Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 Skoðun I>V Spurning dagsins Eru íslendingar almennt opnir? Þóröur Andri Hrannarsson nemi: Já, mér finnst íslendingar almennt þægilegt og skemmtilegt fólk. Margrét Sigurbjörnsdóttir tónlistarkennari: Nei, ekki nema á pöbbnum eftir fjögur glös. Kristján Karlsson, vinnur hjá Vegagerðinni: Já, þeir eru almennt skemmtilegt fólk. Ragnheiöur Arnarsdóttir nemi: Já, þaö eru þeir yfirleitt. Daníei Kristjánsson bíistjóri: Já, bara svona temmilega. Hörður Jónsson, vinnur á hóteii: Já, þeir eru hressir og kátir. Dagfari Flóra bætiefna og vítamína er stór. - / mörgum þeirra eru bitar úr grófum höfrum, hnetum ásamt vítamínum. Of dýr vítamín Skarphéðinn Einarsson skrífar: Þaö er ekki fyrr en á allra síð- ustu árum sem ís- lendingar hafa átt greiðan aðgang að ýmsu hollum vörum er stuðla að góðri heilsu, t.d. vítamínum og ýmsum matvör- um. Þó eru lýsi og fleiri bætiefni aðgengileg í Bón- usverslunum og víðar. Sérstaklega vörur frá Lýsi hf. og á skaplegu verði. Lýsi er óumdeilanlega hollt, og hélt íslenskum sjómönnum gang- andi er þeir reru til fiskjar á opnum skipum hér áður. Þá var lýsið fleytt með skel af efsta laginu í lifrartunn- um er stóðu undir berum himni. í dag er flóra bætiefnanna stór. Sumir segja að ýmis bætiefni sem vöðvatröllin nota sé „trjásag". En holl matvara er öllum til bóta. í Bretlandi hefur fyrirtækið Weetabix lengi framleitt morgunverð sem í eru bitar úr grófum höfrum o.fl. „Ég hef bragðað pitsur í Bretlandi frá þekktum aðilum sem nota amerísk nöfn. Slikir staðir hér á landi ná ekki sömu gceðum. Ástæðan er einföld. Þeir nota ekki hveiti frá Banda- ríkjunum eða Kanada. “ ásamt vítamíni. íslendingar sem gist hafa bresk hótel þekkja þessa vöru. Nú er einnig á boðstólum frá þessu fyrirtæki ný vara sem nefnist „frutibix. Þar er um að ræða hnetur og rúsínur ásamt vítamínum. Þessi nýja vara hefur náð miklum vin- sældum hjá Bretum, Frökkum- og víðar um Evrópu. Á Islandi er þessi vara fáanleg og þá á 100% hærra verði en annars staðar. Hér í Reykjavík þarf líka að eyða miklum tíma i að fmna hana, því fáar verslanir hafa þær tii sölu (t.d. „frutibix"). Ekki veit ég ástæð- una. En ég las hins vegar athygli- verða grein í bresku blaði um vöru af þessu tagi, þar sem fram kom að læknar töldu að þeir sem neyttu slíkrar vöru væru síður líklegir til að fá krabbamein. Ástæðan var ert- in í ristli og meltingarfærum. En sannarlega hafa orðið vatna- skil í neysluvenjum á íslandi. Fólk kaupir gróf brauð í dag, en þau áttu ekki upp á pallborðið hér áður. Og talandi um brauð. - íslendingar eiga úrvalsbakara, en hveitið sem er not- að hér á landi kemur frá Danmörku og myndi henta betur sem svínafóð- ur. Ég hef bragðað pitsur í Bret- landi frá þekktum aðilum sem nota amerísk nöfn. Slíkir staðir hér á landi ná ekki sömu gæðum. Ástæð- an er einfold. Þeir nota ekki hveiti frá Bandaríkjunum eða Kanada. íslenskir verksmiðjubrauðgerðar- menn sem ráða stærstum hluta markaðarins hér ættu að leggia á hilluna hið danska „svínafóður" sem ég kalla svo og nota hveiti frá vesturheimi. Þá fyrst er hægt að tala um gæðavöru. Póstútburður í Sjálfsbjargarheimilið Ibúi í Hátúni 12 skrífar: Hús okkar er tvískipt. Annars vegar er Sjálfsbjargarheimilið (B- álma) og hins vegar við, sem leigj- um hér (C-álma). Leiguhæöirnar eru 4 og 9 íbúðir á hverri hæð. Það er eðlilegt að húsverðir sjái um póstútburð á Sjálfsbjargarheimilið, en einnig að íslandspóstur beri hann beint til okkar. Heimilismenn eru ekki með póstkassa en við (leigj- endurnir) í C-álmu erum öll hvert með sinn póstkassa. Við sem búum í leiguíbúðunum fáum ekki sendan ómerktan póst (þ.e. ýmsa bæklinga um tilboðsvör- ur o.fl.) frá þeim fyrirtækjum sem skipta við Islandspóst. Ég er marg- Fyrirtœkin segjast borga ís- landspósti fyrir að dreifa bœklingunum, en íslands- póstur segir að blaðberar þurfi ekki að bera út póst- inn á hœðimar (hver íbúð er með póstkassa á gangin- um við sínar dyr). “ búin að hringja, bæði til fyrirtækj- anna og íslandspósts. Fyrirtækin segjast borga íslandspósti fyrir að dreifa bæklingunum, en íslands- póstur segir að blaðberar þurfi ekki að bera út póstinn á hæðirnar (hver íbúð er með póstkassa á ganginum við sínar dyr). íslandspóstur segist því ekki eiga að bera út póst (sem búið er að borga fyrir að bera út) í fjölbýlishús, þar sem ekki eru póst- hólf á 1. hæö. Það er þvi spuming fyrir fyrir- tækin, hvort þau vilji ekki heldur skipta við keppinautana í dreifmgu. Vilji fólk ekki fá þennan póst getur það bara merkt kassann sinn og þá lætur bréfberinn ekkert í hann I blokk nokkurri í Breiöholti (all- stórri) eru póstkassar fyrir hverja hæð á einum stað og fara blaðberar á hverja hæð og eru þær þó innan- húss. Kannski búa engir öryrkjar þar, og þess vegna sé pósturinn bor- inn upp á hæðimar. Afrek Stormskers Þvilíkt sem íslenska þjóðin getur verið lánsöm að eiga Sverri Stormsker. Ekki er nóg með að hann hafi markað spor sín í sögu lands og lýðs með alveg hreint stórkostlegum tónlistarverkum sínum, svo ekki sé nú talað um sönginn, heldur hefur hann nú bjargað því að þjóðinni gefst að nýju kostur á að kjósa Ástþór Magnússon sem forseta lýðveld- isins. Já, þvílík náð að eiga slfkan bjargvætt sem Stormsker er. Sverri Stormsker hefur tekist hið ótrúlega, að fá hinn feimna og hlédræga Ástþór til að gefa kost á sér að nýju, sem verður að teljast einstakt afrek, enda Ástþór lítt gefmn fyrir sviðsljósið og vill frekar vinna sín verk utan kastljósa fjölmiðlanna. En Ástþór telur eins og Stormsker að svo mikilvægt sé að hann fari í forsetaframboðið að öllu megi fóma, jafnvel fjölskylduböndum. Þótt sumum kunni e.t.v. við fyrstu skoðun að finnast aðkoma Stormskers að þessu máli undarleg og jafnvel skondin ættu menn að staldra við og hugleiða hvað hér er á ferðinni og hverju Stormsker hefur áorkað. Þótt hann hafi veriö fyrsti maðurinn til að tjá sig um það opin- berlega að Ástþór eigi ekki möguleika á að sigra Ólaf Ragnar í kosningum hefur Stormsker barist Sverrir Stormsker. fyrir því að Ástþór geti sest niður með forsetan- um í sjónvarpsviðtölum og fái athygli annarra fjölmiðla. Tala á um frið og ekki annað. Friður hefur um árabil verið helsta áhuga- og baráttu- mál Stormskers eins og ávallt hefur einkennt all- ar hans gjörðir og athafnir og nú hefur hann att Ástþóri út í það forað að berjast vonlausri baráttu við Ólaf Ragnar. Ástþór á í staðinn að tala við forsetann um friðarmál og Friöur 2000 á eflaust til nóga peninga til að kosta húllumhæið. Menn láta sig hafa ýmislegt fyr- ir athyglina. Þótt þjóðinni blöskri það að þurfa að horfa upp á þetta og greiða fyrir það tugi milljóna króna gefur Stormsker lítið fyrir slikt, og kallar það brandara að fólk horfi í kostnað- inn. Sú nafngift kemur þó úr hörðustu átt. Meginbrandarinn í þessu öllu saman er að það skuli hafa verið Sverrir Stormsker af öll- um mönnum sem fyrst og fremst er valdur að því að forsetakosningar verða á íslandi árið 2000. Það næstfyndnasta er að menn skuli geta valið sér hugðarefni og farið með það eitt sem markmið í forsetaframboð að fá að ræða það mál. Sér einhver fyrir sér að Sverrir Stormsker detti eitthvað í hug fyrir forsetakosn- ingamar 2004 og dragi þá á flot einhvern sem hefði t.d. áhuga á að gera frímerkjasöfnun að helsta máli kosningabaráttunnar. Nú, eða þá að Sverri dytti sjálfum í hug að fara í forsetafram- boð, sem myndi auðvitað slá allt út. ^ ^ . íslendingasög- urnar á tjaldið Ragnar skrifar: Það var meira en mál til komið að einhver tæki fyrir íslendingasögurn- ar sem kvikmyndaefni og á ég þá við þessar helstu og vinsælustu sögur og gerðar alvörumyndir en ekki einhver figúruskapur eða ömurleiki eins og tíðast hefur verið raunin um gerð mynda af svipuðum toga hér. Ég fagna því að Friðrik Þór Friðrikssyni hefur verið falið að stjórna þessu verki. Hann á ærið verk fram undan í þessu efni ef hann hefur áhugann. Ég hef oft nefnt við kunningjana að af nógu er að taka, t.d. úr íslenskum þjóðsögum; huldufófkssögur, sk- rýmsla-, drauga- og útburðarsögur. Ég fagna frumkvæðinu. Dagpeningar umfram þarfir? - Umræöan hefur opnast á ný. Dagpeningar þingmanna Árni Einarsson skrifar: Ég hlustaði á þátt Egils Helgason- ar um helgina þar sem forsetaskatt- arnir voru til umræðu. Pétur Blöndal alþm. minntist á fleiri þætti, svo sem dagpeninga þingmanna og annarra opinberra embættismanna. Hann sagðist stundum koma með 50 þús. kr. af dagpeningum sínum í vasanum til baka. Hann er sagður gefa þessa peninga til hjálparstofnana. Þing- kona Samfylkingar brá skjótt við í þætti Egils og sagði þingmenn nú ekki alla fara mikið til útlanda. Og málið var tekið af dagskrá! En um- ræðan hefur opnast og nú eiga fjöl- miðlar leik. Hvaða þingmenn skila afgangsdagpeningum? Bestur í fréttum Þórðlfur hringdi: Ekki fer á milli mála að bæði Sjónvarp- ið og Stöð 2 eru sjónvarpsstöðv- ar sem búnar Bestu fréttir á eru að missa af Skjá einum? strætisvagninum Líflegir og fróölegir hvað fréttir varð- pistlar sem sjást ar eftir að Skjár ekki annars staðar. einn tók við sér í———————. fréttaflutningi. Þar eru mun líflegri og oft fróðlegri pistlar um eitt og annað en hjá hinum stöðvunum. Ég minnist t.d. pistils á Skjá einum um umfjöflun í breskum blöðum af eiginleikum lýsis sem krabbameinshamlandi og var farið nákvæmlega út í ýmsa þætti þessa máls. Sama er að segja um flest ann- að sem Skjár einn tekur fyrir, það er ferskara og bryddað upp á efni sem ekki er minnst á hjá hinum. Dagskrá Skjás eins er líka verulega fjölbreytt. Ásatrúarmenn og kristnihátíð Signý skrifar: Ég er nú ekki hissa þótt forsætis- ráðherra sé ekki ólmur að veita þeim ásatrúarmönnum frítt aðgengi að kristnihátiðinni á Þingvöflum. Þetta er ekki hátið ásatrúarmanna heldur okkar hinna sem teljum okkur krist- in. Það á ekkert að vera að snobba niður á við í þessum efnum. Því halda þeir ekki sína eigin hátíð, á Þingvöllum hvar sem er annars stað- ar, á öðrum tíma? Ég ætla ekki tfl Þingvalla verði ásatrúarmenn þar á sama tíma. Það veit Guð. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í stma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverhofti 11,105 ReykJavík Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.