Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2000, Blaðsíða 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 DV____________________________ útiönd ^ Helmut Kohl: I ástarsambandi við einkaritarann sinn Nýtt hneyksli skekur nú Þýska- land. Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari, var í ástarsambandi við einkaritarann sinn, að því er sænska blaðið Aftonbladet greinir frá. Austur-þýska leyniþjónustan, Stasi, kortlagði líf einkaritarans og hleraði sima Kohls, bæði í kanslara- bústaðnum og á skrifstofu hans. Á árunum 1982 til 1989 voru skrif- aðar að minnsta kosti 9 þúsund sið- ur með símtölum Kohls. Samkvæmt þýska blaðinu Tagesspiegel, sem rætt hefur við fyrrverandi starfs- menn Stasi, fylgdust a-þýsku njósn- aramir nákvæmlega með Kohl allt frá miðjum áttunda áratugnum. 1982 tókst Stasi að komast inn á einkalínu Kohls í kanslarabústaðn- um í Bonn. Tveimur árum seinna gat Stasi einnig hlerað síma Kohls á skrifstofu hans. Stasi sóttist bæði eftir upplýsingum um aðgerðir gegn Kanslarinn fyrrverandi Helmut Kohl er ekki sáttur viö að skjöl a-þýsku teyniþjónustunnar um hann og aöra v-þýska stjórnmálamenn veröi þirt. A-Þýskalandi og viðkvæmum upp- lýsingum um einkalíf kanslarans. Stjórn Kohls lét eyðileggja fjolda skjala Stasi um v-þýska stjórnmála- menn við sameiningu þýsku ríkj- anna. En menn fundu ekki allt. Fyr- ir tveimur vikum kom svo í ljós að Stasi hefði í yfir 20 ár vitað um ólög- leg framlög til kristilegra demókrata, flokks Kohls. Kohl hefur þegar hótað málaferl- um gegn þeirri stofnun sem hefur skjalasafnið undir höndum verði haldið áfram að afhenda fjölmiðlum skjölin. Rannsóknamefnd þingsins, sem rannsakar leynisjóðina, hefur hingað til neitað að nota upplýsingarnar í skjölunum þar sem þeirra hafi verið aflað á ólöglegan hátt. Margir benda á að skjalasafnið hafi verið myndað gegn A-Þjóðverjum. Ekki eigi að gera undantekningu fyrir V-Þjóðverja. Hogni Hoydal Færeyski ráðherrann er ánægöur meö stuöning Dana viö sjálfstæöi frænda okkar og granna. Danir almennt hlynntir sjálf- stæði Færeyja Mikill stuðningur er við sjálf- stæði Færeyja meðal dönsku þjóð- arinnar. Þrír af hverjum fjórum kjósendum eru hlynntir því að frændur okkar fái að yfirgefa danska ríkjasambandið, að því er fram kemur í skoðanakönnun sem gerð var fyrir danska blaðið Aktuelt. Aðeins sex prósent eru andvíg því að Færeyingar verði sjálfstætt fólk. Hogni Hoydal, ráðherra sjálf- stæðismála í færeysku landstjórn- inni, var mjög uppveðraður yfir tíðindunum. „Þessi mikli stuðn- ingur við sjálfstæði á umfram allt rætur að rekja til þess sem mönn- um þykir ómerkilegt. í opinberri umræðu í Danmörku eru Færeyj- ar bara áhugaverðar vegna hneykslismála,“ segir Hoydal. Garöálfar frelsaöir úr prísundinni í Paris Ekki er allt sem sýnist í heimi garðálfanna í Bagatelle-garðinum í París. Þrátt fyrir friösælt yfirbragöiö kraumar ólgan undir niöri. Aö minnsta kosti sá frelsishreyfing garöálfa ástæöu til aö leggja til atlögu og frelsa tuttugu litla skemmti- lega og skrýtna karla úr prísundinni um helgina. Árásin var gerö aö næturlagi. Meö framferði stnu vildu frelsisher- menn mótmæla því að lítiö væri gert úr garöálfum og lofuöu aö skila þeim aftur út í náttúrlegt umhverfi sitt. Angela Merkel Nýr leiötogi kristilegra demókrata er bjartsýnn á framtíöina í kjölfar leyni- reikningahneykslis Helmuts Kohls. Merkel ætlar að leiða kristilega fram til sigurs Angela Merkel, sem var kjörin leiðtogi flokks kristilegra demókrata í Þýskalandi við upphaf landsfundarins í gær, sagðist stað- ráðin í að leiða flokkinn fram til sig- urs í kosningunum 2002. „Við vitum öll að mikO og erfið vinna bíður okkar. Þetta er spenn- andi verkefni en það verður ekki auðvelt," sagði þessi 45 ára gamla prestsdóttir frá austurhluta Þýska- lands við flokkssystkini sín. ESB þrýstir á Rússa Evrópubandalagið (ESB) hefur þrýst enn frekar á Rússa að hætta stríðsrekstri i Tsjetsjeníu og hefur i kjölfarið gert þeim ljóst að ESB- löndin muni í maí næstkomandi taka ákvörðun um hvort Rússum verði vikið úr Evrópuráðinu. Tilkynningin barst þegar Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rúss- lands, hélt til fundar við utanríkis- ráðherra ESB i Lúxemborg en þar var einnig lagt að Rússum að hætta öllum hernaði í héraðinu. Lengi vel stóð til að leysa fundinn upp þar sem Rússar vildu ekki ræða mál Tsjetsjeníu en utanrikisráð- herra Rússa samþykkti að lokum að ræða ástandið sem þar hefur ríkt. í gerð einangrunaiglers fyrir íslenskar aðstæður. Glerborgargler er framleitt undir gæðaeftirliti Rannsóknastofriunar byggingariðnaðarins. Dalshrauni 5 220 Hafnarfirði Sími 565 0000 Lenncm Leinis us. Michael Grant

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.