Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2000, Page 18
18
FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000
FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000
23
Útgáfufélag: Frjáls fjölml&lun hf.
Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aósto&arritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýslngastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, bla&aafgreiOsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aórar deildir: 550 5999
Gmn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, bla&am.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Fllmu- og plötugeró: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins f stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Indland er bandamaður
Ferð Clintons Bandarikjaforseta til Indlands og Pakist-
ans markar tímamót í alþjóðapólitík. Vandræðaríkinu
Pakistan hefur verið skipt út sem bandamanni og það lát-
ið víkja fyrir íjölmennasta lýðræðisríki jarðarinnar, Ind-
landi, sem loksins hlýtur vestrænan sess við hæfi.
Indland er eðlilegur bandamaður Vesturlanda. Það hef-
ur áratugahefð lýðræðislegra stjómarhátta, þrískiptingar
ríkisvaldsins, eðlilegra stjómarskipta, málfrelsis og
mannúðar og hefur á síðustu ámm eflt markaðsbúskap í
stað ríkisforsjár með góðum árangri.
Indland er síður en svo vandamálalaust ríki, enda er
það eiginlega heil heimsálfa með milljarði íbúa, ótal
tungumálum og ævafomri stéttaskiptingu. En landið hef-
ur lengi verið klettur i hafi ótryggrar Asíu og mjakast
hægt og örugglega götuna fram eftir vegi.
Menningarheimur Indlands er að því leyti líkur menn-
ingarheimi Japans og Rússlands og ólíkrn- menningar-
heimi íslams og Kína, að hann fellur að hugmyndafræði
vestræns lýðræðis og markaðsbúskapar. Þetta mun skipta
máli í átökum menningarheimanna á 21. öld.
Pakistan er hins vegar dæmi um veruleg aðlögunar-
vandamál margra íslamskra ríkja. Þar skiptast á um völd
lýðræðislega kjömir þjófar og valdaránsmenn hersins,
enda er flest á fallanda fæti í landinu, þjóðartekjur fara
minnkandi og fjárhagslegt gjaldþrot blasir við.
Nú er við völd valdaránsmaður úr hemum, Pervez
Musharraf, sem lengst gekk fram í fyrra við að stofna til
vandræða innan landamæra Indlands í Kasmír. Hann of-
sækir stjómarandstæðinga og hefur rekið hæstaréttar-
dómara fyrir að vilja ekki sverja sér trúnaðareiða.
Clinton Bandaríkjaforseti varði fimm dögum í glaumi
og gleði í Indlandi og varði siðan dagparti í Pakistan eins
og hann væri í óvinaríki, neitaði að láta mynda sig með
Musharraf og flutti sjónvarpsávarp um, að stjóm hans
yrði að skipta um stefnu eða einangrast ella.
Skyndilega er liðinn sá tími, þegar Pakistan var hálf-
gert leppríki Bandaríkjanna, teflt fram gegn óformlegu
sambandi Indlands og Sovétrikjanna sálugu. Nú er kalda
stríðið fyrir löngu að baki og fyrir jafn löngu tímabært að
skipta út bandamönnum á þessu svæði.
Um leið sjást þess merki í bandaríska þinginu, að menn
em að átta sig á, að misráðnar hafa verið langvinnar gæl-
ur Bandarikjanna við Kína og að endurskoða þurfi ráða-
gerðir um aðild alræðisríkisins að alþjóðlegum félagsskap
markaðsbúskapar í Heimsviðskiptastofnuninni.
Kína er ekki ríki laga og réttar, heldur geðþótta, þar
sem vestrænir fjárfestar hafa glatað og munu áfram glata
fé sínu. Kinastjóm er útþenslusinnuð, ofbeldishneigð og
siðlaus, hefur í frammi styrjaldarhótanir, sem engum öðr-
um ríkisstjómum heimsins mundi detta í hug.
Kínastefna bandarískra stjórnvalda er feilnóta, ættuð
frá Nixon og Kissinger, sem þóttust ranglega hafa vit á
alþjóðapólitík. Nú er færi á að losna við þessa pólitík, sem
skaðar hagsmuni Vesturlanda, og efla í þess stað sambúð
við lýðræðisriki markaðsbúskapar í Asíu.
Indland er næstum eins fjölmennt ríki og Kína og
verður vænlegri bandamaður í upphafi nýrrar aldar,
traustari aðili í fjárhagslegum samskiptum og ólíklegt til
að reka rýtinginn i bak Vesturlanda. Þess vegna ber
Vesturlöndum að efla Indland til fomstu í Asíu.
Það er gömul saga, að pólitískt og fjárhagslega er
farsælast að eiga samskipti við þá, sem hugsa svipað og
hafa svipaðar leikreglur og maður þekkir sjálfur.
Jónas Kristjánsson
r>v
Skoðun
141 króna á mánuði
Asta R.
Jóhannesdóttir
alþingismaOur
í umræðu á Alþingi á
dögunum var sýnt fram á
það með opinberum töl-
um að ríkisstjómin hef-
ur ekki farið að þeim lög-
um sem hún setti sjálf
um hækkun bóta al-
mannatrygginga. Auk
þess hefur bil milli
lægstu launa og bótanna
aukist stöðugt og mun
enn aukast ef tillögur
ríkisstjórnarinnar í
tengslum við kjarasamn-
ingana verða að veru-
leika. Þetta em mjög alvarlegar upp-
lýsingar.
Blaut tuska
í kjarasamningunum er verið að
hækka lægstu launin sérstaklega.
Lægstu laun verða um 91 þúsund
krónur á mánuði, sem er engin
ofrausn. Á sama tíma er öldruðum
og örykjum sem búa einir skammt-
aðir 3/4 af þeirri upphæð en lífeyris-
þega á strípuðum bótum með fjöl-
skyldu er skammtaður rúmur helm-
ingur, eöa um 47 þúsund krónur á
mánuði.
Lífeyrisþegi í þessari stöðu,
þ.e. í sambúð eöa hjónabandi,
býr einnig við þá siðlausu
reglu að tekjutrygging hans
skerðist og getur failið alveg
niður ef maki hans er með
tekjur. Þá gætu mánaðar-
greiðslur hans farið niður í
17.000 kr. á mánuði. Tekjur líf-
eyrisþega hækka um 141
krónu á mánuði, samkvæmt
tilboði ríkisstjómarinnar, eins
og forsvarsmenn þeirra hafa
bent á. Þetta ráðslag stjóm-
valda er blaut tuska framan í
verst settu lífeyrisþegana.
Lög brotin á öldruöum og öryrkjum
Þessi upphæö, 47 þúsund krónur,
dugar ekki fyrir mánaðarleigu á
minnstu íbúð í Reykjavík. Öryrki
eða aldraður með 47 þúsund krónur
getur ekki leyft sér að eiga bíl, eða að
fá sér fot. Hann getur ekki leyft sér
neitt og ég efast um að þessi fjárhæö
dugi fyrir mat út mánuðinn. Skatta-
breytingamar, sem ríkisstjórnin er
að bjóða sem kjarabót, koma þessu
fólki ekki til góða. Það er með tekjur
undir skattleysismörkum.
„Það er svona sem ríkisstjóm Davíðs Oddssonar deilir
góðœrínu til landsmanna. Það er ekki nóg með að lög
eru brotin á öldruðum og öryrkjum heldur eiga þeir að
verða af sínum skerf af góðcerinu. “
Það er svona sem ríkistjórn Davíðs
Oddssonar deilir góðærinu til lands-
manna. Það er ekki nóg með að lög
eru brotin á öldruðum og öryrkjum
heldur eiga þeir að verða af sínum
skerf af góðærinu. Þetta staðfestir enn
T T • f • • f / f
Heilog Johanna
Það er nú löngu kominn tími til
þess að fara yfir afrekaskrá hennar
Jóhönnu Sigurðardóttur, með tilliti
til þess hve mikið hún hefur stuðlað
að hækkunum á vísitöluþætti vaxta
og þannig hækkun skulda heimila.
Jóhanna fer oft mikinn í blaðri um
hvað skuldimar hafa hækkað í tíð
stjómar Davíðs Oddssonar. - Þing-
maðurinn man bara ekki hvaö gert
var í hennar ráðherratíð, hún getur
bara ekki munað eftir því kerfi sem
hún stærði sig af, þá hún sat í mjúk-
um ráðherrastólnum.
Dagskipunin: hrunadans
Félagslegt ibúöalánakerfi var dag-
skipunin og öllum sveitarstjómar-
mönnum var boðið í hrunadans. Ella
Kjallari
væru þeir bæði púkó og
ynnu gegn velferð hinna
smæstu íbúa sins sveitarfé-
lags. Hver sendinefhdin á
fætur annarri fór til aö
breiða út fagnaðarerindið
og drógu menn ekkert af
sér I þeim efnum. Fagur-
gali og loforð flugu um og
menn sáu ekki aðferö td að
standa gegn þessum „kosta-
kjörum“.
Reynslan hefur verið,
eins og alþjóð veit, skulda-
fen flestra sveitarfélaga
sem létu blekkjast. Þeir stjómendur
sveitarfélaga sem trúðu ekki fógrum
lýsingum sendlanna þurftu að verj-
ast ótæpilegum árásum pólitískra
Bjarni
Kjartansson
forstööumaöur
,Jóhanna hefur ekkert við þá aðferð að athuga að
hcekka vexti á öllum lánum, nýjum og gömlum (sterk-
ir viðskiptavinir geta samið um fasta vexti, ekki litla
Gunna og litli Jón) þegar Seðlabankinn hœkkar vexti
til þess að draga úr þenslu. “
Með og á móti
samverkamanna Jóhönnu
og vom margir úthrópaðir
sem hinir verstu svíðingar
og dusilmenni þar sem þeir
vildu ekki byggja ódýrt fýr-
ir verkafólk.
Sveitarfélög við
dauðans dyr
Dæmi um þetta er Tálkna-
fjörður, þar vildu menn fara
hægt og huga að þeim bögg-
um sem binda ætti framtíð-
________ inni. Sveitarfélögin í kring
fóru að vilja Jóhönnu, byggðu
og keyptu íbúðir úr öðrum kerfum inn
í hið nýja, allt í trausti þess að satt
væri og rétt sem sendiboðamir sögðu.
Þessi sveitarfélög em nú sameinuð við
dauðans dyr í skuldafjötrum og bjarg-
arleysi en Tálknafjörður ber ekki
þunga bagga inn í framtíðina og verð-
ur því í stakk búinn, þegar betur árar,
til framfarasóknar.
Því vora mér það mikil vonbrigði
að lög vora sett á Alþingi um að
sveitafélögum í vanda yrði hjálpað
með þeim hætti að greiða skuldir
þeirra með söluhagnaði annars stað-
ar í kerfmu þar sem markaður væri
fyrir hendi, einnig með beinum fram-
lögum úr ríkissjóði. Aftur sannast
þar að þeir sem fara með varkámi
munu blæða fyrir það með einum eða
öðrum hætti. Ef framlög eiga að koma
úr sameiginlegum sjóðum og einnig
úr vasa ,“þeirra lægst launuðu" i
Reykjavík er lágmarkskrafa, að
þolendum verði sendur útreikningur
á afrekum Jóhönnu í þessa vera,
þannig að hjálpin liggi ijós öllum.
nMeika&“ yfir sárin
Einnig má minna á þá kláru stað-
reynd að Jóhanna hefur ekki borið
það við að leggja til afnám vísitölu-
bindingar á lánum né hefur hún gert
neina sérstaka tilraim til þess að
leiðrétta hag lántakenda með því
leggjast gegn því dúnsængurkerfi
sem peningastofnanir búa við hér-
lendis. Það eina sem hún hefur haft
til málanna að leggja er sífellt nag og
þvarg um útlánatap sem helguðust af
óðaverðbólgu og eftirfylgjandi hækk-
unum á vöxtum, umfram greiðslu-
getu lántakenda. Einnig hefur hún
haft allt á homum sér vegna risnu
valinkunnra bankamanna sem var
óhrekjandi hluti af kjörum þeirra
við ráðningu og hefðum í bönkun-
imi. Hefðbundið virðist í hópi
vinstrimanna að ala á öfúnd og fara
með svigurmæli sem erfitt er oft aö
verjast.
Alveg er lýsandi útdráttur af vef-
síðu Jóhönnu, sem birtist í Stak-
steinum Morgunblaðsins, um bens-
ínhækkanir og áhrif þeirra á skuld-
ir. Þar er lagt til að „meikað“ verði
yfir sárin en þau ekki grædd. Jó-
hanna vill afskipti af verðlagningu
til að dempa, en ekki lækna meinið
með banni við vísitölubindingu
vaxta.
Jóhanna hefur ekkert við þá að-
ferð að athuga, að hækka vexti á öll-
um lánum, nýjum og gömlum (sterk-
ir viðskiptavinir geta samið um fasta
vexti, ekki litla Gunna og litli Jón)
þegar Seðlabankinn hækkar vexti,
til þess að draga úr þenslu.
Bilið milli þess sem sagt er og gert
breikkar stöðugt og vonandi fara
kjósendur brátt að sjá þennan tví-
skinnung og refsa þessum lýðskrum-
urum þannig að undan sviði.
Bjarnl Kjartansson
inn aö gabba neytendur?
Margir vasar á einni flík Ekkert fé á silfurfati
J „Aö sjálfsögöu eru
þeir að gabba okkur,
R þeir hafa þvílikan
EQSBBe fjölda af vösum,
þessir góðu menn. Nú eru þeir aö
leika sér að því að reyna að
murka líflð úr ailri samkeppni
með því að færa fé milli vasa.
Þetta er óeðlilegt.
Það er ekki verið að hækka
mínútugjöldin á innanlandssím-
tölum heldur eingöngu lítinn vír-
stubb sem hggur frá húsinu þínu
í næsta lagnakassa. Þessi hækkun á fasta-
gjaldi fjallar bara um þennan stubb.
Þama er um að ræða nefskatt sem á að
Páll Þór
Jónsson
framkvæmda-
stjóri Frjálsra fjar-
skipta hf.
hækka um 108%. Póst- og fjar-
skiptastofnun löggan á þessu sviði
hefur samþykkt þessa hækkun. Og
þessir þægilegu peningar verða
notaðir til að dúndra niður veröum
á erlendum símtölum til að gæta
þess að ekki komi til samkeppni á
því sviði. Okkar fyrirtæki hefur
staðið fyrir lækkunum á nákvæm-
lega sömu gæðum á símtölum frá
35 krónum mínútuna niður í 17
krónur frá áramótum. Ýmis verð
sem Landssíminn er að bjóða okk-
ur í dag eru hærri í heildsölu heldur en
smásöluverð þeirra. Þetta fmnst mörgum
ótrúlegt, en það er satt.“
jMBkH „Nei, það er ekki
| verið að gabba
neytendur og ekki
r erum við að færa
Landssímanum fé á silfurfati
eins og haldið er fram. Það
sem er að gerast er að verið er
að leiðrétta gjöld til samræmis
við tiikostnað þannig að niður-
greiðslur sem hafa átt sér stað
á fastagjaldinu hætti. Þess í
stað lækki einhver önnur gjöld
og það er gert ráð fýrir að þetta leiði
ekki til tekjuhækkunar fyrir Lands-
símann. Þetta er afleiðing af langri
þróun í þessum málum, menn hafa frá
Gústaf Arnar
forstööumaöur
Póst- og fjar-
skiptastofnunar.
1980 verið að lækka innanlands-
gjöldin, þau hafa lækkað vera-
lega að raungildi. Til að þetta sé
mögulegt hafa menn að hluta til
notað hagnað af utanlandssím-
tölum, þau hafa ekki lækkað að
sama skapi. Þegar samkeppnin
er komin neyðast menn til að
lækka þetta verð til að standa
sig í samkeppninni og þar með
minnkar möguleikinn á að nið-
urgreiða aðra þætti þjónustunn-
ar. Þetta er viðurkennt af yfirvöldum,
meðal annars innan ESB og svona
leiðrétting hefur átt sér stað í velflest-
um ríkjum Vestur-Evrópu."
Fyrirtækiö Frjáls fjarsklptl hf. mun kvarta til samkeppnisyfirvalda yflr lækkun Landssímans á mlllilandasímtölum sem fyrlrtæklö telur aö tengist hækkun
Landssímans á fastagjaldinu úr 533 krónum í 820 krónur í fyrstu umferö en um næstu áramót hækkar gjaldlö enn og fer í 1.111 krónur.
frekar að örorka er ávísun á fátækt
undir þessari ríkisstjóm. Það verður
að taka sérstaklega á framfærslu verst
settu lífeyrisþeganna. Hækka þarf
lægstu bætur sérstaklega, ekki síður
en lægstu laun. Hækkun tekjutrygg-
ingar er eina leiðin innan núverandi
kerfis. Það má ekki láta þessa mis-
skiptingu viðgangast.
Kosningaloforðin og skætingur
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
samþykkti afnám tekjutenginga fyrir
kosningar. Lítið hefur bólað á að-
gerðum í þá átt hjá ríkisstjóminni.
Það hefur ekki einu sinni verið stað-
ið við loforð heilbrigðisráðherra um
afhám tekjutengingar viö tekjur
maka. Aftur á móti var tengingin
fest í lög.
Það væri nær að forsætisráðherra
notaði orku sína til að standa við
samþykktir flokks síns og landslög
um lögbundna hækkun lífeyris al-
mannatrygginga en að veitast að for-
ystumanni öryrkja með ónotum og
skætingi. En það er kannski von að
ráðamenn vilji drepa þessum málum
á dreif.
Ásta R. Jóhannesdóttir
Ummæli
Seinvirk Sam-
keppnisstofnun
„í rauninni er það
ekki fyrr en í desem-
ber 1999 sem niður-
staða fékkst í málinu
og Samkeppnisstofii-
un loksins staðfestir
- það sem mér fannst
alltaf liggja fyrir - að
þeir mættu ekki gera þetta....Við töp-
uðum milijón krónum á dag meðan
málið var í vinnslu."
Ómar Benediktsson, framkvstj.
íslandsflugs, í Degi 29. mars.
Besti fjárfestingar-
kosturinn
„Ríkið á stærsta
þekkingarfyrirtæki
landsins, Háskóla ís-
lands, sem er jafn-
framt með breiðasta
rannsóknargrundvöll-
inn. Háskóli íslands
ætti því að vera fjár-
festingarkostur ríkis-
ins númer eitt. Fjársjóður Háskólans
er þekkingin sem býr innan hans í
fræðimönnum hans og stúdentum."
Sigtryggur Magnason, í forystugrein
3. tbl. Stúdentablaðsins.
Matvörur beint að utan
Baugur era ráð-
andi aðilar i fákeppni
á smásölumarkaði.
Innfluttar matvörur
hafa hækkað í verði
hér á landi á sama
tima og þær hafa
lækkað erlendis. Ef
þessi ráðandi aðili hefúr áhuga á að
lækka vöraverð getur hann einfald-
lega snúið sér til útlanda og keypt
vörumar þaðan. Hvað innlendu vör-
una varðar er ekki við Baug eingöngu
aö sakast heldur þá sem hafa læst
innlenda framleiðslu inni í helvíti
ríkisafskipta."
Guðmundur Ólafsson, lektor við
Háskðla islands, í Degi 29. mars.
ESB í stað EES
„Helsti gallinn við
EES-samstarfið í dag
er að það er að veikj-
ast og okkur sem
eram EFTA-megin í
dæminu er ýtt lengra
og lengra út á jaðar-
inn... Að mínu mati
er rétta svarið við þessum spuming-
um ekki að ganga skrefið til baka og
reyna að gera gera fisksölusamninga
við ESB. Rétta skrefið er að skoða
stöðu okkar vel og spyija okkur í al-
vöra allra þeirra áleitnu spuming sem
snúa að aðOd íslands að ESB.“
Ari Skúlason, framkvæmdastj. ASÍ
Það er fólk sem
fjallað er um
Ég hef verið aö lesa bók
eftir Jerzy Einhom. Bókin
heitir: Það er fólk sem fjall-
að er um (Det ár mánniskor
det handlar om). Jerzy er
pólskur gyðingur sem slapp
naumlega úr einangrunar-
fangabúðum nasista, en
bjöminn var ekki þar með
unninn því eftir stríðslok
héldu gyðingaofsóknir
áfram í Póllandi. Jerzy hóf
nám í læknisfræði í heima-
landinu en fór snemma á
námsferlinum með öðrum stúdent-
um í kynnisferð til Danmerkur.
Áður en hópurinn hélt heimleiðis
flúðu fjórir með fiskibáti til Svíþjóð-
ar. Jerzy var einn af þeim.
Flóttafólkið voru tvær stúlkur og
tveir piltar. önnur stúlknanna átti
eftir að verða eiginkona Jerzys og
henni tileinkar hann bókina sem ég
var að lesa. í fyrri bók, Kjörinn til að
lifa (Utvald att leva), segir hann frá
hræðilegri reynslu stríðsáranna,
flóttanum, baráttunni fyrir að fá
landvistarleyfi í Svíþjóð, námi sínu
og starfi, en hann var lengi yfirlækn-
ir á geislalækningastofnuninni i
Stokkhólmi (Radiumhemmet) og
loks þingmaður í eitt kjörtímabil.
Erfi&leikar frumkvö&lanna
Seinni bókin fjallar um þróun
heilbrigðismála í Svíþjóð á löngu
tímabili, áhrif niðurskurða og hag-
ræðinga af ýmsu tagi. Jerzy skrifar á
þann hátt að leiðinlegir atburðir
verða að spennandi sögu og honum
er einkar lagið aö sjá það góða og
göfuga í hverri manneskju. Hann tal-
ar af virðingu um gangastúlkur jafnt
sem þingmenn. Hann lýsir þeim erf-
iðleikum sem margir frumkvöðlar
þurfa að kljást við, t.d. Loma Feigen-
berg sem hélt því fram að það væri
ekki nóg að reyna að lækna með
þeim ráðum sem þekkt eru á hverj-
um tíma heldur verði einnig að huga
að andlegri líðan sjúklinganna.
Loma reyndi að sannfæra starfs-
systkini sin um þetta, lengi vel án
nokkurs árangurs.
Jerzy segir að aliir vilji lækna,
það sé fínt og flott, en að líkna og
hugga sé ekki í hávegum haft. Hann
hafi sjálfur eins og aðrir gengið
framhjá þeim sjúklingum sem „ekk-
ert hafi lengur verið hægt að gera
fyrir“. Hann skammist sín fyrir
þetta enn, löngu eftir aö hann er
kominn á eftirlaun. Það
hafi veriö ósiðlegt, óverj-
andi og tillitslaust. Sjúk-
lingarnir hafi verið yfir-
gefnir þegar þeir þurftu
mest á hjálp að halda.
Jerzy lýsir því hvemig
hann barðist með sam-
starfsfólki sínu fyrir því að
sjúklingamir á geislalækn-
ingastofnuninni fengju við-
unandi þjónustu, hvort
heldur var unnt að lækna
þá eða ekki. Oft talaði hann
fyrir daufum eyrum og oft varð hann
að láta í minni pokann.
Kannski var þaö allra verst þegar
honum var gert að greiða atkvæði
með niðurskurði í heilbrigðiskerfinu
þvert gegn sannfæringu hans sjálfs
en í samræmi við línu flokksins. Þá
ákvaö hann að bjóða sig ekki aftur
fram til þings.
Jerzy minnist margra samverka-
manna með virðingu, nefnir þá með
nafni, fólk úr öllum stéttum innan
sjúkrahússins og utan. Engin upp-
hefð segir hann að sér hefði fundist
meiri en þegar hann frétti af tilvilj-
un að starfsliðið á sjúkrahúsinu kall-
aði hann „pabba".
Skipti máli a& rá&a
Við lestur bókarinnar rifjuðust
upp fyrir mér atvik úr fyrra lífi ef
svo má segja þegar ég vann um tíma
á sjúkrahúsi. Þetta var á Landakoti
þar sem tröppurnar eru úr marmara
og kaþólsku nunnurnar héngu ekki
á veggjunum eins og núna heldur
gengu um ljóslifandi og unnu sín
störf. Systumar voru elskulegar,
vinnusamar og fómarlund þeirra
var oft einstök. Ein systranna hafði
sérhæft sig í sárameðferð og sagan
sagði að hún gæti grætt öll legusár.
Einu sinni hefði hún grætt djúpt
sár á rasskinn sjúklings, bakhlutinn
hefði verið eitt svöðusár þegar hún
tók til sinna ráða. Ráð hennar
dugðu, sárið greri en maðurinn naut
þess ekki sem skyldi því aö hann dó
skömmu seinna af sjúkdómi sínum. í
þetta skipti var annar sjúklingur
kominn með slæmt legusár. Systirin
lagði sig alla fram, aðgætti sáriö oft
á dag og lagði við það ýmis konar
smyrsl og bakstra.
Dag nokkum kom læknir sjúk-
lingsins á stofugang, bringubreiöur,
háleitur maður. Hann horfði ekki
framan í systurina þegar hún sagði
honum glöð frá því hvemig henni
hefði gengið með sárið, það virtist
vera að gróa. Hún bað lækninn leyf-
is um að fá að halda meðferðinni
áfram. „Nei, henni verður hætt, hér
er það ég sem ræð!“
Ég efast stórlega um að ákvörðun-
in hafi verið tekin á „faglegum
grundvelli“. Það sem máli skipti var
að ráða. Honum gleymdist aö það er
fólk sem fjallað er um.
Hólmfríður K. Gunnarsdóttir
Þegar ég vann um tíma á Landakoti þar sem tröppum-
ar eru úr marmara og kaþólsku nunnumar héngu ekki
á veggjunum eins og núna gengu þær um Ijóslifandi og
unnu sín störf. Systumar voru elskulegar, vinnusamar
og fómarlund þeirra var oft einstök. - Starfsfólk fundar.