Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 DV Fréttir Bændasamtökin hafna að upplýsa um greiðslumark bænda: Leynd yfir 3,2 millj- arða mjólkurkvóta - skattgreiðendur borga brúsann en fá ekki að vita hverjum Bændasamtök íslands hafa hafn- að beiðni DV um upplýsingar varð- andi mjólkurkvóta Guðnastaða i Austur-Landeyjahreppi. Landbúnaðarráðuneytið seldi Guðnastaði fyrir tveimur árum á 2,4 milljónir króna og þá, eins og DV greindi frá á miðvikudag, fylgdi jörðinni 104 þúsund lítra mjólkur- kvóti sem í dag er 23 milljóna króna að markaðsvirði. Samkvæmt heimildum sem DV hefur aflað sér annars staðar frá er mjólkurkvóti Guðnastaða nú hins vegar 134 þúsund lítrar. Sjálfur mun ábúandinn, á meðan hann var enn leiguliði rikisins, reyndar hafa keypt yfir 30 þúsund lítra að Guðnastöðum til viðbótar við þann 70 þúsund lítra kvóta sem býlinu var úthlutað við upphaf kvótakerfisins. Samkvæmt því mun ríkið ekki hafa átt tilkall til nema 70 þúsund lítra en ekki allra 104 þúsund lítranna sem Guðnastað- ir réðu yfir í maí 1998. DV leitaði í nóvember 1999 til Framleiðsluráðs landbúnaðarins um upplýsingar varðandi greiðslu- mark Guðnastaða á þeim tíma- punkti sem ríkið seldi leiguliða sín- um jörðina. Eftir að hafa ráðfært sig við Tölvunefnd bárust upplýsing- amar í febrúar sl. frá Bændasam- tökunum en þau tóku við hlutverki Framleiðsluráðs um áramót. Úr vasa í vasa Nú bregður hins vegar svo við að Bændasamtökin neita að láta sams konar upplýsingar af hendi varð- andi núverandi kvótastöðu Guðna- staða og bera fyrir sig túlkun sína á sama áliti Tölvunefndar og áður var grundvöllur þess að veita umbeðnar Hver er þessi kýr? Ríkissjóður ætlar að greiða 3,2 millj- arða króna í styrki beint til mjólkur- framleiðenda á þessu ári en ekki fæst upplýst til hverra. upplýsingar. Að sögn Bændasam- takanna er munurinn sá að nú eru Guðnastaðir í einkaeigu en voru áður í eigu ríkisins. Sé þessi skiln- ingur Bændasamtakanna réttur er ljóst að samtökunum hafa orðið á í messunni í febrúar sl. þegar kvóta- staða Guðnastaða í maí 1998 var upplýst, því þá, eins og fyrr segir, átti ríkið aðeins um 70 þúsund lítra kvótans en afganginn, ríflega 30 þúsund lítra, átti einkaaðili, nefni- lega leigjandi jarðarinnar. Greiðslumark i mjólk, eða svo- kallaður mjólkurkvóti, felst í í fram- leiðslurétti tiltekins magns mjólkur gegn beinum greiðslum úr ríkis- sjóði. Á árinu 2000 eiga þessar bein- greiðslur að nema 3,2 milljörðum króna en Bændasamtök íslands, sem ein halda skrá yfir framlögin, telja sig enga heimild hafa til að upplýsa til hvaða mjólkurframleið- enda þetta fé er greitt. -GAR Austurland: Enginn leikaraskapur „Það er svo undarlegt að þeir sömu menn og eru að berjast hvað mest á móti málinu eru jafnframt að bera það út að hér séu miklir leiktjaldasmiðir á ferð. Það er fráleitt, engum dettur í hug að vera með leikaraskap í máli þar sem fjárfesting getur orðið hátt í 200 milljarðar," sagði Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra í viðtali við DV í morgun. Ráðherrann og Jón Kristjánsson, formaður fjárlaganefnd- ar Alþingis, fengu mikið lófaklapp í Félagslundi á Reyðarfirði í gær. Þar var fullt hús af áhugasömum fundar- mönnum og ríkti þar mikill einhugur um virkjana- og stóriðjumál. „Það er ljóst að Austfirðingar hafa haft áhyggjur af framvindu þessara mála. Það skiptir miklu máli fyrir landsfjórðunginn og landið í heild að málið komist áfram. Unnið er af iðn- aðar- og viðskiptaráðherra að vinna ásamt fjárfestum að því að undirbúa yfirlýsingu um þetta mál og hún verð- ur væntanlega gefin út á næstunni,“ sagði Halldór. Hann sagði að unnið yrði áfram af fullum krafti að fram- kvæmdum, vegagerö milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar og að virkjunarstað. -JBP DV-MYND HELGI GARÐARSSON Halldór messar „ Við höfum fulla trú á því að fyrst rísi Kárahnúkavirkjun og Fljótsdalsvirkjun í framhaldi af því, en með tiltölulega lítilli miðlun viö Eyjabakka, “ sagði ráðherrann. 34 ára Kópavogsbúi ákærður fyrir ítrekaðar falsanir á þýskum vörureikningum: Svik með hátt í 40 Benza og glæsijeppa - ríkislögreglustjóri krefst fangelsisrefsingar og endurgreiðslu 10 milljóna króna Ríkislögreglustjóri fer fram á það í umfangsmiklu skjalafalsmáli að 34 ára karlmaður úr Kópavogi endur- greiði rikinu vel á annan tug millj- óna króna með vöxtum fyrir að hafa á árunum 1995-1996 flutt inn bíla þar sem hann falsaði hátt í 40 vöru- reikninga frá ýmsum bílasölufyrir- tækjum í Þýskalandi. Manninum er gefið að sök að hafa komist hjá að greiða rétt um 10 milljónir króna í aðflutningsgjöld. Þegar dómari spurði hann í gær um afstöðu hans til þessara sakargifta svaraði hann því til að hann kann- aðist ekki við að hafa framið neitt af þeim brotum sem talin eru upp í 11 blaðsiðna ákæruskjali á hendur honum - hann neitar öllum sakar- giftum. Hér er um að ræða innflutning á hátt í 30 Mercedes Benz bílum og allmörgum jeppum á árunum 1995-6. Ríkislögreglustjóraembættið hefur aflað sér vitnisburða hjá all- mörgum bilasölum í Þýskalandi og fengið gögn úr bókhaldi bílasala sem áttu viðskipti við hinn ákærða Kópavogsbúa. Maðurinn keypti bilana gagngert til að flytja þá til íslands og selja. Þannig er honum gefið að sök skjalafals með því að falsa vöru- reikninga - gefa þannig upp mun lægri upphæðir á kaupverði bílanna en raunin var og komast þannig hjá að greiða verulegar upphæðir í að- flutningsgjöld. Eitt dæmi um þetta - í hátt í 40 liða ákærunni - eru kaup á Mercedes Benz 300 E árgerð 1992. Seljandi var sagður Car Discount og kaupverð á innflutningspappírum með meintum fölsuðum vörureikn- ingi 14.000 þýsk mörk. Samkvæmt ákæru ríkislögreglustjóra og upp- gefnum gögnum frá Autex GmBH ytra var kaupverðið hins vegar 25.869 mörk. Þannig námu van- greidd aðflutningsgjöld af þessum eina bíl 216 þúsund krónum í virðis- aukaskatt og 564 þúsund krónum í vörugjald - samtals 780 þúsund krónur. Meint vangoldin gjöld á hverjum bíl af þeim hátt í 40 sem um er að ræða eru að meðaltali á þriðja hundrað þúsund krónur. Sakborningurinn hefur haldið sakleysi sínu fram við lögreglu og síðan einnig fyrir dómi í gær. Sam- kvæmt upplýsingum DV hefur hann látiö í það skína að þeir aðilar ytra sem gefið hafi upp hærra kaupverð séu í raun að segja ósatt. Á þetta mun reyna með frekari réttarhöld- um sem þó er ekki reiknað með að hefjist fyrr en í haust. -Ótt Œ Dómurinn staðfestur Hæstiréttur stað- festi í gær dóm hér- aðsdóms yfir Þór- halli Ölver Gunn- laugssyni og mun hann því sæta fang- elsisvist í 16 ár, en til frádráttar kemur óslitin gæsluvarð- haldsvist frá 18. júli 1999. Þórhallur er sakfelldur fyrir manndráp og þjófnað með þvi að hafa veist að Agnari W. Agnarssyni á heimili hans að Leifs- götu og banað honum með hnífstung- um og hafa síðan slegið eign sinni á skartgripi sem geymdir voru á heim- ili Agnars. Árekstur á Selfossi Einn maður var fluttur á heilsu- gæsluna á Selfossi eftir árekstur í gærkvöld. Tveir bílar rákust saman í Langholti um klukkan 19.30. Öku- maðurinn sem fluttur var á heilsu- gæsluna var ekki mikið slasaður, en báða bílana þurfti að flytja af slys- stað með kranabifreið. i hingað? Talið er að vændi geti breiðst út á íslandi frá Austur-Evrópu. Vændi er nú vaxandi vandamál annars staðar á Norðurlöndum og koma margar af vændiskonunum þangað frá Austur-Evrópu. Vændiskonum- ar hafa komið til landanna bæði á eigin vegum, sem og á vegum skipu- lagðra glæpasamtaka. Sjónvarpið greindi frá. Fíkniefni finnast Við húsleit í Hafnarfirði fann lög- reglan 80 grömm af hassi og voru fimm menn handteknir. Mennirnir voru fluttir til yfirheyrslu á lög- reglustöðina og viðurkenndu þeir eign sína á eiturlyfinu. Þeim var sleppt í nótt að yfirheyrslum lokn- um. Rannsókn málsins er ekki lok- ið. Eldur í Eyjum Éldur kviknaði í skúr á Skólavegi í Vestniannaeyjum um klukkan 19.30 í gærkvöldi. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en upptök hans voru ókunn í morgun. Skúrinn er gamall og ekki voru nein verðmæti í honum. Lögregl- unni var tilkynnt um ungling sem sást hlaupa í burtu frá skúrnum. 100.000 í hækkun Um 3.000 grunnskólakennarar, eða um 3/4 allra félagsmanna í Fé- lagi grunnskólakennara, tóku þátt í viðamikilli könnun sem félagið efndi til. Telja þeir til jafnaðar að meðalgrunnlaun grunnskólakenn- ara þurfi að hækka í um 235.000 kr. á mánuði, en þau eru nú um 130.000 kr. RÚV greindi frá. Ólögleg uppsögn Hæstiréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms í máli Gunnars Þórs Jónssonar gegn Landspítala, há- skólasjúkrahúsi. Staðfest var sjúkra- húsið hefði ekki ver- ið réttur aðili til að segja Gunnari upp störfum og var upp- sögn hans því ógild. Landspítali, háskólasjúkrahús var dæmt til að greiða Gunnari Þór 300.000 krónur i málskostnað fyrir Hæstarétti. Fákeppni á markaði Haukur Þór Hauksson, formaður Samtaka verslunarinnar, segir að ástæðan fyrir því að vöruverð hefur ekki lækkað til samræmis við gengis- þróunina sé aðallega vegna þeirrar fá- keppni sem ríkir á markaðinum. Hann segir að samkeppni sé lítil vegna þess að Baugur og Búr skipti með sér markaðinum. -hdm/-SMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.