmörku og samtökum norskra svæðanuddara.
Kennslan fer fram eftir viðurkenndum aðferðum danska
svæðanuddarans Lilian Holst (stjórnanda skólans).
Kennararnir hafa rúmlega 30 ára kennslureynslu og margra ára
víðtæka reynslu af eigin svæðanuddstofun.
Kennslan og kennslubækurnar eru á léttum Norðurlandamálum
og kennarinn skilur íslensku ágætlega.
Hringið eða skrifið eftir kennsluáætlun.
Vestegnens Zonetherapeutskole, Danmark.
Umboð fyrir Færeyjar, Grænland og ísland:
Föryoya Naturmedisinska Klinikk,
Sundsvegur 10, FO-100 Torshavn
Sími + 298 32 03 95
kl. 08-10 og kl. 19-21.
Fax allan sólarhringinn: +298 32 03 96