Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 Fréttir DV Mosfellingar utan nefndar sem leggur til risasameiningu á höfuðborgarsvæðinu: Eins gott að afnema sveitarstjórnarstigið - og afhenda ríkinu allt, segir forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar „Þessar tillögur koma vægast sagt á óvart enda var ekkert samráð haft við okkur. Við áttum engan fulltrúa í þessari nefnd,“ segir Jónas Sigurðsson, forseti bæjar- stjórnar Mosfellsbæjar, um hug- myndir nefndar sem leggur til að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu verði eitt eða tvö. Tillögumar hafa fengið dræmar undirtektir og meðal þeirra sem lýst hafa harðri and- stöðu við þær eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykja- vik, og Sigurgeir Sigurðsson, bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi. Jónas segir það koma Mosfelling- um mjög á óvart að tillögumar birt- ist þeim með þessum hætti. Hann segir Mosfellsbæ bjóða að mörgu leyti upp á betri lífskjör en önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og engin ástæða sé fyrir þá að sam- einast. „Við rekum ákveðna fjölskyldu- stefnu og bjóðum meðal annars upp á lægri leikskólagjöld. Þá er hitun- arkostnaður lægri hjá okkur vegna hagstæðra samninga við Veitustofn- anir Reykjavíkur. Við stefnum að því að Mosfellsbær verði fjöl- DVWND Enga risasameiningu „ Við stefnum aö því aö Mosfellsbær veröi fjölskylduparadís og til aö svo megi veröa ætlum viö aö stjórna okkar málum sjálf, “ segir Jónas Sigurðsson. skylduparadís og til að svo megi verða ætlum við að stjórna okkar málum sjálf,“ segir Jónas. Hann segir að með sameiningu af þeirri stærð sem verið er að leggja til sé allt eins gott að leggja niður sveitarstjómarstigið. „Við erum sjöunda stærsta sveit- arfélagið á landinu og fullfær um að stjórna okkar málum sjálf. Þá er mikilvægt að stjórnsýslan færist ekki frá íbúunum. Nálægðin er mik- ill kostur og sjálfstæði í öllum mála- ílokkum er mikilvægt. Með sveitar- félagi af þeirri stærðargráðu sem verið er að leggja til er eins gott að leggja niður sveitarstjórnarstigið og afhenda ríkinu öll völd,“ segir Jónas sem segist hlynntur samstarfi í sem flestum málum eða jafnvel sameiginlegri yfirstjórn. „Ég get fallist á þær hugmyndir sem fram hafa komið um að sameig- inleg yfirstjórn yrði á öllu höfuð- borgarsvæðinu. Þar yrði þó að kjósa beinni kosningu og vera skilgreint ákvörðunarstig. Aðalatriðið er að við viljum ráða okkar málum sjálf en ekki týnast í risastóru sveitarfé- lagi,“ segir Jónas. -rt Afnám skattfrelsis forseta íslands beinir athyglinni víðar: Fjolbreytt friðindi Islendinga - gagnrýni á sjómenn og starfsmenn sendiráða A skv, ákvörðun Kjaradóms 16. des. 1999. Ýmis fríðmdi ekki innifalin, s.s. undanþága frá greiðslu vsk. o.fl. i> skv. tölum Frjálsrar verslunar 1999. MánaðaHaun ekkl Uinifa&n né önnur fríðindi. C miðað við greiðslu staðgreiðslu, greiðslu hátekjuskatts og að frádregnum persónuafslættí. Ýmis fríðindi, s.s. rísna, ekki innifalin. D fóst mánaðaríaun skv. uppl. utanrikisráðuneytís, auk staðaruppbótar skv. tölum Frjálsrar verslunar 1999. Ýmis fríðindi, s.s. rísna, ekki innifalin. í kjölfar þess að Alþingi sam- þykkti að afnema skattfríðindi for- seta Islands og maka hans á dögun- um hefur komið upp nokkur um- ræða um skattfríðindi íslendinga. Fjölmargir virðast njóta fríðinda umfram aðra og ekki virðist vel séð að rætt sé um það. Samkvæmt heimildum DV munu laun forseta íslands þurfa að hækka upp í tæpar 1.100.000 krónur þegar skattfrelsi hans verður afnumið í haust til að hann haldi sömu kjör- um. Inni í þessu er ekki meðtalin undanþága hans frá greiðslu virðis- aukaskatts, tolls og annarra fríð- inda en ef það væri tekið með í reikninginn mætti fastlega gera ráð fyrir að laun hans færu nálægt einni og hálfri milljón króna. Mán- aðarlaun forseta eru í dag 615.940 krónur samkvæmt úrskurði Kjara- dóms frá því í desember i fyrra. Auk þessarar beinu krónutölu hefur hann dágóða búbót af niðurfellingu virðisaukaskatts en þegar nýju lög- in taka gildi þann 1. ágúst missir hann þau fríðindi. Forsetinn heldur aftur á móti ýmsum fríðindum, s.s. embættisbústaðnum og rekstri hans, risnu sinni, afnotum af bif- reiðum og rekstri þeirra, auk ann- arra hlunninda. Skattfrjálsa staðaruppbótin Sendiherrar og starfsmenn sendi- ráða tilheyra hópi fjölmargra ís- lendinga sem njóta skattfríðinda á einn eða annan hátt. Samkvæmt www.romeo.is Stórglæsileg netverslun! Frábært verð! Ótrúleg tilboö! upplýsingum frá Stefáni Skjaldar- syni, starfsmannastjóra í utanríkis- ráðuneytinu, eru mánaðarlaun sendiherra 319.188 krónur. Þeir hafa þó ofan á það 460 þúsund krónur á mánuði í staðaruppbót sem er skatt- frjáls. Jafngildir þessi upphæð um 800 þúsund krónum á mánuði ef tekjumar væra skattskyldar, að því er fram kom í Frjálsri verslun á síð- asta ári. Þetta jafngildir þvi að sendiherrar hefðu rúmlega 1.100 Lögreglunni í Reykjavík var til- kynnt um mann sem beraði sig fyr- ir konu á bílastæði við öskjuhlíð skömmu eftir hádegi í gær. Konan var við Hlíðarfót á malar- bílastæði að tala i GSM-síma þegar þúsund krónur í mánaðarlaun ef skattfríðindi þeirra væru afnumin en laun þeirra hækkuð til að þeir héldu sömu kjörum. Á móti kemur þó að staðaruppbót sendiherra er aö hluta til ætluð til að mæta kostnaði sem fylgir embættinu eins og DV greindi frá í fyrradag. Þá er litið á laun sendiherra sem heildarlaun fjölskyldu þar eð ekki er ætlast til að makar stundi aðra vinnu. Sendi- herrar fá þó risnu greidda í hverj- hún sá manninn. Maðurinn er tal- inn vera um þrítugt og var hann með skíðagleraugu. Maðurinn var flúinn þegar lög- reglan kom á staðinn. -SMK um mánuði sem er ætluð m.a. til veisluhalda fyrir gesti og nemur hún um 50 til 150 þúsund krónum á mánuði. Þarna er þó ekki allt talið því sendiherrar fá frítt húsnæði, frían bU, frían síma og geta pantað vin og matvæli úr tollvöruverslunum eða heUdsölum. Þeir þurfa þó að standa straum af kostnaði við að halda sendiherrabústaðnum við og i þannig standi að hægt sé að halda veislur í honum. Starfsmenn sendiráða fá einnig hlutfaU af flestum þeim hlunn- indum sem sendiherrar fá. Umdeildur sjómannaafsláttur Sjómenn eru þriðji aðilinn sem gagnrýndur hefur verið fyrír skatta- hlunnindi sín. Pétur H. Blöndal al- þingismaður hefur lýst því margoft yfir að forsendur fyrir sjómannaaf- slættinum séu löngu brostnar og hann eigi að afnema hið fyrsta. Sjó- menn fá 671 krónu í sjómannaafslátt á dag og ef þeir eru lögskráðir í 250 daga á ári fá þeir afsláttinn greidd- an alla daga ársins. Þeir sem það gera fá því í það heila 245.000 krón- ur í skattaafslátt yfir árið sem slag- ar langleiðina upp í persónuafslátt- inn. Þá þekkjast þess dæmi að skráningin teljist vafasöm og greindi DV t.d. frá því fyrir nokkrum misserum, þegar 30 manns voru lögskráðir á lóðsbátinn Haka í Reykjavíkurhöfn en margir þeirra stigu varla um borð nema nokkrum sinnum á ári. Samkvæmt heimildum DV er her manna enn skráður á Haka og er þar um að ræða búbót fyrir skrifstofumenn jafnt og þá sem stunda siglingar innan hafnar og utan. Ekki má gleyma starfsmönnum alþjóðastofnana sem greiða alls eng- an skatt en þaö er ákveðið sam- kvæmt alþjóðasamningum. Pétur H. Blöndal sagði í DV á þriðjudag að afnema þyrfti þessi fríðindi og ekki skipti öllu þó þetta væri ákveðið af alþjóðasamningum. íslendingar kæmu að gerð slíkra samninga og ættu að beita sér gegn svona ákvæð- um. -hdm Öskjuhlíð Dóni með skíðagler- augu beraði sig .......HtV Umsjón: BöfSnr Rristjánsson netfang: sandkorn@ff.is Framsóknardúsa Það er engu lík- ara en stefnt sé að kosningum á næst- um mánuðum af hálfu stjórnar- flokkanna. Breytt kjördæmaskipan setur þar strik í reikninginn. Þannig keppast sjálfstæðismenn í Suðurlandskjördæmi hinu nýja um toppsætið og tjalda opinberum framkvæmdum til að auka vinslældir sínar. Framsóknarmenn virðast líka komnir í startholurn- ar. Kristinn H. Gunnarsson af Vestfjörðum hefur flutt tillögu um að flytja höfuðstöðvar Byggðastofn- unar í útibúið á Sauðárkróki. Bændur telja tillöguna enga tilvilj- un þvi stór-Vestfjarðakjördæmi hið nýja mun ná suður í Hvalfjörð og yfir vestanvert Norðurland að auki. Vestfirðingar fá jarðgöng í Dýrafjörð, Vest-Norðlendingar fá Byggðastofnun og þá er bara spurningin um Vestlendinga... Flott auglýsingabrella Ástþór Magn-1 ússon þykir nú I verulega líklegur | til að koma með j framboð á lands- vísu gegn sitj- andi forseta. I Munu ekki ómerkari menn en Sverrir I Stormsker vera að hjálpa Ástþóri að vinda upp driffjöðrina í kosningavélinni. Ef allt smellur saman, þá má trúlega vænta tíðinda í dag. í kosningabar- áttunni ætti Ástþór að njóta mikill- ar athygli, enda aðeins við einn frambjóðanda að kljást. Þykir ill- gjörnum tungum augljóst að sniðugra auglýsingaplott hafi ekki verið fundið upp á síðari árum. Allir fjölmiðlar muni þannig galopnast fyrir boðskap Friðar 2000 i ómældar klukkustundir og ríki og sveitarfélög þurfa að punga út ein- um 40 milljónum vegna kosning- anna... Skutull hljóp meira Glöggir ísfirðing- ar veittu eftirtekt umfjöll- un um rækju- togar- ann Skutul sem hljóp í meðfórum manna úr 793 brúttólestum i 19 er skipsnafnið var endurvakið í litl- um bát vestra. Þetta mun vera hin mesta vitleysa, því Skutull hljóp enn meira. Það var nefnilega ekki Stundvís ÍS sem Halldór Jónsson og félagar keyptu, heldur mun bát- urinn hafa heitið Fundvís ÍS. Hann er ekki 19 bróttólestir að stærð, heldur aðeins um 6 tonn. Skutull, fyrrum stolt rækjuveið- anna fyrir vestan hefur þvi hlaupið um heil 787 brúttólestir en ekki 774, - og er orðinn að trillu... Ekki vitur Össur Skarp- héðinsson, ný-1 lega kjörinn for- maður Samfylk- ingarinnar, hjó á báðar hendur í [ DV-yfirheyrslu á I dögunum. Sá hann lítt eftir | leiðindaskjóöum I á borð við Stein- grím J. Sigfússon og fleiri fyrrum félaga sem nú tilheyra Vinstri- grænum. Þá sagðist Össur ekkert óttast á pólitískum vettvangi í sinu nýja embætti. Pálmi Jónsson á Sauðárkróki orti af þessu tilefni: Össur sætan sigur vann syngur hress og glaður. Sá sem ekkert óttast kann er ekki vitur maður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.