Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Side 13
13 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 DV Tónlist Afmælistónleikar Söngsveitin Fílharmónía hélt veglega upp á fjörutíu ára afmæli sitt í gærkvöldi meö tónleikum í Háskólabíói þar sem hún haföi fengið til liðs við sig Selkórinn af Seltjarnarnesi og Sinfóniuhljóm- sveit íslands. Bernharður Wilkin- son hefur stjórnað kórnum síðan 1996 og er auk þess aðstoðarhljóm- sveitarstjóri Sinfóníunnar og var því á tvöfóldum heimavelli sem stjórnandi tónleikanna í gærkvöldi. Á efnisskrá voru tvö verk, hið fyrra Sinfonia Sacra eftir pólska tónskáldið Andrzej Panufnik, sú þriðja í röðinni af átta. Verkið var samið í tilefni af þúsund ára afmæli ríkis og kristni í Póllandi og er byggt á elsta sálmi sem til er á pólsku, Bogurodzica, gregorískum einradda kirkjusöng sem var jöfn- um höndum notaður sem ákall til Maríu meyjar og til að hvetja pólska riddara til dáða í orrustum. Þessi atriði endurspeglast í verkinu sem hefst á hátíðlegum lúðrablæstri sem var i öruggum höndum trompetleikaranna Ásgeirs Stein- grimssonar, Eiríks Amar Pálsson- ar, Einars Jónssonar og Guðmund- ar Hafsteinssonar. í skarpri and- stæðu við lúðraþytinn tekur við mjúkur og angurvær partur strengjasveitarinnar sem var einnig mjög vel leikinn. Slagverkið opnar svo þriðja hlutann þar sem blásið er til orrustu og hljómsveitin tekst á í kraftmiklum kaíla. Sálmur- inn hljómar svo himneskur á eftir þessum áta- kakaíla, stigmagnast og nær hámarki í lokin þeg- ar trompetarnir koma aftur inn i glæsilegum endi sem var magnaður í flutningi hljómsveitarinnar þamiig að jaðraði við þriðja stigs gæsahúð. Síðara verkið á tónleikunum var verk Þorkels Sigurbjörnssonar, Immanúel, fyrir blandaðan kór, einsöngvara og hljómsveit, sérstaklega samið fyr- ir söngsveitina í tilefni afmælisins og einnig í til- efni af kristnitökuafmæli og má því segja að vel hafi farið á því að velja þessi tvö verk saman á tónleikana. Texti verksins er fenginn úr Bibli- unni, valinn af herra Karli Sigurbjömssyni, auk þess sem hann lagði til texta frá eigin brjósti út frá stefmu „Immanúel, Guð er með oss“. Verkið er í DV-MYND ÞÖK Söngsveitin Fílharmónía, Selkórinn og Sinfóníuhljómsveit íslands Söngsveitinni er óskaö til hamingju meö afmæliö og vel heppnaða tónleika. átta köflum og gerir töluverðar kröfur til kórsins og einsöngvara sem voru Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir og Bergþór Pálsson, með „erfiðum" tónbil- um og hárri legu fyrir sópran á sumum stöðum og djúpri fyrir bassa á einum stað í níunda hluta þar sem þeir fara alla leið niður á E að mér skilst. Ég get ekki sagt að verkið hafi snert mig sem heild þó að sumar hendingar og vissir þættir gerðu það - til dæmis upphafið þar sem tónlistin náði að fanga fallegan textann og fyrri hluti dramatísks fjórða kaflans sem komst vel til skila í tilfinningaþrunginni túlkun Ólafar. Sjötti þáttur var einlægur og öruggur í meðfórum Bergþórs og tíundi kaflinn þar sem textinn er fenginn úr 23. Davíðssálmi „Drottinn er minn hirðir“ var hrif- andi fagur enda stendur Þorkell feti framar öðrum í sálmalagagerð. Aftur á móti voru þættir sem hljómuðu ekki eins sannfærandi, til dæmis „Efa- semdaraddir frá kórnum" sem komu eins og skrattinn úr sauðaleggnum og þriðji þáttur „Ef Guð er með oss“ virkaði losaralegur líkt og vant- aði stöðugleika milli hljómsveitar og kórs - og þá á ég ekki við flutninginn. Hendingar fengu líka á stundum snubbaralegan endi. Svo olli mér von- brigðum að fá ekki að heyra stærri og viðameiri hljómsveitarpart en sveitin var í dálitlu aukahlut- verki fyrir utan intróið í sjöunda þætti sem var prýðilegt áheyrnar. Reyndar lék hljómsveitin afar vel í höndum Bernharðs í því sem hún hafði úr að moða. Kórinn og einsöngvarar stóðu sig einnig vel og var öryggið sett á oddinn og ekki ástæða til annars en að óska söngsveitinni til hamingju með vel heppnaða tónleika og afmælið. Arndis Björk Ásgeirsdóttir Leiklist Pað er Bjartur í okkur öllum Það er fróðlegt að kynnast því hvemig breski leikstjór- inn Charles Way og leikhóp- urinn New Perspectives hafa nálgast söguna um Bjart í Sumarhúsum og hans fólk. Leikgerðin, sem ber einfald- lega nafnið Independent People, er farandsýning og hefur að sögn hlotið ágætar undirtektir áhorfenda þar sem hún hefur verið sýnd í þorpum og bæjum Miðaustur- Englands. Er ekki líka svolft- ill Bjartur í okkur öllum, hvort sem við erum fædd hér eða þar? Það fyrsta sem manni dett- ur í hug er hvort efnistökin verði nú ekki allt önnur en sú inngróna mynd, sem við höf- um í áranna rás komið okkur upp af lífsbaráttu og þrá- hyggju Bjarts, mynd sem fyrir löngu er meitluð í þjóðarsál- ina. Og hvemig sjá útlending- ar fyrir sér kotið í heiðinni, volæðið og baslið, þar sem barist er til þrautar við grimm náttúruöflin hvem einasta dag? Jú, í stuttu máli sagt er leikgerðin sögunni trú og áherslumar aðeins sjónarmun frá því sem teljast má hefðbundin sýn okkar heima- manna á framvinduna. Þó að sýningin sé aðeins um tveggja tíma löng tekst að pakka sögunni saman í kringum persónu Bjarts, sem er þunga- miðjan í verkinu, þannig að furðumargt skilar sér og það er enginn vandi að vera sáttur við út- komuna þegar upp er staðið. Þó að óliku sé saman að jafna, stórsýningu Þjóðleikhússins og þessari, er oft drepið niður fæti á svipuðum slóðum í sögunni þannig að Mick Strobel, Catherine Neal, Geoff Gibbons og Helga Vala Séra Guðmundur er aö gifta Bjart og Rósu. Rauösmýrarmaddaman sjálfur sögukjarninn skilar sér með líkum hætti. Það er frekar í ytri búnaði sýningarinn- ar, svo sem fatnaði persónanna og hjarðbýlis- legu umhverfi og þó ekki hvað síst í óvæntu sjónarhomi á kímnina í verkinu, sem áherslu- munurinn verður áberandi. Leikhópurinn er skemmtilega samansettur af þremur íslenskum leikurum og þremur bresk- um. Kannski hafa landarnir í og með átt sinn þátt i því að skapa Bjarti það yfirbragð, sem hann hefur í verkinu. Hann er í senn íslenskur þvergirðingur stiginn beint út úr sögunni og furðu alþjóðlegur. Gott ef ekki brá fyrir rúss- neskum keim í túlkuninni. Mick Strobel fann sig vel í hlutverkinu. Hinar persón- urnar hverfast um hann og leikararnir vinna undan- tekningarlaust vel úr hlut- verkum sinum. Geoff Gibbons sem er hávaxinn maður lék meðal annars Nonna sem lítinn strák og fórst það frábærlega vel. Kostagimbrin Gullbrá, kýr- in Búkolla (Páll Sigþór Páls- son) og tíkin Títla (Ragn- heiður Guömundsdóttir) gerðu sitt til að gefa sýning- unni létt yfirbragð og lögðu sitthvað til mála, en þar fyr- ir utan léku þau Páll og Ragnheiður með prýði m.a. hlutverk Ingólfs Amarsonar og Ástu Sóllilju. Helga Vala Helgadóttir var fin í hlut- verki Hallberu gömlu og hún lék líka Rósu og gerði hana þéttari fyrir en oft áður. Catherine Neal var __________ heimskonuleg í hlutverki Rauðsmýrarmaddömunnar. Sviðsmyndin er einföld, og það sniðugasta við hana er hvernig áhrifshljóðin eru hreinlega gerð sýnileg í bakgrunni. í heild er þetta ásjá- legasta sýning og verulega ánægjulegt að fá hana hingað til lands. Auður Eydal New Perspectlves Theatre Company sýnir I Möguleik- húsinu: Independent People eftir sögu Halldórs Lax- ness. Leikmynd og búnlngar: Sarah Salaman. Leik- gerö og lelkstjórn: Charles Way. Sýningar veröa í kvöld, laugardags- og sunnudagskvöld. DV-MYND TEITUR Helgadóttir fylgist grannt með. ___________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Stefnumót við tímann Listahátíð í Reykjavík 2000 verður sett í Þjóðleikhúsinu kl. 13.30 á morgun. Bjöm Bjamason menntamálaráðherra setur há- tíðina sem er þrítug í ár og haldin í 16. sinn. Dagskráin er fiölbreytt, með leiklist, dansi, tónlist, arkitektúr og bókmenntum, og henni lýkur með hátíðartónleikum í Laugardalshöll 8. júní þar sem Sinfóníu- hljómsveit íslands og einsöngvararnir Rannveig Fríða Bragadóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson flytja óperuaríur og dúetta undir stjórn Giorgio Croci. [bla&lií nrinniiaimimiKAj^ ra 28. mai - S. jiti 2080 Leikhústónlist Á opnunarhátíðinni verða fyrstu tón- leikar Tónskáldafélags íslands í annarri tónleikaröðinni sem félagið efnir til á þessu menningarári með tilstyrk Menn- ingarborgarinnar. Tónleikarnir bera yfir- skriftina „Hvert örstutt spor“ og þar verða rifiuð upp sönglög sem frumflutt hafa verið á íslensku leiksviði cdlt frá aldamótum. Tónlistarstjóri er Jóhann G. Jóhannsson og umsjón með dagskránni hefur Guðjón Pedersen en flytjendur eru söngvararnir og leikararnir snjöllu, Edda Heiðrún Backman, Marta Guðrún Hall- dórsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdótt- ir, Jóhann Sigurðarson, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Örn Ámason. Við opnunina verða veitt verðlaun í smásagnasamkeppni Listahátíðar árið 2000. Ríkisútvarpið býður verðlaunin í til- efni af 70 ára afmæli sínu og verðlauna- sögumar koma út í bókinni Stefnumót á vegum Vöku-Helgafells. Leikhústónleikamir verða endurteknir í Þjóðleikhúsinu á þriðjudaginn, kl. 20.30. Nýr heimur IG. 16 verður opnuð hin mikla sýning Nýr heimur - Stafrænar sýnir í Listasafni lands sem nánar er sagt frá í fylgiriti DV i dag sem jafnframt er sýn- ingarskrá sýningar- innar. Kl. 17 verður framsýning á Auðuni og is- birninum hjá Islenska dans- flokknum í Borgarleikhúsinu, dansverki Nönnu Ólafsdóttur eftir sam- nefndum íslendingaþætti sem glatt hefur hjörtu kynslóðanna síðan á 13. öld eða þar um bil. Kl. 20 verður sýningin Islands þúsund ljóð opnuð í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Á að giska helmingur ís- lensku þjóðarinnar yrkir ljóð svo að vænta má geysilegrar aðsóknar að þessari sýningu þar sem ljóð fá að taka sig út á ótalmarga vegu. Aziza Mustafa Zadeh Á sunnudagskvöldið, kl. 21, verða einu tónleikar ungrar listakonu frá Aserbaídsj- an sem sameinar í list sinni klassískt tón- listaruppeldi, nútíma- og sígildan jazz og þjóðlagatónlist heimalands síns. Aziza hefur þegar gefið út fimm geisladiska, síð- ast diskinn „Jazziza" árið 1997. Seiðandi rödd hennar nær yfir breitt svið, allt frá kontraalt upp i sópran, og list hennar er í senn persónuleg og algild því þó að hún beri sterkan svip af þjóðemi og persónu- leika söngkonunnar fiallar hún um leið um tilfinningar og gildi sem standa okkur öllum nærri. Tónleikar Azizu verða í íslensku óper- unni. Bókmennta- hraðlestin 2000 Innan skamms hefst allsérstakt ferða- lag rúmlega 100 rithöfunda um Evrópu. Þetta verkefni er skipulagt af Þjóðverjum og ber heitið Bókmenntahraölestin 2000. Farið verður um ellefu lönd á sex vikum, með viðkomu i tuttugu borgum, frá Portú- gal í vestri til Rússlands í austri, og á leið- inni kynna rithöfundarnir verk sín, taka þátt í bókmenntaumræðum og upplestr- um og kynnast starfsfélögum frá öðrum Evrópulöndum. Höfundarnir sem taka þátt í verkefninu koma frá fiörutíu Evrópulöndum. Einum íslenskum rithöfundi var boðin þátttaka í Bókmenntahraðlestinni og varð Einar Öm Gunnarsson fyrir valinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.