Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2000, Page 32
36
FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000
Tilvera
DV
lífift
Djassað á
Akureyri
Jazzklúbbur Akureyrar stendur
fyrir heitum fimmtudegi í Deigl-
unni. Tríóið Guitar Islanico, skipað
þeim Bimi Thoroddsen gítarleik-
ara, Gunnari Þórðarsyni gítarleik-
ara og Jóni Rafnssyni kontrabassa-
leikara, mun spila. Tónleikarnir
hefjast kl. 21.15.
Fundir
■ Kristln truarstef í kvikmvndum
Neskirkja heldur tvö fræðslukvöld
um kristin trúarstef í kvikmyndum
fimmtudagskvöldin 30. mars og 13.
april kl. 20.30.1 fyrirlestrum veröur
dregið fram hvernig kristin stef og
vísanir í Biblíuna koma iöulega fram
I kvikmyndum. Fjallað verður um
nokkrar valdar kvikmyndir og gerð
grein fyrir trúarstefjum sem f þeim
birtast. í kvöld veröur athyglinni
einkum beint að ýmsum kristnum
stefjum, svo sem kærleikanum, fyrir-
gefningunni og guðsrikinu en einnig
aö tilvitnunum og vísunum I Biblíu-
texta.Fræðsluna annast Gunnar J.
Gunna/sson, lektor við Kennarahá-
skóla íslands, og Bjarni Randver
Sigurvinsson guðfræöingur.
Krár
■ GEIR ÓLAFS ER ALLTAF AÐ Vin
ur allra, sprellarinn Geir Olafs, mæt-
ir með hljómsveit sinni, Furstunum,
á Café Amsterdam f kvöld. Þar
veröa þeir í léttri djasssveiflu og ætl-
ast til þess aö áhorfendur fylgi með.
Klassík
■ TONLEIKAR I ÞORLAKSKIRKJU
Ásgerður Júníusdóttir mezzósópran
heldur tónleika í Þorlákskirkju kl.
20.30. Undirleikari er Jónas Ingi-
mundarson píanóleikari. Á efnis-
skránni verða m.a. spænsk lög og
mun léttleiki vera í fyrirrúmi. Að-
göngumiðar við innganginn.
Kabarett
■ SYNING FRA LAS VEGAS Hin
vinsæla sýning Las Vegas Legends
er komin til íslands. Hér syngja
heimsins bestu eftirhermum lög
frægra poppara svo vel að þér
finnst að upprunalegi listamaðurinn
sé á sviöinu. Sýnt kl. 20 í Bíóborg-
inni. Miðaverð kr. 2500.
■ SJÁLFSTYRKUR OG BÆTT SAM-
SKIPTI Umsjónarfélag einhverfra
stendur fyrir fyrirlestri í húsi Þroska-
hjálpar, Suðurtandsbraut 22, kl.
20.15. Fyrirlesari er Anna Valdi-
marsdóttlr sálfræöingur og er yfir-
skrift kvöldsins: Að sýna sjálfstyrk-
Bætt samskipti.
■ FRÖNSK SKIPASM'IÐI Alliance
Franpalse, Austurstræti 6, stendur
fyrir fyrirlestri um áhrif víkinga á
skipasmíði í Frakklandi. Fyrirlesari
er Jean Renaud, prófessor við há-
skólann í Caén og sérfræðingur í
norrænum fræðum. Fyrirlesturinn
hefst kl. 20.
■ KVEÐSKAPUR FYRIR KVÖLD-
MAT Kl. 17 verður upplestur á veg-
um Ritlistarhóps Kópavogs f Gerð-
arsafni. Skáldkonan Dldda les úr
verkum sínum. Aögangur er ókeypis
og allir velkomnir.
■ LÍNUDANS Línudansáhugafólk,
athugið! Það verður dansæfing í
Uonssalnum, Kópavogi, og hefst
klukkan 21. Elsa velur réttu tónlist-
ina.
■ MENNINGARDAGSKRÁ HER-
STOÐVARANDSTÆÐINGA Samtök
herstöðvarandstæölnga stendur fyrir
menningardagskrá aö Hallveigar-
stöðum, Túngötu 14. Dagskrain
hefst kl. 20 en húsið verður opnað
kl. 19.30. M.a munu verða flutt
Ijóð, ávörp og tónlistaratriði. Einnig
veröur Qöldasöngur og léttar veiting-
ar á vægu verði.
Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is
Árni ísleifs með dixielandhljómsveit sína á Hótel Borg:
Byrja og enda
í dixielandinu
í kvöld verða tónleikar á Hótel
Borg þar sem fram kemur níu
manna dixielandhljómsveit Áma
ísleifs. Ámi, sem er með þekktari
tónlistarmönnum landsins, fór í
pílagrímsfor til New Orleans, höf-
uðborg dixielandsins fyrir tveimur
árum og upplifði þar ekki aðeins
að hlusta á þá bestu heldur taka
einnig þátt í flutningi. í kjöl-
farið stofnaði hann dix-
ielandhljómsveit hér
heima sem hefur víða kom-
ið fram og vakið athygli og
ánægju þeirra sem á hana
hafa hlustað.
560 ára snillingar
í stuttu spjalli sagði Árni
hljómsveit sína flytja
þekkta dixielands-
lagara sem
margir
hverj-
ir
ættu
Arni Isleifs í New Orleans
Rölt um meö trompetinn ásamt ferðafélögum á heitri sumarnótti
í höfuðborg diexielandsins.
Hundgamall og skemmtir
sér
Þótt Árni hafi endurvakið dix-
ielandstemninguna eftir að hann
kom frá New Orleans þá er hann
enginn nýliði í þessari tónlist: „Ég
spilaði fyrst dixieland árið 1945 í
Hljómsveit Bjöms R. Einarssonar
og var það upphafíð að mínum
spilaferli. Það er gott að byrja á
dixielandinu og enda í því einnig.
Tónlist þessi er klassísk og ávallt
mikið spiluð og ekki síst á Norður-
löndum," segir hann.
Dixielandið er ekki eina tónlist-
in sem Ámi fæst við þessa dagana:
„Ég er að leika dinnermúsík á
kvöldin en það er dixielandið sem
er skemmtunin hjá mér í dag og
það er gott og hollt að geta fengist
við það sem mér flnnst skemmti-
legast þegar maður er orðinn
hundgamall og hættur að kenna og
fá jafnvel kaup fyrir það.“
-HK
Á traustum fótum
„Þetta eru hin gömlu góðu iög sem allir kannast viö, “
segir Árni ísleifs um lagaval hljómsveitar sinnar.
uppruna sinn að rekja til
New Orleans: „Þetta eru
hin gömlu góðu lög sem
allir kannast við, When
The Saints Come
Marching In, Up a Lazy
River og fleiri góð, lög
sem við allir í hljóm-
sveitinni þekkjum enda
búnir að vera lengi í
bransanum. Einhver taldi
að við værum til saman
rúmlega 560 ára. Þama er
hver snillingurinn á fætur
öðrum, Friðrik Theódórsson,
sem syngur og blæs
á básúnu, Guðmund-
ur Nordal, Þórarinn
Óskarsson, Sverrir
Sveinsson og fleiri
góðir, menn sem
hafa spilaö lengi
meðal annars í
lúðrasveitum og
danshljómsveitum.
Veítingahús
Hver stíllinn á fætur öörum
Café Bleu felur í sér hvert rýmið
á fætur öðm í U utan um nokkra
skyndibitastaði á veitingasvæði
Kringlunnar. Inngangurinn er um
annan endann á u-inu, þar sem er
kaffiborða- og tágastólasvæði með
útsýni yfir neðri hæðina. í hinum
endanum á u-inu er stórt og dimmt
glerbúr, eins konar reyksalur með
mörgum litlum borðum. MUli end-
anna er reyklaust svæði, vinkillaga
rangali með fostum básum. Hver
stíllinn tekur við af öðrum, ef stíl
skyldi kaila.
Þjónusta er vakandi og jákvæð og
bætir upp losarabrag hönnunarinnar.
Vel er séð fyrir nógu vatni og meiru
af góöu kryddbrauði, án þess að beð-
ið sé um það. Með brauðinu fylgir
ágætis kryddolía í stað smjörs, til
heilsusamlegrar fyrirmyndar. Lúxus
er lítiii, engir dúkar á borðum og
Matreiðslan á Café
Bleu var aldrei vond
og stundum nokkuð
góð. Þar er hver
stillinn á fætur öðr-
um eins og í
innréttingunni.
munnþurrkur úr pappír. Staðurinn
er oft fullsetinn í hádeginu.
Café Bleu er ódýrastur af hefð-
bundnum matstöðum fuilrar þjón-
ustu á þessu svæði. Þríréttað með
kaffi á kvöldin kostar þar 3.200
krónur, 3.600 í Hard Rock og 4.100 í
Eldhúsinu. í hádeginu er tilboð
dagsins 790 krónur án súpu í Café
Bleu, en 950 krónur með súpu í
Hard Rock og Eldhúsinu.
Matseðillinn er tilraun til að geðj-
ast sem flestum, blendingur þekktra
rétta úr ýmsum áttum, sitt lítið frá
Indlandi og Kína, Thailandi og Jap-
an, Rússlandi og Norður-Afriku, en
mest frá Italíu og Frakklandi, svo og
franskar og bökuð frá Ameríku og
kremsúpa frá íslandi. Espresso-kaffi
er ekta og danskt kaffi gott, en vond-
ur er langi saltbrauðsstauturinn, er
fylgir nánast öllum réttum sem ein-
kennistákn staðarins.
Tærar súpur dagsins voru ágæt-
ar, mild gulrótarsúpa og hæfilega
sterk tómat- og blaðlaukssúpa.
Kremsúpa dagsins var blessunar-
lega þunn sem slík, mild og notaleg
tómatflskisúpa án sterka humar-
skeljabragösins, sem víða er keyrt
upp í veitingahúsum hér á landi.