Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2000, Side 14
14
FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000
Hagsýni
I>V
Mikilvægt aö brunabótamat fasteignar sé ekki of lágt:
A að standa undir kostnaði
við endurbyggingu húss
- mánaðarbið er nú eftir að fá brunabótamat endurmetið
Eldsvoði gerir ekki boð á undan sér
En þegar hefjast skal handa við uþpbyggingu eftir eldsvoða reka ófáir sig á að brunabótamat
fasteignarinnar er mun lægra en verðmæti eignarinnar var í raun og veru og þær bætur sem
fást standa engan veginn undir kostnaði við endurbygginguna.
Ófáir hafa orðiö fyrir þeim skelli að
íbúðin þeirra eða húsið eyðileggst í
eldi. Því miður hefur það hent að inn-
bú hefur ekki verið tryggt og fólk hef-
ur orðið fyrir umtalsverðu fjár-
hagstjóni. Brunatrygging húseigna er
hins vegar lagaskylda. En þegar hefj-
ast skal handa við uppbyggingu eftir
eldsvoða reka ófáir sig á að bruna-
bótamat fasteignarinnar er mun
lægra en verðmæti eignarinnar var í
raun og veru og þær bætur sem fást
standa engan veginn undir kostnaði
við endurbygginguna. Fasteigna- og
brunabótamat fasteignarinnar hefur
ekki verið endurskoðað. Gamla matið
hefur einungis breyst i samræmi við
árlegar breytingar á öllum eignum.
Ástæðan kann einfaldlega að vera
sinnuleysi. Eins þykir einhverjum
hann vera að spara með því að halda
brunabóta- og fasteignamatinu, sem
einnig breytist, og brunatryggingaið-
gjaldinu niðri því það er lagt til
grundvallar við álagningu fasteigna-
gjalda. Slík skammsýni getur þó verið
dýrkeypt. Mjög mikilvægt er að
brunabótamat eignarinnar sé í sem
bestu samræmi viö verðmæti hennar.
Að öðrum kosti duga brunabætur eng-
an veginn til endurbyggingar.
Verðmæti metiö
Verðmæti eigna er metið á tvennan
hátt: með fasteignamati (sjá hér til
hliðar) og brunabótamati. Brunabóta-
mat eignar miðast við þann kostnað
sem leggja þyrfti í ef endurbyggja
þyrfti eignina vegna brunatjóns, óháð
markaðsverði. Það er notað sem gjald-
stofn iðgjalda og hefur verið notað
sem viðmiðun við veðsetningu eigna.
Þeir þættir sem mest áhrif hafa á
brunabótamat íbúða eru stærð, bygg-
ingarefni og gæði. Hús fá ekki bruna-
bótamat fyrr en búið er að taka þau í
notkun.
Fyrsta brunabótamat fer fram inn-
an fjögurra vikna frá því að fasteign
er tekin i notkun. Þá hefur fasteigna-
mat þegar farið fram. Fasteignin er
skoðuð af skoðunarmönnum Fast-
eignamats ríkisins. Um leið er fast-
eignamat leiðrétt með tilliti til nýs
byggingarstigs.
Matsmaður á staðinn
Þegar fasteign er metin fer mats-
maður á staðinn og skoðar hana.
Hann lýsir eigninni á sérstökum
eyðublöðum og slær lýsinguna inn í
tölvukerfi Fasteignamatsins. Mats-
maðurinn reiknar út mat með aðstoð
tölvukerfis sem kemur með tillögu að
mati. Matsmaðurinn fer yfir hana, ber
saman við fasteignaverð og staðfestir
loks þegar hann er búinn að fullvissa
sig um að rétt niðurstaða sé fengin.
Einingaverð byggingarþáttanna er
uppfært árlega. Upplýsingum um fast-
eignaverö er síðan safnað úr kaup-
samningum. Sé eigandi ósáttur við
brunabótamat getur hann skotið máli
sinu tU gerðardóms.
Verðskráin
Óski eigendur fasteigna eftir endur-
skoðun brunabótamats snúa þeir sér
til Fasteignamats ríkisins sem er tU
húsa í Höfðaborg, nýja húsinu við
Borgartún. Síminn þar er 515 5300.
Kostnaður við gerð brunabótamats
fer eftir matinu og sést á meðfylgjandi
grafi. Ef matið er undir 2 miUjónum
króna kostar matsgerðin 2000 krónur.
Ef brunabótamatið fer hins vegar yfir
14 mUljónir er kostnaður við mats-
gerðina 0,03% af matinu. Þannig kost-
ar matsgerðin 5.400 krónur ef bruna-
bótamatið er 18 mUljónir króna.
Mánaðarbið
Við sölu á eignum þarf bruna-
bótamat að liggja fyrir. Sé það of
gamalt og of lágt verður að endur-
meta eignina svo nýir eigendur geti
veðsett hana. MikU þensla er á fast-
eignamarkaðinum og ganga hlutirn-
ir hratt fyrir sig. En það þýðir lítið
að hringja lafmóður inn í Fasteigna-
mat og biðja um nýtt mat í hveUi.
Vegna mikiUar eftirspumar eftir
matsmönnum á vegum Fasteigna-
matsins er um mánaðarbið eftir
brunabótamati. í gær, miðvikudag-
inn 29. mars, var þannig verið að
skrá mat sem fara á fram 3. maí.
Þeir sem huga að sölu verða því að
panta mat strax tU að verða ekki
fyrir óþægindum og töfum við söl-
una.
-hlh
Lesendum svarað
Lesendur geta sent stuttar og gagnorðar
spurningar á netfangið dvritst@ff.is
og merkt þær hagsýni.
Formaöur húsfélags óttast að framkvæmdir fari úr böndunum:
Hagsmunir eigenda best
tryggðir hjá fagaðilum
Formaður 1 húsfélagi hafði
samband við Húsráð og DV:
Framundan hjá okkur eru heUmiklar
framkvæmdir og við í stjóminni höf-
um verið að ræða hvemig sé hag-
kvæmast að gera þetta. Við höfum
hugsað okkur að hafa sjálfir samband
við verktaka og hjálpast að við að
hafa eftirlit með framkvæmdunum.
Hvað getum við gert tU að tryggja
okkur fyrir því að viðhaldsfram-
kvæmdimar fari úr böndunum?
Ragnar Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Verkvangs, svarar:
„Nú er vorið á næsta leiti og eitt af
því sem þá lifnar við em vangaveltur
um viðhaldsframkvæmdir hjá húseig-
endum. Viðhaldsframkvæmdir eru al-
varlegt mál og aUt of margir hafa
kynnst þeirri sáru og dýrkeyptu
reynslu þegar slíkar framkvæmdir
fara úr böndunum. Þegar fólk fer að
huga að viðhaldi eigna sinna vakna
fljótlega tvær spurningar:
- Hvað get ég gert sjálf/sjálfur?
- Hvar fæ ég hjálp?
Ef fólk býr 1 sérbýli getur það vissu-
lega gert ýmislegt sjálft með ráðgjöf
og aðstoð fagmanna. Með árlegu eftir-
liti getur húseigandinn fylgst með
ástandi ytra byrðis, þaks, glugga
o.s.frv. Ef yfirborðsfilman er farin að
rofna fer vatn að komast að steypu,
jámi og timbri og hrömun fer í gang.
TU þess að hindra frekari hrörnun
þarf eigandinn strax að verða sér úti
um viðeigandi efni og laga málningar-
skemmdir, ryðbletti og þess háttar.
Undanbrögð varasöm
Búi fólk hins vegar i fjölbýli
er málið orðið talsvert
Uóknara. Menn telja
reyndar oft að þeir geti
séð inn viðhaldsfram-
kvæmdimar sjálfir.
Margir reyna hina al-
þekktu en stórvarasömu
„undanbragðaleið.“ Þá
ráða menn gjaman lær-
Unga eða ófaglærða,
borga þeim
svart og
sykurlaust
og gera i
stuttu
máli aUt
í lág-
marki
og með
undanbrögðum. Þessi aðferð sparar
mönnum oft einhverja peninga þegar
til skamms tíma er litið en reynist
kostnaðarsöm þegar upp er staðið þar
sem gæði verksins eru lítil. Verk-
kaupandinn hefur heldur enga reikn-
inga i höndunum sem sanna að verk-
ið hafl verið unnið og missir því lög-
bundinn rétt tU að kvarta yfir fram-
kvæmd verksins.
Leltað tll fagaðila
Staðreyndin er hins vegar sú
að ef leitað er ráðgjafar fagaðUa,
hvort sem um er að ræða Sam-
tök iðnaðarins, Rannsóknar-
stofnun byggingariðnaðarins eöa
verkfræðistofu sem sérhæfð er í
viðhaldi fasteigna, þá eru þeir
sammála um hvernig hagsmunir hús-
eigenda verða best tryggðir. LykUat-
riði em: 1) vönduð úttekt á húsinu,
verklýsing og gerð útboðsgagna, 2) vel
skUgreint og skUvirkt eftirlit með
framkvæmdum, 3) samningar við
verktaka séu í samræmi við ÍST 30,
þ.e. ahnenna útboðs- og samningsskil-
mála um verkframkvæmdir. Þar er
kveðið á um verktryggingar, geymslu-
fé og fleira í þeim dúr.
1-2% af verömæti
AUir þeir sem hyggja á fram-
kvæmdir eru fyrst og fremst að leita
eftir tryggingum og öryggi. Með þvi
að fara ofangreinda leið fæst besta,
mögulega trygging fyrir því að verk sé
unnið á hagkvæman hátt og uppfyUi
um leið viðurkennda gæðastaðla.
Þessi leið felur i sér umtalsverðan
spamað því útboð og eftirlit spara oft-
ast 10-20% af framkvæmdakostnaði
og stundum meira. FagaðUar eru
einnig sammála um að reynsla og
rannsóknamiðurstööur sýna að árleg-
ur viðhaldskostnaður nemur 1-2% af
verðmæti húseignarinnar. Þegar við-
hald húss hefur verið vanrækt í 10 ár
má því búast við að komin sé uppsöfn-
uð viðhaldsþörf fyrir um eina miUjón
króna á íbúð sem er metin á 10 miUj-
ónir. Þetta er mikiU skeUur fyrir fólk
sem e.t.v. er nýbúið að festa kaup á
íbúð og leggja í það aleig-
una. Stundum er það tU að
V bæta gráu ofan á svart að
það sem þó hefur verið gert er fúsk.
Vandasamt verk
Nú kunna einhverjir að segja sem
svo: „Sumar verkfræðistofur hafa
staðið sig iUa og þeim hefur mis-
heppnast að halda utan um fram-
kvæmdir með fullnægjandi hætti!“
Það er alveg rétt en það þarf ekki að
þýða að þær séu aUar lélegar eða að
það borgi sig ekki að skipta við
verkfræðistofur. Það sýnir miklu
frekar að viðhcdd húsa er vanda-
samt verk. I því fagi sem öðrum er
sérhæfð þekking nokkuð sem bygg-
ist upp með tímanum. Verkfræði-
stofa sem er sérhæfð á sviði nýbygg-
inga eða brúarsmíði hefur ekki
endUega sérhæfingu á sviði við-
haldsframkvæmda. Einnig er mikU-
vægt að gera sér grein fyrir þvi að
ef upp koma vandamál þá er lausn-
in ekki sú að rjúka upp tU handa og
fóta og afgreiða verktaka og eftir-
litsaöila sem verstu svikahrappa.
Yfirleitt er hægt að leysa þau vanda-
mál sem upp koma með þekkingu
og úthaldi og ljúka verkinu á far-
sælan hátt.“