Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2000, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 I>V 7 Fréttir Farmanna- og fiskimannasambandið rannsakar mál útgerðar Ófeigs VE 325: Hlunnfarnir um 11 milljónir - grunur um að útgerðin hafi keypt kvóta en ekki leigt á kostnað áhafnarinar Farmanna- og flskimannasam- band íslands er með til skoðunar mál er snertir útgerð og áhöfn Ófeigs VE 325 frá Vestmananeyj- um. Áhöfn Ófeigs hefur borið sig upp við Farmanna- og fiski- mannasambandið og kraflst launaleiðréttingar vegna þátt- töku í leigu á kvóta útgerðarinn- ar en skipverjar lögðu útgerð- inni til 11 milljónir vegna kvóta- leigu á fimm mánaða timabili í fyrra. Lætur nærri að með þessu hafl útgerðin haft eina milljón af hverjum skipverja en verra er að grunur leikur á að útgerðin hafi keypt varanlegan kvóta fyrir fé sjómannanna i stað þess að leigja hann. „Við erum að kanna málið með lögfræðingum okkar en samkvæmt kjarasamningum eiga sjómenn ekki að taka þátt í kvótaleigu eða kvótakaupum út- gerðanna," sagði Benedikt Vals- son, framkvæmdastjóri Far- manna- og fiskimannasambands- ins, í gær. „Því miður blandast launamál sjómanna oft inn í kvótaleigu útgerðanna en það er bæði andstætt kjarasamningum og landslögum," sagði Benedikt sem vildi ekki tjá sig um hvort könnun á málefnum áhafnarinn- ar á Ófeigi snerist einnig um það hvort útgerðin hefði keypt kvóta í stað þess að leigja hann eins og sjómennimir staðhæfa. „Það get- ur verið erfltt að sanna hvort varanlegur kvóti útgerða sé fjár- magnaður með launum sjó- manna eða ekki,“ sagði Bene- dikt. Þegar áhöfn Ófeigs VE sneri sér til Farmanna- og fiskimann- sambandsins vegna þessa máls brást útgerðin við með því að reka alla áhöfnina. Hún var síð- an endurráðin aftur að kröfu Farmanna- og flskimannasam- bandsins. „Ég vil ekkert tjá mig um Benedikt Valsson Andstætt lögum aö blanda launa- málum sjómanna inn í kvótaleigu eöa kvótakaup útgeröa. Mál Ófeigs VE í rannsókn. þetta mál,“ sagði Viktor Helga- son, útgerðarmaður Ófeigs VE 325, í gær. -EIR Ófeigur VE 325 Áhöfnin lagöi útgeröinni til 11 milljónir til leigu á kvóta en grunar aö kvótinn hafí veriö keyptur til varanlegrar eignar. Fyrst að nýrri bryggju Fyrsta stóra olíuskipiö lagðist aö nýju olíubryggjunni í Örfirisey á dögunum. í tönkum þess var olía og bensín til olíufélaganna. Myndir tengjast ekki efni Vegna mistaka við vinnslu DV Fókus síðastliðinn fóstudag birtust myndir af tveimur einstaklingum með pistli Þorsteins Guðmundssonar. Þeir tengjast efninu á engan hátt og áttu myndir af þeim ekki að birt- ast. Viðkomandi einstaklingar og lesendur eru beðnir afsökunar á þessum mistökum og hugsanlegum óþægindum sem þeir hafa orðið fyr- ir. -Ritstj. www.isol.is HJ0LS0G FESTO FESTO fvrir öll verkfæri og þu getur andau lettar! ..þaS sem fagmaðurinn notar! slml: 533 1334 fax: 5GB 0493 Hægt er að tengja FESTO-ryksuguna við öll verkfærin frá FESTO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.