Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2000, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2000, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 Skoðun DV Steinar Smári Hilmarsson, 14 ára frá Djúpavogi: Já, en fór reyndar á snjóbretti í Skálafelli. Kristín Vignisdóttir: Já, ég fór á gönguskíöi. Hanna Gunnarsdóttir afgreiöslustúlka: Já, ég fór einu sinni í Bláfjöll. Gyöa Halldórsdóttir, heimavinnandi: Nei. Sveinn Eiösson: Nei, ekkert síöan 1957. Inn á hvert heimili meö skyldugreiöslunni fyrir menninguna - „Mín spá er sú aö allt of seint sé í rassinn gripiö á öllum aðilum málsins. Klámið komið í vikulok RÚV Guöjón Sigurösson skrifar: Uppgangur nektarstaða í helstu þéttbýlisstöðum landsins hefur veitt landsmönnum mikla innsýn í það sem áður var næsta óþekkt hér; bar- áttu við vændi og vímuefni sem sögð eru samfara þessum stöðum. Lagt hefur verið fram lagafrum- varp, byggt á niðurstöðum sérstakr- ar nefndar sem hafði það að mark- miði að spoma gegn starfsemi og uppgangi þessara staða. Mín spá er sú að allt of seint sé í rassinn gripið á öllum aðilum máls- ins - bæði þeim sem reka nektar- búllumar og stúlkunum sem koma að utan til nektarsýninga. Að ekki sé talaö um alla hina sem farnir eru að byggja upp efni og vinnu á til- veru þessara nektarstaða. Þannig smýgur nú klámið inn á sérhvem íslenskan fjölmiöil: dagblöðin, leik- húsin, skemmtiþætti í útvarpi og sjónvarpi og áreiðanlega verður kirkjan að fylgja á eftir eigi hún að lifa af, eftir því sem yngri aldurs- hópar taka viö. „Það var ekki seinna vœnna að klámið tyllti tánum á tinda íslensku menningarsetranna, út- varps, sjónvarps og leikhús- anna, þótt ekki vœri nema til að ergja nokkra áheyr- endur og áhorfendur sem ganga líka bara út úr musteri Thalíu í miðri sýningu. “ Ríkisútvarpið, já, gamla gufan, lætur heldur ekki sitt eftir liggja. Sl. laugardag var klámið komið í heim- sókn í vikulokin, milli kl. 11 og 12. Þar mættust tveir úr kláminu, kvenskríbentinn á Degi og ritstjóri tímaritsins Bleikt og blátt, ásamt þriðja aðila, konu sem reyndi af veikum mætti að andæfa gegn kláminu. Umræðumar í þættinum gengu út á að „enginn var aö styðja klám“. Hér var „eðlilegur" hlutur á ferð í þjóðfélagi sem er aö þróast í takt við tímann. Enginn var að „halda uppi vörnum" fyrir klám- búllur. Nei, „hjálpi mér!“ - líkt og einn fyrrverandi bankastjóri hróp- aöi gjarnan á sínum velmektartím- um. Það var ekki seinna vænna aö klámið tyllti tánum á tinda íslensku menningarsetranna, útvarps, sjón- varps og leikhúsanna, þótt ekki væri nema til að ergja nokkra áheyrendur og áhorfendur sem ganga líka bara út úr musteri Thal- íu i miðri sýningu þegar klámið verður sem ákafast á senunni. Við erum heppnir, íslendingar, að hafa fengið að þróast i takt við sor- ann sem aðrar þjóðir vilja ekki vita af annars staðar en í öngstrætum og í sérstökum hverfum, oft aflokuð- um, en til brúks fyrir framandi ferðamenn. Hér er soranum boðinn „bon jour“ upp á franska vísu og „veskúaöur" á danska. Já, inn á hvert heimili með skyldugreiðsl- unni fyrir menninguna frá RÚV. Lífeyrissjóðirnir missa gildi sitt 091038-4989 s krífar: Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra vék að því fyrir stuttu að hækka þyrfti skyldusparnað (lífeyr- issjóðsgreiöslur) i landinu. Ég vil benda Halldóri á það aö lífeyrissjóð- irnir í dag eru fyrir löngu búnir að missa gildi sitt sem eftirlaunasjóðir og líka sem gott skylduspamaðar- form, því þeir erfast ekki. Það er mikilvægt atriði. Þeir eru þess vegna orðnir fjár- festingarsjóðir og markaðsvara. Betra er fyrir fólk, sem vill komast „Mín skoðun er sú að starf- semi lífeyrissjóðanna sé komin inn á starfssvið rík- isbankanna með kaupum á hlutabréfum og öðrum verðbréfum. “ á góð eftirlaun þegar að starfslokum kemur, að lögleiddur yrði almennur skylduspamaður í formi ríkis- skuldabréfa, sem rynni til Trygg- ingastofnunar ríkisins. Þannig yrðu lífeyrissjóðir hreinlega lagðir niður og allt fé sjóðanna lagt inn hjá TR. Mín skoðun er sú að starfsemi lif- eyrissjóðanna sé komin inn á starfs- svið ríkisbankanna með kaupum á hlutabréfum og öðrum verðbréfum. - Sem sé; langt frá samtryggingar- hugsjóninni eins og upphaflega var ætlast til. Þaö er því, hvemig sem á er litið, lítil sem engin trygging fyr- ir þá sem eru að nálgast starfslok í dag, önnur en sú að éta upp það sem þeir hafa sparaö. Og þaö er venju- lega í formi húsnæðis í einhverju formi. Dagfari Sótt aö miskunnsama Samverjanum Handan við homið er fjölgun bifreiðaslysa með tilheyrandi ósanngjömum bótakröfum. Það er því ekki annað að gera en hœkka iðgjöld á al- menning um svo sem þriðjung. Tryggingafélög á íslandi eiga bágt þessa dagana. Þau hafa safnað í digra sjóði undanfarin ár til að vera þess albúin að mæta fjöldaárekstrum sem gætu brostið á einhvem tímann. Tryggingafélögin eiga það sammerkt að þeim stjómar fólk sem allt hugsar eins. Þannig kviknar ævinlega ljós hjá öllum á sama tíma þegar hækk- unar iðgjalda á almenning er þörf. Það er til sönnunar þess að félögin fara ekki offari aö venjulega hækka allir um nákvæmlega sömu krónu- tölu. Þar er að vísu undanskilið að- skotatryggingafélag sem kennir sig við Félag íslenskra bifreiðaeigenda og hef- ur haft tilhneigingar til þeirrar sýndar- mennsku að bjóða lægri tryggingar en þeir sem af alúö huga að því að byggja upp sjóði til framtíðar. íslensku trygginga- félögin hafa skilað methagnaði sem bygg- ist á því að fólkið sem stjómar þeim er samstiga í aö reka félögin vel. Þau hafa því haft burði til að greiöa hluthöfum ríflegri arð en flest önnur fyrirtæki. En nú eru blikur á lofti. Handan við homið er fjölgun bifreiðaslysa með tilheyrandi ósanngjömum bótakröfum. Það er því ekki ann- að að gera en hækka iðgjöld á almenning um svo sem þriöjung. Það má ekki gerast að sjóðirnir góöu standi í stað eða ekki verði hægt að greiða hluthöfum metarö enn eitt árið. Það er þó enn hægt að spyma við fótum með því að vísa í smáa letrið og lögsækja síðan ekkjur, gamal- menni, öryrkja og aðra þá sem liggja vel við höggi. Löng reynsla er fyrir því að hefja lögsókn á hendur þannig fólki en það eitt dugir ekki til þess að stoppa upp í svarta gatið sem er inni í framtíð- inni. Þeir sem ekki skilja þá afstöðu gömlu tryggingafélaganna era úti að aka með tilheyrandi háska fyrir þá sem eru ekki úti að aka. Aðförin að æra gömlu tryggingafélaganna er með eindæmum ósvífln. Tryggingafé- lögin eru í stöðugri samkeppni um góða ímynd við gömlu olíufélögin. Eigendur oliurisanna eru reyndar að miklu leyti þeir sömu og í trygginga- bransanum eins og sjá má af því að einvala starfslið áttar sig venjulega á því samstundis hve mikillar hækkunar er þörf á bensínvörum. Ósanngimi almenn- ings felst í þvi að hatast við tryggingafé- lögin sem eru hinir miskunnsömu sam- verjar nútímans en láta olíufélögin í friði. Eðilegast væri að hagsmunafélög launþega hefðu frumkvæði að því að leggja til ríflegar hækkanir. Neytendasamtökin, Félag íslenskra bifreiðaeigenda og allir þeir sem láta sig varöa örlög lítilmagnans verða nú að taka á honum stóra sínum. Það er kominn tími á samhjálp til miskunnsama Samverjans. Leit að breskum ættingjum Elín skrifar: Átt þú ættingja í Bretlandi sem þig langar til að finna? Þá gæti ég kannski hjálpað þér. Ég var hátt í 3 ár að leita að ætt- ingjum mínum í Bretlandi og tókst loks eftir mikla vinnu að finna þá. .Á þessum tíma hef ég safnað miklu af upplýsingum sem gætu nýst öðram í svipuðum sporum. Ég er tilbúin til að aðstoða eftir fremsta megni. - Nánari upplýsingar gefur Elíh í síma 4371951. Á ferö og flugi í hálkunni Gáleysi eins í umferöinni er tjón annarra. Tryggingagjöld bifreiða Stefán Stefánsson skrifar: Það er óréttlæti að mismuna okkur landsbyggðarfólkinu og íbúum höfuð- borgarinnar sem eru svo lélegir bíl- stjórar að þeir kunna ekki að aka í hálku en valda þó flestum tjónum á öllu landinu. Því bendi ég á að fólkið með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu ætti að borga hærri iðgjöld en fólkið á landsbyggðinni því á landinu er ekki mikið um tjón og ekki hægt að mis- bjóða okkur fyrir þeirra gáleysi. Krakkar viö tölvu Enskukennsla hefst of seint. Enskukennsla frá 8 ára Faðir hringdi: Ég á strák sem er 7 ára gamall og eins og margir á þessum aldri gengur hann að tölvunni í frístundum og glimir þar við leiki og forrit sem hon- um hæfa. Allt undir eftirliti okkar for- eldranna. Strákur er orðinn nokkuð fær i hfnu viðtekna tölvumáli á skján- um og vill fræðast meira en við náum að sinna í þessu efni. Skaði að íslensk- ir krakkar skuli ekki fá enskukennslu fyrr en á miðjum grunnskólaaldri. Auðvitað ætti enskukennsla að hefjast frá 8 ára aldri, Það er tíðkað í skólum nágrannalandanna, t.d. í Hollandi þar sem tungumálakennsla er einna best í Evrópu. Við eigum ekki að vera slíkir eftirbátar sem raun ber vitni. Ómissandi Egilssilfur Halldór Guðmundsson skrifar: Ég vil mælast til þess við þá sem áhuga hafa á þjóð- málum, og þeir eru margir í þessu landi, að þeir verði sér úti um tæki og tól til að ná þáttum Egils Helgasonar á Skjá einum á sunnudögum. Þetta eru frábærir þjóð- málaþættir, aútaf með það efsta í um- ræðunni á hverjum tíma, stjómmál, feimnismál, hitamál af öllu tagi. Og hann er með skarpa og lifandi viðmæl- endur. Þetta er eitthvað annað en á hinum stöðvunum. Þessi Egilssilfurs- þáttur er ómissandi sjónvarpsefni. IDV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 ReyKiavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Egiil Helgason sjónvarpsmaöur Býöur upp á frá- bæra þjóömála- þætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.