Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 I>V Fréttir Svört skýrsla Hafrannsóknastofnunar um ástand fiskstofna: Öldruðum fjölgar: Skyndifundur skipstjóra - þorskstofn snarminnkar og rækjan hrynur. Mistök fiskifræðinga Hafrannsóknastofnun birti í gær skýrslu sína um ástand fisk- stofna og aflahorfur fyrir næsta fiskveiöiár og má segja að í heild séu niðurstöðumar áfall fyrir ís- lenskt þjóðarbú gangi niðurskurð- ur eftir. Verði af kvótaniðurskurði minnkar verðmæti sjávaraflans um sem nemur 7,5 milljörðum króna. Rannsóknir leiddu í ljós að þorskveiðistofninn var gróflega of- metinn fyrir síðasta fiskveiðiár, en hann er nú áætlaður einungis 756 þúsund tonn miðað við 945 þúsund tonn árið 1999. í ljósi þessa leggur Hafrannsóknastofnun til að þorskveiði verði takmörkuð við 203 þúsund tonn en á síðasta fisk- veiðiári var hún um 260 þúsund tonn. Þessar tillögur koma þrátt fyrir þá staðreynd að þorskveiði hafi aukist um 17 þúsund tonn frá 1998 til 1999 en samkvæmt skýrslu Haf- rannsóknastofnunar má rekja ástæðu þess til aukinnar sóknar. Afli á sóknareiningu var mun hærri og helgast ofmat á stofnin- um af þeirri ástæðu að þáttur veið- anleika hafi ekki verið nægilega athugaður. Grálúöa stendur í stað Ekki er áætlað að auka kvóta á grálúðu þrátt fyrir tal sjómanna um stóraukna gengd á þessari teg- und en nú í síðustu viku landaði Margrét EA metafla af grálúðu. Afli á togtíma á Hampiðjutorgi hefur stóraukist og er nú allt að 10 tonn á klukkustund. Lagt er til að heildarafli á svæðinu Austur- Grænland/ísland/Færeyjar verði 20 þúsund tonn, eða sama og veiddist i fyrra. En hlutur íslend- Ráðherra hugsi Árni Mathiesen sjávarútvegsráöherra þarf aö gera upp viö sig hvort fylgia eigi ráögjöfinni. DV-MYNDIR HILMAR ÞÖR Forstjórinn klórar sér í höfðinu Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, hefur ástæöu til aö klóra sér í höföinu enda stóöst ekki ráðgjöfin í fyrra og nú blasir efnahagslegt áfall viö. Hér kynna fiskifræöingar nýjar niöurstööur sínar. inga í þessum pakka verður um 11 þúsund tonn ef fer líkt og síðustu ár en aflahlutdeild Frónbúa hefur verið rúm 50%. Útlitið er ekki bjart með ýsuna en ástand stofnsins er metið sem svo að það hafi ekki verið verra i 20 ár. í fyrra voru veidd 45 þúsund tonn af ýsu og var það aukning um 10%. Nú er hins vegar lagt til að hámarksafli verði ekki meiri en 30 þúsund tonn og er samdrættinum ætlað að miða að sjálfbærum veið- um úr stofninum. Einnig er áætlað að minnka veiðar úr ufsastofninum og skal hún ekki fara yfír 25 þúsund tonn en afli í fyrra var um 31 þúsund tonn sem er minnsti afli frá því í síðari heimsstyrjöld. Af öðrum tegundum sem eru í bobba má nefna lúðuna sem er í afar slæmu ástandi og rækju en rækjuafli á djúpslóð hefur hrapað úr 48 þúsund tonnum árið 1998 í áætluð 12 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Kristján óhress Kristján Ragnarsson, formaöur LÍÚ, lýsti miklum vonbrigöum meö hina nýju ráðgjöf. Óvissa með loönuna Lagt er til að hámarksafli loðnu verði upphaflega áætlaður 650 þús- und tonn, sem yrði um 280 þúsund tonna skerðing frá loðnuafla síðasta fiskveiðiárs. Hafrannsóknastofnun ber því við að spár um stærð veiði- og hrygningarstofns loðnu séu mik- illi óvissu háðar og því verði há- marksafli i upphafi takmarkaður við 2/3 hámarksafla en hann er áætlaður 975 þúsund tonn. íslenska sumargotssíldin er sögð vera I ásættanlegu ástandi og leggur stofnunin til að leyfð verði veiði á 110 þúsund tonnum á næsta fiskveiðiári, sem er aukning um 10 þúsund tonn frá því í fyrra. Einnig er áætlað að auka ásókn í norsk-íslenska sildarstofninn og auka veiðina úr 1,2 milljónum tonna í 1,25 milljónir. Hlutur ís- lendinga lækkar hins vegar um tæp 10 þúsund tonn og verður 194 þúsund tonn. Aftur á móti hefur Alþjóðahafrannsóknaráðið lagt til að ekki verði veitt meira en 753 þúsund tonn af norsk-íslenskri síld árið 2001. Vonbrígði Samtök sjómanna og útvegsmanna hafa lýst yfir djúpstæðum vonbrigð- um sínum með skýrsluna og eru fiskifræðingar Hafrannsóknastofnun- ar vændir um mistök í því sambandi. Farmanna- og fiskimannasambandið hefur boðaö til skyndifundar á morg- un þar sem farið verður yfir málið með starfandi skipstjórum. -jtr Útlendingar taka við erf- iðu störfunum - segir Ólafur Ólafsson „Fæðingartala áranna 1940-1960 var með því móti að það fæddust u.þ.b. 3-4 böm á konu á íslandi. Upp úr 1980 dreg- ur verulega úr fæðingum og mun það hafa áhrif á þjóðfélag- ið þegar fram í sækir. Yngra fólki mun fækka á sama tima og eldra fólki fjölgar og mun það leiða til þess að það verður kreppa á vinnumarkaðin- um. íslendingar munu þá væntalega leita sömu leiða og hefur verið gert í löndum á borð við Svíþjóð, Frakk- landi og Þýskalandi - þ.e. flytja inn vinnuafl til þess að vinna erfiðu störfin." Aðspurður sagðist Ólafur ekki hafa miklar áhyggjur af þvi að fjölgu n eldra fólks muni leiða til samskonar kreppu hjá lífeyrissjóð- unum. „Ætli lifeyrissjóðimir verði ekki virkir eftir svona 20-30 ár. Ég reikna með því að ég verði dauður þá.“ -ÓRV Ólafur Ólafsson. fyrrv. landlæknir og formaður Fé- lags eldri borg- ara í Reykjavík. Bjórverð Sólar-Víkings: Óbreytt eða lægra en áður DV, AKUREYRI: _____________________ Greint var frá verðhækkunum á áfengi í síöustu viku. Sérstaklega var rætt um verðhækkun á bjór frá verslunum ÁTVR og þær skýringar gefnar að hækkunin stafaði af verð- hækkun birgja. Gagnvart Sól-Vík- ingi er þessi fréttaflutningur ekki réttur því staðreyndin er sú að nú um mánaðamótin hækkaði alls ekki verð bjórtegunda frá fyrirtækinu, þvert á móti lækkaði það í sumum tilfellum en hélst óbreytt í öðrum. Sól-Víking hf. framleiðir bjórteg- undirnar Víking, Thule og Carls- berg og er stærsti einstaki framleið- andi á bjór til verslana ÁTVR. Nú um mánaðamótin hækkaði svoköll- uð umsýsluþóknun, sem er gjald tengt skilagjaldi einnota umbúða og er ákvarðað af stjórnvöldum. Til að mæta þeirri hækkun og stuðla þar með að óbreyttu útsöluverði Vík- ings, Thule og Carlsberg lækkaði Sól-Víking hf. verðskrá sína sam- svarandi. -gk 12r 4 REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 23.45 00.14 Sólarupprás á morgun 03.08 02.06 Síódegisflóö 21.41 14.14 Árdegisflóö á morgun 10.16 02.14 Skýrlngar fi ve&urtáknum ' J*"-VINDÁTT 10°4—kin S Súld eða rigning Síödegis og í kvöld er búist við súld eða dálítilli rigningu meö köflum sunnanlands en léttskýjaö verður norðan til á landinu. Hiti veröur víöa á bilinu 8 til 13 stig yfir daginn en allt að 20 stig noröaustanlands síðdegis. Það kólnar meö kvöldinu. !5L -io° '^NVINDSTÝRKUR i metrwm 5 sokúndu HEIÐSKÍRT -$3 o LÉrrsKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ ÍÖ! W Ö RIGNING SKÚRIR SIYDDA SNJÓKQMA o" •v? 'P “h = ÉUAGANGUR RRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA ÍMa Helstu þjóðvegir greiðfærir Allir helstu þjóövegir landsins eru greiðfærir. Jeppafært er oröið um noröurhluta Kjalvegar, frá Blönduvirkjun að Hveravöllum. Einnig er jeppafært m um Uxahryggi, Tröllatunguheiði og ÍSÍSSIS" Þorskafjaröarheiöi. Aðrir hálendisvegir eru lokaöir. aruuK GREIÐFÆRT mm ÞUNGFÆRT HÁLT K ÓFÆRT Hlýjast norðanlands Á morgun gerir Veðurstofan ráö fyrir fremur hægri suðaustlægri átt um allt land. Búast má við dálítilli rigningu með köflum sunnanlands en annars verður léttskýjað víöast hvar og hlýjast norðanlands. SSSEMuj bs&ek 5DESEKÖ‘u Vindur: /^ y. L—. Vindur: //r"N C-'- Vindun /S~' 0“ '~S 5-10 m/» O l 4-9 Hiti 9" til 15° ? Hiti 8” Bl 15° “M Hiti 8° «115° A «« Hæg NA eöa breytlleg átt, Fremur hæg NA-átt. Fremur hæg NA-átt. sums staöar þokusúld Vætusamt noröan- og Rignlng noröan- og austanlands, annars austanlands, einkum á austanlands, elnkum á skýjað meö köflum eöa laugardag, en léttskýjaö laugardag, en léttskýjaö léttskýjaö. Hlti 9 tll 15 sunnan- og suðvestan- sunnan- og suövestan- stlg, svalast austanlands. lands. Hiti 8 tll 15 stig. lands. Hltl 8 tll 15 stlg. Veðrið AKUREYRI heiöskírt 8 BERGSTAÐIR heiöskírt 7 BOLUNGARVÍK heiöskirt 7 EGILSSTAÐIR 9 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 7 KEFLAVÍK súld 8 RAUFARHÖFN iéttskýjað 8 REYKJAVÍK skýjaö 9 STÓRHÖFÐI rigning 7 BERGEN skýjaö 10 HELSINKI skýjaö 13 KAUPMANNAHÖFN rigning 10 ÓSLÓ skýjaö 12 STOKKHÓLMUR 12 ÞÓRSHÖFN skýjaö 8 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 7 ALGARVE heiöskírt 17 AMSTERDAM alskýjaö 12 BARCELONA skýjaö 15 BERLÍN alskýjaö 17 CHICAGO heiöskírt 7 DUBUN rigning 10 HAUFAX heiöskírt 6 FRANKFURT skýjaö 13 HAMBORG súld 13 JAN MAYEN þoka 0 LONDON þoka 11 LÚXEMBORG alskýjaö 10 MALLORCA skýjaö 19 MONTREAL léttskýjaö 14 NARSSARSSUAQ skýjaö 6 NEW YORK alskýjaö 15 ORLANDO heiöskírt 23 PARÍS 12 VÍN skýjaö 22 WASHINGTON þokumóöa 16 WINNIPEG léttskýjað 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.