Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2000, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 9 Neytendur Könnun á dekkjaverkstæðum: Mikill verðmunur á þjón- ustu dekkjaverkstæða Á laugardaginn kemur, þann 15. aprll, eiga bíleigendur aö vera búnir aö skipta yfir á sumardekkin. Eins og margir vita er bíllinn þungur á fóðrum um þessar mundir og ekki verra að komast á hagstæðan hátt frá þessum kostnaðarlið heimilisins. Neytendasíða DV hafði samband við 15 hjólbarðaverkstæði og var mikill verðmunur á þjónustu þeirra. Spurt var um kostnað við kaup á nýjum sumardekkjum og beðið um verð- listaverð á þeim dekkjum sem mest eru seld á viðkomandi verkstæði. Ekki var spurt um sóluð dekk. Þá var spurt um það hve mikið kostaði að láta umfelga, skipta um dekk og jafnvægisstilla fólksbíla. 15 dekkjaverkstæöi í könn- uninni Dekkin sem spurt var um voru af stærðunum 175-70-13 og 175-70-14, eða 13 og 14 tommu dekk. Verkstæðin Leiðrétting: Nettóeggin eru frá Mónu I DV á fimmtudag var umfjöll- un um verðlag á páskaeggjum í stórmörkuðum. Kannað var verð á fimm tegundum páskaeggja. Um var að ræða Nóa, Mónu og Góu páskaegg, auk páskaeggja sem framleidd eru í nafni Bónuss og Nettó. Því miður slæddist inn villa í greinina þar sem mishermt var að Nettóeggin væru framleidd af Góu. Hið rétta er að Móna fram- leiðir Nettóeggin en engin Góuegg eru seld í Nettó. Góa framleiðir aftur á móti páskaeggjalínu fyrir Bónus. Mónueggin voru að jafnaði dýrari en Góueggin í könnuninni. Á grafi með greininni kom verðið frá Nettó því þannig út að Nettó væri með dýrustu Góueggin. Þar sem Nettóeggin eru frá Mónu er þetta því fallið til misskilnings. Nettó býður með öðrum orðum ódýrustu páskaeggin sem Móna framleiðir, undir nafni Nettó. Venjuleg Mónupáskaegg, sem einnig fást í Nettó, voru hins veg- ar næstódýrust í könnuninni. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. - Kaldasel og Pit stop ódýrust Nagladekkin af Á laugardaginn kemur, þann 15. apríl, eiga bíleigendur að vera búnir að skipta yfir á sumardekkin. sem lentu í könnuninni eru Barðinn, Skútuvogi, Smur-, bón- og dekkja- verkstæðið, Sætúni, Sólning, Austur- vegi, Selfossi, Gúmmívinnslan, Rétt- arhvammi, Hjólbarðastöðin, Bílds- höfða, Hjólbarðahöllin, Fellsmúla, Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs, Gylfaflöt, Höldur, hjólbarðaverk- stæði, Dalbraut, Akureyri, Hjól- barðaverkstæði Kaldasels, Dalvegi, Dekkjahöllin, Kauptúni, Egilsstöð- um, Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns, Hátúni, Hekla, Laugavegi, Brimborg, Bíldshöfða, Dekkiö, Reykjavíkur- vegi, og Pit stop, Kleppsmýrarvegi. Ódýrast hjá Kaldaseli Samkvæmt könnun DV er ódýrast að kaupa 13 tommu dekk hjá hjól- barðaverkstæði Kaldasels. Þar kostar eitt dekk 3762 krónur. Næstódýrast er i Pit stop, þar sem 13 tommu dekk kostar 3950 krónur. Þá kemur Hjól- barðahöllin, Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs og Hjólbarðaverkstæði Siguijóns, Sólning og Höldur, Smur-, bón- og dekkjaþjónustan, Dekkið, Gúmmívinnslan, Hjólbarðastöðin, Dekkjahöllin, Hekla, Barðinn og dýr- ast er 13 tommu dekkið hjá Brim- borg, þar sem það kostar 6030 krón- ur. Hér, eins og annars staðar í könnuninni, er ekki spurt um gæði vöru eða þjónustu, aðeins verðið. Meðalverðið á 13 tommu dekki er tæplega 4400 krónur en munurinn á hæsta og lægsta verði er rúmlega 60%. Hekla og Hjólbaröaverk- stæöi Grafarvogs dýrust Kaldasel er einnig ódýrast í 14 tommu dekki þar sem það kostar 4149 krónur. Næstódýrast er það hjá Hjólbarðahöllinni en þar kostar það 4491 kr. Þá kemur Pit stop, Barðinn, Gúmmívinnslan, Höldur, Sólning, Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns, Hjól- barðastöðin, Smur-, bón- og dekkja- þjónustan, Dekkið, Dekkjahöllin og Brimborg sem er næstdýrust. Á toppnum tróna Hekla og Hjólbarða- verkstæði Grafarvogs en þar kostar dekkið undir bílinn 7029 kr. Hér er verðmunurinn meiri en í 13 tommu dekkinu, eða nálægt 70 af hundraði. Langódýrast hjá Pit stop Skemmst er frá því að segja að ef marka má niðurstöður þessarar könnunar er langódýrast að láta um- felga, skipta um dekk og jafnvægis- stilla bílinn hjá Pit stop þar sem þjónustan kostar 2000 krónur. Næstódýrast er hjá Kaldaseli þar sem hún kostar 3300 krónur. Þá kem- ur Smur-, bón- og dekkjaverkstæðið, Barðinn og Sólning, Hjólbarðaverk- stæði Grafarvogs, Höldur, Hjólbarða- verkstæði Sigurjóns og Brimborg. Dekkjahöllin kemur þar næst, þá Dekkið, HjólbarðahöUin, Gúmmí- vinnslan, Hekla og dýrast er að láta umfelga, jafnvægisstiUa og skipta um dekk hjá Hjólbarðastöðinni, þar sem það kostar 4150 skv. verðlista- verði. Verðmunurinn nemur hér hvorki meira né minna en 107%. Víða er afsláttur í þessari könnun þótti rétt að biðja um verðlistaverð þar sem fjöldi fólks notar nánast eingöngu kreditkort. Hins vegar bjóða mörg dekkjaverk- stæði t.d. staðgreiðsluafslátt, annað- hvort 10 eða 5% af verðlistaverði. Þá ber einnig að hafa i huga að flest verkstæði selja bæði dýrari og ódýr- ari dekk en gefin eru upp í þessari könnun. Plássins vegna var ekki hægt að taka aUar þessar upplýsing- ar inn í þessa grein en það getur margborgað sig að spyrjast fyrir um gæði, verð og afslátt, svo eitthvað sé nefnt, áður en ákveðið er að skipta við ákveðin verkstæði. -HG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.