Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2000, Blaðsíða 24
36 _______ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 Tilvera uv Kæfa á Gauknum Borð Gauks á Stöng svigna undan vel útilátnu kæfurokks-hlaðborði a'la URL. Eintóm hamingja og píp- andi gleði er mottó kvöldsins. Klúbbar ■ THOMSEN Plötustýran Sóley mætir með safnið sitt og sér um að malla Ijúffenga RN'B, hip hop og soulfunk tóna ofan í gesti Thom- sen. Staðarhaldarar vilja endilega að fólk fari líka að mæta í miðri viku. Er ekki best að hlýða því? Leikhús ■ ENGLAR ALHEIMSINS Á DÓNSKU Café Teatret sýnir leikgerð sína á skáldsögu Einars Más Guðmundssonar, Englum alheimsins. Áhugavert verður fýrir íslendinga að sjá hvaða tökum Danir taka söguna í samanburði við kvikmynd Frikka Þórs. Sýnt er á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins. Kabarett ■ LAPYSMITH BLACK MAMBAZO Á BROAD- k WAY Sönghópurinn Ladysmith Black Mambazo frá Suður-Afríku heldur tónleika á Broadway í kvöld. Þetta er alla vega þess virði til að sýna þeim viröingu fyrir að hafa komið alla þessa leiö. Tónleikarnir eru liður í Listahá- tíð í Reykjavík. Tónleikar ■ Landið sem ekki er tll i kvöld kl. 20.30 flytja sænsku listamennirnir Susanna Levonen messósópran, Bemt Wilhelmsson píanóleikari og Magnus Irving flautuleikari triótónleika T Salnum í Kópavogi. Þremenn- ingarnir munu frumflytja tvö ný verk á þess- um tónleikum. Fýrra verkiö er eftir íslenska tónskáldiö Svein Lúövík Björnsson viö Ijóöiö Landet som icke ár (Landið sem ekki er til) eftir Edith Södergran. Verkiö er skrifað fyrir messósópran og flautu. Stöara verkiö sem frumflutt veröur er, För nára (Of nálægt) eftir A sænska tónskáldiö Sven Ahlin fyrir messósópran, flautu og píanó. Ljóöiö er eftir Wislawa Szymborska og þýtt á sænsku af Per Arne Bodin og Roger Fjellström. Sýningar ■ Ámastofnun Stofnun Árna Magnússonar, Ámagarði vlð Suðurgötu. Handritasýning er opin kl. 13-17 daglega, 1. júní til 31. ágúst. Unnt er aö panta sýningu utan reglulegs sýn- ingartíma sé þaö gert meö dags fyrirvara. ■ Þióðarfaókhlaða Kvennasögusafn íslands minnist Ástu Slgurðardóttur meö sýningu á verkum hennar I Þjöðarbókhlöðu. Á sýning- unni eru meöal annars nokkur málverka Ástu og dúkristur sem hún myndskreytti smásögur sínar með. Þá veröa einnig til sýnis kynngi- mögnuö mannspil sem hún teiknaði á árun- um 1960-1963. Fyrirmyndir spilanna eru þjóðsagnapersónur, forynjur og galdramenn. Þar má meöal annars sjá Miklabæjar-Sol- veigu meö rýting í hendi og opið sár á hálsi og Djáknann á Myrká. > " Sjá nánar: Líflö eftir vinnu á Vísi.is. Ladysmith Black Mambazo: Syngjandi sendiherrar - „Söngur gleður þá sem eru daprir því söngurinn er rödd hamingjunnar“ 1 kvöld verða tónleikar suður- afríska sönghópsins Ladysmith Black Mambazo haldnir á Hótel ís- landi. Sönghópurinn var stofnaður um 1960 af Joseph Shabalala sem jafn- framt er forsöngvari hans. Sagan segir að Shabalala hafi fengið hug- myndina að Ladysmith í draumi, þar sem hann sá fyrir sér hóp af börnum aö dansa og syngja. Nafnið Ladysmith Black Mambazo hefur tvenns konar vísun, þ.e.a.s. til borg- arinnar Ladysmith, þaðan sem söngsveitin er upprunnin, og Black Mambazo sem þýðir svört öxi og vísar til þess að þeir hafa lagt alla keppinauta sína að velli. Hinn sérstæði stUl Ladysmith er blanda af sönghefð Zulu-manna og kórtónlist sem flutt er án undir- leiks. Tónlist Ladysmith naut strax mikilla vinsælda í heimalandi sínu og reyndar um alla Afriku. Fyrsta plata þeirra kom út árið 1962 og seldist vel. En það var ekki fyrr en 1986 að þeir hlutu náð fyrir eyrum Vesturlandabúa í kjölfar þess að þeir sungu bakradir á plötunni Graceland fyrir Paul Simon. Ári síð- ar gáfu þeir út plötuna Shaka Zulu sem seldist í heUum bílhlössum og hlaut Grammy-verðlaunin sem besta þjóðlagaplatan það ár. Síðan hafa þeir sungið inn á rúmlega fjörutíu hljómplötur með ýmsum listamönnum eins og Stevie Wond- er, Yousson N’Dour, Dolly Parton og nú síðast óperusöngkonunni Lesley Carret. Tónlist Ladysmith hefur einnig notið vinsælda í kvikmyndum og má þar nefna myndirnar Moonwal- ker (Michael Jackson), A Dry White Season (Marlon Brando) og Coming to America (Eddie Murphy). Vin- sældir Ladysmith hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum, ekki síst fyrir þær sakir að tónlist þeirra hefur verið notuð í auglýsingar fyr- ir vörumerki eins og IBM, 7-up og Heinz-súpur. Ladysmith Black Mambazo voru í fylgd með Nelson Mandela þegar hann tók við friðarverðlaunum Nóbels 1993 og fluttu þar tónlist sína. Mandela hefur lýst því yfir að hann telji sönghópinn vera bestu sendiherra Suður-Afríku á erlendri grund. Ásmundur Jónsson hjá Japis seg- Ladysmith Black Mambazo Söngsveitin kom til landsins í gær. ist lengi hafa fylgst með Ladysmith Black Mambazo og að hann hlakki til að fara á tónleikana með þeim þar sem hann hafi ekki séð þá á tón- leikum áður. Hann segir að Ladysmith-flokkurinn hafi fyrst náð athygli Vesturlandabúa á áratugn- um milli 1970 og 1980, um það leyti sem svokölluð heimstónlist var að verða vinsæl. DVWND Joseph Shabalala hefur sagt að það sem skipti mestu máli fyrir hann sé hversu vel þeim hafi tekist að brjóta niður menningarleg landa- mæri og deila tónlist sinni með öðr- um því að „söngurinn gleður þá sem eru daprir því söngurinn er rödd hamingjunnar." -Kip Arfur - sögur af sjálfstæðu fólkl Þaö er ekki á hverjum degi sem áhugaleikarar stíga á fjatir Þjóðleikhússins. Leikarar frá Sólheimum í Grímsnesi á æfingu í Þjóðleikhúsinu í gær. Leikfélag Sólheima er elsta áhugamannaleikfélag á íslandi: Hátíðarsýning í Þjóðleikhúsinu Fyrsta kvöldganga sumarsins: Kvöldganga í Viðey Fyrsta kvöldganga sumarsins verður í Viðey i kvöld. Gengið verö- ur um suðaustureyna. Lagt er af stað með Viðeyjarferjunni kl. 20. Gengið verður upp að Stofu en síðan austur á Sundbakka og Stöðin skoðuð, þorp- ið sem þarna var á árunum 1907-1942. Þá verður litið inn í Tank- inn sem er félagsheimili Viðeyinga í gömlum 150 tonna steyptum vatns- geymi. Þaðan verður haldið fyrir Þórsnesið um Kríusand og upp í Kvennagönguhóla og svo aftur heim í Stofu. Farið verður í land upp úr kl. 22. Á Suðurströnd eru mörg áhuga- verð örnefhi sem mörg hver eiga sér skemmtilega sögu og geyma fróðleik sem staðarhaldari leitast við að draga fram í dagsljósið. Einnig verð- ur reynt að halda uppi gamanmálum og söng eftir aðstæðum. Göngufólk er minnt á að vera klætt eftir veðri og vera vel búið til fótanna. Gjald er aðeins ferjutollur- inn, kr. 400 fyrir fullorðna og 200 fyr- ir böm. Óhætt er að mæla með kvöldgöngu í Viðey undir leiðsögn staðarhaldara, ekki síst í fógru veðri. -ss Viðey í kvöld er hátíðarsýning Leikfé- lags Sólheima í Þjóðleikhúsinu. Sýnt verður leikritiö Arfur - sögur af sjálfstæðu fólki sem er frum- samið verk í fullri lengd og fjallar um þá sem mætt hafa mótlæti í ís- landssögunni. Leitað er í smiðju þekktra bókmenntaverka. Leikfélag Sólheima hefur að þessu sinni fengið í lið með sér at- vinnuleikara auk þess sem íbúar Sólheima, jafnt fatlaðir sem ófatlað- ir, taka þátt í uppfærslunni. Sam- tals koma meira en 30 manns að sýningunni. Æfingar hafa staðið yfir í allan vetur, eða frá því í októ- ber, þannig að mikiö er lagt í sýn- inguna. Leikfélag Sólheima er elsta áhugamannaleikfélag á íslandi og hefur starfað nær samfellt frá 1931 og sett upp a.m.k. eina stórsýningu á hverju ári auk minni verka. Sólheimar fagna 70 ára afmæli sínu í ár og er sýn- ingin í Þjóðleikhúsinu einn fjölmargra menning- aratburða sem eru á dag- skrá í tilefni þessara tímamóta. Sýningin hefst kl. 20 í kvöld og aðgangseyrir er 1500 kr. Sumardagskráin í Viðey er komin í fullan gang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.