Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2000, Blaðsíða 15
14 + Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjornarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Bjðrn Kárason Aöstoöarritstjórí: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholtl 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritsfjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum lyrir viðtöl viö þá eða lyrir myndbirtingar af þeim. Brunað suður göngin Jarðgöng hafa ekki hjálpað Flateyri, Siglufirði og Ólafs- firði. Atvinnulíf hefur oftast gengið treglega og fólki hefur fækkað hraðar en áður. Síðan göngin komu hafa menn getað flúið árið um kring. Og nú vilja Siglfirðingar önnur göng til viðbótar þeim, sem fyrir eru. Við þekkjum að reynslunni, að opinber starfsemi hverf- ur smám saman af hagkvæmnisástæðum út fyrir göng. Embætti rikisins flytjast til Ólafsfjarðar og Akureyrar, síðan skólarnir og loks bæjarstjómin sjálf. Lítum bara á reynslu Flateyringa af göngunum fyrir vestan. Gerð jarðgangna á það sammerkt með annarri byggða- stefna hins opinbera, að hún stöðvar ekki þróunina og hægir ekki einu sinni á henni. Fólk hefur jafnt og þétt ver- ið að flytjast suður afla tuttugustu öldina og mun halda áfram að flytjast suður á tuttugustu og fyrstu öld. Áhrifasvæði jarðgangnanna á Vestfjörðum væri nánast komið í eyði, ef ekki hefði komið himnasending flótta- manna frá útlöndum, sem halda uppi vestfirzku atvinnu- lífi um þessar mundir. Innflutningur nýbúa er raunar eina byggðastefnan, sem hefur verkað hér á landi. Reynsla okkar af göngum, öðrum en í Hvalfirði, bendir ekki til neinnar arðsemi af þeim. Hún sýnir ekki, að göng séu eign, sem unnt sé að meta til fjár eins og ýmsar aðrar eignir ríkisins, svo sem banka, landssíma og landsvirkjan- ir. Göng afskrifast þvert á móti umsvifalaust. Þess vegna væri rangt að fara að tiflögu samgönguráð- herra um að nota tekjur af sölu ríkiseigna til að fjármagna jarðgöng. Slíkar tekjur á að nota til að greiða niður skuld- ir ríkisins. Ef reyta á verðmætar eignir af ríkinu er lág- markskrafa, að skuldir þess minni að sama skapi. íslenzkir pólitíkusar eru vísir til að éta út eignir ríkis- ins og skilja það eftir slyppt, ef þeir komast gagnrýnis- laust upp með að velja auðveldustu leiðina hverju sinni. Þess vegna er nauðsynlegt, að haldið verði uppi fræðilegri gagnrýni á veruleikafirrt hugmyndaflug þeirra. Vegna eignastöðu ríkisins er óráðlegt að taka lán tfl að grafa göng og auka þannig skuldirnar án þess að arðbær- ar eignir komi á móti. Hins vegar mætti ríkið taka lán til að auka flutningsgetu helztu samgönguæða höfuðborgar- svæðisins, því að þjóðhagslegur arður er af slíku. Þar sem arðsemismunur er á jarðgöngum í strjálbýli og samgöngubótum í þéttbýli, er skynsamlegt að fjármagna jarðgöng af aflafé ríkisins, þótt taka megi lán til að fjár- magna aðgerðir, þar sem umferð er mikil. Svigrúmið er meira í framkvæmdum, sem gefa af sér arð. Þar með höfum við íslenzka byggðastefnu i hnotskum. Valið stendur milli arðlausra verkefna í þágu byggða- stefnu og arðbærra verkefna í þágu almennrar hagþróun- ar landsins. Að venju verður fundin pólitísk miflileið, sem blandar saman arðlausum verkum og arðbærum. Hitt má svo ljóst vera, að jarðgöng eiga það sammerkt með annarri flárfestingu í byggðastefnu, að þau hindra fólk ekki í að flytjast þangað, sem það vill flytjast. Aflir milljarðarnir, sem sáð er á hverju ári í byggðastefnu, falla í grýtta jörð. Fólk sogast áfram í átt til tækifæra. Unga fólkið sér ekki framtíðartækifæri sín við færi- bönd fiskvinnslunnar. Það sér þau heldur ekki við bræðslupotta álveranna. Eins og í öðrum vestrænum lönd- um verða það einkum flóttamenn frá enn verra ástandi, sem munu sætta sig við færibönd og bræðslupotta. Hvar sem göng verða grafin, mun unga fólkið bruna gegnum þau alla leið suður, þar sem það væntir tækifæra í tengslum við hátækni tuttugustu og fyrstu aldar. Jónas Kristjánsson ______________________________________________ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000_ÞRIDJUDAGUR 11. APRÍL 2000 r>v 27 Skoðun Klónaðir fjölskyldufeður í nýlegri blaðagrein var gamansöm frásögn karls sem lýsti sjáifum sér, vinnu og heimilishögum. Hann var nokkuð drjúgur með sig og segir í greininni frá ýmsu sem hann hefur afrekaö. Ljóst má vera að hann er fær um eitt og annað - þar til kemur að heimilisstörfum. Þá missir hann alla getu og löngun og þykir það fyndið. Segir hann frá því í létt- um dúr að tusku vindi hann ekki ótilneyddur, kunni ekki á heimilistækin, nema kannski brauðristina og eldamennska hans felist i því að hella á könnuna. Kon- umar í lífi hans, mamma, amma og nú eiginkona, hafa alltaf annast hann og gert það sem gera þurfti heima. Honum líkar það fyrirkomulag ljóm- andi vel og væntir þess að svo verði um alla framtíð. Hæfni karla og ágæti í annarri frásögn, þar sem gerð var grein fyrir hæfni og ágæti karls í krefj- andi starfi var lýsingin eitthvað á þessa leið: Hann hefur mikinn áhuga á starfi sinu, vinnur í törnum og þá myrkranna á milli. Milli tama þykir honum ágætt að taka frí og slaka vel á. Að því loknu er hann til- búinn að vera góður faðir og sinna fjölskyldu sinni. Kannski ætti að klóna hann í von um að tveir haldi út það krefjandi verk að vinna úti og vera fjölskyldumaður. Aðrar sögur hef ég heyrt af yngri körlum í okkar sam- félagi. Þeir vUja vera á föstu, en ekki nota smokka. Kemur fram í viðtölum við stúlkur að mörg- um strákum þyki ekkert athugavert við það að þær skreppi í fóstureyðingu ef um óvelkomna þungun sé að ræða. Einnig kemur fram í frásögn stúlku að þegar hún varð ófrísk og gerðist þung á sér og þreytt, fór gamanið af og verð- andi faðir þar með úr sögunni. Karlar hafa almennt gegnt fyrir- vinnuhlutverki í samfélaginu og það læðist að mér sá grunur að þeir hafi takmarkaðan áhuga á að breyta því. Konur endurskoöi sig sjálfar Aúkinni menntun kvenna fylgja Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur „Nýlega heyrði ég að ástœða fyrir blöðruhálsmeini karla mætti að hluta tengja því að þeir pissa stand- andi og tœma aldrei þvagblöðruna. bættir atvinnumöguleikar og nú eru enn í gildi sama hefð og áður var konur í fastri vinnu sem þær hlaupa þegar faðirinn vann úti en móðirin ekki frá frekar en karlar. Samt er annaðist fjölskyldu og heimili. ísland og Evrópusambandið Líkt og kunnugt er þá tók forsæt- isráðherra þjóðarinnar umræðuna um Evrópusambandiö út af dagskrá hér um árið. Það tókst honum með svo farsælum hætti að málið litaði umræðuna fyrir síðustu kosningar nákvæmlega ekki neitt. Þjóðinni allri til skaða. Ekki að það liggi fyr- ir að íslendingar eigi að gerast aðil- ar aö Evrópusambandinu, það er langt því frá. Heldur er það morgun- ljóst að við getum ekki flotið sofandi að feigðarósi þegar viðskiptahags- munir okkar við útlönd eru annars vegar. Og ekki einungis viðskipa- hagsmunir, þvi þama er um að ræða „Það er ekki stjómmálamanna þjóðarinnar að segja til um það fyrirfram hvort vœnlegt sé að breyta högum okkar gagnvart Evrópusambandinu. Pólitískir sigrar kosta kjark og það er engum til framdráttar að hrœðast umrœðuna og lýðrœðislegar ákvarðanir þjóðarinnar.“ Litirnir réttir mikla möguleika í menntun ungs fólks og uppbyggingu fjölbreytts atvinnulífs í landinu. Stoltenberg blikkar til Evrópu Samningurinn um Evr- ópska efhahagssvæðiö er að ganga sér til húðar. Örfá ríki standa að honum og ef Norðmenn ákveða að gerast aðilar að Evrópusamband- inu þá er samningurinn ekki pappírsins virði. Hinn nýi forsætisráðherra Verka- mannaflokksins í Noregi, Jens Stol- tenberg, er nú þegar farinn að blikka til Evrópusambandsins. Hann sendir skýr skilaboð til umheimsins með því að fara í sína fyrstu opinberu heim- sókn til Þýskalands, en ekki einhvers hinna Norðurlandanna. Líkt og hefð- in segir til um að gera skuli. Með því að líta ekki til framtíðar hvað varðar samskipti íslands og Evr- ópu getum við verið að missa af verð- mætum tækifærum nú þegar þjóðir Austur-Evrópu slást um aðild að Evr- ópusambandinu. Samningsstaða okk- ar er fyrir vikið veikari og við lendum aftarlega í langri lest þjóða sem kanna vilja aðildarmöguleika sína. Það er í hæsta máta óeðlileg þröngsýni að hamla með kerflsbundnum hætti gegn því að íslendingar kynni sér og ræði kosti og galla aðildar að Evrópusam- bandinu. Sú hræðsla við framtíðina er Sjálfstæðisflokknum til vansa og þjóð- inni hættuleg. Stungið undir stól Nú blasir það við að íslendingar munu ekki gerast aðilar að Evrópu- sambandinu nema tryggð séu yfirráð þjóðarinnar yfir fiskimiðunum, svo dæmi sé tekið. Margt annað mætti tína til sem skilyrðir aðild íslands að Evrópusamband- inu. Kjami málsins er aftur á móti sá að á meðan ekki fer fram opin og lýðræðis- leg umræða inn málið á meðal þjóðarinnar allrar þá komumst við hvorki lönd né strönd og drögumst aft- ur úr í samfélagi þjóðanna. En það er fyrst og síðast þjóðarinnar að taka ákvörð- un um það á endanum hvort við göngum í Evrópusambandið eða ekki. Það má vel vera að niðurstað- an verði sú að það sé íslandi ekki til hagsbóta að sækja um aðild eða ganga í sambandið. Um það er alls ekki hægt að dæma í dag þar sem málið hefur ekki verið kannað til hlítar og verið haldið frá daglegri umræðu um stjómmál í landinu. Það er ekki stjómmálamanna þjóðarinn- ar að segja til um það fyrirfram hvort vænlegt sé að breyta högum okkar gagnvart Evrópusambandinu. Pólitískir sigrar kosta kjark og það er engum til framdráttar að hræðast umræðuna og lýðræðislegar ákvarðanir þjóðarinnar. Enda ber að auka veg lýðræðisins í íslensku þjóð- lífi og gera þegna landsins að virkari þátttakendum í stórmálum þeim sem þjóðin stendur frammi fyrir á hverj- um tíma. Því er íslenskum stjóm- málamönnum skylt að stuðla að op- inni umræðu um stærstu mál hvers tima en ekki að stinga þeim undir stól. Björgvin G. Sigurðsson Björgvin G. Sígurösson framkvæmdastj. þingflokks Samfylkingarinnar lýrbúningur KR-inga Ósmekklegir „Ég hef ekki átt- að mig fyllilega á þessari breytingu en búningurinn er ennþá svartur og hvítur og með röndum og það er það sem skiptir mestu máli i þessu. í mínum huga er þetta ekki neitt sérstaklega stórt mál og i lagi að gera smábreytingar ef heild- arsvipurinn heldur sér. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem átt er við KR-búninginn. Rendur búningsins hafa verið breikkaðar og þær hafa ver- ið mjókkaðar. Það má segja að breytingin sé ívið meiri nú, sérstaklega á efri hluta skyrtunnar, um axlirnar. Ég ætla hins vegar ekki að æsa mig neitt heldur gefa þessu tíma. Þetta er því ekki mikið til- flnningamál fyrir mig. Það sem skiptir mestu er að þeir sem klæðast KR-búningnum hverju sinni geri sitt besta og standi sig vel. Ef svo er og litir bún- ingsins eru til staðar skiptir annað minna máli. Ég er nú orðinn svo gamall og íhaldesamur en er þó að reyna að vera nútímalegur og taka breytingum með jákvæðu hugarfari." .„Nýju búning- arnir eru ógeðs- lega ljótir og hroðalega ósmekklegir. Það er í raun- inni alveg ótrúlegt að mönn- imi skrdi detta svona vitleysa í hug, þetta er svo skerandi ósmekklegt. Það eina já- kvæða við nýju búningana er aö KR-ingamir þurfa að spila jafiilengi í þeim og í gömlu búningunum áður en þeir verða ís- landsmeistarar aftur. Ég hefði viljað sjá KR-inga stíga skrefið til fulls og skipta yfir í hvíta búninga með örlitlum svört- um doppum, þeir hefðu þá orðið eins og dalmatíuhund- ar sem hefði verið mjög skemmtilegt. Mín niðurstaða er einföld, ég segi bara oj. En, í fullri al- vöru, mér er alveg slétt sama í hvaða flíkum KR-ingamir verða þegar við Framarar tökum á móti þeim í Laugar- dalnum í sumar og jörðum þá. Þeir dýrðardagar' eru skammt undan, halelúja. Það verður ekki beint leiðinlegt þá. Ellert B. Schram. Eggert Skúlason. KR-ingar hafa kynnt nýjan keppnisbúning knattspyrnuliða félagsins og elns og við mátti búast sýnist sitt hverjum um ágæti nýja búningsins. Það er staðreynd að við breytum ekki öðrum, en við getum breytt okk- ur sjálfum. Er því nærtækast að við konur og mæður byrjuðum á okkur sjálfum og endurskoðum þátt okkar í uppeldi barna okkar. Tökum sem dæmi að drengjum er alltaf kennt að pissa standandi. Nýlega heyrði ég að ástæða fyrir blöðruhálsmeini karla mætti aö hluta tengja því að þeir pissa standandi og tæma cddrei þvag- blöðruna. - Alvarlegt mál, ef satt er. Leggjum okkar af mörkum Ef við skoðum það sem snýr að heimilinu þá er það staðreynd að við gerum hlutina frekar sjálfar en láta strákana um verkin því þeir vinna þau ekki nógu vel. Hvað er nógu vel? Okkur þykja það tíðindi ef strákur straujar skyrtu eða snertir sauma- vél. Sú saga flýgur fljótt, þykir merkileg og skotið er á fund hjá dætraeigendafélaginu því slíkur pilt- ur er sjaldgæfur en þykir vænlegur tengdasonur. Konur! Leggjum okkar af mörkum til að gera syni okkar að betri eigin- mönnum og feðrum. Gunnhildur Hrólfsdóttir Ummælí Agavandamál „Fólk vill oft ekki trúa því að börnin þeirra eigi við vanda- mál að stríða á þess- um sviðum ... Þetta er líka ákveðið kjark- leysi, þau þora ekki að banna þeim og þetta kemur líka fram í skólakerf- inu því agavandamálum hefur fjölg- að og kennarar eru oft ekki meðvit- aðir um hvað þeir mega gera og hvemig þeir eigi að taka á aga- vandamálum." Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, I Degi 8. apríl. Betra fordæmi „Nýlegar loftslags- breytingar styðja ekki kenninguna um að gróðurhúsaáhrifin dragi úr Golfstraumnum og valdi ísöld á okkar slóðum. Hvatningu til annarra þjóða að stöðva aukningu gróðurhúsalofts verður að byggja á öðrum rökum, auk þess sem við þurfum að sýna betra fordæmi en við gerum í mengunarmálum gufu- hvolfsins ef einhver á að trúa vam- aðarorðum okkar.“ Páll Bergþórsson veöurfr., í Lesbók Mbl. 8. april. Strangar málfarsrelgur „Ég lít á timgumál- ið sem tæki til að koma skilaboðum á framfæri og túlka þann veruleika sem við búum við en tel strangar málfarsregl- ur skerða frelsi þegn- anna-til að nýta það tæki. Við höf- um sett tungumáliö á oddinn sem afgerandi viðmið um það hvað það er að vera íslendingur. Það er ekki endilega þar með sagt að allir aðrir geri það og ég vil taka íslenskuna niður af þeim stalli sem hún hefur verið sett á.“ Hallfriöur Þórarinsdóttir mannfræöingur, í Degi 8. apríl. Þögn er sama og samþykki „Það er staðreynd, að hér veður uppi siöspilling - ennþá - því mið- ur: klámbylgja og glæpir, sem aldrei fyrr. Og margir góðir einstaklingar eru á villigötum, óhamingjusamir, ringlaðir. Við það megum við ekki una - og þegja, því þögn er sama og samþykki. Eða uppgjöf.“ Rafnhildur Björk Eiriksdóttir hjúkrunar- fræöirigur, í Mbl. 9. april. Ríkið styðji ekki st j órnmálaf lokka Nokkur umræða hefur verið undanfarið um flár- reiður stjórnmálaflokka. Það eru nokkur mikilvæg atriði sem ég tel að hafi ekki komið nógu skýrt fram í allri þessari um- ræðu. Styrkir til stjóm- málaflokka er í raun hluti af tjáningarfrelsinu og einkamál þeirra sem styrk- ina veita. Einnig eru ríkis- styrkir til stjórnmálaflokka siðferðislega rangir og eina leiðin til að fá viðunandi lausn á vandamálinu er að takmarka verulega vald stjórnmálamanna. Partur af tjáningarfrelsinu Það skiptir ekki máli hvort rætt er um einstaklinga eða fyrirtæki þegar flallað er um styrki til stjómmála- flokka. Einstaklingar eiga fyrirtækin og því koma peningamir alltaf á end- anum úr vasa þeirra. Ef einstakling- ar kjósa að styrkja eitthvert stjóm- málaafl eru þeir í raun að styrkja þær raddir sem endurspegla skoöan- ir þeirra. Því eru styrkir til stjóm- málaflokka hluti af tjáningarfrelsi okkar og mjög áhrifarik leið til að koma skoðunum sem við aðhyllumst á framfæri. Styrkur er einkamál Það er alls ekki hægt að fallast á þá kröfu að styrkir til stjómmálaflokka verði gerðir opinberir af öðrum en þeim sem styrkina veita. Af hverju? Jú, styrkir til stjómmálaflokka em persónuleg ákvörðun hvers og eins. Hvaða skoðanir einstaklinguriim hef- ur kemur engum öðrum við nema ef hann sjálfur kýs að svo sé. Stjómmálamenn hafa völd til þess að mismuna einstaklingum og fyrir- tækjum í krafti ríkisvaldsins, annað- hvort með lagasetningu eða öðru valdboði. Því er mikilvægt til að veija frelsi einstaklingsins að upplýs- ingar um skoðanir hans séu ekki gerðar opinberar. Valdsmenn eru misjafnir og sagt er að vald spilli. Því eigum við ekki að bjóða þeirri hættu heim að valdsmenn geti mismunað einstaklingum vegna skoðana þeirra. Einstaklingurinn á að geta haft sín einkamál í friði. Ríkisstyrkir siðferðis- lega rangfr Eitt úrræði sem fólk nefnir er að ríkisváldið flármagni alla starfsemi stjómmálaflokka. Sú leið er siðferðislega röng. Ríkið á enga peninga og skapar ekki neitt. Það fé sem ríkið útdeilir til stjómmálaflokka er hluti af skattgreiðslum okkar og þannig erum við óbeint farin að styrkja stjómmálaskoðanir sem við aðhyllumst alls ekki hverj- ar sem þær kunna að vera. Því er það siðferðislega rangt að neyða okkur til að styrkja þá sem við erum ekki sammála og viljum alls ekki styðja. Einnig er með þessu fyrirkomu- lagi hætta á að framboðum sé mis- munað vegna fyrri stöðu og skoðana. Hvetja á að styrkja? Þá sem hafa þegar komið mönnum inn á þing? Það gerir nýjum framboöum erfitt fyrir. Hvað með þá sem boða skoðan- ir sem ekki eru valdsmönnum sam- boðnar? Það takmarkar málfrelsi þeirra. Hættan á mismunun og ójafn- ræði einstaklinganna er mikil með þessu fyrirkomulagi sem annars væri ekki til staðar ef einstakling- amir sjálfir veita fé sinu þangað sem þeir telja því vel varið. Takmörkum vald stjórnmálamanna En það þýðir ekki bara að vera á móti og leggja ekki fram lausn á vandamálinu sem við stöndum frammi fyrir. Og sú lausn er einfóld. Við verðum að takmarka verulega vald stjómmálamanna til að hygla ákveðnum hópum. Stjómvöld eiga ekki að vera í aðstöðu til að veita þrýstihópum og fyrirtækjum fyrir- greiðslu vegna stuðnings, hvort sem er í formi beinna peningagreiðslna eða á annan hátt. Einnig er óásætt- anlegt að stjómvöld geti hugsanlega mismunað fólki eftir skoðunum þess. Ef við takmörkum vald stjórn- málamanna til að beita valdi sínu í *r þágu ákveöinna hópa eyðum viö allri tortryggni um hagsmunaárekst- ur og um leið vemdum við rétt ein- staklingsins til að halda skoðunum sinum fyrir sig. Björgvin Guðmundsson „Það skiptir ekki máli hvort rœtt er um einstaklinga eða fyrirtœki þegar fjallað er um styrki til stjómmála- flokka. Einstaklingar eiga fyrirtœkin og því koma pen- ingamir alltaf á endanum úr vasa þeirra. “ t Björgvin Guö- mundsson varaform. Heimdaiiar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.