Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2000, Síða 13
FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000
13
DV
Hagsýni
Verðkönnun á kaffihlaðborðum:
Meira en helmingsverðmunur
- á heimsendum hlaðborðum. Veislurisið er ódýrast
Nú er fermingartímabilið hafið
þetta árið og undirbúningur víða í
fuilum gangi. Margir fá til sín hjálp af
einu eða öðru tagi fyrir veisluna, svo
sem með því að panta sér veitingar
utan úr bæ. Hagsýni hafði samband
við nokkur fyrirtæki sem sjá um
fermingarhlaðborð og kannaði verð-
lag þeirra. Ekki var spurt um gæði
hlaðborðanna eða magn, aðeins verð-
lagið.
Spurt var hvað kaffihlaðborð í sal
kostaði. Átta fyrirtæki reyndust bjóða
slíka þjónustu. Þetta voru Brasserie
Borg, Pósthússtræti 11, Broadway, Ár-
múla 9, Gafl-inn, Dalshrauni 13 við
Reykjanesbraut, Kornið, Hjallabrekku
2, Lækjarbrekka, Bankastræti . 2,
Skólabrú, Skólabrú 1, Varðskipið
Thor - veitingahúsið Þór við Norður-
garð, Hafnarfjarðarhöfn, Veislan, veit-
ingaeldhús, AusturStrönd 12,
Veislurisið - veisluþjónusta, Hverfis-
götu 105, Viðeyjarstofa, Viðey, og Út í
bláinn, Vesturgötu 3.
Dýrast hjá Broadway
Ódýrast er að panta hlaðborð í
Veislurisinu, veisluþjónustu, en þar
kosta kafiíhlaðborð í sal frá 950 krón-
um á manninn og upp í 1490 krónur.
Veitingarnar eru veglegri eftir því
sem þær verða dýrari. Næstódýrast er
að fá hlaðborð frá Kominu í Hjalla-
brekku þar sem þau kosta sléttar 1000
krónur á manninn. Þá kemur Varð-
skipið Thor, Lækjarbrekka, Gafl-inn,
Brasserie Borg, Skólabrú og dýrast er
kaffihlaðborð í sal hjá Broadway, þar
sem það kostar 1790 krónur á mann-
inn. Um er að ræða 88% verðmun en
meðalverðið á kaffihlaðborði í sal er
rúmar 1400 krónur á manninn sem er
mjög svipað verð og var í könnun DV
í fyrra.
Ekki er allt sem sýnist
' Næst var spurt um hvað það kost-
aði að fá kaffihlaðþorð sent heim en
alls níu fyrirtæki senda heim kaffi-
veitingar. Flestir gera ráð fyrir þvf að
Kaffihlaðborð heimsent
^ ef
*verömunur vegna veglegri boröa eftir upphæö
*200 kr. aukalega fyrir kransatertu
1.600
1.790 Kaffihlaðborð í sal
L690
♦verömunur vegna veglegri boröa eftir upphæö **250 kr. aukalega fyrir kransatertu
fólk geti minnkað magn veitinga, mið-
að við það sem gerist með hlaðborð í
sal ef óskað er en hér er það ekki tek-
ið inn í myndina. Sum fyrirtæki
leggja ofan á verðið sendingarkostnað
sem er breytilegur eftir því hve langt
er farið með veitingarnar en annars
staðar er sendingarkostnaðurinn inni-
falinn í verði. Þá er sums staðar veitt-
ur afsláttur fyrir börn. Fyrirtækin
sem um ræðir eru: Brasserie Borg,
Pósthússtræti, Kornið, Hjallabrekku
2, Lækjarbrekka, Bankastræti 2, Mat-
arlyst, Iðavöllum 5, Smábitinn, Síðu-
múla 29, Veislan, veitingaeldhús,
Austurströnd 12, Veislurisið - veislu-
þjónusta, Hverfisgötu 105, Viðeyjar-
stofa, Viðey, og Út i bláinn, Vestur-
götu 3.
Ódýrast hjá Veislurisinu
Ódýrast er að fá kaffihlaðborð sent
heim frá Veislurisinu. Þar kostar ein-
faldasta hlaðborðið 750 krónur en
hægt er að fá hlaðborð á allt að 1450
krónur. Næstódýrast er heimsent
hlaðborð frá Út í bláinn þar sem ein-
faldasta hlaðborðið kostar 850 krónur
en hlaðborðin kosta þar allt upp í 1250
á manninh. Næst er Komið, þá Veisl-
an, veitingaeldhús, Matarlyst, Lækjar-
brekka, Brasserie Borg, Viðeyjarstofa
og Smábitinn sem er dýrastur en þar
kostar kaffihlaðborðið heimsent 1600
krónur á manninn.
Mikill verðmunur
Meðalverðið er rúmlega 1100 krón-
úr og er ívið hærra en í könnun DV í
fyrra. Munur á hæsta og lægsta verði
er mjög mikill, eða rúm 113 prósent.
Ástæða er því til að hvetja fólk til að
kynna sér það sem í boði er og leita
hagkvæmustu lausna í þessu máli
sem öðrum. Rétt er að minnast á að
vert er að bera saman verð, gæði og
þjónustu þegar lagt er út í kostnað af
þessu tagi því það getur margborgað
sig.
-HG
Guðbjörg Ágústsdóttir, gangavörður:
Hugmyndaflugið skiptir mestu
- þegar spara á í kringum fermingarnar
Hugmyndaflugiö gildir
Besta ráöiö til aö spara sé aö nota hugmyndaflugiö.
Þaö hefur reynst mér vel hingaö til.
Nú eru fermingamar byrjaðar og
margir sem kvíða miklum fjárútlátum
þegar ferma á barnið í fjölskyldunni og
taka það í fullorðinna manna tölu.'
Blaðamaður Hagsýni ákvað því að hafa
samband við Guðbjörgu Ágústsdóttur
gangavörð sem var að ferma þriðja
barn sitt um liðna helgi og býr að
reynslu í þessum málum. Hún segir að
ýmislegt sé hægt að gera til að spara
óþarfa fjárútlát í kringum ferminguna.
Hélt veisluna í sal
„Ég ákvað að halda ferminguna í sal
úti í bæ sem mér finnst mikill kostm-,1'
segir Guðbjörg. „Ég hélt fyrstu ferm-
inguna heima hjá mér sem er persónu-
legra, en þá gat ég ekki boðið öllum
ættingjunum og varð að halda sér
veislu fyrir börn undir fermingaraldri
daginn eftir. Þessu fylgir auðvitað tals-
vert umstang- og nú naut ég dagsins
mun betur en ég gerði þegar ég hélt
hana heima, enda miklu meiri vinna
við það. Ég fékk kokkinn sem vinnur
hjá salaleigunni til að vinna fyrir mig
sem sparaði mér talsverð fjárútlát því
það kostar mikið að fá þjónustu annars
kokks,“ segir hún..
Veislan var haldin kl. 2 um daginn
og hafði Guðbjörg því hádegismat 1 stað
þess að hafa kvöldmáltið eins og hún
gerði fyrst og síðan kaffi á eftir. „Við
fórum beint í veisluna eftir að búið var
að ferma og svo átti fjölskyldan kvöldið
fyrir sig sem var mikils virði að mínu
mati.“ .
- Kom einhver aukakostmöur við
ferminguna núna þér ú óvart?
„Nei, ég er búin að ferma áður
þannig að ég vlssi nokkurn veginn að
hverju ég gekk, t.d. er verðið hjá prest-
inum það sama og síðast. Hitt er annað
að núna eru gerðar miklu meiri kröfur
en áður og ég hef heyrt dæmi um gjaf-
ir á borð við utanlandsferðir, tölvur,
vélsleða og hesta en ég held samt að
það sé undantekningin."
- Hver voru svo helstu útgjöldin?.
„Þau voru auðvitað maturinn og
kokkurinn. Svo keyptum við græjur
handa Svavari fyrir jól og höfum senni-
lega sparað talsvert þar. Ég keypti ný
fót á fermingarþarnið sem ég fékk á 28
þúsund krónur. Svo fór fjölskyldan f
myndatöku á virkum degi sem er ódýr-
ara en að fara um helgi, Hún kostaði 22
þúsund og þá voru innifaldar tvær
stækkanir sem voru góð kjör,“ segir
Guðbjörg.
Konfekt í heildsölu
„Ég athugaði hvað kostaði að kaupa
konfekt með kaffinu og kransakökunni
á eftir og fékk það í heildsölu. Þó það sé
ódýrt í Bónus þurfa allir að leggja eitt-
hvað á vörurnar. Ég gerði kransakök-
una heima með aðstoð vinkonu minnar-
og hún kostaði mig 3300 krónur sem er
mjög lítið miðað við að sumir selja þær
tilbúnar á margfalt hærra verði."
Hugmyndaflugiö gildir
Guðbjörg segir að fleira megi tína til
en hún hafi engu eytt t.d. i þjónustufólk
þar sem hún og nokkrar vinkonur
hennar hafa gert samkomulag um að
þjóna í fermingarveislum hver annarr-
ar. Guðbjörg segir að það hafi sparað
þeim öllum talsverðar upphæðir.
- Einhveijar spamdðarráðleggingar
að lokum til þeirra sem eru að fara að
ferma bömin sín á næstunni?
„Ég held að besta ráðið sé að nota
hugmyndaflugið. Það hefur reynst mér
vel hingað til.“ -HG
Járnsmiðir - Vélvirbjar
■ ■ ■■■■ ■ ■ mmmm ■ ■ BHaa ■ ■ ■ ■ ■■■■■ ■ ■ ■■■■■ ■ ■ ■■■■■ ■ ■ mmm» ■ ■ mmmm ■ ■ mmí
Viljum ráða mann, vanan suðu og vinnslu
á ryðfríu stáli og áli.
ÁM Sigurðsson ehf.,
Hvaleyrarbraut 2, Hafnarfirði.
Sími 565 2546.
jjósmynilastofa BeyKiavíkur
Hverfisgötu 105-2. hæð
101 Reykjavík,
Sími 562 1166-862 6636
E-mail: arnah@tv.is
Finnbogi Marinósson
Ljósmyndari
Meðlimur i Ljósmyndarafélagi íslands