Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Síða 25
37 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 DV Tilvera Dancer in the Dark: Sitt sýnist hverjum um gæði myndarinnar Það hefur ekki farið fram hjá neinum að sú stjarna sem stolið hef- ur senunni á kvikmyndahátíðinni í Cannes er Björk sem að allra dómi hefur slegið í gegn í sinni fyrstu kvikmynd, Dancer in the Dark. Það er ekki bara að hún hafl fengið góða dóma fyrir leik sinn heldur hafa komið upp á yfirborðið sam- starfsörðugleikar hennar og danska leikstjórans Lars Von Trier. Fer tvennum sögum af þessu samstarfi en eitthvað mikið hefur gengið á og hefur þetta orðið til að vekja enn meiri athygli á myndinni en ella. Nú er heimsfrumsýningardagurinn liðinn og komust færri að en vildu á þær tvær sýningar sem voru í boði. Nú eru dómar upp kveðnir og sýn- ist sitt hverjum um gæði myndar- innar. Eins og skiljanlegt er hafa þeir dómar sem komið hafa fyrir augu almennings flestir verið í frönskum blöðum og eru þeir mjög lofsamlegir þegar á heildina er litið. Eini franski gagnrýnandinn sem var lítt hrifinn var gagnrýnandi Le Figaro sem sagði meðal annars að tónlist Bjarkar væri vond. Aðrir franskir gagnrýnendur eru í skýjun- um yfír myndinni og þá ekki síst yfir frammistööu Bjarkar. Hér fylgja bútar úr þremur virtum frönskum blöðum: „Hún (myndin) vakti óumdeilan- lega tilfinningar hjá fólki, sumir komust í uppnám og fengu í hnjáliö- ina en aörir fylltust gremju. Dancer in the Dark, sem nýtur góðs af frammistöðu Bjarkar, á möguleika á að hreppa gullpálmann. Afi minnsta kosti œtti aöalleikkona myndarinnar aó hljóta verðlaun fyrir túlkun sína. “ (Le Parisien) „Lars von Trier heillar og ögrar. Aö minnsta kosti á sér eitthvað stað hjá honum sem er óneitanlega sam- tímalegt og örvandi. Dancer in the Dark hefði augljóslega ekki sama glœsileika ef hinnar einstöku aðal- leikkonu nyti ekki við. Myndin væri jafnvel alls ekki til því auk þess að semja lögin sem hún syngur er Björk mikil uppspretta áhrifa... Hún ber uppi myndina meó súrrealískum þokka. “ (La Libération) „Lars von Trier, hinn brjálaði vis- indamaður evrópskrar kvikmynda- gerðar, safnar saman manngerðum sem eiga ekkert sameigin- legt til aó búa til kvik- mynd. Hann er þeim mun brjálaðri aó nýta sem efnivið hœttuleg málefni, svo sem hvernig menn nióurlœgja konur og út- rýmingarherferð nas- ista...“ Er sýningu fyrir blaða- menn í Cannes lauk þöktu vasaklútar gólfið. Hœfileikinn til aó geta fengið fólk sem er borgað fyrir að horfa á kvik- myndir til að fella tár er ekki öllum gefinn. (Le Monde). Ekki er sama hrifning- in hjá bandarískum gagnrýnendum. Gagn- rýnandi hins útbreidda bandaríska blaðs Variety finnur allt aó myndinni en getur þó ekki leynt hrifningu sinni á frammistöðu Bjarkar. Gagnrýnandi Hollywood Reporter tekur ekki eins fast til oróa en er ekki mjög hrifinn. „Goðsögnin Lars Von Trier brot- lendir í Dancer in the Dark, tveggja og hálfrar klúkkustundar sýnishorni af sjálfsdýrkun höfundar sem er list- rœnt gjaldþrot á nœrri öllum svið- um...“ Áhrifamestu atriði myndar- innar eru þegar Björk er ein og látin gera þaó sem hún gerir best, dular- fullur söngur í eigin heimi. (Variety). „Dancer in the Dark er djörf en að sama skapi aðeins aö hluta til vel heppnuð tilraun til að búa til fyrsta dramað þar sem eingöngu er sungió og dansað... Björk, falin á bak við svört sólgleraugu, hefur skilning á hlutverkinu en á það til að ofleika. “ (Hollywood Reporter). -HK Björk í Cannes Þaö leikur enginn vafi á hver er stærsta stjarnan í Cannes þessa dagana. Leiðrétting: Sommelier fær fimm blóm Bjork og Catherine Deneuve i Dancer in the Dark Eitt eru allir sammála um - aö Björk sé góö í hlutverki Selmu. Skráðu þig til leiks og þú átt möguleika á glæsilegum vinningum: • Ferð fyrír tvo á Formúlu 1 keppnina í Malasíu í boði kostunaraðila Formúlu 1 á VísiJs • Tag Heuer-úr að verðmæti kr. 122.900, í boði Leonard m OPIN KEEFIHF í veitingahúsarýni DV í gær urðu þau mistök í vinnslu að meðalein- kunn veitingahússins Sommeliers var ekki rétt. í töflu sem fylgdi greininni fékk Sommelier fjögur blóm en hið rétta er að veitingahús- ið fær fullt hús stiga eða fimm blóm. Meðfylgjandi er leiðrétt einkunna- gjöf veitingahússins Sommeliers. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Naftic Sommelier Meöaleinkunn Gæðí r-k Verö C 0 Q- Landsbankmn Betri banki Íslandssími ' vísir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.