Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2000, Page 17
FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000
17
DV
Kukl og stríðsmálning
Það var danska bíómyndin Fimmti vetur dá-
valdsins (Magnetiserens femte vinter) eftir
Morten Henriksen sem varð hlutskörpust og
fékk verðlaun dómnefndarinnar á norrænu
kvikmyndahátíðinni i Rúðuborg sem lauk á
sunnudaginn var. En dansk-færeyska myndin
Bye Bye Blue Bird eftir Katrínu Óttarsdóttur
fylgdi á hæla henni því hún hlaut bæði verðlaun
áhorfenda og einnig hin svokölluðu verðlaun
„ungra áhorfenda" sem menntaskólanemar
borgarinnar veita. Tvær myndir sem vöktu at-
hygli á hátíðinni og virtust sigurstranglegar
fengu ekki verðlaun: Ungfrúin góða og Húsið eft-
ir Guðnýju Halldórsdóttur, sem var fulltrúi ís-
lands, og sænska myndin Fucking Ámál eftir
Lukas Moodyson.
Bye Bye Blue Bird gerist hins vegar á vorum
tímum. Tvær ungar stúlkur sem hafa yflrgefið
Færeyjar nokkrum árum áður og gerst Jjós-
myndafyrirsætur í Babýlon við Eyrarsund koma
aftur til heimabyggðar sinnar, undarlegar í hátt-
um, stríðsmálaðar og skræpóttar í klæðaburði,
talandi til skiptis dönsku, ensku, frönsku og fær-
eysku. Þær ferðast um með atvinnulausum sjó-
manni og í Ijós kemur smám saman að þær
þurfa að gera upp sakimar við sitthvað í fortíð-
inni. En sú spenna helst gegnum alla myndina
meðan ekið er um fjöll og flóa og staldrað við
meðal sértrúarfólks, manna sem eru valtir á fót-
um í „bindindisbrúðkaupi" og annarra af svip-
uðu tagi í smáþorpum Færeyja.
Vel að verðlaunum kominn
Verðlaunaveitingin var reyndar að þessu
sinni hálfgert happdrætti því óvenjumargar
mjög góöar kvikmyndir voru í samkeppninni og
erfitt að gera upp á milli þeirra, eins og glögg-
lega kom fram við lokaathöfn hátíðarinnar. En
að öflum hinum myndunum ólöstuðum var
Fimmti vetur dávaldsins vel að verðlaununum
kominn. Hún er gerð eftir samnefndri skáldsögu
sænska rithöfundarins Per Olov Enquist og ger-
ist í Norður-Svíþjóð snemma á 19. öld. Segir þar
frá því að þýskur kuklari kemur í smábæ og
læknar menn með dáleiðslu, handayfirlagningu
og „segulmagni", eins og hann segir sjáflúr.
Hann nær furðulega góðum árangri og fær
stuðning helsta læknis þorpsins enda læknar
hann blinda dóttur hans en lendir upp á kant við
annan lækni í bænum. Að lokum er hann „af-
hjúpaður" og ber þá svo við að konu sem hann
hafði læknað slær illilega niður aftur en hann er
sjálfur hrakinn í burtu.
Hér er fjaflað á athyglisverðan hátt um af-
stöðu læknisfræði og kukls, og kemur skýrt
fram að hún er ekki eins einföld og ýmsir kynnu
að telja. Dávaldurinn læknar í raun og veru
menn sem eru haldnir einhverri sálarlegri kröm
og aðferðir hans virðast góðar og gfldar - á sinn
hátt. Jafnvel mætti segja að sök hans sé fyrst og
fremst sú að vera á undan sínum tíma. Atburð-
ir eru svo rammaðir inn af fáflegu vetrarlands-
lagi á norðurslóðum Svíþjóðar.
Þær eru undarlegar í háttum, stríösmálaöar og skræpóttar í klæðaburöi, þær eru færeyskar
og þær fengu tvenn verölaun í Rúöuborg.
Dansao i Kaupmannahofn
Ungfrúin góöa og Húsiö var lengi sigurstrangleg í Rúöuborg.
Fýrlrbærið „forkönun"
Finnsk kvikmynd eftir Olli Saarela sem nefn-
ist Vegurinn til Rukajárve á frummálinu en er
kölluð Launsátrið á erlendum tungum var
einnig athyglisverð og fékk verðlaun fyrir besta
leik í karlhlutverki. Hún gerist í flnnsk-rúss-
neska stríðinu 1941 en þó að styijöld sé þar lýst
með hrikalegum tilþrifum og gauragangi, eins og
gerist og gengur í finnskum myndum, er einkum
vikið á fínlegan hátt að því hvemig þeim sem
hafa upplifað þessar ógnir muni ganga að laga
sig aftur að lífinu þegar styrjöldinni er lokið.
Tflgangur hátiðar af þessu tagi er fyrst og
fremst sá að kynna mönnum framandi kvik-
myndagerð og eftir þeirri aðsókn og þeim viðtök-
um sem myndirnar fengu i Rúðuborg virðist það
hafa tekist mjög vel, að minnsta kosti í Norm-
andí. En hvað snertir dreifingu mynda í almenn-
um kvikmyndahúsum í Frakklandi viröist róð-
urinn þyngri. Kom OUi Saarela með skýringu á
því í athyglisverðum umræðum eftir sýningu á
Launsátrinu. Hann sagði að á kynningu myndar-
innar í Bandaríkjunum hefðu innfæddir gagn-
rýnendur sagt að framvindan í henni væri með
aUt öðrum hætti en tíðkaðist þar í landi; hún
væri aUt of „hæg“. Myndu engir Bandarikja-
menn endast tU að horfa á slíkan samsetning.
Þessi dómur virðist stafa af því að i myndinni
er lengi vel verið að byggja upp spennu og fleira
gefið í skyn en sýnt er. En slíkt viðhorf dreifist
nú víðar. Eftir því sem forkönunin (eða amerík-
aníseringin) eykst minnkar nefnUega skilning-
urinn á þeim myndum sem fylgja ekki forskrift-
um Kaliforníu, og svo virðist nú sem gagn-
rýnendur á Signubökkum séu komnir langt á
þessari braut. Því miður ráða þeir meiru um
ferðina í Frakklandi en Rúðujarlar.
Einar Már Jónsson, París
Tónlist
Bólfarir í Iðnó
Tilraimaeldhúsið og Menningarborgin stóðu
fyrir sérstæðmn tónleikum í Iðnó á þriðjudags-
kvöldið. Tónleikamir voru hluti af röð sem
nefnist Óvæntir bólfélagar, en TU-
raunaeldhúsið er listahópur sem
sérhæfir sig í því að koma saman í
eina sæng listafólki úr ólíkum áttiun
menningarlífsins. Á tónleikunum
komu saman þeir Úlfur Ingi Haralds-
son, tónskáld og kontrabassaleikari,
Hilmar Jensson gítarleikari, Jóhann
Jóhannsson raftónlistarmaður og
Caput-hópurinn. Auk þess var
tónskáldiö Hilmar Öm HUmars-
son í hlutverki plötusnúðs og hitaði upp í
upphafi með því að leika tónlist úr ýms-
um áttum. Þar bar hæst þýsku költ-
hljómsveitina Can sem skapar ávaUt súr-
realíska, magíska stemningu og á sér
dygga aðdáendur. Var Hilmar Öm hinn fag-
mannlegasti í dj-hlutverkinu, því lagaval hans
var aUtaf óvænt, en samt rökrétt á einhveiju
óræðu plani.
Sjálfir tónleikamir hófust á raftónverkinu
Telefóníu, gagnvirkri tónsmíð þar sem áheyr-
endur vom beönir um að hringja í GSM-núm-
er og leggja inn skUaboð sem síðan yrði unnið
úr í tónlistinni. Um nokkurskon-
ar spuna var að ræða sem
heppnaðist að mörgu leyti
ágætlega, hann var aðaUega
samfeUdur kliður þar sem hin
fjölbreytilegustu hljóð skutu upp
koUinum. En skUaboðin frá
áheyrendum virtust
ekki skUa sér neitt
sérlega vel, a.m.k.
heyrðust ekki dónalegar
stunur í verkinu sem áheyrandi nokkur
nálægt undirrituðum leyfði sér hringja inn.
Kannski var mekanísk áferö tónsmíðarinnar
bara of yfirgnæfandi tU að símtölin skUdust.
Caput-hópurinn kom tU sögunnar eftir hlé
og þá var flutt blanda raftUrauna og kammer-
tónlistar sem bar nafnið „Veltipunktur" og var
eftir Hilmar Jensson og Úlfar Inga Haraldsson.
Caput-hópurinn sá um strengjaleikinn en
einnig kom fram Jóhann J[óhannsson og báðir
höfundamir. Tónverkið vár í þremur þáttum,
spuni sem þó var rammaður inn því Caput-
meðlimir vora með nótur fyrir framan sig.
Fyrsti kaflinn var reyndar ekki alveg eins og
hann átti að vera því drukkinn áheyrandi á
fremsta bekk reif kjaft og vUdi stjóma hljóm-
sveitinni. Það byijaði með framíköUum og hafa
sumir áheyrendur sjálfsagt haldið að þetta
væri hluti af gjömingnum. En þegar háreystin
var komin yfir strikið og „stjómandinn" ijar-
lægður með valdi, var auðvitað ljóst hvers
kyns var. Þetta var samt ágæt skemmtun og
kannski besti hluti verksins þvi hinir tveir
þættimir voru óbærUega leiðinlegir. Legið var
á sama tóninum meira og minna aUan tímann
og þó kryddað væri með urgi og lágværam
brestum var útkoman eins og hvert annað
glamur. Voru þetta mikU vonbrigði þvi stemn-
ingin fyrir hlé lofaði góðu. Má því segja að
bólfarir Caput-hópsins og hinna hafi ekki ver-
ið fuUnægjandi. Jónas Sen
___________Menning
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir
Íl
Eggert Þorleifsson í Fíaskó
Fíaskó sýnir vel hvaö íslenskar bíó-
myndir eru evrópskar í eöli sínu.
Norrænar
kvikmyndir
Nú hafa franskir kvikmyndaáhuga-
menn fengið að sjá ýmsar af þeim
vönduðu og spennandi norrænu bíó-
myndum sem gerðar voru í fyrra og
hittifyrra en við höfum ekki fengið að
sjá ennþá. Mætti verðlaunaveitingin í
Rúðuborg sem sagt er frá hér á síð-
unni verða tU þess að minna kvik-
myndahúsaeigendur á þá frábæru bió-
mynd Fimmti vetur dávaldsins. Aðai-
hlutverkið, dávaldinn sjáflan, leikur
Daninn Ole Lemmeke og er hættulega
heUlandi í hlutverkinu - dáleiðir
mann (konur?) upp úr sætinu sínu.
Myndin gekk i marga mánuði í Kaup-
mannahöfn i fyrra og var lengi á lista
yfir mest sóttu kvikmyndir í borginni.
Kvikmynd Susanne Biers, Den
eneste ene, sem stundum hefur verið
talað um á þessari síðu, hljóp með
flest BodUverðlaunin dönsku fyrr í
þessum mánuði og kom fáum á óvart.
Myndin er einstaklega sjarmerandi og
Danir hafa verðlaunað hana á besta
veg með því að flykkjast á hana. Tæp
miUjón hafði séð hana þegar hún fékk
verðlaunin. FuU ástæða er tU að
spyrja hvenær íslendingar fái tæki-
færi tU að flykkjast á þessar tvær
kvikmyndir - og jafnvel fleiri. Ekki á
„norrænni kvikmyndahátíð" þar sem
þær eru sýndar tvisvar eða þrisvar
heldur bara á almennum sýningum.
Við þurfum að halda við getu okkar tU
að horfa á kvikmyndir annars staðar
að en frá Bandaríkjunum því ennþá
erum við sjálf í evrópsku fari í kvik-
myndagerð, ekki þarf annað en benda
á nýjustu íslensku myndina, Fíaskó,
tU að sanna það.
Svo er spuming hvort nýjustu ósk-
arsverðlaunin sýni ekki að Banda-
rikjamenn séu að haUast á þessa sveif-
ina. Amerísk fegurð er ekki áberandi
„forkönuð" mynd (svo notað sé nýyrði
EMJ úr greininni hér á síðunni); eig-
inlega minnir hún mest á ýmsar kvik-
myndir Woody AUen sem aUtaf hefur
verið heldur evrópskur fyrir þjóð sína.
Sinfó til
Færeyja
Næstu tónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands verða í Norðurlanda-
húsinu í Þórshöfn í Færeyjum annað
kvöld kl. 20. Stjórnandi í ferðinni er
Bemharður Wilkinson, aðstoðar-
hljómsveitarstjóri SÍ, en hann á sjálf-
ur ættir sínar að rekja tU Færeyja. Á
efnisskrá verða verkin: Forleikur að
Galdra-Lofti eftir Jón Leifs, klarínettu-
konsert eftir Mozart, þar sem heima-
maðurinn Anna Klett leikur einleik,
og Sinfónía no. 1, Oceanic Days eftir
Sunleif Rasmunsen. Þetta er frum-
flutningur á fyrstu sinfóníu sem Fær-
eyingur semur. Tónleikamir verða
endurteknir á laugardaginn 1. apríl kl.
16. Landsstjóm Færeyja, Noröurlanda-
húsið og M-2000 styrkja ferðina.
Þetta er fyrri tónleikaferð hljóm-
sveitarinnar í ár. í október fer hún í
sína stærstu ferð tU þessa um Banda-
ríkin og Kanada.
30. mars
Menningardagskrá á vegum Sam-
taka herstöðvaandstæðinga verður
haldin að HaUveigarstöðum, Túngötu
14, í kvöld og hefst kl. 20. Húsið verð-
ur opnað kl. 19.30.
Ólafur Þ. Jónsson og Stefán Pálsson,
formaður miðnefndar SHA, flytja stutt
ávörp og auk þeirra koma fram Jó-
hanna ÞórhaUsdóttir (söngur), Aðal-
heiður Þorsteinsdóttir (píanó) og
Tómas R. Einarsson (bassi) úr Six-
pack latino sem taka nokkur lög, Bald-
vin HaUdórsson les ljóð úr baráttunni,
Eyvindur P. Eiríksson les úr eigin
verkum og Þorvaldur Öm Ámason
stendur fyrir fjöldasöng.